Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 7. J Ú L Í 2 0 1 6
Stofnað 1913 174. tölublað 104. árgangur
APINN Í
HVERAGERÐI
SNÝR AFTUR FJÖR OG FURÐUBÁTAR
SPENNANDI VAL
AÐ MINNKA
KJÖTNEYSLU
VERSLUNARMANNAHELGIN 46-55 ELDHÚSATLASINN 12LAUGARVATN 10
Stjórnendur Norðursiglingar á
Húsavík hafa ákveðið að gera
skonnortuna Opal út á hvalaskoðun
og norðurljós frá Tromsø í Noregi á
komandi vetri og í framhaldinu á
fjallaskíði, jafnvel til Svalbarða.
Unnið verður í samvinnu við ferju-
fyrirtækið Hurtigruten og útbúnar
ferðir sem henta farþegum ferj-
anna.
Þetta er aðeins upphafið og bætt
verður í ef vel tekst til. „Við lítum á
norðurslóðir sem okkar framtíð-
armarkað og umhverfismálin eru
lykillinn,“ segir Agnes Árnadóttir
sem mun reka nýja fyrirtækið. »4
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Skonnorta Nóg er að gera hjá áhöfn
Opals þegar siglt er með seglum.
Norðursigling gerir
strandhögg með
Opal í Norður-Noregi
„Oft finnst mér þau blasa við, hrein-
lega æpa á mig. Þau geta verið
steinar eða mynduð úr blómum,
fléttum og skófum, hrími, klaka,
leir, mosa, snjó eða í raun hverju
sem er. Og þetta getur verið hvar
sem er,“ segir Siglfirðingurinn
Ásta Henriksen um skemmtilegt
áhugamál sitt, en hún hefur á
undanförnum árum tekið ljós-
myndir af hjartalaga fyrirbærum í
umhverfinu.
Á hún orðið ríflega 300 myndir af
hjörtum hvers konar. Ásta segir
þetta hafa byrjað fyrir um tíu ár-
um.
„Þetta eru allt hjörtu einhvers
staðar í náttúru Íslands, myndirnar
aðallega teknar í fjallgöngum en þó
líka öðrum göngum hér og þar. Um
þarsíðustu helgi gekk ég til dæmis
um Sogin á Reykjanesi, í námunda
við Keili. Þetta er háhitasvæði, eins
og smækkaðar Landmannalaugar,
þar er mikil litadýrð og þar rakst
ég á hjartalaga leirhver,“ segir
Ásta m.a. í Morgunblaðinu í dag, í
samtali við Sigurð Ægisson, frétta-
ritara blaðsins á Siglufirði.
„Það er svo mikil fegurð í þessu
smáa. Og það er svo mikilvægt að
gefa sér tíma til að njóta.“ »20
Safnar hjörtum í náttúrunni
Ljósmynd/Ásta Henriksen
Tröllafoss Í læk nálægt slóða að
Tröllafossi er þessi hjartasteinn.
Komin með myndir af rúmlega 300 hjörtum í umhverfinu Frakkar hafa upplifað sjö hryðju-verkaárásir í landi sínu frá því í
janúar 2014. Á sjö dögum urðu
Þjóðverjar fyrir fjórum blóðugum
árásum á almenna borgara. Ógn-
aröld er hið nýja eðlilega ástand í
löndunum tveimur, sé að marka
fjölmiðla og álitsgjafa þeirra.
Manuel Valls, forsætisráðherra
Frakklands, sagði að landið ætti í
stríði við hin myrku öfl.
