Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 73
MENNING 73
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016
Lagið „One
Dance“ sem kom
út á síðustu plötu
Drakes, Views,
er ekki lengur í
efsta sætinu á
Billboard Hot
100-listanum eft-
ir 10 vikur á
toppnum. Það
var engin önnur
en hin ástralska Sia sem fór upp
fyrir Drizzy í gær með laginu
„Cheap Thrills“ en hún syngur það
í samstarfi við Sean Paul. Þetta er í
fyrsta skipti sem Sia nær toppsæt-
inu en meira en áratugur er síðan
Sean Paul átti sætið.
Sia og Sean Paul
skáka Drake
Sia Er á toppnum.
Kvikmynda- og tónlistarunnendur
geta nú svalað forvitni sinni en
stikla fyrir myndina T2: Train-
spotting 2, sem áætlað er að komi
út í febrúar á næsta ári, er komin á
netið. Myndinni er ætlað að fylgja
eftir meistaraverkinu Trainspott-
ing, sem kom út árið 1996 í leik-
stjórn hins breska Danny Boyle, en
sá hefur gert það gott síðan og
meðal annars leikstýrt myndum á
borð við 28 Days Later, Steve
Jobs, 127 Hours og Slumdog Milli-
onaire.
Allir helstu leikarar gömlu
myndarinnar fara með aðalhlutverk
í þeirri nýju og má þar nefna Ewan
McGregor sem Rent Boy, Renton
Ewen Bremner sem Spud, Robert
Carlyle sem Begbie og Jonny Lee
Miller sem Sick Boy. Einn helsti
kostur myndarinnar frá árinu 1996
er hversu frábærlega tónlistin er
nýtt. Lög á borð við „Temptation“
með New Order, „Perfect Day“
með Lou Reed og „Born Slippy
.NUXX“ með Underworld fengu
þar að njóta sín. Lagið í stiklunni
fyrir nýju myndina er einmitt tekið
úr þeirri gömlu en það er „Lust for
Life“ með eilífðarrokkaranum Iggy
Pop. Stikluna má nálgast á Twitter-
aðgangi myndarinnar, twitter.com/
T2Trainspotting.
Költ Breska kvikmyndin Trainspotting var með betri myndum ársins 1996.
Rent Boy, Spud og
Sick Boy í nýrri stiklu
T2: Trainspotting 2 endurnýtir Iggy Pop
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Tónleikarnir eru á Loft Hosteli í Bankastræti 7.
Þar verður stuð og stemming. Platan okkar kom
náttúrlega út fyrir svolitlu síðan en tónleikarnir
eru meira hugsaðir sem upphitun fyrir versl-
unarmannahelgina,“ segir söngkona Boogie
Trouble, Klara Arnalds, um viðburð sveitarinnar
í kvöld og plötuna Í bænum sem kom út fyrr á
þessu ári. Dagskráin framundan er þétt fyrir
hljómsveitina en auk upphitunartónleikanna mun
sveitin stíga á svið með Helga Björns á Innipúk-
anum um helgina.
Í samstarf við Helga Björns
„Við munum eingöngu flytja okkar eigið efni á
Loft en um helgina munum við flytja lögin hans
Helga auk einhverra af okkar lögum. Við eigum
enn eftir að hitta Helga, hann er á Ítalíu eins og
er að njóta lífsins, en við erum byrjuð að þreifa á
efninu og hlökkum til að tvinna þetta saman. Það
er hefð fyrir því hjá skipuleggjendum Innipúk-
ans að leiða saman gömul „letjend“ og nýrri
sveitir. Það þótti við hæfi að setja okkur saman
við Helga. Það verður spennandi. Við munum
koma okkur í gírinn fyrir það með dansiballinu á
Loft,“ segir Klara en auk hennar skipa bassa-
leikarinn Ingibjörg Turchi, trommuleikarinn
Þorvaldur Ingveldarson, gítarleikarinn Sindri
Freyr Steinsson, hljómborðsleikarinn Sunna
Karen Einarsdóttir og trymbillinn Arnar Birg-
isson sveitina. Þau hafa öll komið víða við í ís-
lensku tónlistarlífi, meðal annars með hljóm-
sveitunum Bárujárn, Babies, Ylju og Soffíu
Björg.
Eins og að stjórna uppvakningaher
Klara segir sumarið hafa gengið einkar vel og
að almennt hafi verið tekið vel í nýju plötu sveit-
arinnar.
„Platan hefur fengið góðar viðtökur og er að
seljast eins vel og von er á árið 2016. Við fórum
síðan í svolítið langt hlé þar sem ég var alveg
svakalega ólétt. Þú spilar ekkert diskó þegar þú
ert kasólétt. Diskóið er alveg óléttuvæn tónlist
sem slík en tónleikarnir hjá okkur ganga svo
mikið út á það að fá fólk til að dansa og vera
með læti og stæla. Það er því ekki hægt að
hlamma sér bara niður á barstól með bakflæði
upp í kok og gaula. Maður verður að geta verið
með. Við þurftum því aðeins að salta þetta á
meðan ég var í barneignarleyfi en svo hefur bolt-
inn bara byrjað að rúlla aftur af stað núna upp á
síðkastið,“ segir hún og bætir við að skemmtileg-
ast sé að spila fyrir fólk sem sé búið að smyrja í
sér mál- og dansbeinið.
„Það er eins og að stjórna uppvakningaher.
Það er ógeðslega skemmtilegt,“ segir Klara kím-
in að lokum. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan
21 og er frítt inn. Þess má geta að Boogie
Trouble kemur einnig fram á Ísafirði um helgina
sem og Iceland Airwaves í haust.
Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir
Sveitin Klara Arnalds segir að sumarið hafi gengið mjög vel hjá Boogie Trouble og að mikil ánægja ríki með plötuna Í bænum sem kom út fyrr á þessu ári.
Alltaf nóg að gera í diskóinu
Boogie Trouble efnir til hljómleika á Loft í kvöld til að hita upp fyrir helgina
Þá kemur sveitin til með að stíga á svið ásamt Helga Björns á Innipúkanum
Kringlunni - 103 Reykjavík - Sími 578 8989 - www.myrinstore.is
JASON BOURNE 5, 8, 10:35
GHOSTBUSTERS 5, 8
THE INFILTRATOR 8, 10:35
ÍSÖLD ÍSL.TAL 3:50, 5:50
CENTRAL INTELLIGENCE 10:30
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar