Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Hjólavörur í miklu úrvali
Farangurskörfur, keðjuhreinsir, smurefni, bætur, lím, felgu-
járn/plast, viðgerðarsett, keðjuþvinga, brúsafestingar, brúsar,
bjöllur, standarar, ljós, farangursteygjur, endurskinsvesti, .....
Hjólagrindur f/3 hjól
Hjólafesting á kúlu
Lásar
Hjólaviðgerðar-
standar
ól3/4 hj
frá 3.999
frá 5.995
1.995
Geymsluhengi
í loft
frá 245
Pumpur
margar gerðir
frá 595
VERSLUNARMANNAHELGIN 2016
Engum á að þurfa að leiðast á Flúð-
um um verslunarmannahelgina og
síst af öllu þeim sem fylgjast með
TraktoraTryllingnum og furðubáta-
keppninni sem eru löngu orðnar að
föstum liðum í hátíðahöldum helg-
arinnar.
Bessi Theodórsson hefur umsjón
með hátíðinni Flúðir um versló 2016.
„TraktoraTryllingurinn er auðvitað
einhver vinsælasti viðburður sem
tengist verslunarmannahelginni og
hefur verið það í mörg herrans ár,“
segir hann léttur í bragði. „Þar koma
heimamenn og nærsveitungar sam-
an á gömlum og ögn breyttum drátt-
arvélum og sulla í Litlu-Laxá í
Torfadal á þrautabraut sem þar er
að finna. Furðubátakeppnin fer síð-
an fram á sunnudeginum og þar
mæta krakkarnir á svæðinu með alls
kyns furðusmíðar og sigla eftir Litlu-
Laxá.“
Sveitaball og barnagleði
Fólkið í sveitinni kann heldur bet-
ur að skemmta sér og verður líf og
fjör í félagsheimilinu á kvöldin. „Í ár
blásum við hátíðina aðeins út og til
viðbótar við dansleikina höldum við
barna- og fjölskylduhátíð á laug-
ardeginum þar sem von er á Íþrótta-
álfinum og Öldu Dís. Vatna- og loft-
boltar og andlitsmálun verður í boði,
grænmetisbændur bjóða upp á
íþróttanammi, gestir fá drykki frá
Vífilfelli og góðgæti frá MS,“ segir
Bessi en Fóðurblandan og Íslenska
gámafélagið styrkja þennan dag-
skrárlið í samstarfi við Arion banka
og Sölufélag garðyrkjumanna en
TraktoraTryllingurinn er í boði Jöt-
uns véla. „Fyrirtæki og söluaðilar
verða síðan með áhugaverða kynn-
ingar- og sölubása af ýmsum toga,
þannig að það er nóg um að vera fyr-
ir alla fjölskylduna.“
Af tónlistaratriðum má nefna tón-
leika Jónasar og Ritvéla framtíð-
arinnar a fimmtudag, ásamt blús-
bandinu Dirty Deal. Á móti sól ræsir
dansleikjahaldið á föstudagskvöld-
inu, Sálin hans Jóns míns spilar á
laugardag og Hreimur ásamt hljóm-
sveitinni sinni Made in Sveitin á
sunnudagskvöldið.
Örn Árnason í stuði
„Ég er mjög spenntur fyrir
skemmtikvöldi þar sem Örn Árna-
son mun fara yfir ferilinn. Sýningin
heitir Söngvar og sannar lygasögur
og er tilefnið 30 ára skemmtikrafta-
afmæli Arnar. Hann hefur sér til
halds og trausts Jónas Þóri píanó-
leikara og von á eftirminnilegri
kvöldstund,“ segir Bessi.
Flúðir og nágrenni hafa upp á
margt að bjóða. Bendir Bessi á að
bærinn er í þægilegri aksturs-
fjarlægð frá Reykjavík, gamla sund-
laugin þyki mjög áhugaverð og þá
séu fínir golfvellir á svæðinu, vínbúð,
matvöruverslun, veitingastaðir og
önnur þjónusta. „Nóg er af plássi á
tjaldsvæðunum og mjög gott tilboð í
gangi þar. Kostar 5.000 kr. á mann
fyrir helgina, 3.000 kr. fyrir börn, og
má bæta frítt við þremur eða fjórum
dögum fyrir eða eftir helgi. Er meira
að segja þráðlaust net í boði.“
ai@mbl.is
Trylltir traktorar
og furðubátar á ferð
Fjölskylduvænt í bland við fjör og furðulegheit á Flúðum
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Frumleg Börnin á Flúðum eru þekkt fyrir
að smíða skemmtilega báta. Úr safni.
Óstöðvandi Traktorarnir takast á við krefjandi og blauta þrautabraut.
Grín Örn Árnason mun
segja sannar lygasögur.
Það verður heldur betur líf og fjör í
Borgarnesi um verslunarmanna-
helgina en þar verður unglinga-
landsmót UMFÍ haldið í ár. Spræk
ungmenni munu fylla bæinn dagana
28. til 31. júlí og aldrei að vita nema
ný met verði slegin.
Ómar Bragi Stefánsson er starfs-
maður UMFÍ og
landsfulltrúi:
„Við höldum
vímulausa
íþrótta- og fjöl-
skylduhátíð og
algengt að mótið
sæki á bilinu
10.000 til 15.000
manns,“ segir
hann. „Á ung-
lingalandsmót
mæta aðildarfélög UMFÍ með sína
þátttakendur, og íþróttabandalögin
sömuleiðis, en mótið er opið öllum
ungmennum frá 11 til 18 ára ald-
urs. Þurfa þátttakendur ekki endi-
lega að æfa með einhverju íþrótta-
félagi heldur geta komist að á eigin
forsendum og ef t.d. einstaklingur
skráir sig í fótbolta þá ýmist búum
við til lið úr stökum þátttakendum
eða setjum hann eða hana í lið með
öðrum, svo að allir geti tekið þátt.“
Unglingalandsmótið er haldið á
nýjum stað ár hvert og dagskráin í
hvert sinn sniðin að aðstöðunni á
hverjum stað. „Samhliða íþrótta-
greinunum skipuleggjum við fjöl-
breytta afþreyingu og þrautir fyrir
gesti og ættu bæði fullorðna fólkið
og þeir sem yngri eru að hafa nóg
að gera frá morgni til miðnættis.“
Meðal hápunkta má nefna kvöld-
vökurnar þar sem skemmtikraftar
á borð við Friðrik Dór, Jón Jóns-
son, Úlf Úlf, Gló, AmabAdamA og
Diktu troða upp. „Mótið er sett kl.
20 á föstudagskvöldinu og ganga
krakkarnir þá inn á mótssvæðið
með sínu liði um leið og við drögum
fána mótsins að húni og kveikjum á
landsmótseldinum,“ segir Ómar.
„Lokaathöfnin er síðan á sunnu-
dagskvöldinu og mikil flugeldasýn-
ing rúsínan í pylsuendanum.“
Missa ekki úr mót
Einstaklega gott andrúmsloft
þykir skapast á mótinu og margar
fjölskyldur sem koma ár eftir ár.
„Það er gaman að fylgjast með
þessum fastagestum og sjá hvernig
sum árin bætast ný börn við fjöl-
skylduna og þau sem fyrir eru
stækka og dafna á milli ára. Sýnir
vel hvað fólki þykir vænt um lands-
mótið að þegar rætt er við foreldr-
ana mæla þeir margir hvað þeir
eiga mörg ár eftir af landsmóts-
ferðum. „Ég á sex ár eftir“ segir
fólk þegar yngsta barnið er orðið 12
ára.“
Á hverju landsmóti er síðan
reynt að brydda upp á nýjungum
og leyfa keppendum að spreyta sig
í nýstárlegum íþróttagreinum. Í ár
er það götufótboltinn sem krakk-
arnir fá að kynna sér. „Við bjóðum
til landsins tveimur strákum sem
eru tvöfaldir Evrópumeistarar í
götufótbolta. Þetta er skemmtilegt
afbrigði af knattspyrnu, þar sem
lítil lið etja kappi á smáum velli og
reynir bæði á fimi og tækni.“
ai@mbl.is
Aðgengi Öll ungmenni geta tekið þátt, líka þau sem ekki eru í félagi.
Allir sem eru á aldrinum 11 til 18 ára geta
tekið þátt í unglingalandsmóti UMFÍ
Morgunblaðið/Eggert
Stjörnur Mikið er um dýrðir á landsmóti og áherslan á heilbrigt líferni.
Ómar Bragi
Stefánsson
Þar sem unga
fólkið fær að
njóta sín