Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 61
MINNINGAR 61 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 áhuga á öllu í kringum þig og öllu sem lífið hafði upp á að bjóða. Þú elskaðir að fara í sund, gönguferð- ir og sigla með Tryggva þínum. Varst einstaklega félagslynd og naust þess að vera í kringum fólk, fara í leikhús og sækja aðra menningarviðburði. Þú sast aldrei auðum höndum, heklaðir og prjónaðir peysur og fleira fallegt handa fjölskyldu og vinum, sem ég fékk sannarlega að njóta góðs af. Elsku Þóra mín. Þakka þér alla þína hlýju og umhyggju. Innilegar samúðarkveður til ykkar allra sem elskuðu Þóru. Guð blessi þig. Helga Guðrún Snorradóttir. Það var fallegur og líflegur hópur ungra stúlkna sem hittist 2. janúar 1952 til þess að hefja nám í hjúkrun. Allar fullar væntinga og áhuga. Ein var hávaxin, rauðbirk- in, broshýr og freknótt. Hún Þóra Eiríksdóttir úr Reykjavík. Undanfarið hafa verið höggvin þungbær skörð í hópinn. Þóra kvaddi snögglega að kvöldi 27. júní að hásumri meðan lífið er öfl- ugast og birtunnar nýtur best. Við vissum öll að hún gekk ekki heil til skógar og að þetta gat gerst hve- nær sem var. Samt vorum við óviðbúnar og er illa brugðið. En hvers vegna skyldi dauðinn ekki koma snögglega til Þóru, allt sem hún gerði var framkvæmt í hvelli, hvorki hik né bið, bara koma því í verk, sem þurfti. Hún var skörungur til alls sem hún tók sér fyrir hendur og óhemju viljug og veitul á hvers kyns hjálp og stuðning, sama hvar þörfin gerði vart við sig. Á okkar námsárum vorum við sendar til starfs á stærstu sjúkra- húsunum úti á landi og Þóra fór til Vestmannaeyja, sem moruðu af sætum og myndarlegum strákum, sem auðvelt var að skjóta sér í. Hnossið hennar Þóru var hann Tryggvi Sveinsson, sem við áttum allar eftir að kynnast og eignast að góðum vini sem nú á um sárt að binda. Eftir að náminu lauk giftu þau sig og settust síðar að í Kópavogi og eignuðust börnin sín fimm. Komu þeim öllum á legg með samstilltu átaki. Hann til sjós og hún á vöktum. Það var líf í tusk- unum og mikið að gera. Þau máttu þola þann þunga harm að missa elsta son sinn í blóma lífsins eftir þungbær veik- indi. Þá átti Þóra erfitt með að sætta sig við hið óumflýjanlega. En auð- vitað snéri hún kröftum sínum að því að sinna eftirlifendum, ekkj- unni ungu og drengjunum þeirra tveim. Þóra kenndi lengi við Sjúkra- liðaskóla Íslands og lagði síðar í það stórvirki að sækja sér viður- kennda kennaramenntun sem sett var upp við Kennaraháskóla Íslands. Kennslunni sinnti hún af miklum áhuga og stakri prýði. Einnig stundaði hún störf í Sunnuhlíð og bar sterkar taugar til þess starfs og staðar. Um tíma áttu þau Tryggvi skútu sem þau sigldu á, m.a. til Vestfjarða, komu þar víða við. Hittu menn, ræddu málefni og nutu samskipta og heillandi fag- urs umhverfis. Þess naut hún vel. Þóra var gríðarlega öflug í öllu sem hún tók sér fyrir hendur með sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Henni þótti stundum að gæta mætti meiri hagkvæmni í opinberum rekstri. Ég minnist þess að hafa strítt henni á að hún þyrfti bara að lýsa sínum skoðun- um þá væri brugðist við og hag- rætt í hennar anda. Þá var hlegið og skemmt sér við græskulaust gaman. Að leiðarlokum sendum við Tryggva, afkomendum og öðrum þeirra nánustu innilegustu vinar- kveðjur og biðjum þeim farsældar og gæfu um ókomna tíð. Fyrir hönd „hollsins“ okkar, Jóna Valgerður Höskuldsdóttir. Kynni okkar Ax- els hófust fyrir um 27 árum þegar leiðir okkar Soffíu, dóttur hans og Elsu lágu saman. Viðmót þeirra hjóna Axels og Elsu var yndislegt og þróaðist með okkur mikill vinskapur. Reyndust þau okkur, unga fólkinu, ómetanlega við stofnun heimilis og fjölskyldu. Samgangur var mikill og ferða- lögin mörg, hvort sem það var hér innanlands með eitthvað í eft- irdragi eða erlendis og er ég afar þakklátur fyrir þessi góðu kynni. Dætur okkar, Soffíu, Ásta Sóllilja og Birgitta Rós, hafa átt því láni að fagna að hafa verið í nánu sambandi við ömmu sína og afa og er söknuður þeirra mikill við fráfall afa síns. En Axels er fyrst og fremst, minnst sem góðs drengs, hjálp- legs og jákvæðs manns sem stökk fyrstur til ef hann gat orðið að liði einhverstaðar. Axel var ró- legur að eðlisfari, hress og skemmtilegur og hafði gaman af mannamótum. Hann hélt gjarn- an uppi stuðinu, gekk í störf plötusnúða og ef ekki voru mannamót þá sat hann gjarnan fyrir framan hljómflutningsgræj- urnar og spilaði fyrir sjálfan sig. Tilþrifin voru einstaklega skemmtileg ásýndar þar sem hann sat einn með sjálfum sér og vekur hugsunin óneitanlega upp góðar minningar. Þannig var Ax- el, léttur og kátur, hafði góð áhrif á allt og alla í kringum sig. Öllum þeim góðu stundum og minningum sem koma upp í hug- ann þegar þetta er skrifað verður ekki komið fyrir í þessari grein. Með samúðarkveðju til Elsu, Soffíu, Guðjóns og Þorgeirs og fjölskyldna minnist ég Axels og kveð með þakkæti og umfram allt af virðingu. Jón Halldór Sigurðsson. Axel Þorberg Ingvarsson ✝ Axel ÞorbergIngvarsson fæddist 30. júlí 1944. Hann lést 24. júní 2016. Axel var jarð- sunginn 7. júlí 2016. Þegar ég steig út í bjarta júnínótt af Landspítalanum 23. júní sl., var ég full- viss um að ég sæi ekki minn kæra mág aftur í þessu lífi heldur hefði ég kvatt hann í hinsta sinn, sem raunin varð. Hann og systir mín fóru að rugla saman reytum fyrir tæpum 60 árum, en þá var ég ungbarn. Hann var mér alltaf meira eins og stóri bróðir en mág- ur. Ekki höfðu margir trú á því að samband þeirra myndi endast, enda voru þau bara börn, bæði tvö. Ég held að ég þekki fá ef eng- in sambönd sem hafa gengið jafn vel og þeirra, þau voru sálufélag- ar og bestu vinir frá fyrsta degi. Þau hafa alla tíð verið sam- rýmd og gerðu nánast allt saman utan vinnu. Axel Þorberg Ingvarsson var öðlingur, með hreina sál og hrekklaus sem aldrei talaði illt orð um nokkurn mann. Mér hefur fundist hann taka lífinu með stakri ró og æðruleysi og kvartaði aldrei yfir neinu, mín upplifun var sú að honum hafi fundist líf sitt vera það gott að hann hefði ekki yfir neinu að kvarta. Lífsreynsla hans var þó með þeim hætti að hann hefði vel getað bognað, en æðruleysi hans kom honum að góðum notum á erfiðum tímum. Eftir að þau hjónin hættu að vinna kunnu þau þá kúnst að snúa sér að hvort öðru enn frekar og njóta lífsins saman. Þau höfðu gaman af ferðalögum, göngu- túrum, hlúa að börnum og barna- börnum og njóta þess að gera alla litlu hlutina í lífinu sem flestir taka ekki eftir og þykja sjálfsagð- ir. Það var svo merkilegt, áður en þau hættu að vinna, þá gerðu þau nánast allt saman nema stunda vinnu sína. Alla tíð hef ég getað leitað til hans, alveg sama á hverju dundi og á þeim stundum komu mann- kostir hans vel í ljós. Alltaf vildi þessi elska vera fínn til fara og hafði auga fyrir fallegum fötum að ógleymdum vel burstuðum mokkasínunum með smápening á ristinni og minnir mig