Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 59
MINNINGAR 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016
Eftir einhvern rigningardaginn
(… reyndar rignir aldrei á Ak-
ureyri svo mig hlýtur að mis-
minna) og lestur fjölmargra
fræðibóka hafði ég ákveðið að
leysa hungurvandamál heimsins,
og þá sérstaklega barnanna í
Afríku, með því að búa til auð-
ræktanlega útgáfu af kartöflum.
Amma lét mig nefnilega alltaf
klára af disknum, fyrir fátæku
börnin í Afríku. Og af diskunum
var nóg því amma sá til þess að
maður borðaði morgunmat,
seinni morgunmat, hádegismat,
kaffi, kvöldmat og kvöldkaffi. Og
einstaka sinnum (lesist oft) end-
aði dagurinn á Brynjuís.
Því miður tókst mér aldrei að
búa til þessa blessuðu kartöflu.
En fræinu hafði greinilega verið
sáð því mörgum árum seinna hóf
ég nám í afrískum fræðum og
fékk að því loknu starf hjá utan-
ríkisráðuneytinu við m.a. lausn
þessa sama vandamáls og ég
hafði, tuttugu árum áður í vest-
urherberginu á Grenivöllum 32,
sett mér að leysa.
Matthías Goði, sonur okkar
Pálínu og þriðji langömmustrák-
urinn hennar ömmu, var skírður
2. júlí. Hún gerði sér ferð suður í
skírnina og nýtti tímann til þess
að hitta þá sem stóðu henni
nærri. Við Pálína og Matthías
Goði endurguldum svo heim-
sóknina viku seinna og eyddum
með henni fjórum frábærum
dögum. Amma hélt uppi hefð-
bundinni mataráætlun og reyndi
stöðugt að stækka á okkur maga-
málið. Á laugardagskvöldinu var
bleikja, á sunnudagskvöldinu
eldaði hún fyrir okkur ljúffengan
hrygg og á mánudagskvöldinu
grjónagrautur og lifrarpylsa. Á
milli þess sem hún snerist í
kringum okkur lék hún við Matt-
hías Goða, spjallaði við hann og
brosti til hans – og hann brosti og
spjallaði á móti. Þannig mun ég
muna hana. Amma lang að brosa
til langömmustráksins síns.
Hvíl í friði, elsku amma. Og
kysstu afa frá okkur.
Jónas, Pálína
og Matthías Goði.
Það er með söknuði sem ég
kveð nú elsku Rakel, ömmusyst-
ur mína, og uppáhalds frænku.
Þó ég eigi nú margar góðar
frænkur var Rakel alltaf í sér-
stöku uppáhaldi hjá mér.
Rakel var virkilega flott kona.
Hún var alltaf fínt til höfð; klædd
samkvæmt nýjustu tísku, í galla-
buxum með blómaskrauti og al-
gjör skvísa. Það var líka allt svo
fallegt hjá Rakel. Allt heimilið og
meira að segja baðherbergið í
kóngabláum skreytingum og
gyllingum. Hvergi annars staðar
en hjá Rakel hef ég séð gylltar
fúgur á baðherbergisgólfi.
Kóngablár var hennar litur og
hann klæddi hana sjálfa og heim-
ili hennar afskaplega vel. Efst í
huga mér er þó hvað Rakel var
sérstaklega skemmtileg og góð
kona.
Heimsókn til hennar var alltaf
fastur liður í ferðum fjölskyld-
unnar á Norðurlandið. Það var
ómissandi hluti af sumrinu und-
anfarin ár að fara norður á Ak-
ureyri í heimsókn og gistingu hjá
Rakel í að minnsta kosti tvær
nætur. Rakel var mikill höfðingi
heim að sækja og gestrisin. Hún
bauð okkur gjarnan upp á góm-
sætan nýmóðins kjúklingarétt og
gott heimabakað bakkelsi í mið-
dags- og kvöldkaffi – allt svo
huggulega fram borið. Við ættlið-
irnir þrír – ég, mamma og amma
– áttum margar góðar samveru-
stundir hjá Rakel. Sérstaklega
voru kvöldstundirnar hjá Rakel
notalegar, þá sátum við allar
saman með handavinnu og spjöll-
uðum saman.
Það var svo gaman að spjalla
við Rakel um bæði gamla og nýja
tíma. Mest hafði ég þó gaman af
því í heimsóknunum til Rakelar
og heimsóknum hennar til okkar
í Borgarnes að hlusta á þær syst-
urnar, Rakel og ömmu mína, jag-
ast (alltaf þó í góðu). Þær Rakel
og amma voru alltaf sérstaklega
nánar, þótt þær væru nú ósam-
mála um flest og ekki bar alltaf
saman sögum þeirra frá því í
„gamla daga“. Alltaf var þó stutt
í hlátur, glettni og léttleika hjá
Rakel.
