Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 7. J Ú L Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  174. tölublað  104. árgangur  APINN Í HVERAGERÐI SNÝR AFTUR FJÖR OG FURÐUBÁTAR SPENNANDI VAL AÐ MINNKA KJÖTNEYSLU VERSLUNARMANNAHELGIN 46-55 ELDHÚSATLASINN 12LAUGARVATN 10  Stjórnendur Norðursiglingar á Húsavík hafa ákveðið að gera skonnortuna Opal út á hvalaskoðun og norðurljós frá Tromsø í Noregi á komandi vetri og í framhaldinu á fjallaskíði, jafnvel til Svalbarða. Unnið verður í samvinnu við ferju- fyrirtækið Hurtigruten og útbúnar ferðir sem henta farþegum ferj- anna. Þetta er aðeins upphafið og bætt verður í ef vel tekst til. „Við lítum á norðurslóðir sem okkar framtíð- armarkað og umhverfismálin eru lykillinn,“ segir Agnes Árnadóttir sem mun reka nýja fyrirtækið. »4 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skonnorta Nóg er að gera hjá áhöfn Opals þegar siglt er með seglum. Norðursigling gerir strandhögg með Opal í Norður-Noregi „Oft finnst mér þau blasa við, hrein- lega æpa á mig. Þau geta verið steinar eða mynduð úr blómum, fléttum og skófum, hrími, klaka, leir, mosa, snjó eða í raun hverju sem er. Og þetta getur verið hvar sem er,“ segir Siglfirðingurinn Ásta Henriksen um skemmtilegt áhugamál sitt, en hún hefur á undanförnum árum tekið ljós- myndir af hjartalaga fyrirbærum í umhverfinu. Á hún orðið ríflega 300 myndir af hjörtum hvers konar. Ásta segir þetta hafa byrjað fyrir um tíu ár- um. „Þetta eru allt hjörtu einhvers staðar í náttúru Íslands, myndirnar aðallega teknar í fjallgöngum en þó líka öðrum göngum hér og þar. Um þarsíðustu helgi gekk ég til dæmis um Sogin á Reykjanesi, í námunda við Keili. Þetta er háhitasvæði, eins og smækkaðar Landmannalaugar, þar er mikil litadýrð og þar rakst ég á hjartalaga leirhver,“ segir Ásta m.a. í Morgunblaðinu í dag, í samtali við Sigurð Ægisson, frétta- ritara blaðsins á Siglufirði. „Það er svo mikil fegurð í þessu smáa. Og það er svo mikilvægt að gefa sér tíma til að njóta.“ »20 Safnar hjörtum í náttúrunni Ljósmynd/Ásta Henriksen Tröllafoss Í læk nálægt slóða að Tröllafossi er þessi hjartasteinn.  Komin með myndir af rúmlega 300 hjörtum í umhverfinu Frakkar hafa upplifað sjö hryðju-verkaárásir í landi sínu frá því í janúar 2014. Á sjö dögum urðu Þjóðverjar fyrir fjórum blóðugum árásum á almenna borgara. Ógn- aröld er hið nýja eðlilega ástand í löndunum tveimur, sé að marka fjölmiðla og álitsgjafa þeirra. Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, sagði að landið ætti í stríði við hin myrku öfl. Tveir ódæðismenn, hliðhollir samtökunum sem kenna sig við Ríki íslams, tóku í gærmorgun hóp fólks í gíslingu í kirkju í smábæ í norður- hluta Frakklands. Prestur kirkj- unnar var myrtur á hrottafenginn hátt og einn gíslanna særðist lífs- hættulega. »36-37 og 40 Segir Frakkland í stríði við myrk öfl Bandaríska rannsóknarskipið Neil Armstrong sigldi til hafnar í Reykjavík í gær. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir óvenjumörg rannsóknarskip vera í Reykjavíkurhöfn um þess- ar mundir og alls koma 38 skemmtiferðaskip til Faxaflóahafnar í júlí. »6 Norðurslóðir heilla vísindamenn jafnt sem ferðamenn Morgunblaðið/Árni Sæberg Siglt í höfn undir styrkri leiðsögn hafnsögumanns Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Það er almennt offramboð á bíla- leigubílum í dag,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akur- eyrar, sem er með um 4.000 bíla í rekstri. Rúmlega 21.500 bílaleigubílar eru skráðir á Íslandi í dag en í upphafi árs 2015 voru þeir um 17.500. „Ég tók þá ákvörðun að fjölga bíl- um hóflega og ég hugsa að það hafi al- mennt verið stefnan hjá stærri bíla- leigum og fjölgunin sé mest hjá þeim minni,“ segir Steingrímur. Gunnar Björn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Procar, segir gnótt bíla komna inn á markaðinn og það hafi áhrif á verð. „Offramboðið er algjört og menn eru að skjóta verðinu hver undir annan. Bílaleigumarkaðurinn í ár er allt annar en hann var í fyrra þegar eftirspurnin var töluvert meiri en framboðið.“ Hjá bílaleigunni Avis, sem rekur 2.700 bíla, hafa menn orðið varir við aukna samkeppni en það hafi ekki haft áhrif á eftirspurn hjá þeim. „Við höfum aldrei keypt fleiri bíla en í ár en við fórum úr 2.300 bílum í fyrra í rúmlega 2.700 í ár og þeir eru allir í keyrslu,“ segir Hjálmar Péturs- son, forstjóri Avis. „Auðvitað hefur þetta áhrif á verð en þetta er bara hreinn samkeppnis- markaður og við horfum á verðlag á hverjum degi.“ MOfframboð bílaleigubíla »38 Of margir bílaleigubílar  Skráðum bílaleigubílum hefur fjölgað um 4 þúsund milli ára  Fyrsta dæmið um offramboð í ferðaþjónustu  Bílaleigumarkaðurinn annar í ár en í fyrra Bílaleigubílar » Frá árinu 2014 hefur bíla- leigubílum fjölgað um 8 þús- und. » 21.500 bílaleigubílar eru skráðir á Íslandi í dag. » Þessi fjölgun hefur áhrif á verð og endursölu. Spurður um hvort hann útiloki að fara aftur í rík- isstjórn á þessu kjörtímabili segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi for- sætisráðherra og núverandi alþing- ismaður og for- maður Fram- sóknarflokksins: „Ég met það hverju sinni hvað er best til að ná framgangi mála og mun gera það á hverjum degi. Það er mikilvægast.“ Þegar hann er spurður út í um- mæli þingkonu Pírata, Ástu Guð- rúnar Helgadóttur, um að engin mál muni komast í gegnum þingið ef ekki verði, strax og þingið komi saman, komist að niðurstöðu um hvenær í haust verði kosið, segir Sigmundur Davíð að Píratar boði ekki til kosn- inga. Býður sig fram í NA-kjördæmi Sigmundur Davíð segir að á sínum tíma þegar talað var um að flýta kosningum til haustsins hafi það allt- af verið sett í samhengi við að það þyrfti að klára málin í þinginu. Það sé ekki búið að ljúka mikil- vægum málum. Þá segir hann að það hafi aldrei hvarflað að sér að bjóða sig fram annars staðar en í NA- kjördæmi, þar líði sér vel. Hann seg- ir framsóknarmenn langa til að berj- ast. »4 Segir mál- in mikil- vægust Sigmundur Davíð Gunnlaugsson  Útilokar ekki að fara í ríkisstjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.