Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 58
58 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016
✝ Rakel fæddistá Leiti í Ör-
lygshöfn við Pat-
reksfjörð 25. júní
1928. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á
Akureyri 18. júlí
2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
María Jónsdóttir
húsmóðir og Grím-
ur Árnason út-
vegsbóndi.
Hún var í hópi 10 systkina
og eru sex þeirra enn á lífi, öll
á níræðis- eða tíræðisaldri.
Rakel giftist 25. desember
1954, Jónasi Bjarnasyni renni-
smið, syni hjónanna Bjarna
Halldórssonar og Sigurlaugar
Jónasdóttur á Uppsölum í
Blönduhlíð í Skagafirði. Af-
komendur Rakelar og Jónasar
eru :1) Bjarni Smári, f. 1955,
inum að Grundum í Kollsvík
og ólst þar upp í stórum systk-
inahópi við hefðbundin sveita-
störf og reri til fiskjar með
föður sínum. Hún fór kornung
að vinna fyrir sér við ýmis
störf til sjávar og sveita. Rak-
el stundaði nám við Kvenna-
skólann á Blönduósi 1949 til
1950 og var eftir það í kaupa-
vinnu í Vatnsdal og seinna
Hólum í Hjaltadal þar sem
hún kynntist fyrst verðandi
eiginmanni sínum. Hún vann
tvo vetur í Reykjavík en frá
árinu 1953 bjó Rakel á Ak-
ureyri og vann þar við fjöl-
breytt störf samhliða barna-
uppeldi; í frystihúsi, á neta-
verkstæði, á saumastofu, við
þrif og rak heimagistingu í
fjölda ára. Á fimmtugsaldri
lærði hún til sjúkraliða og
starfaði eftir það á Sjúkrahús-
inu á Akureyri í 23 ár þar til
hún lét af störfum vegna ald-
urs.
Útför Rakelar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 27. júlí
2016, klukkan 13.30.
kvæntur Guðrúnu
F. Hjartardóttur.
Börn þeirra eru: a)
Hjörtur Þór, sam-
býliskona Ingunn
Þorvarðardóttir,
sonur þeirra Þor-
varður Tinni. b)
Rakel Edda. c)
Arnar Már, sam-
býliskona Helga
Ómarsdóttir, son-
ur þeirra Marinó
Atli. 2) Grímur Már, f. 1957,
kvæntur Theodóru Reyn-
isdóttur, dætur þeirra eru
Rakel og Salóme. 3) Sigurlaug
Bára, f. 1959, gift Haraldi Har-
aldssyni. Þeirra börn eru: a)
Jónas, sambýliskona Pálína
Matthíasdóttir. Sonur þeirra
er Matthías Goði. b) Huld. c)
Dagný.
Rakel fluttist tveggja ára
með foreldrum sínum og systk-
Tengdamóðir mín var tignar-
leg glæsikona. Ævintýragjörn og
áræðin. Óhrædd að kanna fram-
andi slóðir. Hún var svo lánsöm
að fá að halda sinni reisn, glæsi-
leika og sterka persónuleika til
æviloka.
Ung þurfti hún að standa á
eigin fótum er faðir hennar
missti heilsuna og móðirin lést
langt um aldur fram. Hún þurfti
að bjarga sér og það gerði hún.
Sjálfsbjargarviðleitnin var henni
í blóð borin. Þegar líða tók á æv-
ina var það henni mikils vert að
þiggja enga utanaðkomandi
hjálp og standa meðan stætt var
og það gerði hún.
Vart er hægt að hugsa sér
duglegri konu en Rakel. Henni
féll ekki verk úr hendi og hafði
hún ætíð nóg á prjónunum. „Ég
hef alltaf verið eitthvað að
brasa,“ sagði hún nýlega og víst
er að verkefnin sem hún tók sér
fyrir hendur voru mikil og marg-
vísleg. Meðal þess sem hún vann
að undir það síðasta var að flokka
föt fyrir Rauða krossinn og var
hún snillingur í að gera við og
snyrta fötin svo þau yrðu aftur
nýtileg.
Heimilið var myndarlegt og
þar var vel tekið á móti gestum
og gangandi. Hún var gæfusöm,
eignaðist frábæran mann og
gjörvilega afkomendur. Hún gat
yljað sér við minningar um gott
líf og ekki síst um þá daga er þau
hjón ferðuðust um veröld víða í
góðra vina hópi. Rakel bar
ómælda umhyggju fyrir fjöl-
skyldu sinni og var óspör á að
gefa okkur allt sem í hennar
valdi stóð.
