Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fyrstu íslensku sumarleikarnir (www.sumarleikarnir.is, www.summergames.is) verða haldnir á Akureyri um versl- unarmannahelgina. Taka Sum- arleikarnir við af eldri hátíðum bæjarins en eins og lesendur muna hafa gestirnir streymt á viðburði eins og Halló Akureyri og Eina með öllu. Halldór Óli Kjartansson, við- burðastjóri hjá Iceland Summer Games, segir sumarleikana kallast á við vetrarleikana sem Akureyr- ingar hafa efnt til undanfarin þrjú ár. „Um verslunarmannahelgina blöndum við saman almennri skemmtun í miðbænum fyrir alla fjölskylduna og alls kyns tækifær- um til að stunda hreyfingu og úti- vist.“ Þessar nýju áherslur end- urspegla þá þróun í ferðaþjónustu að vaxandi hópur fólks sækir í að tvinna saman gott frí með fjöl- skyldunni og holla hreyfingu. „Við byrjuðum strax 22. júlí með Hjól- reiðahelgi Greifans þar sem mjög skemmtileg og fjölbreytt keppni á Akureyri og út á Tröllaskaga var í aðalhlutverki,“ segir Halldór. „Í vikunni fram að verslunarmanna- helgi höldum við síðan alþjóðlegt golfmót fyrir unglinga. Þangað koma upprennandi stórstjörnur golfíþróttarinnar á aldrinum 12 til 21 árs og verða eflaust margir þátttakenda atvinnumenn í golfi þegar fram líða stundir.“ Lyft og hlaupið Meðal þess sem verður í boði um verslunarmannahelgina er fjallahlaup á Súlur, kallað „Súlur Vertical“ upp á enska vísu. „Við ætlum líka að hjóla Eyjafjarð- arhringinn sem er vinsæl hjólaleið við allra hæfi, og eins að farin verður 100 km hjólreiðakeppni fyrir lengra komna upp að Goða- fossi og til baka,“ segir Halldór. Á laugardeginum eru afl- og þrekleikarnir haldnir á flötinni fyrir neðan hús Leikfélags Ak- ureyrar og UFA stendur fyrir þrí- þrautarkeppni á sunnudeginum. Þá fer fram Íslandsmeistaramót ungmenna og öldunga í klass- ískum kraftlyftingum og stefnir í bæði fjölmenna og spennandi keppni. Af öðrum dagskrárliðum má nefna stelpukvöld hjá líkamsrækt- inni Bjargi á fimmtudag og kirkju- tröppuhlaup á föstudag. „Pabbar og pönnsur er nýr viðburður, og er sá dagskrárliður haldinn til styrktar Hetjunum, stuðnings- félagi langveikra barna,“ segir Halldór. Vitaskuld verður fjölbreytt tón- listar- og skemmtidagskrá sam- hliða íþróttaviðburðunum. Dyn- heimaballið á Sjallanum er á sínum stað á föstudeginum, og bandið Dúndurfréttir á Græna hattinum sama kvöld. Á laugardag troða m.a. upp Made in Sveitin, Killer Queen og Páll Óskar og á sunnudag geta hátíðargestir dillað sér við tónlist Skítamórals, Úlfs Úlfs, Glowie og Hvanndalsbræðra, svo nokkrir séu nefndir, á Spari- tónleikum hátíðarinnar sem enda með flugeldasýningu. Viðburðaríkt sumar Halldór segir fyrirtaksaðstöðu í bænum, nóg af tjaldstæðum og margt að sjá og gera bæði á Ak- ureyri og á svæðinu í kring og gæti t.d. verið upplagt að líta við á Sæludögum á Siglufirði eða heim- sækja Jarðböðin í Mývatnssveit. „Hér er mikið um hátíðir og við- burði allt sumarið og gæti fólk í raun haft Akureyri sem miðstöð fyrir heilan mánuð af hátíðahöld- um með viðburðum eins og Fiski- deginum á Dalvík og landbúnaðar- og handverkshátíðinni í Hrafna- gili.