Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 Tveir spennandi kostir CLA og CLA Shooting Break Mercedes-Benz CLA er góður kostur fyrir fólk á ferð og flugi. Einstaklega öflugur, sportlegur og skemmtilegur í akstri en jafnframt eyðslugrannur og umhverfismildur. Hann fæst í ótal útfærslum, t.d. framhjóladrifinn eða með 4MATIC fjórhjóladrifinu, einnig með aukabúnaði við hæfi hvers og eins. Fyrir þá sem þurfa meira rými er Shooting Brake hlaðbaksútfærslan kjörin. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook CLA 180 með 7 þrepa sjálfskiptingu Verð frá 5.500.000 kr. Eyðir frá 4,0 l/100 km í blönduðum akstri CLA 180 Shooting Brake með 7 þrepa sjálfskiptingu Verð frá 5.600.000 kr. Eyðir frá 4,2 l/100 km í blönduðum akstri Bæjarhátíðin Neistaflug í Neskaup- stað verður í ár haldin í tuttugasta og fjórða sinn og segir Svanlaug Aðal- steinsdóttir að þar finni allir eitthvað við sitt hæfi. „Upprunalega var það Blús- og rokkklúbburinn á Nesi sem efndi til þessarar hátíðar með ríka áherslu á tónlistarhliðina, en í gegn- um árin hefur Neistaflug þróast og þroskast og er í dag orðið að sann- kallaðri fjölskylduhátíð,“ segir Svan- laug en hún er framkvæmdastjóri viðburðarins í ár. Skipta má hverjum degi hátíð- arinnar í þrjá kafla. „Yfir versl- unarmannahelg- ina byrjum við í kringum hádegið með fjölskyldu- og barnadagskrá. Þegar líða tekur á kvöldið tekur unglinga- dagskráin við og bjóðum við til að mynda upp á mjög skemmtilega fjörustemmningu í kajakfjörunni fyr- ir unglinga 13 ára og eldri, þar sem Pollapönk mun halda tónleika. Seinna um kvöldið hefst svo fullorð- insdagskráin með dansleikjum og tónleikum þar sem er 18 ára aldurs- takmark.“ Skapast hafa skemmtilegar hefðir í tengslum við Neistaflug þar sem heimamönnum er þjappað saman. Þannig hefst dagskrá versl- unarmannahelgarinnar með skraut- legri skrúðgöngu niður að miðju bæj- arins. „Hverfin eru skreytt hvert með sínum lit og fylkja bæjarbúar og gestir síðan liði í miðbæinn. Vanalega hafa göngurnar byrjað á grillveislum í hverju hverfi fyrir sig en í ár breyt- um við til og höfum grill fyrir alla niðri í miðbæ,“ segir Svanlaug en áætlað er að skrúðgangan leggi af stað kl. 18.30 á föstudag og grillveisl- unni, setningu og skemmtidagskrá ljúki kl. 21.“ Einnig hefur skapast sú hefð að Barðsneshlaupið fer fram á sama tíma og Neistaflug. Er um að ræða víðavangshlaup, 27 km annars vegar og 13 km hins vegar, þar sem hlaupið er um tvo fallega firði og endað í Nes- kaupstað. „Golfklúbburinn heldur einnig stórt golfmót á laugardags- morgninum og á sama tíma er haldin dorgveiðikeppni á bæjarbryggjunni.“ Gunni og Felix ómissandi Að vanda munu þeir Gunni og Fel- ix vera kynnar á hátíðinni. „Þeir hafa verið kynnar hjá okkur í um tuttugu ár,“ segir Svanlaug og bætir því við að skemmtikraftarnir ástkæru hafi í sjálfu sér engin tengsl við bæinn önn- ur en þau að vera orðnir ómissandi hluti af hátíðahöldunum. „Strax eftir hverja hátíð eru þeir ráðnir fyrir þá næstu og gætum við ekki hugsað okkur að vera án þeirra.“ Á fimmtudeginum verða haldnir 90‘s rokktónleikar þar sem Eyþór Ingi og Magni syngja með bæjar- bandinu Dútli. „Á föstudaskvöldið endurvekjum við gamla hefð með við- burði sem heitir Tónatitringur. Þar fær áhugafólk að syngja og verður Ásgeir Páll útvarpsmaður kynnir og þeytir síðan skífum fram eftir kvöldi. Að þessu sinni verður söng- leikjaþema á Tónatitringi og laga- valið eftir því.“ Tveir stórir dansleikir eru síðan um helgina. „Á laugardagskvöldinu spilar Skítamórall, en við fáum til okkar Buff og Ernu Hrönn á sunnu- dagskvöldinu,“ útskýrir Svanlaug. Rukkað er hóflegt gjald inn á böll- in en öll barna- og unglingadagskrá undir berum himni er gestum að kostnaðarlausu, þökk sé stuðningi Vífilfells, Fjarðabyggðar, Samvinnu- félags útgerðarmanna, Flugfélags Ís- lands og Síldarvinnslunnar, auk ým- issa annarra styrktaraðila. Dagskrána í heild sinni er hægt að finna á www.neistaflug.is. „Andrúmsloftið á Neistaflugi ein- kennist af mikilli samkennd og minn- ir jafnvel á ættarmót því hingað koma margir brottfluttir Norðfirð- ingar,“ segir Svanlaug. „Þá virðist veðrið alltaf leika við okkur um versl- unarmannahelgina.“ ai@mbl.is „Minnir jafnvel á ættarmót“ Bleyta Líflegur brunaslöngubolti ætti að koma öllum í gott skap. Buna Sundlaugarferð hittir í mark. Rómantík Varðeldur og söngur á vel við um verslunarmannahelgi. Svanlaug Aðalsteinsdóttir  Gunni og Felix hafa verið kynnar á Neistaflugi í tvo áratugi  Skrúðganga, skreytingar, golf og víðavangshlaup VERSLUNARMANNAHELGIN 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.