Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016
ÚRVALS SÓSUR
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
Bergþóra Jónsdóttir
bj@mbl.is
Stúlkurnar úr Berklee er yfirskrift
tónleika sem fara fram í Vinaminni á
Akranesi í kvöld, miðvikudag, kl.
20.00. Tónleikarnir eru liður í sum-
artónleikaröð sem listafélagið Kal-
man stendur fyrir.
Stúlkurnar úr Berklee eru þær
Brynja Valdimarsdóttir og Inga
María Hjartardóttir sem hafa báðar
stundað nám í einum af virtustu tón-
listarskólum heims, Berklee College
of Music í Boston. Efnisskráin er
fjölbreytt, þær flytja bæði lög úr
eigin smiðju og einnig þekkt íslensk
og erlend dægurlög. Miðasala er við
innganginn og rennur hluti aðgangs-
eyrisins til samtakanna Pieta Ísland,
forvarnarsamtaka gegn sjálfsvígum
og sjálfsskaða.
Skagastelpur í húð og hár
Þær stöllur eru báðar fæddar og
uppaldar á Akranesi. Báðar stund-
uðu þær söngnám við Tónlistarskóla
Akraness og hafa sungið og haft
áhuga á tónlist frá því þær muna eft-
ir sér. Brynja tók þátt í íslenska
Idolinu 2004-2005 og komst þar í tíu
manna úrslitin. Hún stundaði síðan
nám við tónlistarskólann Berklee
College of Music á árunum 2009-
2012. Inga María fór síðan í sama
skóla árið 2013 og á eina önn eftir.
„Birna var mín stoð og stytta í gegn-
um allt ferlið þarna úti og fékk ég
góðar ráðleggingar frá henni. Einn-
ig leit ég mikið upp til hennar eins
og allir hér á Akranesi þegar hún
tók þátt í Idolinu,“ segir Brynja.
Báðar tóku þær Music Business
Management sem hluta af náminu.
Segir Inga María að hún hafi grætt á
því að Brynja hafði lokið sínu námi
og gat ráðlagt henni hvað væri snið-
ugt að taka í skólanum. Þær segja
báðar að það að hafa tekið bóklegt
nám með söngnáminu hafi gefið
þeim betri avinnumöguleika í fram-
tíðinni.
Þetta er í fyrsta skipti sem þær
koma fram saman og eru þær mjög
spenntar fyrir því. „Við fáum tæki-
færi til að syngja saman, sem er
mjög skemmtilegt. Við þekktumst
ekki mikið en eigum það sameig-
inlegt að elska söng og hafa lært í
sama skóla,“ segir Inga María.
Ætlar að gefa út plötu
Inga María fór á fullt hér heima
eftir fyrsta árið í Boston. Hún setti
saman hljómsveit og fór að spila sín
eigin lög og hún spilar mikið úti í
Boston með hljómsveitinni sinni þar.
Hún gaf út tvö lög í sumar og ætlar
að gefa út plötu í haust. Einnig er
markmiðið að fá góð „gigg“ í New
York í haust. ,, Þetta er bolti sem
rúllar og stækkar sem betur fer.
Þetta er mikil vinna en ef markmiðið
er að koma sér á framfæri þá þarf að
vinna allan sólarhringinn. Það er
mikið um ungar stelpur sem láta
plata sig sem vita ekki betur og fá lé-
lega plötusamninga og útgef-
endasamninga en ég ætla ekki að
lenda í því.“
Spurð um framtíðina segist Inga
María hafa mikinn áhuga á því að
koma tónlist á framfæri í kvikmynd-
um, auglýsingum og sjónvarpi.
„Evrópa heillar mig einnig því tón-
listin blómstrar þar líka. Ég kynnt-
ist frábæru fyrirtæki í Hollandi sem
heitir Downtown Music Publishing
en það fyrirtæki er líka í New York.
Í Los Angeles eru mestu tækifærin.
Krakkarnir sem hafa verið að út-
skrifast úr sama skóla og við hafa
flest fengið tækifæri þar. Ég ætla að
vinna í eitt ár eftir skólann, annað-
hvort í New York eða Los Angeles,
svo verður annað að koma í ljós,“
segir Inga María.