Það verður skrýtið að fara á
Akureyri hér eftir og geta ekki
heimsótt Rakel. Góðu minning-
arnar ylja þó um hjartarætur og
þær tekur enginn frá manni. Ég
er virkilega þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast ömmusystur
minni svona vel. Það eru mikil
forréttindi. Mér finnst nú sem
Rakel kveðji okkur alltof fljótt –
þó 88 ár sé vissulega hár aldur.
Það er þó huggun harmi gegn að
Rakel skyldi vera hress, klár í
kollinum og heilsuhraust, allt til
síðasta dags. Það er þakkarvert
og ekki sjálfgefið að fá, eins og
Rakel, að halda góðri heilsu og
geta búið heima hjá sér og séð
um sig sjálf, allt til síðustu stund-
ar. Annað hefði ekki verið í henn-
ar anda.
Hvíl í friði og þakka þér kær-
lega fyrir allt saman, elsku Rak-
el.
Þín frænka,
Sesselja Hreggviðsdóttir.
Elskuleg skólasystir mín,
Rakel Grímsdóttir, hefur kvatt
okkur. Við vorum saman í
Kvennaskólanum á Blönduósi
veturinn 1949-1950. Á þessum
mörgu árum, sem liðin eru, hafa
leiðir okkar Rakelar legið meira
saman en margra annarra sem
voru í skólanum með okkur.
Einnig vildi það svo skemmtilega
til að við unnum stundum saman
á fæðingardeildinni á sjúkrahús-
inu á Akureyri, en þar vann Rak-
el sem sjúkraliði. Þar fyrir utan
hittumst við oft til að rifja upp
gamla tíma.
Hópurinn okkar taldi 41 unga
stúlku þennan vetur, en nú er
farið að fækka í þeim hópi. En á
árum áður vorum við verulega
duglegar að hittast á tug-afmæl-
um á ýmsum stöðum á landinu og
alltaf voru stelpur að hittast –
stelpurnar sem voru í skólanum.
Í huganum var engin breyting á
því þótt árunum fjölgaði.
Rakel og Jónas voru góðir vin-
ir okkar hjóna. Heimili þeirra var
ávallt svo myndarlegt og þar átti
Rakel einnig stóran þátt, því
handavinnukona var hún mikil og
hafði góða tilfinningu og góðan
smekk fyrir hvernig hlutunum
var komið fyrir. Rakel hafði sér-
staklega gaman af að ferðast og
henni tókst að fá Jónas með sér
til fjarlægra landa hér fyrr á ár-
um, þótt honum fyndist stundum
að hann mætti ekki vera að því.
Hann naut þess þó engu síður en
hún að ferðast og voru þau oft
þar í góðra vina hópi. Eftir lang-
an vinnudag fluttust þau hjón í
nýja íbúð í Holtateignum. Þá var
Jónas farinn að finna til veikinda
og farinn að minnka við sig en
hugsaði sér að hafa góða vinnu-
aðstöðu fyrir sig á nýja heim-
ilinu. Það fór þó svo að honum
var ekki gefinn tími til þess, því
hann dó í október 2003 og voru
þau varla búin að vera þarna
heilt ár. Rakel hefur því búið ein í
þessari íbúð alla tíð síðan. Auk
þess sem hún hefur gert marga
góða hluti fyrir börn sín og fjöl-
skyldur, hefur hún saumað mikið
fyrir Rauða krossinn til að hafa
eitthvað fyrir stafni eftir að hún
hætti að vinna á sjúkrahúsinu.
Hún hefur samt haldið áfram að
ferðast og þá stundum í hópi
eldri borgara á Akureyri. En nú
hefur hún lagt af stað í sína
hinstu ferð og var ekki lengi í
heimanbúnaði.
Ég vil þakka Rakel fyrir allar
góðar stundir og samveru á lífs-
leiðinni og ég veit að skólasystur
okkar senda þakkir fyrir liðin ár.
Við Sveinn sendum Bjarna,
Grími, Svanhildi og fjölskyldum
þeirra, Ellu og Guðmundi og öðr-
um ættingjum og vinum innileg-
ar samúðarkveðjur.
Megi Rakel hvíla í friði Guðs.
Ása Marinósdóttir.
Að sitja hér og
skrifa minningarorð
um elsku tengda-
mömmu mína er
eitthvað sem ég átti alls ekki von á
að gera svona fljótt. Tengda-
mamma mín var ein af þeim
manneskjum sem gerði heiminn
svo miklu betri og var frábær fyr-
irmynd á allan hátt. Yndisleg
mamma, amma og tengda-
mamma. Hressari, hugljúfari og
auðmjúkari manneskju er erfitt að
finna. Hennar brottför úr okkar
heimi gerir heiminn okkar fátæk-
ari en aftur á móti skilur hún eftir
endalaust af minningum sem við
getum notið um ókomna tíð.
Ég mun mikið sakna þess að sjá
hana ekki hendast inn um dyrnar
hjá okkur, spyrja frétta, slúðra
smá, einn kaffi, knúsa krakkana
og hendast síðan út, út af því að
hún þurfti að fara í fleiri heim-
sóknir. Ávallt var hún til í að gista
og aðstoða okkur með krakkana,
það var aldrei neitt mál, „ég bara
kem“, þau skiptu hana miklu máli
og það sást svo greinilega. Þegar
ég horfi til baka þá er ég þakklát
fyrir þann tíma sem við fengum
saman, þessi tími hefur kennt mér
svo margt og fyrir það er ég enda-
laust þakklát.
Bryndís átti auðvelt með að
kynnast fólki og var ávallt hrókur
alls fagnaðar hvar sem hún kom.
Stundum fannst mér eins og hún
þekkti alla, en fólk virtist laðast að
henni, sem var eðlilegt þar sem
hún sýndi öllum ósvikinn áhuga.
Mikið á ég eftir að sakna þess
að fá hana ekki í heimsókn til okk-
ar, sakna þess að fá ekki skype-
símtöl um helgar þar sem hún
vildi bara „sjá“ okkur, sakna þess
að hún vaði ekki inn um dyrnar á
aðfangadag og eyði honum með
okkur. Eins mikið og ég á eftir að
sakna hennar þá er ég jafn þakk-
lát, þakklát fyrir tímann sem við
áttum saman, þakklát fyrir áhug-
ann og tímann sem hún eyddi með
barnabörnunum, þakklát fyrir alla
aðstoðina sem hún var alltaf boðin
og búin að veita okkur, þakklát
fyrir að hafa fengið að hafa hana
hjá okkur síðustu vikurnar og
þakklát fyrir að eiga eina litla
Bryndísi heima.
Ég mun aldrei gleyma þeim
degi er Bryndís Lína var skírð,
gleðin sem skein úr augunum á
ömmu hennar þegar hún fékk
nöfnu er ógleymanleg. Sú gleði
var einlæg og ég mun tryggja að
Bryndís Lína fái að vita hversu
yndislega ömmu hún átti.
Í dag er ég leið, leið að fá ekki
að hafa þig lengur hjá okkur og
leið yfir því að þurfa að kveðja þig,
en á morgun mun ég halda af stað
aftur út í lífið með öll góðu gildin
sem þú lifðir eftir og kenndir okk-
ur. Við munum halda vel utan um
hvort annað, passa barnabörnin
þín vel og ég veit að þú verður
aldrei langt undan til þess að geta
fylgst með okkur. Minningin um
þig lifir í hjörtum okkar allra um
ókomna tíð.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
Bryndís
Einarsdóttir
✝ Bryndís Ein-arsdóttir fædd-
ist 9. desember
1952. Hún lést 20.
júní 2016.
Útför Bryndísar
fór fram 4. júlí
2016.
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem
lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín tengdadóttir,
Signý.
Mikil sorg og
söknuður hellist yfir
þegar kvödd er góð
vinkona í hinsta sinn. Ég man það
eins og það hefði gerst í gær þegar
hún kom til okkar Guðmundar í
fyrsta sinn með Gumma Óskari í
heimsókn.
Mér líkaði strax vel við hana og
með árunum urðum við góðar vin-
konur, hún var skemmtilegur
dugnaðarforkur sem kvartaði ekki
heldur gekk til verks í hverju því
sem mætti henni og sama var um
veikindi hennar sem þó unnu hana
að lokum eftir margra ára baráttu.
Gummi og Bryndís giftust ung
og eignuðust tvo flotta stráka, þá
Hermann og Ingþór, fyrir átti
Gummi dótturina Sólveigu, sem
Bryndís reyndist alltaf góð. Þau
byrjuðu að búa á Eyrarbakka þar
sem Gummi tók við kaupfélags-
stjórastöðu. Bryndísi líkaði alltaf
best að búa utan borgarmarka og
átti gott með að kynnast nýju
fólki, þessi eiginleiki hennar kom
sér vel því vinnan tók þau víða um
land og um tíma bjuggu þau líka í
Svíþjóð. Bryndís talaði alltaf vel
um þá staði sem hún hafði búið á
og eignaðist góða vini á hverjum
stað, sem lýsir henni vel, hún var
opin og sýndi fólki áhuga og vin-
semd. Hún var alltaf boðin og búin
til að koma til hjálpar ef á þurfti að
halda og lagði sig alla fram við að-
stoðina.