Að leiðarlokum vil ég kveðja
tengdamóður mína með þakklæti
og virðingu. Ég óska henni góðr-
ar ferðar meira að starfa Guðs
um geim.
Theodóra Reynisdóttir.
Mér hefur alltaf þótt það svo
mikill heiður að vera skírð í höf-
uðið á svona flottri konu eins og
ömmu. Það er eins og ýmislegt
hafi fylgt nafninu enda hlógum
við oft að því hvað við áttum það
til að vera líkar. Við gátum talað
um föt og tísku, ferðalög um
heiminn og mál líðandi stundar
tímunum saman og það fór ekki á
milli mála að uppáhaldsliturinn
okkar beggja væri blár.
Ömmu fylgdi alltaf mikill
glæsileiki hvert sem hún fór og
var ætíð óaðfinnanlega til fara.
Amma var líka töffari sem lét
ekkert stoppa sig, ferðaðist um
allar heimsálfurnar, var hörku-
dugleg og gerði alla hluti af kost-
gæfni. Ekkert var henni óvið-
komandi og hún hafði sterkar
skoðanir sem hún var óhrædd við
að láta í ljós. Ef eitthvert okkar
barnabarnanna var í buxum með
rifnum hnjám þá lét hún okkur
sérstaklega heyra það og hristi
hausinn yfir að það væri komið í
tísku enn og aftur. Amma var
líka einstaklega hlý og hlátur-
mild og bar hag manns fyrir
brjósti. Hún var svo áhugasöm
um það sem gekk á í lífinu hjá
okkur barnabörnunum og ég
held að engum hafi fundist það
jafnskemmtilegt og henni þegar
ég varð flugfreyja núna í byrjun
sumars. Hún horfði á flugfreyju-
mynd í sjónvarpinu sem hún
sagði mér frá í smáatriðum og
vildi vita um alla staðina sem ég
færi á í hverjum mánuði og
fannst svo gaman að sjá stelpuna
sína í flugfreyjubúningnum þeg-
ar hún kom í sína síðustu heim-
sókn suður núna fyrir stuttu.
Margar af mínum uppáhalds-
stundum í gegnum tíðina hafa
verið á Akureyri þar sem amma
tók á móti mér með opinn faðm-
inn, fyrst á Grenivöllum og síðar
á Holtateigi. Bara það að sitja
með brúna köku og mjólk við eld-
húsborðið gaf mér þá ósviknu til-
finningu að ég vildi hvergi ann-
ars staðar vera. Amma var
dugleg að minna á að frá því hún
var sextán ára hafði hún þurft að
sjá um sig sjálf og hún ætlaði
ekki að gera breytingu þar á, hún
vildi vera sjálfstæð og gera hlut-
ina sjálf, ekki þiggja neina þjón-
ustu fyrir eldri borgara enda
væri það bara fyrir gamalt fólk.
Hún hélt sjálfstæði sínu, reisn,
hlýju og glæsileika fram til sein-
asta dags.
Ég veit að þegar ég fer til
nýrra staða á ég helst eftir að
vilja hringja í ömmu og segja
henni ferðasöguna en ég veit að
hún vakir yfir mér og fylgist
með.
Það er sárt að kveðja í bili en
eftir situr þakklæti fyrir að hafa
átt svona dásamlega ömmu sem
kenndi mér að vinna fyrir hlut-
unum, að hugsa um þá sem
minna mega sín, að ekkert sé
ómögulegt og að þó svo maður sé
á níræðisaldri sé alveg hægt að
vera skvísa og ferðast um heims-
ins höf.
Elsku yndislega amma, al-
nafna og vinkona, minning þín
mun lifa með mér alla tíð.
Þín,
Rakel Grímsdóttir.
Ég man að á Grenivöllum,
þegar ég kom norður í heimsókn
til ömmu, þá voru alltaf nýbak-
aðar kökur. Amma var alltaf
tilbúin með jólaköku handa mér
þegar ég kom. Hún var dugleg að
elda mat og það var gott að fá
ömmu lambalæri og grjónagraut
með lifrarpylsu. Amma gerði
alltaf besta matinn.
Hún var alltaf að segja sögur.
