Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 60
60 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 ✝ ÞóraEiríksdóttir fæddist 1. ágúst 1933 á Siglufirði. Hún lést á heimili sínu 27. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru Eiríkur Þorvaldsson skip- stjóri, f. 1904, d. 1941, frá Karlsstöð- um, Berufjarð- arströnd, og Guð- finna Gísladóttir húsmóðir, f. 1903, d. 1998, frá Krossgerði, Berufjarðarströnd. Systur Þóru eru Valborg, búsett í Reykjavík, f. 1931, og Elsa, búsett í Eng- landi, f. 1936. Þóra var gift Tryggva Sveinssyni, f. 20. júní 1934 í Vestmannaeyjum. Fað- ir:Sveinn Sigurhansson, múr- arameistari og vélstjóri. Móðir: Sólrún Ingvarsdóttir húsfreyja. Tryggvi starfaði lengst af sem stýrimaður og skipstjóri hjá Rík- isskipum og öðrum skipafélög- um. Hann vann einnig sem verk- stjóri hjá Rarik. Börn þeirra eru: 1) Skúli verkfræðingur, f. 1958, d. 1998. Kona hans var Jónína Magnúsdóttir. Synir þeirra eru: a) Magnús Ágúst, í sambúð með Aldísi Helgu Egilsdóttur, þau eiga tvö börn, og b) Árni Þór. 2) Sólrún, kennari og sjúkraliði, Borgarnesi, f. 1959, í sambandi með Jóhannesi Gunnarssyni. Börn Sólrúnar og Úlfs Guð- Péturssyni sem fórst árið 1941. Þóra gekk fyrstu skólaárin í Laugarnesskóla. Hún var gagn- fræðingur frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar árið 1949. Hún var í námi við Húsmæðraskóla Reykjavíkur árið 1950. Lauk prófi við Hjúkrunarskóla Íslands árið 1955. Hún lauk námi í upp- eldis- og kennslufræði við Kenn- araháskóla Íslands árið 1979. Hjúkrunarfræðingur á Landspít- alanum frá mars 1955 til júní 1956. Vann á Lasarettet Gavle, Svíþjóð, handlækningadeild frá júní 1956 til desember sama ár. Frá janúar 1957 til febrúar 1958 vann hún á Landspítalanum, fæð- ingardeild. Þóra vann á Vífils- stöðum frá 1966 til 1979. Hún var kennari við Sjúkraliðaskóla Ís- lands frá 1979 til janúar 1980 og hjúkrunarfræðingur á Sunnuhlíð frá 1980 til 1990. Þóra ferðaðist víða um landið á sínum æskuár- um og hafði alla tíð yndi af útivist og ferðalögum. Þóra kynntist manni sínum Tryggva í Vest- mannaeyjum árið 1954. Þau gift- ust árið 1957 og bjuggu fyrst í Reykjavík. Frá árinu 1966 bjuggu þau að Hrauntungu í Kópavogi. Hún sigldi utan með manni sínum sem starfaði á fraktskipum, m.a. að botni Mið- jarðarhafs. Seinna keyptu þau hjónin skútu sem þau sigldu um strendur landsins. Hún stundaði gönguferðir með vinum og ætt- ingjum og gekk m.a. Laugaveg- inn þá orðin sextug. Útför Þóru fór fram í kyrrþey 13. júlí 2016. mundssonar eru: a) Tryggvi Örn, í sam- búð með Marie Ang- lade, b) Þóra Ágústa, í sambúð með Sigurgeiri Sig- urðssyni, þau eiga eitt barn, c) Sólveig Heiða, í sambúð með Þórarni Hall- dóri Óðinssyni, þau eiga eitt barn. 3) Ei- ríkur Sveinn rekstr- arfræðingur, Reykjavík, f. 1963, kona hans er Steinunn Jóns- dóttir, börn þeirra eru: a) Davíð Örn, í sambúð með Hildi Kjart- ansdóttur, b) Guðfinna, maki Einar Jóhannes Guðnason. 4) Tryggvi Þór verkamaður, Reykjavík, f. 1965. Barn Tryggva Þórs og Aldísar Þorbjarnardótt- ur er Alexandra Rós. Dóttir Al- dísar er Ylva Dís Knútsdóttir, í sambúð með Ágústi Inga Sæv- arssyni, þau eiga eitt barn. 5) Gísli verkfræðingur, Kópavogi, f. 1967, í sambúð með Helgu Guð- rúnu Snorradóttur. Barn Gísla og Kristínar Lilju Þorsteinsdótt- ur er Róbert. Sonur Helgu er Snorri Páll Þórðarson, í sambúð með Hlín Gunnlaugsdóttur. Þóra og systur hennar tvær voru allar fæddar á Siglufirði. Árið 1938 flytur fjölskyldan til Reykjavíkur og bjó lengst af í Helgadal í Kringlumýri. Faðir Þóru var skipstjóri á m/b Hirti Við viljum með þessum orðum minnast móður minnar og tengda- móður. Eitt af því sem ég man hvað fyrst úr æsku var að