Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 56
✝ Anna ÞórunnEinarsdóttir
fæddist 16. október
1935 á Arnalds-
stöðum í Fljótsdal.
Hún lést 21. júlí
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Unnur
Karólína Jóns-
dóttir húsmóðir og
Einar Einarsson
bóndi, síðast á
Bessastöðum í Fljótsdal. Hinn
30. ágúst 1963 giftist Þórunn
Gunnari Jónssyni fiskifræðingi.
Stofnuðu þau fyrst heimili í
Seattle í Bandaríkjunum, þar
sem Gunnar var við framhalds-
nám og störf 1963 til 1964. Árið
1964 settust þau að á Njálsgötu
84 og bjuggu þar allt til 1997
Jóns Vikars er Pétur Snær, f.
1987, flugfjarskiptamaður,
unnusta hans er Anna María
Auðunsdóttir, f. 1992. Börn
Péturs Snæs eru: Mikael Snær,
f. 2009, og Gabríela Mjöll, f.
2016.
Bróðir Þórunnar er Andrés
Hermann, f. 1951. Kona hans er
Lilja Ester Ragnarsdóttir, f.
1954. Börn þeirra eru Berglind,
Einar, Karólína og Valdís Lilja.
Þórunn fór snemma að vinna.
Fyrst í heimahögum en um tví-
tugt hélt hún til Reykjavíkur.
Þar vann hún á vetrum, m.a. á
saumastofu Andrésar klæð-
skera við Laugaveg. Á sumrin
sinnti hún bústörfum í sveitinni.
Þegar dæturnar voru að vaxa
úr grasi vann Þórunn við upp-
eldi þeirra og heimilisstörf. Síð-
an fór hún einnig að vinna utan
heimilis, fyrst á Landspítalan-
um og síðar í Austurbæjarskóla
til starfsloka.
Útför Þórunnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 27. júlí
2016, kl. 13.
þegar þau fluttu á
Bollagötu 6. Frá
2014 dvaldi Þórunn
á hjúkrunarheimil-
inu Grund í
Reykjavík.
Dætur Þórunnar
og Gunnars eru:
Unnur, f. 1965,
grunnskólakenn-
ari, maki Sigurður
Ásbjörnsson, f.
1964, jarðfræðing-
ur. Sonur þeirra er Jökull, f.
1998, menntaskólanemi. Krist-
ín, f. 1967, leikskólakennari,
maki Jón Vikar Jónsson, f.
1966, bifvélavirkjameistari.
Synir þeirra eru: Atli Vikar, f.
1992, stúdent, unnusta hans er
Sesselja Erna Benediktsdóttir,
f. 1996. Gunnar, f. 2002. Sonur
Það eru líkast til um 35 ár síð-
an ég kynntist Þórunni Einars-
dóttur fyrst. Þá vorum við Unn-
ur, dóttir hennar, í tilhugalífinu
og ég var tíður gestur á heimili
þeirra Gunnars. Þórunn var mjög
fjörleg og drífandi manneskja
þegar ég kynntist henni. Hún
starfaði á þessum tíma í athvarfi í
Austurbæjarskóla. Þar var stutt
við krakka sem bjuggu við erfitt
bakland og hafði Þórunn það
hlutverk að elda fyrir krakkana.
Því fylgdu önnur verk líkt og á
hverju öðru heimili eins og að
hlýða krökkum yfir kvæði úr
Skólaljóðunum sem þau áttu að
kunna. Þá fékk maður að heyra
sögur af því með kvöldmatnum
hversu brösuglega sumum
krökkum gekk að læra það sem
henni fannst einfaldur texti.
Þórunn fæddist og ólst upp í
Fljótsdal og fór fjölskyldan aust-
ur í sumarfrí á hverju sumri um
margra ára skeið. Þar var sungið
og spilað við gítarleik Þórunnar
fyrstu árin en síðar eftirlét hún
öðrum hljóðfæraleikinn en söng
með. Þar var lífið Þórunni líkast
til eins ljúft og hugsast gat. Andr-
és, bróðir hennar, bjó fyrir aust-
an og þegar systkinin voru sam-
einuð með mökum og
afkomendum þá var kátt í koti.