Hún sagði alltaf frá því þegar
hún var yngri og fluttist að heim-
an og fékk sér vinnu. En ein saga
sem hún lét mig ekki gleyma var
þegar við fjölskyldan fórum til
London í útskrift hjá Jónasi
bróður mínum árið 2006. Við
amma deildum saman herbergi á
hótelinu. Eitt kvöldið þá fann ég
auka kodda í skápnum og var
mjög ánægð, það var bara einn
aukakoddi og þegar amma sá að
ég var með koddann bað hún um
að fá hann því að hún væri eldri
og þyrfti hann frekar. En eins og
tíu ára ákveðna stelpan ég þá
sagði ég: „Nei, ég fann hann
fyrst!“ Við rifumst örugglega
fram og til baka í smá tíma þang-
að til að amma náði sér í hand-
klæði og notaði fyrir kodda,
næsta kvöld fékk hún auðvitað
auka kodda líka. Í hvert skipti
sem að ég sá hana minnti hún
mig á þetta atvik og við hlógum
saman að þessu.
Ég man þegar hún og afi flutt-
ust í Holtateig. Það var leiðinlegt
að kveðja Grenivelli en Holta-
teigur hafði samt eitt sem að
Grenivellir höfðu ekki og það
voru hestar í garðinum. Alltaf
þegar við fórum til ömmu þá fór-
um við að heimsækja alla hest-
ana og gefa þeim brauð. Við vor-
um alltaf að fylgjast með þeim í
glugganum og þegar við komum
hlaupandi og einstaka sinnum
labbandi þá voru þeir alltaf mjög
góðir. Amma var alltaf tilbúin
með brauð sem að við gátum gef-
ið þeim.
Ég fékk að ferðast með ömmu.
Við fórum til Spánar, London og
Ítalíu með henni. Þegar við vor-
um á Ítalíu síðasta sumar átti ég
yndislegan tíma með henni.
Ömmu þótti gaman að spila og
við spiluðum Ólsen ólsen sem var
mjög gaman. Við fórum oft sam-
an niður að sundlauginni og sát-
um saman í sólinni og spjölluð-
um.
Ég hringdi í hana nánast dag-
lega og spjallaði við hana um
daginn og veginn og hvernig hún
hefði það og hún spurði um minn
dag. Það var mjög gott að tala við
hana og ég á eftir að sakna þess-
ara símtala okkar.
Á kvöldin þegar ég var yngri
þá voru alltaf tveir hlutir sem við
áttum að gera fyrir svefninn,
annars vegar bursta tennurnar
og hins vegar fara með Faðir
vorið. Alltaf gerðum við það.
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst henni og fengið að vera
með henni áður en hún kvaddi
okkur. Núna eru hún og afi sam-
an og verða alltaf með okkur.
Dagný Haraldsdóttir.
Amma kvaddi þann 18. júlí.
Ég var alltaf stoltur af henni.
Fimm ára ég taldi hana í ofur-
hetjuflokki fyrir það að geta tek-
ið út úr sér tennurnar. Það sum-
ar kom amma suður og skellti sér
með okkur mömmu í Vesturbæj-
arlaugina. Ég dró hana sam-
stundis að heita pottinum, þar
sem saman sátu allir gömlu kall-
arnir sem ég talaði alltaf við, og
tilkynnti með miklu stolti að
hérna væri komin amman sem
gæti tekið út úr sér tennurnar.
Þrátt fyrir þessa góðu viðkynn-
ingu vildi hún alls ekki sýna fram
á mátt sinn. Eða fara í heita pott-
inn.
Þetta er bara ein sagan af æv-
intýrum okkar ömmu en undan-
farin ár var hún farin að minnast
reglulega á þau. Ég fór þá að
spyrja um hennar æsku – hvern-
ig var eiginlega lífið í Kollsvík
þegar hún var ung? Jú, einhvern
veginn eins og í bók eftir Enyd
Blyton. Til dæmis þurfti hún
reglulega að flýja undan fjöru-
lallanum, bjargaði einu sinni
ónefndri systur sinni sem hafði
fest sig á strönduðum borgarís-
jaka, glímdi við steinbíta í litlum
árabátum og fór svo í kyssuleiki
á jólaböllum …
Sem barn eyddi ég mörgum
sumrum á Akureyri – eftir að
hafa farið með ömmu í Kjarna-
skóg, spilað með henni fótbolta á
Sana-vellinum, farið í fjöruna og
fleytt kellingar og tínt steina,
kíkt í heimsóknir, talið tölurnar
og staflað keflunum endaði ég oft
á að lesa það sem var hendi næst.
Rakel Grímsdóttir HINSTA KVEÐJAÞað fækkar í hópnum
okkar. Rakel mágkona mín
hefur kvatt.
Minningin er fögur og
við þökkum fyrir vináttu
hennar.
