Bókasafnið - 01.06.2015, Side 57
57
Bókasafnið 39. árg. 2015
4. Misnotkun. Dæmi um hana er þegar ritrýnir sér hag í því
að eyðileggja fyrir höfundi greinar og jafnvel stela rann-
sókn eða hugmynd.
Fölsk ritrýni
Með auknu aðgengi að fræðiefni vakna upp spurningar um
gæði efnisins sem er í boði. Er allt ritrýnt efni gott? Bohannon
(2013) sendi grein sem innihélt alvarlega ágalla til 304 rit-
rýndra tímarita í opnum aðgangi. 157 tímarit tóku við grein-
inni og samþykktu til birtingar. Jeffrey Beall hefur tekið saman
lista yfir vafasöm tímarit sem nýta ritrýnistimpilinn á síðunni
Scholarly Open Access og sum þeirra eru jafnvel lykluð á
Google Scholar.
Grein Bohannon og vefsíða Beall fjalla sérstaklega um tíma-
rit í opnum aðgangi. Mörg tímaritanna gera út á opinn aðgang
og hafa enga raunverulega ritrýni, en hluti þeirra tímarita sem
tóku við grein Bohannon tilheyrðu þekktum útgefendum á
borð við Elsevier, Walters Kluwe og Sage. Eisen (2013) gagn-
rýndi grein Bohannon og sagði að með umfjölluninni væri
ýjað að því að vandamálið lægi í opnum aðgangi en ekki í rit-
rýninni sem væri í raun aðalvandamálið. Opinn aðgangur er
því misnotaður reglulega, en er ekki vandamálið í sjálfu sér.
Vandamálið er ekki einskorðað við tímarit í opnum aðgangi,
þótt sum þeirra séu augljóslega svikamyllur. Oft þarf að draga
greinar til baka úr ritrýndum tímaritum vegna alvarlegra galla.
Vefsíðan Retraction Watch fylgist til að mynda með slíkum
dæmum, en jafnvel stór tímarit eins og Nature og Science
draga greinar til baka. Nýlega dró útgefandinn BioMed
Central 43 greinar til baka vegna falskrar ritrýni (Retraction
Watch, 2015).
Hvað er til ráða?
Ýmsar tillögur hafa komið fram um breytingar á ferlinu. Sem
dæmi ná nefna stöðlun verklagsreglna, að opna ritrýniferlið,
meiri blindni (lokuð/nafnlaus ritrýni), þjálfun ritrýna eða jafn-
vel að hafa ritrýni einfaldari og „léttari“ og opna fyrir frekari
gagnrýni (Smith, 2006, bls. 181). Það síðastnefnda er nú þegar
gert í einhverjum mæli, ekki síst með opnari netheimum þar
sem fræðimenn á viðeigandi sviðum geta farið yfir rannsóknir
og fjallað um þær. Þó að grein hafi „sloppið í gegn“ þýðir það
ekki að hún sé marktæk.
Auðvelt er að finna vafasamt „fræðiefni“ víða á Netinu.