Þegar Bryndís veiktist fyrst
var það mikið reiðarslag og vorum
við þá í sambandi í síma nánast
daglega en hún var sterk og náði
heilsu aftur um tíma en við héld-
um okkar góðu samtölum um það
sem framundan var og leituðum
ráða hvor hjá annarri um margt.
Við vorum svo heppin í fyrra-
haust að félagskapurinn Mígandi,
sem er sameiginlegur vinahópur
okkar til nær 40 ára, ákvað að
eyða tíma saman á Flórída með
Bryndísi og Gumma, sem ég
þakka fyrir í dag, þetta var ynd-
islegur tími sem gaman er að
minnast.
Þar gerðum við okkur ýmislegt
til skemmtunar eins og að spila
golf og fara í sólböð þegar ekki var
farið í Outlet-in og Mall-in . Bryn-
dís hafði gaman af að keyra í Flór-
ída og var gjarnan bílstjóri sem
margir voru þakklátir fyrir. Alltaf
var glatt yfir hópnum og hún hafði
mjög gaman af því að syngja og
naut sín þegar gítarinn var tekinn
upp og hópurinn söng saman við
ýmis tækifæri. Þannig liðu dag-
arnir og við nutum hverrar stund-
ar saman, hópurinn þá grunlaus
um að endirinn á lífi hennar væri
svona skammt undan.
Stórt skarð er nú höggvið í
vinahópinn okkar þegar fyrsti fé-
laginn fellur frá. Okkur ber þó að
þakka fyrir hafa átt hana að vini
og skemmtilegu árin með henni.
Sameiginlegar minningar eru
ótalmargar sem gleðja okkur öll
um ókomin ár.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum,
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum,
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta,
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir.)
Elsku Guðmundur Óskar, Her-
mann, Ingþór, Sólveig og fjöl-
skyldur, innilegar samúðarkveðj-
ur.
Ragnhildur og Guðmundur,
Míganda-félagar.
VILHJÁLMUR EYJÓLFSSON,
Hnausum í Meðallandi,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Klausturhólum 21. júlí. Útför fer fram frá
Langholtskirkju í Meðallandi fimmtudaginn
28. júlí klukkan 14.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
.
Jan Agnar Ingimundarson.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
AUÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
Ásvegi 28, Breiðdalsvík,
andaðist á dvalarheimilinu Uppsölum,
Fáskrúðsfirði, 7. júlí. Útförin fer fram frá
Heydalakirkju í Breiðdal laugardaginn 30.
júlí klukkan 14.
.
Anna Margrét Birgisdóttir,
Einar Heiðar Birgisson,
Jónína Björg Birgisdóttir og fjölskylda.
Elskulegi maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SUMARLIÐI ARNAR HRÓLFSSON,
lést laugardaginn 23. júlí á Heilbrigðis-
stofnun Suðausturlands, Hornafirði. Útför
fer fram frá Bjarnaneskirkju föstudaginn 29.
júlí klukkan 13.
.
Ásta Ragnarsdóttir,
Gísli Ragnar Sumarliðason, Katrín Lilja Gunnarsdóttir,
Finnbogi S. Sumarliðason, Rosana Martins,
Hrólfur Arnar Sumarliðason, Sólveig R. Sæbergsdóttir,
Guðrún Ólöf Sumarliðadóttir, Þorbjörn Ásgeirsson,
Ólöf Gísladóttir, Eiður Kristmannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra móðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR SKÚLADÓTTIR
hárgreiðslukona,
lést á öldrunardeild Landakots 21. júlí.
Útför hennar fer fram frá Guðríðarkirkju í
Grafarholti þriðjudaginn 2. ágúst klukkan
13.
.
Skúli Konráðsson, Hrafnhildur Árnadóttir,
Sigurður Konráðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HALLDÓR SNORRASON
matreiðslumeistari,
Kirkjulundi 12, Garðabæ,
lést í faðmi fjölskyldunnar á gjörgæsludeild
Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 25. júlí. Útför hans
fer fram frá Vídalínskirkju þriðjudaginn 16. ágúst klukkan 15.
.
Sigurveig Sæmundsdóttir,
Unnur Fríða Halldórsdóttir,
Elísabet Halldórsdóttir, Hjalti Bjarnfinnsson,
Sóley Halldórsdóttir, Þórmundur Jónatansson,
Björn Halldórsson, Berglind Birgisdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
áður til heimilis að Bakkahlíð 29,
Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð miðviku-
daginn 20. júlí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
29. júlí klukkan 13.30.
.
Sigurður Gunnarsson, Elín Anna Guðmundsdóttir,
Lára Gunnarsdóttir,
Axel Gunnarsson, Sigríður Gróa Þórarinsdóttir,
Birgir Gunnarsson, Guðrún Huld Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.