Morgunblaðið - 27.07.2016, Side 55

Morgunblaðið - 27.07.2016, Side 55
55 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 Tveir spennandi kostir CLA og CLA Shooting Break Mercedes-Benz CLA er góður kostur fyrir fólk á ferð og flugi. Einstaklega öflugur, sportlegur og skemmtilegur í akstri en jafnframt eyðslugrannur og umhverfismildur. Hann fæst í ótal útfærslum, t.d. framhjóladrifinn eða með 4MATIC fjórhjóladrifinu, einnig með aukabúnaði við hæfi hvers og eins. Fyrir þá sem þurfa meira rými er Shooting Brake hlaðbaksútfærslan kjörin. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook CLA 180 með 7 þrepa sjálfskiptingu Verð frá 5.500.000 kr. Eyðir frá 4,0 l/100 km í blönduðum akstri CLA 180 Shooting Brake með 7 þrepa sjálfskiptingu Verð frá 5.600.000 kr. Eyðir frá 4,2 l/100 km í blönduðum akstri Bæjarhátíðin Neistaflug í Neskaup- stað verður í ár haldin í tuttugasta og fjórða sinn og segir Svanlaug Aðal- steinsdóttir að þar finni allir eitthvað við sitt hæfi. „Upprunalega var það Blús- og rokkklúbburinn á Nesi sem efndi til þessarar hátíðar með ríka áherslu á tónlistarhliðina, en í gegn- um árin hefur Neistaflug þróast og þroskast og er í dag orðið að sann- kallaðri fjölskylduhátíð,“ segir Svan- laug en hún er framkvæmdastjóri viðburðarins í ár. Skipta má hverjum degi hátíð- arinnar í þrjá kafla. „Yfir versl- unarmannahelg- ina byrjum við í kringum hádegið með fjölskyldu- og barnadagskrá. Þegar líða tekur á kvöldið tekur unglinga- dagskráin við og bjóðum við til að mynda upp á mjög skemmtilega fjörustemmningu í kajakfjörunni fyr- ir unglinga 13 ára og eldri, þar sem Pollapönk mun halda tónleika. Seinna um kvöldið hefst svo fullorð- insdagskráin með dansleikjum og tónleikum þar sem er 18 ára aldurs- takmark.“ Skapast hafa skemmtilegar hefðir í tengslum við Neistaflug þar sem heimamönnum er þjappað saman. Þannig hefst dagskrá versl- unarmannahelgarinnar með skraut- legri skrúðgöngu niður að miðju bæj- arins. „Hverfin eru skreytt hvert með sínum lit og fylkja bæjarbúar og gestir síðan liði í miðbæinn. Vanalega hafa göngurnar byrjað á grillveislum í hverju hverfi fyrir sig en í ár breyt- um við til og höfum grill fyrir alla niðri í miðbæ,“ segir Svanlaug en áætlað er að skrúðgangan leggi af stað kl. 18.30 á föstudag og grillveisl- unni, setningu og skemmtidagskrá ljúki kl. 21.“ Einnig hefur skapast sú hefð að Barðsneshlaupið fer fram á sama tíma og Neistaflug. Er um að ræða víðavangshlaup, 27 km annars vegar og 13 km hins vegar, þar sem hlaupið er um tvo fallega firði og endað í Nes- kaupstað. „Golfklúbburinn heldur einnig stórt golfmót á laugardags- morgninum og á sama tíma er haldin dorgveiðikeppni á bæjarbryggjunni.“ Gunni og Felix ómissandi Að vanda munu þeir Gunni og Fel- ix vera kynnar á hátíðinni. „Þeir hafa verið kynnar hjá okkur í um tuttugu ár,“ segir Svanlaug og bætir því við að skemmtikraftarnir ástkæru hafi í sjálfu sér engin tengsl við bæinn önn- ur en þau að vera orðnir ómissandi hluti af hátíðahöldunum. „Strax eftir hverja hátíð eru þeir ráðnir fyrir þá næstu og gætum við ekki hugsað okkur að vera án þeirra.“ Á fimmtudeginum verða haldnir 90‘s rokktónleikar þar sem Eyþór Ingi og Magni syngja með bæjar- bandinu Dútli. „Á föstudaskvöldið endurvekjum við gamla hefð með við- burði sem heitir Tónatitringur. Þar fær áhugafólk að syngja og verður Ásgeir Páll útvarpsmaður kynnir og þeytir síðan skífum fram eftir kvöldi. Að þessu sinni verður söng- leikjaþema á Tónatitringi og laga- valið eftir því.“ Tveir stórir dansleikir eru síðan um helgina. „Á laugardagskvöldinu spilar Skítamórall, en við fáum til okkar Buff og Ernu Hrönn á sunnu- dagskvöldinu,“ útskýrir Svanlaug. Rukkað er hóflegt gjald inn á böll- in en öll barna- og unglingadagskrá undir berum himni er gestum að kostnaðarlausu, þökk sé stuðningi Vífilfells, Fjarðabyggðar, Samvinnu- félags útgerðarmanna, Flugfélags Ís- lands og Síldarvinnslunnar, auk ým- issa annarra styrktaraðila. Dagskrána í heild sinni er hægt að finna á www.neistaflug.is. „Andrúmsloftið á Neistaflugi ein- kennist af mikilli samkennd og minn- ir jafnvel á ættarmót því hingað koma margir brottfluttir Norðfirð- ingar,“ segir Svanlaug. „Þá virðist veðrið alltaf leika við okkur um versl- unarmannahelgina.“ ai@mbl.is „Minnir jafnvel á ættarmót“ Bleyta Líflegur brunaslöngubolti ætti að koma öllum í gott skap. Buna Sundlaugarferð hittir í mark. Rómantík Varðeldur og söngur á vel við um verslunarmannahelgi. Svanlaug Aðalsteinsdóttir  Gunni og Felix hafa verið kynnar á Neistaflugi í tvo áratugi  Skrúðganga, skreytingar, golf og víðavangshlaup VERSLUNARMANNAHELGIN 2016

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.