Google Scholar er gríðarlega vinsæl leitarvél, en þar er tak-
mörkuð gæðastjórnun. Til að mynda er Skemman lykluð þar
og einnig má finna ýmis vafasöm „ritrýnd“ tímarit. Þá er örugg-
ara að leita í gagnasöfnum eða lesa sér til um tímaritin eða
höfundana. Þó er hægt að rekja slóð efnisins, til dæmis ef um
þekkt gagnasöfn eða heimasíður háskóla er að ræða. Upplýs-
ingalæsi er því mikilvægt í þessu sambandi. Nokkur atriði má
nefna í mati heimilda sem má hafa í huga. Martha Ricart og
Svanur Már Snorrason (2007) nefna til dæmis eftirfarandi:
• Höfundur og ábyrgðaraðild
• Innihald og upplýsingagildi
• Útgáfa og uppfærsla
Ofangreind atriði voru sérstaklega hugsuð fyrir mat vef-
síðna en eiga ekki síður við í mati fræðigreina almennt þar
sem aðgengi fræðiefnis er orðið að svo miklu leyti veflægt. Er
höfundurinn sérfræðingur á sínu sviði? Er tímaritið virt eða
þekkt? Hver eru viðbrögð fræðasamfélagsins? Það skiptir ekki
höfuðmáli hvort höfundurinn sé sérfræðingur á sínu sviði og
lítið þekkt tímarit geta birt gott efni en ef höfundur birtir nið-
urstöður sem stangast á við álit fræðasamfélagsins þarf að
meta það sérstaklega. Nýlegt dæmi er „CDC-uppljóstrarinn“
og grein Hookers (2014) um bólusetningar og einhverfu. Þrátt
fyrir að greinin hafi fljótlega verið dregin til baka varð hún
brátt vinsæl sem „sönnun“ fyrir samsæri.
Ritrýni er stór og mikilvægur hluti fræðiefnis. En það sem
fylgir er ekki síður mikilvægt, sem eru viðbrögð fræðasam-
félagsins. Fræðigreinar eru eins misjafnar og þær eru margar,
en sameiginlegt með þeim er að birtingu þeirra fylgir gagn-
rýni og jafnvel andsvör. Það mætti kalla þetta eftirritrýni og er
í raun oft ástæðan fyrir því að greinar eru dregnar til baka.
Netið hefur veitt okkur aðgang að fjölda tímarita, góðum og
slæmum, en í leiðinni hefur það gert okkur betur kleift að
fylgjast með viðbrögðum fræðasamfélagsins við birtingum.
Ritrýni í réttu samhengi getur verið góð en hún á ekki alltaf
við, til dæmis ef upplýsingarnar eru fengnar úr ævisögu eða
viðtali við þann sem fjallað er um. Ritrýni á þess konar efni
mætti allt eins kallast ritskoðun. Því má segja að ritrýni ein og
sér sé kannski ekki sá gæðastimpill sem við ættum að treysta
á. Við ættum fremur að leggja okkur eftir hinni fræðilegu um-
ræðu, vegna þess að í því samhengi getur ritrýnd grein verið
gulls ígildi.
Heimildir
Anna María Sverrisdóttir. (2013). Ritrýni og gildi hennar: staða Bókasafnsins
með hliðsjón af Matskerfi opinberra háskóla. Bókasafnið, 37, 4-9.
Bohannon, J. (2013). Who’s Afraid of Peer Review? Science, 342(6154),
60-65. doi: 10.1126/science.342.6154.60
Eisen, M. (2013). I confess, I wrote the Arsenic DNA paper to expose flaws in
peer review at subscription based journals. it is NOT junk. Sótt 6. janúar
2014 af http://www.michaeleisen.org/blog/?p=1439
Hooker, B. S. (2014). Measles-mumps-rubella vaccination timing and autism
among young African American boys: a reanalysis of CDC data.
Translational neurodegeneration, 3(1), 16-16. doi: 10.1186/2047-9158-3-16
Jefferson, T., Alderson, P., Wager, E. og Davidoff, F. (2002). Effects of editorial
peer review: A systematic review. JAMA, 287(21), 2784-2786.
Lajtha, K. og Baveye, P. C. (2010). How should we deal with the growing
peer review problem? Biogeochemistry, 101(1-3), 1-3. doi: 10.1007/
s10533-010-9530-6
Martha Ricart og Svanur Már Snorrason. (2007). Vefsíðurýni. Bókasafnið,
31, 78-79.
Retraction Watch. (2015). BioMed Central retracting 43 papers for fake peer
review. Sótt 7.4.2015 af http://retractionwatch.com/2015/03/26/
biomed-central-retracting-43-papers-for-fake-peer-review/
Smith, R. (2006). Peer review: a flawed process at the heart of science and
journals. Journal of the Royal Society of Medicine, 99(4), 178-182.