Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 62
62 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016
✝ Inga SigríðurIngólfsdóttir
fæddist 4. febrúar
1922 að Helli í
Holtahreppi í
Rangárvallasýslu.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli 21. júní
2016.
Foreldrar Ingu
voru hjónin Guð-
björg
Sigurðardóttir húsfrú, f. á Sela-
læk í Rangárvallasýslu 12. maí
1896, d. 1984 og Ingólfur Sig-
urðsson, f. í Miðhúsum í Fljóts-
hlíð, Hvolhreppi, Rang-
árvallasýslu, 17. september
1898, d. 1956. Bróðir Ingu var
Sverrir Ingólfsson, f. 1916, d.
1964. Maki: Guðrún Júl-
íusdóttir, f. 1917, d. 1981.
Inga giftist 22. júlí 1944 Jóni
Jasoni Ólafssyni, skipstjóra,
matsmanni og deildarstjóra, f.
á Melstað á Seltjarnarnesi 21.
september 1918, d. 31. júlí
2011. Foreldrar Jóns voru hjón-
in Ingibjörg Eiríksdóttir
húsfrú, f. að Króki á Miðnesi
1894, d. 1973 og Ólafur Jóns-
son, gjaldkeri hjá Kveldúlfi, f.
að Eyjarkoti í Vindhælishreppi,
A-Húnavatnssýslu
1874, d. 1949. Dæt-
ur Jóns og Ingu
eru: 1) Björg, gift
Gesti Pálssyni og
eru börn þeirra
Jón Páll, Inga Guð-
rún og Bryndís
Ósk. 2) Hjördís,
gift Jörgen Moest-
rup og eru börn
þeirra Gilbert, Ing-
ólfur, Jörgen Már
og Hrafnhildur. 3) Ásta, ógift
og barnlaus.
Fyrstu búskaparárin bjuggu
Jón og Inga í Grænumýri á
Seltjarnarnesi en lengst af í
Heiðargerði 102, í Smáíbúða-
hverfinu í Reykjavík. Síðast
bjuggu þau í Hæðargarði 35,
Reykjavík, þar til þau fluttust á
hjúkrunarheimilið Skjól 2009.
Inga fluttist ung með for-
eldrum sínum til Reykjavíkur
og bjuggu þau í Odda á Sel-
tjarnarnesi og Ránargötu í
Reykjavík. Hún stundaði nám í
tvo vetur í Kvennaskólanum.
Inga starfaði á ýmsum stöðum
utan heimilisins, síðast á kaffi-
stofu Barnaskóla Vesturbæjar.
Útför Ingu fór fram frá Bú-
staðakirkju 27. júní 2016.
Að leiðarlokum er mér ljúft að
minnast í fáum orðum elskulegr-
ar tengdamóður minnar, Ingu
Sigríðar Ingólfsdóttur, sem látin
er í hárri elli. Fundum okkar bar
fyrst saman fyrir 50 árum þegar
kynni tókust með mér og Björgu,
elstu dóttur hennar, sem síðar
varð eiginkona mín. Inga bjó þá
ásamt fjölskyldu sinni, eigin-
manninum Jóni J. Ólafssyni og
þremur dætrum þeirra, í Smá-
íbúðahverfinu í Reykjavík. Er
skemmst frá því að segja að með
okkur Ingu tókst mikil og góð
vinátta, sem aldrei hefur borið
skugga á.
Inga var alla tíð mjög heilsu-
hraust þar til undir það síðasta,
að Alzheimers-sjúkdómurinn bar
hana ofurliði. Hún var reglusöm
og áreiðanleg, kurteis, hvers
manns hugljúfi, alltaf jákvæð og
greiðvikin mjög. Hjálpsemi og
ljúfmennska þeirra hjóna, Ingu
og Jóns, kom sér mjög vel fyrir
mig sem nýfluttur var suður utan
af landi og átti í erfiðleikum með
að fóta mig í stórborginni. Naut
ég frá byrjun velvildar þeirra og
aðstoðar á margan hátt og síðar
fjölskylda mín, sem seint verður
fullþökkuð.
Ótalmargar og einungis ljúfar
endurminningar koma upp í hug-
ann nú, þegar leiðir skilur. Sam-
skipti mín og fjölskyldu minnar
við þau Ingu og Jón hafa verið
mikil frá upphafi og tengslin aldr-
ei rofnað. Þau hjónin létu sér
annt um að halda góðu sambandi
við okkur Björgu og barnabörn-
in, heimsóttu okkur oft og dvöldu
hjá okkur á þeim tíma sem við
bjuggum bæði austur á landi og
erlendis. Sérstaklega eru minn-
isstæðar heimsóknir þeirra á
Djúpavog, þar sem rennt var fyr-
ir silung og spilað fram á nætur
en þau hjónin voru ákafir spila-
menn.
Inga naut sín best í faðmi fjöl-
skyldunnar. Hún var mikill
barna- og dýravinur. Minnisstæð
eru öll ánægjulegu fjölskyldu-
boðin, afmælis-, jóla- og áramóta-
fagnaðir, veiðiferðir og sumarbú-
staðaferðir.
Þau hjónin Jón og Inga fluttu á
hjúkrunarheimilið Skjól árið
2009 og var þar vel um þau hugs-
að. Jón lést árið 2011. Undir það
síðasta hafði Alzheimers-sjúk-
dómurinn yfirtekið líf Ingu, sem
þrátt fyrir allt var alltaf jákvæð,
kurteis og þakklát fyrir allt sem
fyrir hana var gert. Hún kvaddi
södd lífdaga þann 21. júní 2016.
Ég þakka kærri tengdamóður
minni samfylgdina. Blessuð sé
minning hennar.
Gestur Pálsson.
Amma Inga var gull af manni,
hún mátti ekkert aumt sjá. Hún
var sérstaklega barngóð og mikill
dýravinur. Ég man eftir því, þeg-
ar við bjuggum á Djúpavogi, að
kötturinn okkar tók miklu ást-
fóstri við hana, þegar amma fór
aftur suður þá neitaði hann að éta
í nokkra daga.
Ég man aldrei eftir að hún
reiddist eða yfirleitt skipti skapi,
hún í mesta lagi tuðaði aðeins í
afa.
Sem ungur drengur var mikil
tilhlökkun að heimsækja afa og
ömmu í Blöndubakkann. Afi sat
venjulega í húsbóndastólnum sín-
um og átti alltaf brenni eða ópal í
vasanum. Amma var yfirleitt í
eldhúsinu að stússast í matar-
gerð. Mér þótti og þykir enn
mjög gott að borða. Oft var mér
gefið að borða heima, áður en
fjölskyldan hélt í afmælisboð eða
veislur, til að ég yrði mér ekki til
skammar. Þess vegna þótti mér
svo gott að koma til ömmu Ingu,
hún elskaði að fá svona lystugan
dreng í heimsókn, gladdist yfir
matarlyst minni og átti alltaf til
nóg góðgæti.
Amma og afi voru mikið fyrir
spil, hjá þeim lærði ég allar
helstu tegundir spila svo sem
kana, vist, manna og kapal.
Amma hafði endalausa þolin-
mæði til að kenna okkur krökk-
unum öll helstu spilin. Oft var
gripið í spil í heimsóknum okkar
til þeirra og amma kenndi mér að
telja í kana.
Undanfarin ár, eftir að afi Jón
lést, hefur amma dvalið á hjúkr-
unarheimilinu Skjóli. Hún þjáðist
af Alzheimers-sjúkdómi og var
bara skelin af sjálfri sér síðustu
árin. En nú er hún komin til afa
Jóns og er það vel, því þau voru
mjög samrýmd.
Blessuð sé minning ömmu
Ingu.
Jón Páll.
Inga Sigríður
Ingólfsdóttir
Elsku Héðinn
minn.
Ég hef ekki haft
kraft né orð undan-
farið, elskan, til að
skrifa, ég hélt við hefðum fundið
lausn, hélt við vissum næstu skref-
in sem við þyrftum að taka. Ég
trúði því og ég sá þig trúa því líka.
Líf okkar var svo margbreytilegt
og við fórum margar troðnar og
ótroðnar slóðir til að sameina okk-
ur öll í eina fjölskyldu. Sambandið
okkar skipti okkur svo miklu máli
og framtíðardraumar okkar líka.
Við héldum stundum að við vær-
um sálufélagar og ástin dofnaði
aldrei þó aðstæður færu á annan
veg. Okkar síðustu samskipti voru
svo sár vegna þess að við vissum
að við þyrftum að taka okkur tíma
hvort um sig í einhvern tíma, en
hvorugt okkar var sátt við þá stað-
reynd og var þetta erfið ákvörðun
sem við áttum mjög erfitt með að
taka og við náðum ekki að sleppa
takinu lengi vel og sveifluðumst
fram og til baka.
Ég syrgi enn draumana okkar,
gamla húsið sem við ætluðum að
kaupa og gera upp, litla barnið
sem okkur langaði að eignast sam-
Héðinn Garðarsson
✝ Héðinn Garð-arsson fæddist
27. september
1973. Hann lést 25.
júní 2016.
Útför Héðins fór
fram 5. júlí 2016.
an, brúðkaupið sem
átti eftir að verða og
meira segja fjandans
matjurtagarðinn
sem við höfðum svo
engan tíma fyrir.
Heimilið okkar
saknar þín og fata-
skápurinn þín megin
er enn tómur, ég sef
þín megin og María
mín megin til að fylla
upp í tómarúmið.
María býr til pláss fyrir þig í miðj-
unni því hún er alveg viss um að
þú þurfir að sofa einhvers staðar
þó hún sjái þig ekki lengur. Minn-
ingar um þig eru allt í kringum
okkur hér og við söknum þín og
heimilið er alltaf tómlegt án þín.
Mér finnst ég ekki þurfa að tala
meira um okkur hér, við vitum
okkar sögu og við vitum hvað við
áttum saman og hvers við óskuð-
um okkur seinna meir, það er það
eina sem skiptir mig máli.
Við börnin elskum þig ávallt og
minning þín mun lifa með okkur
um ókomna tíð. Takk, elskan, fyrir
allt sem þú gerðir fyrir okkur
börnin, takk fyrir tímann sem við
fengum saman í þessu lífi, ég
minnist hans með gleði í hjarta
fram yfir allt annað því það sem
við áttum var á heildina litið stór-
kostlegt. Guð blessi þig og umvefji
og guð blessi börnin þín og haldi í
hönd þeirra á þessum tímum.
Ástarkveðjur
Aníta, Ívan og María.
Iðnaðarmenn
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Húsviðhald
Smáauglýsingar
Elsku amma.
Þó ég sitji hér
með tárin í augunum
og rifji upp minningar okkar sam-
an þá veit ég að þú ert alsæl í hlýj-
um faðmi afa.
Ég er þér svo þakklát fyrir allar
Elísabet
Sigurjónsdóttir
✝ Elísabet Sig-urjónsdóttir
fæddist 14. ágúst
1924. Hún lést 1.
júlí 2016.
Útför Elísabetar
fór fram 1. júlí
2016.
okkar stundir sam-
an, símtölin, hádeg-
ishléin á Skólastígn-
um, kvöldstundirnar
heima og nú síðustu
árin á skýlinu. Með
nærveru þinni,
hlýju, hlátri, kossum
og knúsi bræddirðu
mig, enda sá ég ekki
sólina fyrir þér. Þú
varst alltaf meira en
bara amma mín, þú varst vinkona,
fyrirmynd og sálufélagi.
Guð geymi þig, ömmugull.
Rebekka Líf Karlsdóttir.
Með örfáum línum
vil ég minnast vinar
míns, Braga Þor-
steinssonar, verk-
fræðings.
Við Bragi höfum
starfað saman í um hálfa öld að
hönnun margra húsa, mætti þar
nefna Þjóðarbókhlöðu, Árbæjar-
kirkju, Ásmundarsafn (viðbygg-
ing), Fuglasafn í Mývatnssveit og
fjöldamörg önnur mannvirki.
Aldrei bar skugga á okkar sam-
starf.
Bragi Þorsteinsson
✝ Bragi Þor-steinsson fæddist
8. mars 1923. Hann
lést 25. júní 2016. Út-
för Braga fór fram
12. júlí 2016.
Bragi var
glöggur og góður
ráðgjafi við hönn-
un þessara húsa.
Hann sýndi ávallt
starfi arkitektsins
mikinn áhuga. Að
mér hvarflar sú
hugsun að börn
hans hafi mótast
af þessari sýn, en
þau hafa, eins og
kunnugt er, öll
lagt fyrir sig arkitektúr.
Jafnframt þessari umgengni
okkar kynntist ég Fríðu, þeirri
mætu konu Braga, en hún lést á
fyrra ári. Sendi börnum þeirra
hjóna og fjölskyldum þeirra inni-
legar samúðarkveðjur.
Manfreð Vilhjálmsson.
Þau bjuggu langt
handan við fjöllin, á
Siglufirði, sem í þá
daga var óralangt í burtu. Erla og
Gulli komu suður árlega eða
sjaldnar, voru framandi og athygl-
isverður var framburðurinn.
Hann var ekki valdsmannslegur
sem flestir fullorðnir, heldur mild-
ur og góður og sagði gjarnan jæja,
eins og hann undraðist allt fyrir
sunnan. Norðlendingar hafa
löngum haft blendnar tilfinningar
til höfuðstaðarins og gagnkvæmt
en Guðlaugur gat sett sinn svip á
borgina þó hógvær væri í fasi.