Tveir ódæðismenn, hliðhollir
samtökunum sem kenna sig við Ríki
íslams, tóku í gærmorgun hóp fólks
í gíslingu í kirkju í smábæ í norður-
hluta Frakklands. Prestur kirkj-
unnar var myrtur á hrottafenginn
hátt og einn gíslanna særðist lífs-
hættulega. »36-37 og 40
Segir Frakkland í
stríði við myrk öfl
Bandaríska rannsóknarskipið Neil Armstrong
sigldi til hafnar í Reykjavík í gær. Gísli Gíslason,
hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir óvenjumörg
rannsóknarskip vera í Reykjavíkurhöfn um þess-
ar mundir og alls koma 38 skemmtiferðaskip til
Faxaflóahafnar í júlí. »6
Norðurslóðir heilla vísindamenn jafnt sem ferðamenn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Siglt í höfn undir styrkri leiðsögn hafnsögumanns
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Það er almennt offramboð á bíla-
leigubílum í dag,“ segir Steingrímur
Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akur-
eyrar, sem er með um 4.000 bíla í
rekstri. Rúmlega 21.500 bílaleigubílar
eru skráðir á Íslandi í dag en í upphafi
árs 2015 voru þeir um 17.500.
„Ég tók þá ákvörðun að fjölga bíl-
um hóflega og ég hugsa að það hafi al-
mennt verið stefnan hjá stærri bíla-
leigum og fjölgunin sé mest hjá þeim
minni,“ segir Steingrímur.
Gunnar Björn Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Procar, segir gnótt bíla
komna inn á markaðinn og það hafi
áhrif á verð. „Offramboðið er algjört
og menn eru að skjóta verðinu hver
undir annan. Bílaleigumarkaðurinn í
ár er allt annar en hann var í fyrra
þegar eftirspurnin var töluvert meiri
en framboðið.“
Hjá bílaleigunni Avis, sem rekur
2.700 bíla, hafa menn orðið varir við
aukna samkeppni en það hafi ekki
haft áhrif á eftirspurn hjá þeim.
„Við höfum aldrei keypt fleiri bíla
en í ár en við fórum úr 2.300 bílum í
fyrra í rúmlega 2.700 í ár og þeir eru
allir í keyrslu,“ segir Hjálmar Péturs-
son, forstjóri Avis.
„Auðvitað hefur þetta áhrif á verð
en þetta er bara hreinn samkeppnis-
markaður og við horfum á verðlag á
hverjum degi.“
MOfframboð bílaleigubíla »38
Of margir bílaleigubílar
Skráðum bílaleigubílum hefur fjölgað um 4 þúsund milli ára Fyrsta dæmið
um offramboð í ferðaþjónustu Bílaleigumarkaðurinn annar í ár en í fyrra
Bílaleigubílar
» Frá árinu 2014 hefur bíla-
leigubílum fjölgað um 8 þús-
und.
» 21.500 bílaleigubílar eru
skráðir á Íslandi í dag.
» Þessi fjölgun hefur áhrif á
verð og endursölu.
Spurður um
hvort hann útiloki
að fara aftur í rík-
isstjórn á þessu
kjörtímabili segir
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson,
fyrrverandi for-
sætisráðherra og
núverandi alþing-
ismaður og for-
maður Fram-
sóknarflokksins: „Ég met það
hverju sinni hvað er best til að ná
framgangi mála og mun gera það á
hverjum degi. Það er mikilvægast.“
Þegar hann er spurður út í um-
mæli þingkonu Pírata, Ástu Guð-
rúnar Helgadóttur, um að engin mál
muni komast í gegnum þingið ef ekki
verði, strax og þingið komi saman,
komist að niðurstöðu um hvenær í
haust verði kosið, segir Sigmundur
Davíð að Píratar boði ekki til kosn-
inga.
Býður sig fram í NA-kjördæmi
Sigmundur Davíð segir að á sínum
tíma þegar talað var um að flýta
kosningum til haustsins hafi það allt-
af verið sett í samhengi við að það
þyrfti að klára málin í þinginu.
Það sé ekki búið að ljúka mikil-
vægum málum. Þá segir hann að það
hafi aldrei hvarflað að sér að bjóða
sig fram annars staðar en í NA-
kjördæmi, þar líði sér vel. Hann seg-
ir framsóknarmenn langa til að berj-
ast. »4
Segir mál-
in mikil-
vægust
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Útilokar ekki að
fara í ríkisstjórn