mamma kom og bað með mér og kom og signdi yfir mig. Hún hafði fengið þessa barnatrú frá móður sinni, henni Guðfinnu ömmu minni, sem var lifandi trúuð kona. Amma hafði gengið í gegnum erfiða reynslu með því að ala ein upp þrjár dætur. Eiríkur afi dó þegar mamma var fimm ára. Til stóð að senda systurnar í fóstur en amma hafði trú og þrautseigju til að hafa dætur sínar hjá sér. Ég minnist einnig móður minnar, að hún var mjög fyrirgefandi mann- eskja. Var það nauðsynlegt með fimm börn og þrír yngstu dreng- irnir mjög fjörugir og gerðu ekki alltaf allt rétt. Við minnumst þess einnig að það var hún sem kenndi börnum okkar Faðir vorið og bað með þeim áður en þau fóru að sofa þegar þau gistu hjá henni. Á síðari árum var mamma farin að sækja samkomur í Fíladelfíu og naut hún þess, sérstaklega tónlistar- innar og prédikunarinnar. Stein- unn hafði einnig gaman af því að koma og segja henni til með prjónaskap og aðra handavinnu og mamma naut þess að sýna hvað hún var með á prjónum. Það líka gaman þegar mamma bauð okkur í mat og minnti mig gjarnan á það að ég væri of þungur. Samt sagði hún: „Viltu ekki fá þér meira. Það er nóg til og í lagi svona einu sinni.“ Að lokum látum við fylgja með orð Páls postula. „Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir hvorki kraftar, hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört okkur við- skila við kærleika Guðs, sem birt- ist í Kristi Jesú Drottni vorum.“ Rómverjabréfið 8:38-39. Eiríkur Sveinn og Steinunn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, minn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Elsku besta mamma mín er lát- in. Hún var sterk, dugleg, ósér- hlífin og ávallt reiðubúin til að rétta hjálparhönd hvar og hvenær sem var. Hún gætti barna minna þegar þau voru lítil. Eins vorum við ávallt velkomin að koma og dvelja í Hrauntungu þegar við komum í bæinn, þegar við bjugg- um fyrir austan og síðar í Borg- arnesi. Einnig bjuggu tvö eldri börnin hjá ömmu og afa þegar þau hófu nám í Háskóla Íslands. Tryggvi Örn og Marie eiga sitt annað heimili í Hrauntungu þegar þau koma til Íslands frá París, amma og afi alltaf tilbúin að taka á móti þeim. Mamma er búin að vera dugleg að styðja pabba í sínum veikind- um þrátt fyrir að vera veik sjálf. Aldrei kvartaði hún og bað aldrei um aðstoð eða hjálp. Það lýsir henni vel þegar heimilislæknir hennar talar um að hún hafi verið algjör nagli sem vílaði ekkert fyrir sér. En þó svo að við fjölskyldan vissum um veikindi mömmu þá áttum við ekki von á að kallið kæmi þetta snemma. Enda var mamma á fullu að skipuleggja sumarið. Ætlaði að bjóða til sín frænda sínum og hans fólki frá Bandaríkjunum. Eins ætlaði hún að kalla saman langömmubörnin sín. Svo var hún búin að skipu- leggja að fara í ferð um landið með systur sinni sem býr í Eng- landi og hennar fólki þegar það kæmi til Íslands í haust. Svona var mamma alltaf með einhver plön og eitthvað í gangi. Það beið miði við símann heima hjá henni þar sem hún ætlaði greinilega að staðfesta sumarferð með Póstin- um daginn eftir að hún lést. Sjald- an dauður tími hjá henni. Pabbi og mamma voru dugleg að stunda sund og fóru lengst af gangandi með bakpoka á bakinu og ná- grannar kölluðu þau bakpokafólk- ið. En eftir að heilsan fór að versna hjá mömmu þá voru þau farin að fara á bílnum. En dugleg var hún að synda og fannst hún alltaf betri eftir sundið. Hún sagð- ist ekki skilja í hvað fólk á hennar aldri sem hætt var að vinna, gerði við tíma sinn ef það hefði engin áhugamál. Ég kveð mömmu mína með söknuði en minning hennar mun lifa í hjörtum okkar allra. Hennar verður ávallt sárt saknað. Takk fyrir allt og allt, elsku mamma mín. Þín elskandi