Eitt sinn var ég á tali við skóla-
systur mínar í Austurstræti er
Gulli kom þar að og kastaði á mig
kveðju. Hann var rjóður í kinnum,
krýndur gullnum makka sem
glitraði á í sólskininu. Víkingur í
vísitasíu. „ Hver er þetta?“ spurðu
stúlkurnar eins og þarna færi
Guðlaugur Henrik
Henriksen
✝ GuðlaugurHenrik (Gulli)
Henriksen fæddist
29. janúar 1936.
Hann lést 29. júní
2016.
Útför Guðlaugs
fór fram 14. júlí
2016.
kvikmyndaleikari.
Seinna um daginn
upplýsti hann að ég
hefði sést í „stelpna-
fans“.
Hann var útgerð-
armannssonurinn
sem kvæntist dóttur
verkalýðsforingjans
og amma mín, þó
stéttvís væri, féll fyr-
ir tengdasyninum
frá fyrsta degi.
Ég fékk, sjálfur stráklingurinn,
að sjá útgerðina sumarið 1975.
Þarna voru tveir menn í köldum
sal að ísa fisk, bræðurnir Henning
og Guðlaugur Henriksen. Ævin-
týrið löngu úti. Nú í vor sneri ég
aftur af sorglegu tilefni og óttaðist
að finna Gulla breyttan. Jú, kemp-
an var beygð sem von var, gullna
hárið gránað, en gamla blikið
tindraði enn í augum. „Mér finnst
þú bara líta vel út “ sagði hann. Ég
hefði getað sagt hið sama um
hann.
Og núna þegar allt er að þiðna í
Hvanneyrarskál hefur hann ferð-
ina um skíðalendurnar miklu, sem
oss öllum er heitið og þá er ekkert
eftir nema þakka fyrir með virkt-
um.
Kristinn Jón Guðmundsson.
Elskulega amma
okkar kvaddi okk-
ur fyrir stuttu.
Hún amma María
var svo sannarlega
frábær kona. Amma fæddist í
Þýskalandi og mátti þola margt
á sinni viðburðaríku ævi. Sama
hvað gekk á þá bar hún alltaf
höfuð hátt og hélt ótrauð áfram.
Auðvitað voru gleðistundirnar
líka ótrúlega margar og hún
sagði okkur oft margar
skemmtilegar sögur.
Hún talaði eitt sinn um að
sér fyndist svolítið skrítið að
fólk kepptist við að hrósa og
dásama fólk þegar það væri
fallið frá. Henni fannst að það
María Kristinsson
✝ María Krist-insson Bruchne
fæddist 13. sept-
ember 1928. Hún
lést 27. júní 2016.
Útför Maríu var
9. júlí 2016.
ætti að hrósa fólki
meira meðan það
væri á lífi. Sann-
arlega orð að
sönnu.
Þessi yndislega
kona var með
hjarta úr gulli og
vildi öllum það
besta. Hún var
með sterkan
persónuleika, hún
var heiðarleg,
hreinskilin, dugleg og ótrúlega
góð manneskja.
Amma átti mörg áhugamál.
Meðal annars fannst henni fátt
betra en að dunda sér í garð-
inum sínum heima í Sandvík og
huga að blómunum og mat-
jurtagarðinum þar sem hún
ræktaði meðal annars kartöflur,
gulrætur, rófur, jarðarber og
margt fleira.
Amma hafði einnig gríðar-
lega gaman af söng og dansi.
Hún var mikill tónlistarunnandi
og var þýsk þjóðlagatónlist í
sérstöku uppáhaldi hjá henni.
Amma var mjög mikið fyrir úti-
veru og fannst henni ógurlega
gott að skella sér út í göngutúr
með vasadiskóið sitt en það
gerði hún nánast daglega í
fjöldamörg ár. Hún hafði oft
orð á því hvað það gerði sér
gott að fara út að ganga, það
væri svo gott fyrir bæði líkama
og sál.
Að lokum má geta þess að
amma hafði alla tíð mjög gaman
af því að spila spil. Skipti þá
ekki máli hvort það var að
leggja kapal eða spila spil við
aðra eins og t.d. rommý, lúdó
eða hvað sem er. Hún elskaði
að vinna í spilum. Þær eru ófá-
ar stundirnar sem við spiluðum
við hana, alltaf fannst henni
jafn gaman að vinna okkur og
þá var sko ekki langt í stríðnina
hjá henni.
Elsku amma, takk fyrir allt
það sem þú hefur kennt okkur
og allar góðu minningarnar. Við
elskum þig og minning þín lifir í
hjörtum okkar. Nú ert þú kom-
in á góðan stað til afa, strák-
anna þinna og allra hinna. Við
erum óendanlega þakklát fyrir
að hafa átt þig fyrir ömmu.
Vignir, Þórir Rafn, Jóhann
Kristinn og María Margrét.