Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 28
ÞJÓÐVEGURINN Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Línuvegurinn, sem liggur ofan byggða í uppsveitum Árnessýslu, er áhugaverð sumarfær hálendis- braut. Leiðin liggur frá Brunnum á Uxahryggjaleið til austurs að Sult- artanga við Þjórsá. Þessu fylgir að taka krók fyrir keldu, því þegar komið er að Kjalvegi og Hvítá úr vestri verður að aka fram að Brúar- hlöðum og yfir brú þar. Þaðan svo að Tungufelli í Hrunamannahreppi, en þar nokkru ofar er komið aftur inn á fyrrnefndan Línuveg. Alls er þetta 75 kílómetra löng leið. Vest- ari hlutinn er 45 kílómetrar en sá eystri um 30 kílómetrar. Á tunglinu Uxahryggjaleið er frá Þingvöll- um upp í Borgarfjörð. Á svipuðum slóðum og ekið er niður í Lundar- reykjadal er þar sem heita Brunnar beygt til austurs inn á Línuveginn, sem var lagður um 1980. Þar kom til að rafmagn þurfti í járnblendi- verksmiðju að Grundartanga. Því var Hrauneyjafossvirkjun reist og þaðan lögð háspennulína niður í Hvalfjörð. Áður en línugerðin hófst þurfti svo að leggja veginn góða, sem hér er frásagnarefni. Þegar komið er inn á Línuveginn við Brunna er Skjaldbreið áber- andi. Hér er brautin, sem fær er smájeppum og þaðan af stærri bíl- um, hlykkjótt og farið upp og niður milli ása í sandi orpnu hrauni. Með ímyndunarafli má láta sér detta í hug að náttúran hér sé eins og á tunglinu. Litla- og Stóra-Björns- fell, sunnan undir Þórisjökli, eru í norðri á vinstri hönd og svo blasir Langjökull við. Fyrir austan Skjaldbreið gnæfir Hlöðufell, mó- bergsstapi sviplíkur Herðubreið, drottningu íslenskra fjalla. Myndrænar með afbrigðum Þegar háspennulínan og vegur þessi voru lögð fyrir um fjörutíu ár- um voru viðmið í umhverfismálum og náttúruvernd talsvert önnur en nú. Framkvæmd eins og þessi myndi í dag kalla á talsvert strögl, ef ekki deilur. Raunar var bætt við annarri háspennulínu á þessari leið um aldamótin, en aukin umsvif í iðj- urekstri við Hvalfjörð kölluðu þá á meiri orku. Línur á háum möstrum hér eru því nokkuð þéttur flóki, sem hefur sterk sjónræn áhrif. Það truflar sjálfsagt auga einhverra að að sjá mannvirki þessi með hinar svipsterku Jarlhettur að baki, sem blasa raunar við á allri þessari leið. Jarlhettum lýsir Gísli heitinn Sigurðsson, sem í áratugi var um- sjónarmaður Lesbókar Morgun- blaðsins, í Árbók Ferðafélags Ís- lands 1996. Segir þar að „...tilsýndar verða þessir sjö tindar ekki greindir frá þeim þrettán sem standa í aftari röðinni, enda skammt á milli þeirra. Jarlhettur eru með sérstæðustu fjöllum á Ís- landi og jafnframt myndrænar með afbrigðum.“ Austan Hlöðufells er farið um Lambahraun og síðan niður Mosa- skarð, þar sem Haukadalsheiðin blasir við. Fyrir nokkrum áratug- um var hún sandauðn en hefur nú verið grædd upp. Í því efni voru miklir hagsmunir í húfi, því þegar verst stóð á blés sandur af heiðinni fram allar sveitir svo til mikilla óþæginda var. Nú er það liðin tíð að mestu. „Fagurt er á fjöllum“ Þegar komið er austur fyrir Hvítá í þessum leiðangri um Línu- veginn komum við fyrst að bænum Tungufelli. Þar vekur eftirtekt lítil timburkirkja, sem byggð var árið 1856 og er í umsjón Þjóðminja- safnsins. Tungufell hefur líka þá landfræðilegu sérstöðu að vera lengst allra bæja á Suðurlandi frá sjó, 58 kílómetra frá Hvalfjarðar- botni. Rétt fyrir ofan kjarri vaxinn Tungufellsdal sést vatnsúði frá Gullfossi stíga til himins, en frá veginum og að fossinum „á Sunnlenska hálendisleiðin  Áhugaverður vegur í óbyggðunum ofan byggðar í Árnessýslu  75 kílómetrar milli Uxahryggjaleiðar og Hafsins við Þjórsá  Sjö tindar tilsýndar  Sterk sjónræn áhrif  Gullfoss sést frá hinni hliðinni Morgunblaðið/Sigurður Bogi  Jarlhettur sjást víða af Línuvegi. Háspennlínurnar hafa þó sterk og truflandi áhrif í mörgu í þessu umhverfi. Laugarvatn Geysir Flúðir Þjórsárdalur Línuvegurinn 1 2 3 4 5 6 10 11 9 8 7  Tungufellskirkja í Hrunamannahreppi er snotur og þykir merk bygging. 