Þegar Þórunn var komin vel á
sjötugsaldurinn sáust þess aug-
ljós merki að heilsan væri farin
að gefa sig. Handskjálfti var aug-
ljóst einkenni um meinið sem
hrjáði hana. Hún þurfti á hand-
leiðslu fagfólks að halda þar sem
hún gat ekki lengur búið heima.
Hún fékk inni á Grund, þar sem
hún bjó til dánardags. Það er
merkileg lífsreynsla að fylgjast
með þróun manneskju sem glímir
við taugahrörnunarsjúkdóm. Til
allrar hamingju þá þekkti Þór-
unn allt sitt fólk fram undir það
síðasta og hún heilsaði mér alltaf
með nafni og brosti til mín þegar
ég kom í heimsókn. En tilvera
hennar var engu að síður orðin
mjög ruglingsleg. Draumur og
veruleiki runnu saman í eitt og
hún greindi frá samskiptum við
löngu látin ættmenni og fullyrti
um barnsburð annarra sem eng-
inn fótur var fyrir. En manns-
hugurinn er undraverður. Einu
sinni kom ég í heimsókn til Þór-
unnar eftir að hafa verið á út-
skriftartónleikum. Ég sagði
henni frá því að ung söngkona
hefði verið klöppuð upp eftir að
hafa staðið sig frábærlega. Söng-
konan hefði sungið Svanasöng á
heiði sem aukanúmer. Ég sagði
Þórunni frá því að þrátt fyrir
kunnuglegan titil þá hefði ég
aldrei kunnað kvæðið. Þá byrjaði
Þórunn að fara með kvæðið og ég
játti strax þegar ég heyrði hana
fara með upphafserindið. Áfram
hélt hún og hætti ekki fyrr en
hún var búin að fara með allt
kvæðið. Þá var hún orðin tárvot
enda kom hún örugglega sjálfri
sér, líkt og mér, á óvart að fara
með kvæðið til enda. Það var
glæstur sigur hjá konu sem gerði
sér grein fyrir því hvernig komið
var fyrir henni.
Fyrir nokkru voru umræður í
fjölmiðlum um aðbúnað eldri
borgara á stofnunum. Við að-
standendur Þórunnar vorum
miður okkar þegar umræðan stóð
sem hæst þar sem okkur fannst
stundum vegið illa að starfsfólk-
inu. Það sem við mættum á
Grund var aldrei annað en fag-
mennska og alúð. Fyrir það erum
við þakklát og hversu vel starfs-
fólkið sinnti okkur og Þórunni frá
fyrsta degi til hins síðasta.
Sigurður Ásbjörnsson.
Þórunn
Einarsdóttir
56 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016
✝ Helga Ingv-arsdóttir fædd-
ist á Akureyri 9.
ágúst 1967. Hún
varð bráðkvödd á
heimili sonar síns í
Englandi 3. júlí
2016.
Foreldrar henn-
ar voru: Ragnhild-
ur Bragadóttir,
bankastarfsmaður,
f. 1. febrúar 1944
sem lést 7. október 2010, og
Ingvar Baldursson, fv. for-
stöðumaður hjá Orkuveitu
Reykjavíkur, f. 21. mars 1943.
Þau skildu.
Núverandi kona Ingvars er
Jónína Valdemarsdóttir, f. 21.
júní 1947. Dóttir þeirra er Guð-
rún Elín Ingvarsdóttir, f. 28.
desember 1978. Bróðir Helgu
er Baldur Ingvarsson, verk-
efnastjóri, f. 21. júní 1971, sem
nám í íslenskum bókmenntum,
auk þess að ljúka BS-prófi til
kennsluréttinda frá Háskóla Ís-
lands árið 1997. Helga vann
margvísleg störf um ævina m.a.
hjá Ríkissjónvarpinu, sem að-
stoðarmaður forstjóra Hjarta-
verndar, skrifstofustjóri hjá
Baugi Group, Latabæ og
Straumi fjárfestingabanka og
hafði nýlega hafið störf hjá
Samtökum iðnaðarins er hún
lést. Helga starfaði í
skátahreyfingunni frá unga
aldri, fyrst sem skáti í skátafé-
laginu Valkyrjunni á Akureyri
og síðar sem foreldri í bak-
varðasveit skátafélagsins Æg-
isbúa. Hún tók m.a. þátt í skipu-
lagningu nokkurra skátamóta,
annaðist fjáröflun og hafði um-
sjón með gistingu erlendra
skátahópa. Helga stundaði og
kenndi siglingar um árabil.
Jafnframt skrifaði hún kennslu-
bækur um siglingar sem gefnar
voru út af Siglingasambandi Ís-
lands. Þá starfaði Helga í kven-
félaginu Hringnum.
Helga verður jarðsungin frá
Neskirkju í dag, 27. júlí 2016,
og hefst athöfnin klukkan 13.
kvæntur er Sigríði
Hrund Pétursdótt-
ur, viðskiptafræð-
ingi, f. 12. janúar
1974. Þau eiga
fjögur börn.
Helga var ógift
en lætur eftir sig
einn son, Elvar Sig-
urgeirsson,
ljósmyndara, f. 11.
október 1988. Sam-
býliskona hans er
Amy-Jennifer Parslow, há-
skólanemi. Faðir Elvars og
fyrrverandi sambýlismaður
Helgu var Sigurgeir Einarsson,
rafeindavirki, f. 23. desember
1962, er lést að slysförum 2.
maí 2004.
Helga ólst upp á Akureyri og
lauk þaðan stúdentsprófi frá
Verkmenntaskólanum á Ak-
ureyri 1988. Síðar fluttist Helga
til Reykjavíkur og stundaði BA-
Taktu þér tíma,
tak hann á bak þér og finn,
hve þungur hann er.
Farðu varlega með hann,
hann kveinkar sér,
róaðu hann.
Svalt herbergið andar,
blómaangan liðinna ára
liggur í loftinu,
þú dokar við, og dag einn
er tíminn horfinn
og herbergið er autt.
(Þýð. Bragi Sigurjónsson.)
Tíminn er horfinn, herbergið
er autt. Helga Ingvarsdóttir,
systurdóttir mín, tók sér ekki
tíma til að doka við. Ung var hún
farin að búa, ung átti hún son
sinn, ung skildi hún. Hún gaf sér
varla tíma til að ljúka stúdents-
prófi vegna annarra anna og hún
lauk ekki háskólaprófi af því hún
var fyrr en varði komin á kaf í
aðra vinnu. Hún gaf sér heldur
ekki tíma til að hugsa um heilsu
sína. Tími hennar hvarf frá henni
þegar hana vantaði rúman mán-
uð að ná 49 ára aldri.
Foreldrar Helgu skildu þegar
hún var um fermingu. Hún átti
erfitt með að sætta sig við það.
Eftir skilnað foreldranna ólst
hún upp hjá móður sinni með
Baldri bróður sínum. Þær mæðg-
ur voru ekki skaplíkar og varð ef
til vill til þess að hún fluttist
snemma að heiman. Samband
hennar við föður sinn og bróður
var stormasamt.
En Helga var örtug og um-
hyggjusöm við móður sína í lang-
varandi veikindum hennar og tók
það mjög nærri sér þegar hún
lést fyrir sex árum. Þá dokaði
hún við til að anda að sér blóma-
angan liðinna ára, mundi æsku
sína í Hamragerði, Eikarlundi,
Þórunnarstræti og Bjarkarstíg á
Akureyri. Hún hugsaði oft til
ömmu sinnar og nöfnu og afa í
Bjarkarstíg sem litu til með þeim
systkinum í æsku þeirra og
Helga og Sigurgeir sýndu seinna
mikla ræktarsemi.
Undanfarin ár hefur Helga
stutt son sinn í námi hans í ljós-
myndun og ljósmyndafræðum og
hún var stödd hjá honum til að
fagna því að hann hafði lokið BA-
prófi frá Listaháskóla í Bour-
nemouth á Englandi og var að
opna sýningar á verkefnum sín-
um. Andlát hennar bar þar brátt
að.
