Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 69
MENNING 69 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 Sæng og koddi kr. 12.936 Rúmföt kr. 6.742 Ullarteppi kr. 8.245 25% afsláttur af fermingargjöfum VIÐTAL Jóhannes Tómasson johannes@mbl.is Kvartett bassaleikarans Sigmars Þórs Matthíassonar kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í Hörpunni klukkan 21 í kvöld. Þetta eru síðustu tónleikar í sumardag- skrá klúbbsins, sem er á sínu 19. starfsári. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni, sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múl- ans. Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna og Jazzvakningar. Klúbburinn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tón- listarsjóðnum og SUT-sjóðnum, og er í samstarfi við Heimstónlistar- klúbbinn og Hörpu. Sigmar, sem er 29 ára gamall, er nýfluttur heim frá New York en hann lauk tónlistarnámi við The New School for Jazz and Contemp- orary Music í vor. „Það var frábær reynsla, ég var þarna í þriggja ára löngu námi. Það er frábært að læra í New York, sem er suðupottur alls konar tón- listar,“ segir Sigmar. Blandar saman ævintýraþrá og heimþrá Ásamt Sigmari eru meðlimir kvartettsins þeir Andrés Þór Gunn- laugsson gítarleikari, píanóleik- arinn Kjartan Valdemarsson og Einar Scheving sem leikur á trommur. „Þetta verða að mestu leyti lög eftir mig, frumsamið efni í bland við íslensk þjóðlög og svo nokkra svokallaða djass-standarda úr am- erísku söngbókinni,“ segir Sigmar. Mörg frumsömdu laganna voru samin áður en Sigmar fór út í nám en hann mun einnig spila nokkur lög sem hann samdi í New York. „Þau litast svolítið af veru minni í New York en hafa auk þess keim af íslenska manninum, blanda af heimþrá og ævintýraþrá.“ Spilar með þekktum djassleikurum Sigmar þekkir vel til Andrésar, Kjartans og Einars og hefur leikið með þeim öllum áður, en þeir hafa aldrei áður leikið saman í kvartett. „Ég þekki þá alla mjög vel, þeir eru gríðarlega reynslumiklir djass- leikarar hér á landi og ættu allir sem hafa sótt djasstónleika hér- lendis að þekkja þá.“ Það er fremur sjaldgæft að píanó og gítar spili saman í djasshljóm- sveit. Yfirleitt er annað hvort hljóð- færanna notað í hljóðfæraskipan með blásturshljóðfæri eins og saxó- fón eða trompeti sem er laglínu- hljóðfærið. „Í þessari hljóðfæra- skipan verður gítarinn að laglínu- hljóðfærinu sem býr til mjög skemmtilegt hljóð, hljóð sem heyr- ist ekki endilega alltaf,“ segir Sig- mar. „Það má eiginlega segja að gítarinn, eða hlutverk hans, breyt- ist í blásturshljóðfæri.“ Þá segir Sigmar að píanóið og gítarinn muni einnig koma til með að spila laglín- una saman í sumum lögum. Sigmar þekkir þessa hljóðfæra- skipan vel þar sem hann var í hljómsveit úti með sömu skipan. „Í lok júní spiluðum við á Nordic Jazz Festival í Washington sem nor- rænu sendiráðin standa fyrir og þar vorum við með svipaða dagskrá og verður á tónleikunum í Hörpu. Við spiluðum fyrir Íslands hönd en hinir meðlimir hljómsveitarinnar komu frá öllum heimshornum. Þarna var ég frá Íslandi, einn frá Kósóvó, einn frá Túnis og annar frá Venesúela.