meira að segja að hann hafi alltaf átt svo- leiðis skó. Hann lagði ávallt mikið uppúr því að eiga fallega bíla og voru þeir vel hreinir og bónaðir, eins og mokkasínunar. Það var svo gaman á góðum stundum þegar minn maður settist við fón- inn og setti góða músik á, þá var sko hægt að tjútta og njóta lífsins. Ég á margar minningar um minn kæra mág og vin, ferðalög til út- landa og aðrar góðar samveru- stundir við ýmis tækifæri sem verða geymdar í minningabank- anum. Minningin um Axel mun lifa innra með okkur um ókomin ár. Elsku Elsa, börn, tengdabörn, barnabörn og tengdamóðir, megi góður Guð styrkja ykkur og leiða í sorginni. Helga Bjarnadóttir. Mig langar að minnast Axels og kveðja í fáum orðum. Ég var aðeins 13 ára stúlka þegar ég hitti Axel og Elsu fyrst, þá bjuggu þau á Vallargötu 10. Ég á margar góðar og skemmti- legar minningar þaðan. Þegar við Guðjón gerðum þau að afa og ömmu þá bjuggum við fyrstu tvær vikurnar með hana Aniku Rós okkar hjá þeim, það var ómetanlegt hversu mikla og góða hjálp við fengum frá þeim, og er ég ávallt þakklát fyrir það. Axel var ótrúlega glaðlyndur maður með einstaklega skemmti- legan hlátur og dansaði ótrúlega vel. Allar ferðirnar sem við fórum saman á sumrin gleymast ei, Ak- ureyrarferðir og sumarbústaðir, alltaf líf og fjör. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum og þakka þau ár sem hann var tengdafaðir minn. Myndir og minningar geymast, fallegar og góðar. Elsku Elsa mín, Þorgeir, Gaui , Soffía og fjölskyldur. Börnin mín Anika Rós, Elsa Björk og Guðjón Þorberg og að- standendur allir, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér. Skrítið stundum hvernig lífið er. Eftir sitja margar minningar, þakklæti og trú. (Ingibjörg Gunnarsdóttir.) Blessuð sé minning hans. Auður Sveinsdóttir. Það er eitt ár síð- an við fengum þær gleðifréttir að þú hefðir unnið sigur í baráttunni við þinn versta óvin. Þvílíkur gleðidagur hjá okkur í fjölskyldunni, þó að innst inni hafi verið efi hjá okkur öllum. Enda kom það á daginn, því eftir þrjá mánuði var óvin- urinn mættur aftur, réðst á þig af fullum þunga og gaf ekkert eftir. Ég tók það mjög nærri mér að horfa á þig, sterka klettinn minn, breytast í sjúkling. Mig langaði svo að laga þetta eins og þú gerð- ir alltaf með öll vandamál hjá okkur fjölskyldunni, en þetta var eitthvað óbætanlegt og ekki í okkar höndum. Ég var mikil pabbastelpa og þú komst ekki öðruvísi fram við mig en bræður mína. Ég hjálpaði þér að mála og þrífa bátana þína, fara með þér í róður, beita, skera af netum og allt sem þurfti að gera í litlu útgerðinni þinni. Ég var nú ekki neitt sjómannsefni, Árni K. Þ. Jónasson ✝ Árni KjartanÞórður Jón- asson fæddist 9. mars 1947. Hann lést 30. júní 2016. Útför Árna fór fram 8. júlí 2016. en þú talaðir aldrei um það hvað ég var aumingjaleg, liggj- andi á bekknum hjá þér í stýrishúsinu með ælufötuna í fanginu. Áður en ég fór í fyrsta ökutímann minn léstu mig keyra smá og kenndir mér að mæla olíu, vatn og skipta um dekk. Ég brosi við til- hugsunina því þrátt fyrir að kenna mér að bjarga mér, þá varstu samt alltaf fyrstur á stað- inn til að hjálpa mér þegar eitt- hvað bjátaði á. Þú varst svo stríðinn, ég man þegar við vinkonurnar vorum að byrja að fara út á lífið, þá bauðstu til þess að keyra okkur á ball og keyrðir svo niður Hafn- argötuna á 10 km hraða með gluggann opinn og kallaðir til ungra pilta sem voru á röltinu, við vinkonurnar földum okkur á