Ég man hana hvítvoðung, ég
man hana barnið, unglinginn og
man samband þeirra Sigurgeirs
og fæðingu Elvars. Þau voru
hluti af fjölskyldunni í Bjarkar-
stíg 7. Nú eru þau bæði látin,
Helga og Sigurgeir – herbergi
þeirra autt. En þau voru hér og
lifa í minningunni.
Úlfar Bragason.
Svo óvænt er komið að leið-
arlokum, gengin er frænka okk-
ar, Helga Ingvarsdóttir, langt
um aldur fram. Með fátæklegum
orðum viljum við bræður minn-
ast hennar enda hún næst því
sem við höfum komist að eiga
systur. Þegar fólk fellur frá í
blóma lífsins, fyrirvaralaust, er
okkur sem eftir lifum oft orða
vant. Okkur verður oft starsýnna
á það sem ekki varð fullgert,
fremur en það góða og mikla
dagsverk, sem unnið var. Helga
lifði góða ævi og lét margt gott af
sér leiða, bæði með fjölskyldu
sinni og í daglegum störfum sín-
um en ekki síður í margvíslegum
félagsstörfum. Hvert sem Helga
fór fylgdi henni góðvild og gleði,
kærleikur og kraftur þrátt fyrir
að lífið hafi ekki alltaf farið mjúk-
um höndum um hana. Erfiðleik-
um tók hún á með glaðværð og
bjartsýni. Þannig tókst hún á af
fádæma æðruleysi við bakmeiðsli
er voru afleiðingar slyss sem hún
varð fyrir sem unglingur og
þjökuðu hana ætíð. Þá var aðdá-
unarvert að fylgjast með hversu
vel Helga rækti móðurhlutverk
sitt. Sem einstæð móðir var það
áskorun að sinna þörfum og
væntingum einkasonarins Elv-
ars, sem vegna meðfædds sjúk-
dóms þurfti meiri ummönnun en
ella. Hún naut þó ætíð góðs
stuðnings frá barnsföður sínum,
Sigurgeiri, og lánsöm voru þau
mæðgin að njóta umhyggju móð-
ur Helgu, Ragnhildar. Það var
þeim því mikið reiðarslag þegar
Sigurgeir lést af slysförum árið
2004 og Ragnhildur árið 2010 eft-
ir skammvinn veikindi. Segja má
að þessi þungu áföll hafi orðið til
þess að Helga og við bræður fór-
um að rækta frændsemina af
meiri krafti. Á uppvaxtarárum
Helgu á Akureyri var samgang-
ur okkar ekki ýkja mikill nema
þegar við heimsóttum afa okkar
og ömmu á Bjarkarstíg. Var þá
oft glatt á hjalla. Eftir að Helga
flutti til Reykjavíkur mynduðust
með okkur óvenjusterk tengsl,
mun meiri en gengur og gerist á
milli systkinabarna. Var það ekki
síst Helgu að þakka, sem af alúð
sinnti okkur og fjölskyldum okk-
ar, en að sama skapi gerði vænt-
ingar til þess að við bræður
myndum reyna að einhverju leyti
að ganga Elvari í föðurstað. Með
okkur myndaðist þannig einstakt
bandalag þar sem hvert og eitt
okkar reyndi eftir mætti að
styðja hvert annað. Þannig nut-
um við bræður og börn okkar t.d.
ríkulega gjafmildi Helgu sem oft-
ar en ekki var í formi heimagerðs
góðmetis en matargerðarhæfi-
leikar hennar voru miklir. Þá var
Helga óspör á tíma sinn fyrir
fjölskyldur okkar, en tíminn er
það dýrmætasta sem nokkur get-
ur gefið. Fyrir þær stundir erum
við bræður og fjölskyldur okkar
afar þakklát. Stórt skarð sem
ekki verður fyllt er höggvið í
frændgarð okkar. Söknuðurinn
er sár en minningar um glað-
lynda og ástríka manneskju eru
þó nokkur huggun. Við kveðjum
kæra frænku og vin með djúpri
virðingu og þökk.
Þú áttir auð er aldrei brást, þú áttir
eld í hjarta,
sá auður þinn er heilög ást til alls hins
góða og bjarta.
