Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2015, Qupperneq 50

Bókasafnið - 01.06.2015, Qupperneq 50
50 Bókasafnið 39. árg. 2015 röðin fjallaði um bókfræðilega stjórnun í hinni stafrænu ver- öld eða Universal Bibliographic Control in the Digital Age: Golden Opportunity or Paradise Lost? Cataloguing with Bibliog- raphy, Classification & Indexing and UNIMARC Strategic Programme. Ég hlustaði á öll ellefu erindin frá 10 til 15:30. Upphaflega áttu þau að vera tólf en eitt erindið féll niður af einhverjum ástæðum. Nokkur erindi voru áhugaverðari en önnur og greini ég frá nokkrum þeirra: 1. Rebecca Lucas frá Bandaríkjunum fjallaði um varðveislu stafrænna gagna og sögulegt gildi þeirra í framtíðinni. Það komi í hlut bókasafns- og upplýsingafræðinga að bera ábyrgð á og varðveita stafrænt efni, vefgögn eða lýsigögn (e. metadata) og setja það í menningarlegt samhengi til að auðvelda rannsóknarvinnu. Nú á tímum getur almenning- ur sett efni á hvaða formi sem er inn á Netið. Því er mikil- vægt að virkja almenning til að skrá það efni/lýsigögn. 2. Næsta erindi hélt Robert P. Holley frá Bandaríkjunum um einstaklingsútgáfur/sjálfsútgáfur (e. self-publishing) og nýjar áskoranir í þeim efnum á sviði bókfræðilegrar stjórn- unar. Einstaklingsútgáfa hefur aukist gífurlega á nokkrum árum í Bandaríkjunum og á síðustu tveimur, þremur árum hefur útgáfa e-bóka tvöfaldast. Hann útskýrði muninn á „commercial published books“ og „self-published books“ og lagði áherslu á að bæði útgáfuformin væru jafnmikilvæg. Einstaklingsútgáfa á rafbókum (e-books) og öðru rafrænu efni væru því miður enn á gráu svæði sem að margra mati (upplýsingafræðinga) verðskuldaði ekki skráningu. Þetta efni væri óáreiðanlegt, og þarna færi engin ritskoðun fram. Að mati Holleys mættu bókasöfn veita því meiri athygli með því að skrá það, flokka og skipuleggja. Þetta eru líka bækur, áréttaði hann og hafa sama vægi og „commercial“ bækur. Library of Congress, sem hefur umsjón með bók- fræðistjórn fyrir Bandaríkin kaupir lítið sem ekkert af ein- staklingsútgefnu efni og skráir það ekki. Holley vill gera einstaklingsútgáfunni hærra undir höfði. Þó eru nokkur bókasöfn, sagði hann, aðallega almenningssöfn, byrjuð að safna þessu efni saman með hjálp höfunda (e. local authors) sem eru að bæta færslum við gagnagrunn OCLC. Annað jákvætt dæmi sem hann nefndi var samfélags- skráning (eða lýðskráning) á Netinu (e. social cataloging) eins og Goodreads væri að færast í aukana. Þetta og fleira sem hann tiltók stuðlaði að betri bókfræðistjórnun og tryggði almenningi auðveldara aðgengi að upplýsingum. 3. Heather Moulaison frá Bandaríkjunum greindi frá áhuga- verðri rannsókn sem hún gerði á nafnmyndafærslum eftir innleiðingu RDA. Höfundar/persónur/nöfn eru marg- slungin og skráning þeirra í nafnmyndafærslur verður æ vandasamari með tilliti til RDA skráningareglna. Um var að ræða langtímarannsókn um hvernig skráning nafnmynda- færslna kom út 6 mánuðum og 12 mánuðum eftir innleið- ingu RDA. Þetta var úttekt á nafnmyndafærslum í völdum háskólabókasöfnum til að kanna hve mörg deilisvið væru fyllt út í nafnmyndasviðum (aðallega mannanafna) sam- kvæmt RDA reglum. Deilisviðin eru einskonar auðkennis- reitir (e. attributes) fyrir persónur/höfunda. Í RDA skrán- ingareglum er nafnmyndafærsla mjög ítarleg þar sem þarf að tilgreina fæðingarár, búsetu, starf, hjúskaparstöðu og svo framvegis. Niðurstöður voru áhugaverðar og sýndu að tæplega 88% nafnmynda voru ansi rýrar, meira og minna án þessara auðkennisreita. Það sem oftast var tilgreint var fæðingar- og dánarár. Moulaison var síður en svo ánægð með þessar niðurstöður og vill gera átak í skráningu, að allir skrái samkvæmt RDA reglum með því að fylla út alla reiti. 4. Anila Angjeli og Vincent Boulet vinna bæði á franska þjóð- bókasafninu. Þau kynntu alþjóðlegu staðlana ISNI (Inter- national Standard Name Identifier) og VIAF (The Virtual International Authority File), auðkennisnúmer fyrir manna- nöfn, höfunda og stofnanir. Þess má geta að höfundar eru með ISNI númer, sjá tengla efst í grein þeirra á vefsíðu IFLA ráðstefnunnar: http://library.ifla.org/985/1/086-angjeli-en. pdf . Einnig má fara inn á www.isni.org og leita að þekktum Íslendingum (til dæmis Halldór Kiljan Laxness, Björk). Fyrir- lesarar útskýrðu muninn á þessum stöðlum; í grófum dráttum lýtur VIAF að nafnmyndastjórnun en ISNI að var- anlegu auðkennisnúmeri (einsog íslenska kennitalan). Staðlarnir eru án efa mjög gagnlegir í hinum rafræna og stafræna heimi, nauðsynlegir til aðgreiningar og auðvelda leitir. ISNI staðallinn hefur verið kynntur á fræðslufundi skrásetjara í maí 2014 og verið til umræðu á Lbs.-Hbs. 5. Patrick Le Boeuf frá franska þjóðbókasafninu og sérfræð- ingur um alþjóðlega staðla hélt erindi um FRBR og tímarit: Víða í miðborginni mátti sjá málverk á húsum líkt og þetta. Flest þeirra voru tileinkuð bókum eða bókasöfnum Ljósm.: Áslaug Óttarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.