Til þeirra Jónasar var
ætíð farið, á árum áður, er
fjölskyldan á Frostastöðum
fór til Akureyrar. Þar var
góður samastaður, sem enn
er minnst, og móttökur
ætíð rausnarlegar, við hæfi
ungra gesta. Fyrir það er-
um við þakklát.
Heimilið þeirra var fal-
legt og hlýtt og endurspegl-
aði hug og hjarta þeirra
hjóna.
Hugheilar samúðar-
kveðjur.
Helga Bjarnadóttir
og fjölskylda.
Elsku afi Bimbi,
þú ert og munt allt-
af vera æðislegasti
afi sem til er í heim-
inum. Við þökkum
fyrir öll árin sem þú
hefur verið hjá okkur. Að kenna
okkur golf og horfa á okkur spila
fótbolta eða bara með okkur að
horfa á fótbolta. Við eigum marg-
ar góðar minningar með þér og
geymum þær í hjarta okkar. Við
fundum alltaf fyrir því hvað þú
elskaðir okkur mikið og varst
stoltur af okkur. Við ætlum að
gera okkar besta að halda áfram
að gera þig stoltan. Eitt í lokin
Finnbogi Gíslason
✝ Finnbogi Gísla-son fæddist 12.
október 1933. Hann
lést 29. júní 2016.
Útför hans var
gerð 8. júlí 2016.
sem mig langar að
minnast er frá
skólaverkefni sem
ég var að vinna í
sálfræði þar sem ég
átti að taka viðtal
við afa eða ömmu. Í
lokin spurði ég þig
hvaða ráð þú gætir
gefið mér og litla
bróður mínum. Þú
svaraðir: „Þú og
Raggi þurfið ekki á
neinum ráðum að halda, þið eruð
svo flottir strákar, en eitt sem
þið megið fylgja eftir er að vera
alltaf trúir sjálfum ykkur og vera
góðar manneskjur því það skiptir
ekkert annað meira máli. Nema
bara að muna að byrja ekki að
safna skuldum!“ Það fannst þér
fyndið.
Þínir afastrákar,
Ari og Ragnar.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURLAUG PÉTURSDÓTTIR,
síðast til heimilis að Sóltúni 2,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
17. júlí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 28. júlí klukkan 13.
.
Björgvin V. Björgvinsson, Alma Björk Guttormsdóttir,
Pétur Reimarsson, Hera Sigurðardóttir,
Gréta R. Snæfells,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
AÐALSTEINN S. ÓLAFSSON,
lést á háskólasjúkrahúsinu í Ann Arbor,
Michigan, Bandaríkjunum, miðvikudaginn
20. júlí. Minningarathöfn haldin í Michigan
27. júlí. Minningarathöfn á Íslandi verður auglýst síðar.
.
Margrét Ágústsdóttir,
Ólafur Ágúst Aðalsteinsson, Barbara Olafsson,
Bjargey Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Guðjónsson,
Anna Ruth Aðalsteinsdóttir,
barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir og amma,
GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum í
Mosfellsbæ, laugardaginn 23. júlí.
Útförin fer fram í Háteigskirkju fimmtu-
daginn 28. júlí klukkan 13. Minningarathöfn verður í
Egilsstaðakirkju laugardaginn 30. júlí klukkan 13 og jarðsett í
heimagrafreitnum á Egilsstöðum.
.
Ingimar Sveinsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Yndislega systir okkar,
ÁSDÍS GÍSLADÓTTIR,
Grundarlandi 17,
lést á heimili sínu mánudaginn 25. júlí. Útför
Ásdísar verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Kristján Benedikt Gíslason,
Álfgeir Gíslason,
Ragnar Gíslason,
Sigfinnur Steinar Gíslason.
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
BJARNEY HALLDÓRA BJARNADÓTTIR
frá Norðfirði,
lést mánudaginn 26. júlí á hjúkrunar-
heimilinu Dyngju, Egilsstöðum. Jarðarförin
verður auglýst síðar.
.
Kristján Gissurarson,
Gissur Ó. Kristjánsson, María Þ. Helgadóttir,
Bjarni H. Kristjánsson, Nanna H. Tómasdóttir,
Eðvarð Björn Kristjánsson,
Lilja E. Kristjánsdóttir, Ari Páll Albertsson,
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERLA SÖRLADÓTTIR,
lést föstudaginn 22. júlí. Útförin verður
auglýst síðar.
.
Guðbjörg Ásta Guðmundsdóttir,
Ingibjörg Goldberg, Jersey Goldberg,
Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir,
Katrín Guðmundsdóttir, Árni Freyr Sigurlaugsson,
Erla Rúna Guðmundsdóttir, Jens Guðfinnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.