“ Íþróttir og mikið fjölskyldufjör  Hátíðahöldin á Akureyri verða með ögn breyttum áherslum  Heil vika undirlögð af íþróttaviðburðum Upplifun Allir ættu að finna eitthvað sem þeim líkar. Metnaður Margir vinsælustu tónlistarmenn landsins troða upp á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hasar Mikil umferð verður um tröppurnar. Siglufjörður iðar af lífi um versl- unarmannahelgina. Síldarævintýrið er núna haldið í 26. sinn og geta gestir bæði fengið að kynnast merkilegri sögu bæjarins og notið fjölbreyttar skemmtidagskrár. Kristinn Reimarsson er fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar: „Að vanda leggjum við áherslu á að höfða til fjölskyldufólks og leikur Síldarminjasafnið stórt hlutverk í dagskránni. Á aðaltorginu verður hægt að fylgjast með síldarsöltun og fá að smakka ljúffenga síldina.“ Í upphafi 20. aldar voru síldveiðar einn helsti atvinnuvegur landsins og Siglufjörður höfuðborg íslenska síldveiðigeirans. Þangað streymdi fjöldi fólks á vertíð og oft að gleðin ríkti á milli þess sem unnið var af hörku. Þótt stritið sé liðin tíð þá lifir gleðin áfram í hátíðinni og verður margt um að vera: „Af hápunktum Síldarævintýris má nefna síld- arsöltun á vegum Síldarminjasafns- ins og svo samkeppni um besta síld- arréttinn í samvinnu við Kaffi Rauðku. Við bjóðum upp á tónleika, gönguferðir, veglega barnadagskrá og ýmsa viðburði þar sem heimafólk stígur á svið,“ segir Kristinn. Meðal þeirra skemmtikrafta sem von er á má nefna Hreim og Made in Sveitin og AmabAdamA. Lína Langsokkur verður líka á staðnum og Íþróttaálfurinn mætir ásamt öðr- um íbúum Latabæjar. „Einar töfra- maður verður hérna líka, og Söngvaborg með þeim Sigríði Bein- teins og Maríu Björk sem jafnframt stjórna söngvakeppni fyrir börnin.“ Hlýlegt andrúmsloft Síldarævintýrið er með stærstu bæjarhátíðum verslunarmanna- helgarinnar og segir Kristinn að gestafjöldinn sé vanalega á milli 3.000 og 5.000 manns. „Margir brottfluttir Siglfirðingar nota tæki- færið til að heimsækja gamla bæinn sinn og skapast hlýleg fjöl- skyldustemmning á svæðinu. Þetta góða andrúmsloft hefur vafalítið átt sinn þátt í hvað hátíðin hefur farið vel fram.“ Nóg er af tjaldstæðum, bæði í bænum sjálfum og í nálægum byggðum og þá opnaði nýtt hótel fyrir ári síðan þar sem ætti að fara vel um þá sem vantar tjald eða tjaldvagn. „Hér er að finna fjölda veitinga- og gististaða, góða inni- sundlaug á Siglufirði og útisundlaug með rennibraut í Ólafsfirði. Ekki kostar á hátíðina sjálfa, en fólk greiðir fyrir tjaldstæði eða gistingu og borgar inn á dansleikina,“ út- skýrir Kristinn. Þeir sem vilja stunda íþróttir eða útivist taka kannski golfsettið með en haldið verður golfmót á laug- ardeginum. „Á sunnudag er dorg- veiðikeppni og þá höfum við skipu- lagt fjölskylduratleik um skógræktarsvæðið. Börnin geta far- ið frítt á hestbak og í Alþýðuhúsinu verður að vanda vinsæl listasmiðja fyrir börnin. Ekki má heldur gleyma Ljóðasetrinu sem verður með menningarlega dagskrá hvern einasta dag hátíðarinnar, og sunnu- dagsmessunni í skógræktarlund- inum.“ ai@mbl.is Hver verður með besta síldarréttinn?  Matarmenning, bókmenntir, náttúra og fjölskylduvæn afþreying á Siglufirði Rætur Saga bæjarins er samofin síldinni. Vel fer um gesti á Siglufirði og nóg af afþreyingu og þjónustu í boði. Handtök Síldarsöltun með gamla laginu er aldeilis ekki á allra færi. VERSLUNARMANNAHELGIN 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.