Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
SigmundurDavíðGunn-
laugsson, formað-
ur Framsóknar-
flokksins, birti
grein hér í blaðinu
í gær. Greinin er
hófstillt og með látlausum
brag. En efni hennar, ásamt
bréfi formannsins til flokks-
systkina sinna, eru þó tölu-
verð tíðindi. Formaðurinn
undirstrikar að hugleiðingar
og síðan tilkynningar stjórn-
arliða um haustkosningar,
sem skort hefur skýringar á,
hafi verið háðar skilyrðum.
Það getur ekki komið á óvart.
Besýnilega gengu forystu-
menn stjórnarliðsins út frá
því, að með því að stytta sjálf-
viljugir kjörtímabil sitt, þrátt
fyrir ríkan þingmeirihluta,
væru þeir að koma til móts við
óljósar óskir stjórnarandstöð-
unnar. Skilyrði þess stjórn-
málalega örlætisgernings
voru þau, að stjórnarand-
staðan myndi láta af háttum
sínum við að trufla eðlileg
þingstörf svo að tryggja
mætti framgang mikilvæg-
ustu mála.
Sigmundur nefnir allmörg
mál sem hann telur forsendu
þess að stjórnarflokkarnir
geti leyft sér að hverfa frá
verki, til þess að þóknast
stjórnarandstöðunni. Líklegt
er að hinn stjórnarflokkurinn
hafi einnig tiltekin mál í for-
gangi. Ætla mætti að þetta
væru góðir kostir fyrir stjórn-
arandstöðuna. Gefa stjórnar-
flokkunum rúm til að afgreiða
annars vegar mál sem þing-
meirihluti er fyrir og bærileg
sátt gæti verið um og eins að
afgreiða mál, sem meiri
ágreiningur er um, og þá helst
þau sem veruleg átök væru
um. Trúi stjórnarandstaðan á
eigin málstað ættu slík mál að
vera upplagt veganesti í kosn-
ingar. Þau mætti þá fá ofar-
lega í umræðuna um leið og
kjósendum væri heitið því að
hin vondu mál yrðu þegar af-
numin fengist afl til þess í
kosningunum.
Eitt mesta hitamál breskra
stjórnmála er hvort endurnýja
eigi kjarnorkukafbátaflotann,
sem kostar óhemju fé. Mjög er
deilt um hvort sá viðbúnaður
auki öryggi Breta eða jafnvel
geri hið gagnstæða. Í breska
þinginu sitja rúmlega 10 sinn-
um fleiri þingmenn en á því ís-
lenska. Þetta stórmál var tek-
ið til endanlegrar afgreiðslu
eftir umræðu í heilan dag, sem
þykir mikið þar. Hér hefðu
staðið umræður um fundar-
stjórn forseta í vikur og svo
hefði orðið óendanlegt þras
um litinn á einni klósetthurð-
inni í kafbátnum
og hvort máln-
ingin væri
umhverfisvæn. Þá
hefði vikuumræða
um fundarstjórn
forseta tekið við á
ný. Eftir niður-
stöðuna í breska þinginu, sem
fjölmiðlar fylgdu vel eftir,
fara flestir nærri um það
helsta sem hægt er að fá út úr
slíkri umræðu. Aðdragandi
umræðunnar var töluverður
svo hagsmunaaðilar, mótmæl-
endur og fjölmiðlar höfðu
fengið sinn tíma. Þingmenn
vissu að komið var að þing-
legri niðurstöðu.
Eftir að grein Sigmundar
Davíðs og bréfið til flokks-
félaga birtust sagði þingmað-
ur Pírata þetta: „Við skulum
hafa eitt á hreinu – það munu
engin mál komast í gegn ef við
fáum ekki kjördag um leið og
þing kemur aftur saman.“ Er-
dogan forseti hefði vart orðað
þetta betur. Sé þessi afstaða
stjórnarandstöðunnar þá þarf
ekki að hafa fleiri orð um
haustkosningar.
Sigmundur Davíð tók sér
hlé frá störfum í ríkisstjórn til
að fá tóm til að fara yfir mál
sem Ríkisútvarpið hafði þyrl-
að upp og svo að endurskoð-
endur og skattyfirvöld gætu
upplýst hvort eitthvað væri
óuppgert þar. Því er lokið.
Ekkert er óuppgert. Fræ ef-
ans, sem Ríkisútvarpið sáði,
ættu því ekki að skjóta rótum.
Mat fréttamiðilsins Guardian í
mars sl. reyndist hins vegar
rétt: „Guardian hefur ekki séð
neinar sannanir fyrir skatta-
undanskotum, undanbrögðum
eða óheiðarlegum ávinningi
Sigmundar Davíðs, Önnu Sig-
urlaugar eða Wintris.“
Eftir standa aðeins hugleið-
ingar um hvort heppilegra
hefði verið að málsins hefði
verið getið meðan á hinni
löngu togstreitu við kröfuhafa
stóð. Eftiráspekin gagnkunna
segir að það hefði verið þarft.
En sú speki sýnir einnig að
Sigmundur Davíð var ætíð sá
stjórnmálamaður sem lengst
vildi ganga til að tryggja ís-
lenska hagsmuni gagnvart
kröfuhöfunum.
Tímaritið Þjóðmál birtir
þessa dagana mjög athygl-
isverða grein eftir Pál Vil-
hjálmsson blaðamann. Grein-
in ber yfirskriftina Aðför
RÚV að Sigmundi Davíð.
Undirfyrirsögnin er: Einstakt
dæmi um misnotkun fjöl-
miðlavalds.
Hver sá sem les tímarits-
greinina til enda sér að ekkert
er ofsagt í þeirri fyrirsögn.
Við skulum vona að aðförin
verði einstakt dæmi.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
hefur undirstrikað
forsendur haust-
kosninga}
Einstök aðför
Þ
að er ekkert fyndið við Donald
Trump. Okkur þótti það kannski
fyrst. Við hlógum að honum og
spurðum okkur hvaða trúður þetta
nú eiginlega væri. Við gátum ekki
tekið hann alvarlega. Við hlæjum ekki lengur.
Trump var nefnilega formlega útnefndur sem
forsetaefni Repúblikanaflokksins í síðustu viku.
Það sem enginn trúði að gæti gerst hefur gerst.
Góðir stjórnmálamenn laða fram það besta í
okkur. Trump hefur hins vegar höfðað til okkar
allra lægstu hvata og kynt undir hatur og of-
beldi með ógeðfelldri orðræðu sinni. Aðeins til-
hugsunin ein um að hann komist í Hvíta húsið
setur að manni hroll.
Trump hóf kosningabaráttu sína með því að
saka mexíkósk stjórnvöld um að senda vísvit-
andi glæpamenn og nauðgara til Bandaríkj-
anna. Heimsbyggðinni blöskraði. En það var aðeins for-
smekkurinn að því sem koma skyldi. Hann hefur misboðið
okkur svo oft og mörgum sinnum að við erum orðin ónæm
fyrir því sem hann segir.
Í hugarheimi Trumps gera innflytjendur lítið annað en
að fremja glæpi og stela störfum, Kínverjar ræna af
Bandaríkjamönnum og múslimar vilja ráðast á þá. Engu
máli virðist skipta þótt innflytjendur fremji færri glæpi en
innfæddir og vinni störfin sem enginn annar vill vinna,
Bandaríkjamenn græði á tá og fingri á frjálsum við-
skiptum við Kínverja og múslimar séu sjálfir helstu fórn-
arlömb íslamskra hryðjuverkamanna. Trump endurtekur
bara lygarnar. Hann elur á ótta í stað þess að
leita lausna. Hann telur að fríverslunarsamn-
ingar Bandaríkjanna séu „heimskulegir“ en
útskýrir ekki hvernig megi bæta þá. Hann vill
„tortíma“ Ríki íslams, en enginn veit hvernig
hann ætlar sér það. Hann krefst þess að millj-
ónum óskráðra innflytjenda verði vísað úr
landi, en útskýrir ekki hvernig það sé löglegt
eða yfir höfuð framkvæmanlegt. Svo ekki sé
minnst á múrinn sem hann vill láta reisa við
landamæri Mexíkó, á kostnað Mexíkó.
Svívirðingar hans eru síðan sérkapítuli út af
fyrir sig: Faðir Ted Cruz tengdist morðinu á
John F. Kennedy; Hillary Clinton er sennilega
sek um morð; Barack Obama er svikari og
hlynntur íslömskum hryðjuverkamönnum.
Hann hefur í ofanálag sagt að gagnrýn-
endur sínir, þar á meðal sjálfstæðir fjölmiðlar,
muni „þjást“ ef hann verður kjörinn forseti. Hann hefur
lofað að pynta grunaða hryðjuverkamenn og sprengja
saklausar fjölskyldur þeirra í loft upp. Hann úthúðaði
meira að segja dómara sem dæmdi honum ekki í vil og
sagði hann óhæfan vegna þess að hann væri af mexíkósk-
um ættum. Auk þess hefur hann beinlínis hvatt til ofbeldis
á kosningafundum sínum og það ítrekað.
Það var hlegið að Adolf Hitler og Benító Mússólíní á sín-
um tíma og litið á þá sem furðufugla. Þeir komust samt til
valda. Við verðum að átta okkur á því að framboð Donald
Trumps er ekkert grín. Hann er stórhættulegur maður
sem verður að stöðva. kij@mbl.is
Kristinn Ingi
Jónsson
Pistill
Donald Trump er stórhættulegur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Innflytjendum á Íslandi hefurfjölgað mikið frá aldamótum.Þá voru 2,6 prósent þjóðar-innar með erlent ríkisfang
samanborið við hlutfallið 8,9 prósent
árið 2015. Sé önnur kynslóð innflytj-
enda talin með er hlutfallið tíu pró-
sent af þjóðinni.
Ný útlendingalög voru sam-
þykkt á Alþingi í byrjun júní en
skort hefur framkvæmdaáætlun í
málefnum innflytjenda, sem segja
má að sé „hin hliðin“ á útlendinga-
lögunum, þ.e. hvernig staðið skuli
að framkvæmd margra atriða sem
snúa að útlendingum hér á landi.
Allsherjar- og menntamála-
nefnd hefur nú til umfjöllunar
þingsályktunartillögu um fram-
kvæmdaáætlun í málefnum innflytj-
enda fyrir árin 2016 til 2019 og rann
frestur til þess að skila umsögnum
við þingsályktunartillöguna út á
mánudag. Framkvæmdaáætlunin
var unnin af Innflytjendaráði f.h.
Eyglóar Harðardóttur, félags- og
húsnæðismálaráðherra, en í áætl-
uninni felst víðtæk stefnumótun til
að bæta hag innflytjenda næstu
fjögur árin.
Unnur Brá Konráðsdóttir, for-
maður allsherjar- og menntamála-
nefndar, á von á því að miklar um-
ræður verði um framkvæmda-
áætlunina þegar nefndin fjallar um
hana í ágúst enda þurfi m.a. að
skýra hvernig framkvæmd áætlun-
arinnar verði fjármögnuð og hvern-
ig kostnaðurinn skiptist á milli ríkis
og sveitarfélaga.
30 tillögur í áætluninni
Framkvæmdaáætlunin nær
yfir vítt svið, allt frá mælingum á
viðhorfum innflytjenda, kynningu á
tækifærum og verkefnum sem felast
í fjölbreyttu samfélagi og fræðslu til
starfsfólks ríkis og sveitarfélaga, til
að auðvelda aðgengi innflytjenda að
opinberri þjónustu, yfir í endur-
skoðun lagaumhverfisins þannig að
almenn löggjöf taki tillit til flótta-
fólks, bætt menntunar- og þekking-
armat menntaðra innflytjenda
þannig að þekking þeirra nýtist í
starfi og aukið eftirlit með vinnu-
stöðum til að innflytjendur á inn-
lendum vinnumarkaði séu upplýstir
um réttindi sín og skyldur og njóti
sömu kjara og aðrir á vinnumarkaði.
Auk framangreinds stendur til að
draga úr brotthvarfi innflytjenda úr
námi, íslenskukennsla fyrir innflytj-
endur verður efld, þátttaka barna
og ungmenna af erlendum uppruna
í íþrótta- og æskulýðsstarfi aukin og
unnið verður gegn ofbeldi í garð
innflytjenda og meðal þeirra, svo
fátt eitt sé nefnt.
Alls eru 30 tillögur í fram-
kvæmdaáætluninni, sem skiptast í
fimm stoðir; samfélagið, fjölskyldan,
menntun, vinnumarkaður og flótta-
fólk.
Mikil bót fyrir innflytjendur
Sigurjón Norberg Kjærnested,
formaður Innflytjendaráðs, segir
marga hafa komið að gerð fram-
kvæmdaáætlunarinnar enda liggur
málaflokkurinn hjá ríkinu, sveitar-
félögum landsins og innflytjendum
sjálfum. „Við reynum að samhæfa
og vinna saman að því að bæta hag
innflytjenda,“ segir Sigurjón en í
Innflytjendaráði eiga sæti fulltrúar
velferðar-, innanríkis- og mennta-
málaráðuneytis, Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, Reykjavík-
urborgar ásamt fulltrúum
innflytjenda í félagasamtökum.
Sigurjón segist vera mjög stolt-
ur af framkvæmdaáætluninni enda
sé þar um að ræða „mjög flottar að-
gerðir sem koma til með að bæta
hag innflytjenda á Íslandi“.
Meiriháttar aðgerðir
í þágu innflytjenda
Morgunblaðið/Eggert
Leifsstöð Flóttafólk frá Sýrlandi við komuna til landsins í janúar á þessu
ári. Tveir hópar Sýrlendinga hafa komið og von er á þriðja hópnum í haust.
Framkvæmdaáætlunin er metn-
aðarfull og umfangsmikil en mik-
ilvægt er að tryggja að henni fylgi
nægjanlegt fjármagn svo unnt sé
að framfylgja henni, segir í um-
sögn velferðarsviðs Reykjavík-
urborgar um framkvæmdaáætl-
unina. Er þar þó bent á að
þjónustan sem sveitarfélögin
veita sé flóknari og umfangsmeiri
en áður vegna aukins fjölda fjöl-
skyldufólks í hópi innflytjenda.
Ríkið hafi aftur á móti aðeins
endurgreitt sveitarfélögunum út-
lagðan kostnað sveitarfélags en
það sé nauðsynlegt að endur-
greiðslan nái einnig til vinnu-
framlags sveitarfélaga.
Í núgildandi lögum er kveðið á
um að félagsþjónusta sveitarfé-
laga gildi í tvö ár, borgin segir
nauðsynlegt að lengja þann tíma
enda ljóst að sá tími er í fæstum
tilfellum nægjanlegur til að
stuðla að því að viðkomandi ein-
staklingar verði sjálfbjarga í ís-
lensku samfélagi.
Tvö ár eru of
stuttur tími
ÞJÓNUSTAN FLÓKIN