dóttir, Sólrún. Haustlaufin falla, Monika móðir, mjöllin flögrar um sleginn teig. Frostsins gustur um fölar slóðir fyllir hjarta mitt dimmum geig. Þung og máttvana er þráin mín, þrotlaus vegurinn heim til þín. Álút þú situr við aringlóð veika, ótt gengur skyttan með hárauðan þráð. Hárauðir glampar um hærurnar leika, hvarfla um andlitið dulrúnum skráð. Meðan slær súgi á syfjaðan eld, syninum þínum þú vefur feld. Þar vil ég sitja, þar til við hæfi þykir að fella lífsvefinn minn. Grunnurinn dökki, það er mín ævi, ívafið rauða er kærleikur þinn, mjúkt og rautt, sem sú móðurást, sem manni engum í nauðum brást. (Oscar Levertin) Þessi þrjú erindi eru úr ljóði sem heitir Monika og er í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Mamma las mikið ljóð og hafði sérstakt dá- læti á ljóðaþýðingum Magnúsar Ásgeirssonar. Höfundur ljóðsins er sænskur. Sem er einnig svo við hæfi þar sem mamma hafði mikil tengsl við Svíþjóð á sínum yngri árum. Mig langar að nefna fáein atriði um hvernig vinafólk mömmu lýsir henni. „Vandfundinn er heil- steyptari vinur, trygglynd, ósér- hlífin, hjálpsöm, umhugað um aðra, mjög sjálfstæð, drífandi, kraftmikil og atorkusöm, rík rétt- lætiskennd, hress og lifandi, geisl- andi framkoma, fylgdist vel með öllu sem var að gerast, vel lesinn, stolt, viðkvæm, kletturinn í fjöl- skyldunni.“ Já, ég get svo sann- arlega tekið undir þetta. Kraftur- inn og dugnaðurinn var gífurlegur að mínu viti. Spurði mig stundum, hvaðan hefur hún þennan kraft og viljastyrk. Trúlega frá móður sinni. Enda henni lýst af mörgum sem mjög lík móður sinni, hvað varðar gjafmildi og að mega ekk- ert aumt sjá. En kraftinn, dugn- aðinn og áræðnina gæti hún líka hafa fengið frá Eiríki föður sínum. Í minningargrein frá 1941 er hon- um lýst sem áræðnum og dug- miklum formanni og skipstjóra. Og greinilegt að hann var það. Nú síðustu mánuði í sínum veikind- um, kvartaði mamma aldrei né lét sem hún væri með skerta starfs- orku. Enda vissu mjög fáir af hennar veikindum. Yfirvegað tókst hún á við hin daglegu störf og var með margar áætlanir um framtíðina. Að kalla fólk saman í veislu, skipuleggja ferðalög og margt fleira. Okkar samband var alltaf mjög náið. Til að ná tengslum þurftum við ekki að segja neitt, skildum hvort annað og sýndum hlutina í verki. Hún studdi mig með ein- stöku örlæti og ráðum og dáð en ég reyndi að hjálpa til, þótt það séu smámunir miðað við allt það sem hún gerði fyrir mig. Reyndar var hún alla tíð minn helsti ráð- gjafi og var mér svo mikið í lífinu. Ég mun alltaf sakna þín, elsku mamma. Þinn elskandi sonur, Gísli. Það var á köldum en fallegum nóvemberdegi fyrir nær átján ár- um að ég hitti Þóru fyrst. Ég gleymi aldrei þeirri mynd sem festist í huga mér af henni og situr þar enn. Hún minnti mig þá, og hefur ávallt gert síðan, á hafgyðju eins og þær sem gjarnan stóðu fremst í stafni fornra fleyja og horfðu fram. Alltaf fram. Þóra var hnarreistasta, stoltasta og um- fram allt heilsteyptasta og hrein- skiptasta manneskja sem ég hef kynnst. Alltaf samkvæm sjálfri sér, meinti það sem hún sagði og sagði það sem hún meinti. Hún var skaphitamanneskja sem stjórnaðist af rödd hjarta síns en gleymdi um leið aldrei hjörtum annarra. Hún var rausnarleg fram úr hófi og raunagóð með af- brigðum, hafði skýra sýn á menn og málefni og lét fátt sér óviðkom- andi. Þóra var af þeirri kynslóð sem ekki bar tilfinningarnar sínar á torg heldur lét verkin tala og var ávallt hlý, ræktarsöm og örlát á sjálfa sig. Þóra varð aldrei „göm- ul“, hvorki andlega né líkamlega. Hún synti nær daglega sinn rúm- lega kílómetra eins og sú hafgyðja sem hún var og hugurinn sífrjór, leitandi og opinn, alltaf tilbúin að læra eitthvað nýtt. