Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Hjólavörur í miklu úrvali Farangurskörfur, keðjuhreinsir, smurefni, bætur, lím, felgu- járn/plast, viðgerðarsett, keðjuþvinga, brúsafestingar, brúsar, bjöllur, standarar, ljós, farangursteygjur, endurskinsvesti, ..... Hjólagrindur f/3 hjól Hjólafesting á kúlu Lásar Hjólaviðgerðar- standar ól3/4 hj frá 3.999 frá 5.995 1.995 Geymsluhengi í loft frá 245 Pumpur margar gerðir frá 595 VERSLUNARMANNAHELGIN 2016 Engum á að þurfa að leiðast á Flúð- um um verslunarmannahelgina og síst af öllu þeim sem fylgjast með TraktoraTryllingnum og furðubáta- keppninni sem eru löngu orðnar að föstum liðum í hátíðahöldum helg- arinnar. Bessi Theodórsson hefur umsjón með hátíðinni Flúðir um versló 2016. „TraktoraTryllingurinn er auðvitað einhver vinsælasti viðburður sem tengist verslunarmannahelginni og hefur verið það í mörg herrans ár,“ segir hann léttur í bragði. „Þar koma heimamenn og nærsveitungar sam- an á gömlum og ögn breyttum drátt- arvélum og sulla í Litlu-Laxá í Torfadal á þrautabraut sem þar er að finna. Furðubátakeppnin fer síð- an fram á sunnudeginum og þar mæta krakkarnir á svæðinu með alls kyns furðusmíðar og sigla eftir Litlu- Laxá.“ Sveitaball og barnagleði Fólkið í sveitinni kann heldur bet- ur að skemmta sér og verður líf og fjör í félagsheimilinu á kvöldin. „Í ár blásum við hátíðina aðeins út og til viðbótar við dansleikina höldum við barna- og fjölskylduhátíð á laug- ardeginum þar sem von er á Íþrótta- álfinum og Öldu Dís. Vatna- og loft- boltar og andlitsmálun verður í boði, grænmetisbændur bjóða upp á íþróttanammi, gestir fá drykki frá Vífilfelli og góðgæti frá MS,“ segir Bessi en Fóðurblandan og Íslenska gámafélagið styrkja þennan dag- skrárlið í samstarfi við Arion banka og Sölufélag garðyrkjumanna en TraktoraTryllingurinn er í boði Jöt- uns véla. „Fyrirtæki og söluaðilar verða síðan með áhugaverða kynn- ingar- og sölubása af ýmsum toga, þannig að það er nóg um að vera fyr- ir alla fjölskylduna.“ Af tónlistaratriðum má nefna tón- leika Jónasar og Ritvéla framtíð- arinnar a fimmtudag, ásamt blús- bandinu Dirty Deal. Á móti sól ræsir dansleikjahaldið á föstudagskvöld- inu, Sálin hans Jóns míns spilar á laugardag og Hreimur ásamt hljóm- sveitinni sinni Made in Sveitin á sunnudagskvöldið. Örn Árnason í stuði „Ég er mjög spenntur fyrir skemmtikvöldi þar sem Örn Árna- son mun fara yfir ferilinn. Sýningin heitir Söngvar og sannar lygasögur og er tilefnið 30 ára skemmtikrafta- afmæli Arnar. Hann hefur sér til halds og trausts Jónas Þóri píanó- leikara og von á eftirminnilegri kvöldstund,“ segir Bessi. Flúðir og nágrenni hafa upp á margt að bjóða. Bendir Bessi á að bærinn er í þægilegri aksturs- fjarlægð frá Reykjavík, gamla sund- laugin þyki mjög áhugaverð og þá séu fínir golfvellir á svæðinu, vínbúð, matvöruverslun, veitingastaðir og önnur þjónusta. „Nóg er af plássi á tjaldsvæðunum og mjög gott tilboð í gangi þar. Kostar 5.000 kr. á mann fyrir helgina, 3.000 kr. fyrir börn, og má bæta frítt við þremur eða fjórum dögum fyrir eða eftir helgi. Er meira að segja þráðlaust net í boði.