Frábært tækifæri að komast
inn í skólann
Inga María segir það frábært
tækifæri hafa komist að í þessum
skóla. „Ég er tólf tíma á dag á skóla-
svæðinu. Ásamt því að sækja tíma,
þá er ég að kenna og svo er ég í
hljómsveit. Það vilja allir nýta tím-
ann sinn vel á meðan þeir eru í skól-
anum, bæði við að koma sér á fram-
færi og við æfingar.“
Brynja segir að erfitt sé að kom-
ast inn í skólann og margir sæki um
því þetta sé einn af toppskólunum í
Ameríku. Hún segir hann frábrugð-
inn þeim skólum sem eru hér heima,
en auðvitað sé ekki sanngjarnt að
bera saman okkar litla Ísland við
Ameríku. „Þarna eru allt aðrir
kennsluhættir heldur en hér heima.
Allt miklir fagmenn sem flestir eru
að starfa í tónlist meðfram kennslu í
skólanum. Mikil einstaklingskennsla
fer fram og kennararnir vilja tengj-
ast nemendum mjög vel. Þeir finna
nákvæmlega hvað er hægt að rækta
og halda áfram með það hjá hverjum
og einum nemanda,“ segir Brynja.
Hún segir tónlistarbransann flók-
inn og því sé gagnlegt að taka bók-
legt nám með, því þar læra nem-
endur t.d. um markaðssetningu og
umboðsmennsku. ,,Þegar ég kom
heim 2012 þá fór ég meira hinum
megin við borðið og fékk áhuga á að
finna hæfileikaríkt ungt fólk. Ég fór
í starfsnám til fyrirtækisins ÚTÓN,
Iceland Music Export, og lærði ég
heilmikið af því. Ég er alltaf að
tengja mig við bönd, bæði hér á landi
og erlendis.“ Brynja sinnir mest-
megnis móðurhlutverkinu eins og
staðan er í dag en er alltaf með
puttana í tónlistinni. Hún segir mik-
ið af hæfileikaríkum krökkum hér á
Íslandi á tónlistarsviðinu og vill hún
hjálpa þeim að koma sér á framfæri.
Kalman stöðugt í vexti
Listafélagið Kalman hefur verið
að ná fótfestu í menningarlífinu á
Akranesi og bætist þar í þá flottu
menningarflóru sem fyrir er að sögn
Sveins Arnars Sæmundsonar, org-
anista og kórstjóra Akraneskirkju,
sem skipuleggur tónleikana. Kalman
hefur staðið fyrir mánaðarlegum
viðburðum í vetur, bæði sér og í
samvinnu við aðra og fram undan
eru margir viðburðir á vegum fé-
lagsins. Tónleikarnir eru hluti af
tónleikaröð og verða næstu tón-
leikar með Tómasi R. Einarssyni og
Ómari Guðjónssyni 3. ágúst og svo
Djasskvartettinn Andrés Þór 10.
ágúst, en dagskrána má nálgast á
Fésbókarsíðunni Kalman listafélag.
Söngdívur frá Skaganum
Hafa báðar stundað nám í virtum tónlistarskóla í Boston Vilja hjálpa ungu tónlistarfólki að
koma sér á framfæri Segja mikið af hæfileikum hér á landi miðað við fólksfjölda
Plata Inga María ætlar að gefa út plötu í haust og stefnir á tónleikahald í New York á næstunni.
Metnaður Brynja vill finna hæfileikaríkt fólk á Ís-
landi og hjálpa því að koma sér á framfæri.
» Stúlkurnar frá Berklee eryfirskrift tónleika sem fram
fara í kvöld á Akranesi. Hluti
ágóðans rennur til forvarnar-
samtakanna Pieta Island, sem
vinna að forvörnum gegn
sjálfsvígum og sjálfsskaða.
Annað kvöld
klukkan 20
standa myndlist-
arkonan Rósa
Sigrún Jóns-
dóttir og grasa-
læknirinn Anna
Rósa Róberts-
dóttir fyrir lista-
mannaspjalli í
Hafnarhúsinu.
Þar munu tví-
menningarnir ræða við gesti um heil-
næmi handverks og gróðurs.
Rósa Sigrún hefur sérhæft sig í
gerð verka sem byggjast á sígildu
handverki og krefjast tíma og natni
og á hún til að mynda verkið RÍKI –
flóra, fána, fabúla sem samanstendur
af hekluðum og lituðum eftirmyndum
af íslenskum lækningajurtum. Anna
Rósa hefur starfað við grasalækn-
ingar í rúma tvo áratugi en í tilkynn-
ingu segir að þær grasalækningar
byggist á alþýðuvitneskju sem varð-
veist hefur mann fram af manni.
Handverk
og gróður
List Spjallið verð-
ur í Hafnarhúsinu.