“ Þessum alþjóðlega kvartett tókst vel að fanga íslenska andann í tónlistinni að mati Sig- mars. Múlinn hefur staðið fyrir reglu- legum tónleikum frá byrjun sumars og verða tónleikarnir í kvöld þeir síðustu í tónleikaröð sumarsins. „Ég hef spilað nokkrum sinnum áð- ur í klúbbnum en þeir Kjartan, Andrés og Einar eru alltaf að spila þarna,“ segir Sigmar. Múlinn stendur ekki aðeins fyrir sumartón- leikum heldur snýr klúbburinn aft- ur með nýja dagskrá í október. Dagskrá vetrarins verður í Björtu- loftum, á 5. hæð í Hörpu, eins og sumardagskráin. Litast af verunni í New York Morgunblaðið/Marino Thorlacius Á bassanum Sigmar Þór Matthíasson bassaleikari leikur í kvartett á Múlanum í Hörpu í kvöld. Sigmar er nýútskrifaður úr The New School í New York.  Sigmar Þór Matthíasson leikur frumsamin lög í bland við þjóðlög á tónleikum Múlans í Hörpu Bryggjan Brugghús efnir til veg- legra hljómleika í kvöld klukkan 21 en þá munu Júníus Meyvant, Bjart- ey og Gígja úr Ylju, Snorri Helga- son, Teitur Magnússon og Elín Ey stíga á svið. Með viðburðinum er verið að hita upp fyrir verslunar- mannahelgina og er hann skipu- lagður í samstarfi við Innipúkann sem fram fer í fimmtánda skiptið í Kvosinni á skemmtistöðunum Húrra og Gauknum um helgina. Júníus Meyvant gaf út sína fyrstu plötu í sumar og Bjartey og Gígja eru með tvær plötur á bakinu og þrjár tilnefningar til Íslensku tón- listarverðlaunanna eins og segir í tilkynningu. Snorri Helgason var að gefa út sína fjórðu plötu, Vittu til, á dögunum og Teitur Magn- ússon gaf út verkið 27 síðla árs 2014 sem var tilnefnt til Norrænu tónlistarverðlaunanna. Þá segir ennfremur í tilkynningu að Elín Ey sé að vinna að nýrri plötu um þess- ar mundir. Bryggjan Brugghús er til húsa að Grandagarði 8 í Reykja- vík. Morgunblaðið/Eggert Vinsæll Platan 27, sem Teitur Magnússon skapaði, nýtur mikilla vinsælda. Hitað upp á Granda  Teitur Magnússon og Júníus Meyvant meðal þeirra sem stíga á svið í kvöld Söngkonan, píanóleikarinn og tón- skáldið Kristín Anna flytur eigin lög og texta í Mengi annað kvöld. Kristín Anna sendi nýverið frá sér raddskúlptúrvínylplötuna Howl sem Bel-Air Glamour Records gaf út. Þá er einnig væntanleg plata hjá sömu útgáfu með tónlist Kristínar fyrir píanó og rödd eins og segir í tilkynningu. Kristín Anna, sem lengi starfaði undir listamannaheitinu Kría Brekkan, var liðsmaður hljómsveit- arinnar múm til margra ára og hef- ur að auki starfað með stórum hópi tónlistar- og listamanna á borð við Animal Collective, Mice Parade, The National, Skúla Sverrissyni, Ragnari Kjartanssyni og Hrafnhildi Arnardóttur. Mengi verður opnað klukkan 20 annað kvöld og hefjast leikar klukkan 21. Listakona Kristín Anna var liðsmaður hljómsveitarinnar múm til margra ára. Kristín Anna flytur eigið efni í Mengi Hitað verður upp fyrir tónlist- arhátíðina Norðanpaunk, sem fer fram á Laugarbakka í Húnaþingi vestra um helgina, á Gauknum við Tryggvagötu 22 annað kvöld. Þar munu sænska hljómsveitin Martyr- död, svissneska sveitin Cold Cell, hin danska Extended Suicide og Norn meðal annars stíga á svið. Dagskráin kemur til með að hefj- ast klukkan 20 og mun hún standa til miðnættis. Rokk Gaukurinn hýsir dagskrána. Harðkjarna tón- leikar á Gauknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.