28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30 ALZAMA PROPERTIES LIMITED – IN LIQUIDATION (THE COMPANY) ELIZA LIMITED – IN LIQUIDATION (THE COMPANY) GLENALLA PROPERTIES LIMITED – IN LIQUIDATION (THE COMPANY) OSCATELLO INVESTMENTS LIMITED – IN LIQUIDATION (THE COMPANY) ROXINDA LIMITED – IN LIQUIDATION (THE COMPANY) THORSON INVESTMENTS LIMITED – IN LIQUIDATION (THE COMPANY) VIOLET CAPITAL GROUP LIMITED – IN LIQUIDATION (THE COMPANY) NOTICE is hereby given that pursuant to Section 216(1) of the Insolvency Act, 2003, that creditors of the above named Companies are required to submit their full names and addresses and full particulars of their claims by 18 August 2016 to the contact below or be excluded from the benefit of any distribution. Mark McDonald, Joint Liquidator Contact for enquiries: Name: Megan Farmer Telephone: +1 284 494 8520 Facsimile: +1 284 494 3529 Email: megan.farmer@uk.gt.com Seint á 17. öldinni fóru prestar tveir, annar frá Húsafelli í Borgarfirði og hinn úr Grímsnesinu, í dalina sunnan við Þórisjökul til að kanna þar aðstæður. „Tilgangur ferðar þeirra var gagngert að vinna á útilegumannatrú, sem lengi var inngróin í þjóðarsálina. Þessir vígðu menn urðu einskis varir og tókst þar með að vinna bug á fá- fræði sálnanna sem þeir sinntu. Þarna heitir síðan Prestahnjúkur,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson, fjalla- maður og rithöfundur, sem er vel kunnugur á Línuveginum. „Í raun getum við sagt að á þessari fjallaleið sé hálendi Íslands í hnot- skurn, en samt er þetta svæði mun grónara en gerist á reginfjöllum. Annars felst sérstaðan þarna í því að sagan er við hvert fótmál og kennileitum hafa jafnvel verið gefin ný nöfn. Þýskir ferðamenn sem hingað komu sögðu einhverju sinni að Skjaldbreiður, þessi ávala og fal- lega dyngja, væri eins og steingert tröllkonubrjóst. Það er eftirtekt- arverð lýsing.“ Kunnugum ber saman um að Línuvegurinn sé mun greiðfærari að vestan en austan Hvítár. Viðhald á þeim legg er lítið sem ekkert og brautin er því grýtt og gróf. En annars má einu gilda hvar fjallagarpar eru á Línuveginum. Hvarvetna er margt áhugavert að sjá. „Á austursvæðinu er ekki langt frá vegi að gljúfrum Stóru- Laxár sem eru djúp og dimm. Þangað er gaman að koma og eins að Háafossi, innst í Þjórsárdal. Svo verð- ur að tiltaka að vöðin á ánum þarna eystra voru lag- færð fyrir nokkrum árum og eru orðin greiðfærari en var,“ segir Páll Ásgeir. Hvíldi hugann með náttúrunni Ólafur Íshólm Jónsson, sem í áratugi var varðstjóri í lögreglunni á Selfossi, er vanur fjallamaður. „Ég fór í áraraðir á haustin með bændum í Árnessýslu um þess- ar slóðir til að smala fé af fjalli. Þannig fannst mér gott að hvíla hugann með náttúrunni. Þá á ég með fleirum fjallaskála norðan við Skjaldbreið svo ég þekki vel til á Línuveginum sem er góð síðsumarsleið fyrir jeppa- menn,“ segir Ólafur Íshólm. Fjallkonubrjóst og útilegumenn við Þórisjökul LÍNUVEGURINN SEM ER GÓÐ SÍÐSUMARSLEIÐ FYRIR JEPPAMENN Páll Ásgeir Ásgeirsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Landamæralínan Komið af öræfum í Tungufellsdal Ólafur Íshólm Jónsson  30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.