“ ai@mbl.is Trylltir traktorar og furðubátar á ferð  Fjölskylduvænt í bland við fjör og furðulegheit á Flúðum Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Frumleg Börnin á Flúðum eru þekkt fyrir að smíða skemmtilega báta. Úr safni. Óstöðvandi Traktorarnir takast á við krefjandi og blauta þrautabraut. Grín Örn Árnason mun segja sannar lygasögur. Það verður heldur betur líf og fjör í Borgarnesi um verslunarmanna- helgina en þar verður unglinga- landsmót UMFÍ haldið í ár. Spræk ungmenni munu fylla bæinn dagana 28. til 31. júlí og aldrei að vita nema ný met verði slegin. Ómar Bragi Stefánsson er starfs- maður UMFÍ og landsfulltrúi: „Við höldum vímulausa íþrótta- og fjöl- skylduhátíð og algengt að mótið sæki á bilinu 10.000 til 15.000 manns,“ segir hann. „Á ung- lingalandsmót mæta aðildarfélög UMFÍ með sína þátttakendur, og íþróttabandalögin sömuleiðis, en mótið er opið öllum ungmennum frá 11 til 18 ára ald- urs. Þurfa þátttakendur ekki endi- lega að æfa með einhverju íþrótta- félagi heldur geta komist að á eigin forsendum og ef t.d. einstaklingur skráir sig í fótbolta þá ýmist búum við til lið úr stökum þátttakendum eða setjum hann eða hana í lið með öðrum, svo að allir geti tekið þátt.“ Unglingalandsmótið er haldið á nýjum stað ár hvert og dagskráin í hvert sinn sniðin að aðstöðunni á hverjum stað. „Samhliða íþrótta- greinunum skipuleggjum við fjöl- breytta afþreyingu og þrautir fyrir gesti og ættu bæði fullorðna fólkið og þeir sem yngri eru að hafa nóg að gera frá morgni til miðnættis.“ Meðal hápunkta má nefna kvöld- vökurnar þar sem skemmtikraftar á borð við Friðrik Dór, Jón Jóns- son, Úlf Úlf, Gló, AmabAdamA og Diktu troða upp. „Mótið er sett kl. 20 á föstudagskvöldinu og ganga krakkarnir þá inn á mótssvæðið með sínu liði um leið og við drögum fána mótsins að húni og kveikjum á landsmótseldinum,“ segir Ómar. „Lokaathöfnin er síðan á sunnu- dagskvöldinu og mikil flugeldasýn- ing rúsínan í pylsuendanum.“ Missa ekki úr mót Einstaklega gott andrúmsloft þykir skapast á mótinu og margar fjölskyldur sem koma ár eftir ár. „Það er gaman að fylgjast með þessum fastagestum og sjá hvernig sum árin bætast ný börn við fjöl- skylduna og þau sem fyrir eru stækka og dafna á milli ára. Sýnir vel hvað fólki þykir vænt um lands- mótið að þegar rætt er við foreldr- ana mæla þeir margir hvað þeir eiga mörg ár eftir af landsmóts- ferðum. „Ég á sex ár eftir“ segir fólk þegar yngsta barnið er orðið 12 ára.“ Á hverju landsmóti er síðan reynt að brydda upp á nýjungum og leyfa keppendum að spreyta sig í nýstárlegum íþróttagreinum. Í ár er það götufótboltinn sem krakk- arnir fá að kynna sér. „Við bjóðum til landsins tveimur strákum sem eru tvöfaldir Evrópumeistarar í götufótbolta. Þetta er skemmtilegt afbrigði af knattspyrnu, þar sem lítil lið etja kappi á smáum velli og reynir bæði á fimi og tækni.“ ai@mbl.is Aðgengi Öll ungmenni geta tekið þátt, líka þau sem ekki eru í félagi.  Allir sem eru á aldrinum 11 til 18 ára geta tekið þátt í unglingalandsmóti UMFÍ Morgunblaðið/Eggert Stjörnur Mikið er um dýrðir á landsmóti og áherslan á heilbrigt líferni. Ómar Bragi Stefánsson Þar sem unga fólkið fær að njóta sín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.