Til meiri starfa guðs um geim þú
gengur ljóssins vegi.
Þitt hlutverk er að hjálpa þeim er
heilsa nýjum degi.
(H.T.)
Megi Guð styrkja þá sem
syrgja.
Bragi Björnsson
og fjölskylda,
Guðmundur Björnsson
og fjölskylda.
Nei, það getur ekki verið. Nei,
hún var hjá mér rétt um daginn
að horfa á fótboltaleik og ræða
lífið og tilveruna. Sumu vill mað-
ur ekki trúa en ræður engu um
og fregnin af andláti þessarar
æskuvinkonu minnar var þannig.
Við kvöddumst eins og vanalega,
rétt eins og við myndum hittast
eftir heimkomu hennar frá Eng-
landi. Því var ekki ætlað að
verða. Ég man eftir okkar fyrstu
kynnum, eins og þau hafi verið í
gær, í skólagörðum norður á Ak-
ureyri, tvær stelpur að reita arfa
í beðum hlið við hlið, þekktust
ekkert fyrr en önnur snýr sér
snaggaralega að hinni og segir:
Hæ, ég heiti Helga, hvað heitir
þú? Sennilega hefur ekki meiri
arfi verið reittur þann daginn en
á leiðinni heim voru bundin vina-
bönd sem aldrei rofnuðu – yfir 40
ár af tærri vináttu.
Okkur Helgu datt margt
skemmtilegt í hug og við fram-
kvæmdum flest af því sem okkur
datt í hug. Sumt var skynsam-
legra en annað, en alltaf var
gaman. Það voru nokkrar dans-
æfingarnar teknar í Eikarlund-
inum með fínu baðhandklæðun-
um hennar Ragnhildar þar sem
Dancing Queen hljómaði hátt.
Við Helga vorum ABBA. Báðar
vildum við vera Agnetha og vor-
um ekkert að láta það trufla okk-
ur að það var bara ein svoleiðis í
hljómsveitinni, við vorum það
bara báðar. Smáatriði voru ekki
að flækja líf okkar þarna og svo
sem ekki stóru atriðin heldur.
Við héldum okkar striki sama
hvað gekk á.
Þegar Helga fluttist úr Eik-
arlundinum jókst fjarlægðin á
milli okkar en vinatengslin rofn-
uðu aldrei. Það varð tónninn í
okkar vináttu alla tíð. Sama
hvert lífið færði okkur og sama
hversu langur tími leið án þess
að heyrast, rofnuðu þessi tengsl
aldrei. Þegar við síðan hittumst
aftur var eins og við hefðum sést
í gær. Við ræddum oft hversu
mikill fjársjóður þessi vinátta
væri og við ætluðum að verða
gamlar saman – Elli fengi að
sjálfsögðu að vera með en það
hvarflaði ekki að okkur að við
yrðum ekki gamlar saman.
Kæra vinkona, sorgin er ótrú-
lega sár, höggið mikið og mörg
tárin hafa fallið undanfarna
daga. Eitt heilræði gafstu mér
þegar við vorum einu sinni sem
oftar í sörubakstri, heilræði sem
ég mun hafa í hjarta mér og
gleymist ekki. Þú sagðir við mig
hlut sem vakti mig til umhugs-
unar og verður mér leiðarvísir til
framtíðar. Þar talaðir þú af
reynslu sem ég hafði ekki.
Hvíl í friði, elsku Helga. Minn-
ingar um okkur saman ylja
hjarta mínu og munu gera um
ókomna tíð. Takk fyrir samfylgd-
ina og allt sem þú gerðir fyrir
mig og mitt fólk. Þú varst órjúf-
anlegur partur af minni fjöl-
skyldu og fylgdist með okkur öll-
um af einlægum áhuga og ást.
Við munum gera okkar besta til
að verða Elvari þínum, sem þú
elskaðir svo heitt, stoð og stytta.
Þú ert lögð af stað í ferðalag sem
liggur fyrir okkur öllum, ég trúi
því af öllu hjarta að nú verði fjör í
himnaríki. Þar bíður þú og munt
taka á móti mér þegar minn tími
kemur með kalda coke-dós í
hendi og bros á vör.