gólfinu alveg miður okkar af skömm, en hlógum svo að þessu eftir á. Missir barnanna minna er mikill, því þú varst ekki bara afi þeirra heldur gekkst þeim líka í föðurstað og við þrjú vorum eitt í þínum huga. Við bjuggum lengi hjá ykkur mömmu og ég get aldrei fullþakkað ykkur fyrir að hafa tekið okkur inn á ykkar heimili. Í þessari 18 mánaða baráttu þinni við óvininn gafstu aldrei upp, sýndir okkur aldrei hversu kvalinn þú varst, vildir ekki vor- kunn, stappaðir í okkur stálinu og lést okkur sannarlega halda að þetta væri yfirstíganleg bar- átta, en þannig varstu jaxlinn minn. Ég tala um þig og hugsa stans- laust til þín, en ég er víst eina barnið þitt sem erfði það frá þér að vera ekki að sýna hvernig mér líður, enda hef ég oft heyrt hvað ég er lík þér. Ég læt engan vita hvernig mér líður, engan sjá hvað ég er ósjálfbjarga án þín, engan vita hvað ég er reið út í al- mættið fyrir að taka þig frá mér, því mig langar að vera sterk eins og þú varst alltaf. Þar sem þú varst mikið inni á spítala síðustu 18 mánuði, þá finnst mér eins og þú sért bara í innlögn og ég bíð eftir því að þú hringir í mig til að biðja mig um að sækja þig eða koma með vindla til þín, eins og þú gerðir oft. Ég veit ekki hvernig ég fer að án þín, þrátt fyrir allan þinn vilja í að gera mig sjálfstæða og sjálf- bjarga, en vonandi vinnur tíminn með mér og ég veit að fjölskyld- an mun standa með mér eins og þú kenndir okkur öllum að gera. Ég elska þig, pabbi minn, og hlakka til að hitta þig þegar minn tími kemur. Þín dóttir, Elenóra Katrín. Systir okkar og frænka, PÁLÍNA R. KJARTANSDÓTTIR hússtjórnarkennari, Kleppsvegi 4, lést fimmtudaginn 21. júlí á elliheimilinu Grund. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. júlí klukkan 15. . Guðríður Ólöf Kjartansdóttir, Margrét Kjartansdóttir og systrabörn. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna fráfalls elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, tengdasonar og afa, AXELS ÞORBERGS INGVARSSONAR, Heiðarholti 7, Reykjanesbæ. Guð blessi ykkur öll. . Elsa Björk Kjartansdóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa. ÓLAFS BRAGA JÓNASSONAR rafvirkjameistara, Sléttuvegi 23, áður Árlandi 1. . Fríða Ingvarsdóttir, Jón Ingi Ólafsson, Jóna Bjarnadóttir, Jónas Ólafsson, Valdís Ella Finnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður míns, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNESAR ÞÓRÐARSONAR, fv. yfirlögregluþjóns, Hverfisgötu 31, Siglufirði. Þökkum starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar og hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir góða umönnun og vinum og vandamönnum fyrir trygga vináttu. . Soffía G. Jóhannesdóttir, Ólafur Kristinn Ólafs, Ólafía M. Guðmundsdóttir, Halldóra Sigurlaug Ólafs, Hobie Lars Hansen, Magnea Jónína Ólafs, Björgólfur Hideaki Takefusa, Jóhannes Már Jónsson, Halldóra Í. Sigurgeirsdóttir, Kjartan Orri Jónsson, Sigrún Ásgeirsdóttir, Margrét Finney Jónsdóttir, Eydís Ósk Jóhannesdóttir, Anna Lilja Kjartansdóttir, Jasmín Ósk Takefusa. Heittelskuð eiginkona, móðir og systir, INGIBJÖRG BALDURSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Starhaga 16, Reykjavík, lést 16. júlí. Útförin fer fram frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 28. júlí klukkan 15. . Frans Jezorski, Baldur, Kristín, Hanna og Björg Jezorski, Jóhann Baldursson og Sigurður Baldursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.