Þín vinkona,
Guðrún Brynjólfsdóttir.
Sunnudaginn 3. júlí var ég
vakinn með versta símtali sem ég
hef fengið. Tónninn í röddinni
hans Elvars benti strax til þess
að eitthvað mikið væri að en ef
ég hefði átt að giska á erindið
hefði mér ekki dugað dagurinn
til að ná réttu svari.
Frá því við Elvar urðum vinir
var ég tíður gestur á Ægisíðu 84,
oftar eftir því sem við eltumst og
alltaf voru jafn glaðlegar og gest-
risnar móttökur frá Helgu. Ég
var reyndar löngu kominn langt
yfir það að flokkast sem gestur
og þegar ég kom til Reykjavíkur
til að fara í skóla var heimilinu
einfaldlega umturnað og mér
boðið að búa þar eins og ekkert
væri sjálfsagðara. Það var nefni-
lega ekkert vandamál það stórt
að það væri ekki hægt að leysa
það yfir einni kókdós. Helga og
Elvar eru skýrasta dæmi þess að
maður getur bara víst valið sér
fjölskyldu og var ég innvinklaður
í allar helstu fjölskyldu-
uppákomur og hittinga hvort
sem það voru matarboð, afmæli
eða jafnvel áramót og allt var
þetta svo sjálfsagt. Þarna eign-
aðist ég líka auka eintak af
mömmu með öllu sem því fylgir,
sem er ansi fínt þegar maður er á
nýjum stað og manns eigin
mamma er 380 km í burtu.
Eftir að Elvar flutti til
Bournemouth átti ég sjaldnar er-
indi á Ægisíðuna en leit þó inn
reglulega, oftar en ekki til þess
að laga Netflix en það var nú
engin kvöð. Það fylgdi því yfir-
leitt mikil skemmtun og var allt-
af eins og að koma heim en
Helga vildi hafa puttann á púls-
inum á því sem ég var að gera,
hvort sem það var skóli og vinna,
björgunarsveit eða annað og
hafði skoðanir á öllu.
Þegar Elvar var á landinu var
svo iðulega standandi matarboð
frá því að hann lenti og þar til
hjólin lyftust af flugbrautinni aft-
ur. Þeir sem hafa verið í mat hjá
Helgu vita að það var sko „all-in“
og skipti engu máli hvort um
menn eða dýr ræddi en ömmu-
barnið Aska, kisurnar og m.a.s.
litlu smáfuglarnir fengu alltaf
sinn skerf og ríflega það. Það fór
kannski ekki alltaf vel að gefa
fuglunum úti á stétt fyrir framan
þriggja katta heimili en þar var
það hugurinn sem gilti.
Helga var ekki bara ótrúlega
góðhjörtuð, heldur líka hrikalega
skemmtileg og algjör grallari.
Margt kemur upp í hugann, en
mér er minnisstæðast þegar við
fórum þrjú saman í íshellinn í
Langjökli í fyrrasumar. Inni í
hellinum er lítil kapella og hafði
leiðsögumaðurinn orð á að þar
væri mjög góður hljómburður.
Segir þá ekki Helga hátt og
snjallt: „Jón, þú ert svo góður að
syngja, geturðu ekki sungið þjóð-
sönginn fyrir okkur?“ Svo hló
hún að vandræðaleika mínum.
Og þannig ætla ég að muna
hana. Brosandi og hlæjandi, með
ískalda kókdós innan seilingar.
Elsku Helga, takk fyrir allt.
Jón Helgi.
Elskuleg vinkona mín, Helga,
er látin. Það er með sorg í hjarta
og af söknuði sem ég skrifa
nokkur fátækleg kveðju- og
minningarorð um þessa hressu,
skemmtilegu, hugrökku og
óvenjulegu stelpu sem ég kynnt-
ist í Háskólanum fyrir rúmum 20
árum. Með okkur tókst traustur
vinskapur sem hefur haldið
gegnum súrt og sætt og trúnaður
sem á sér engan líka. Það sem við
gátum hlegið og það er hláturinn
sem ómar í huga mér núna, hlát-
Helga
Ingvarsdóttir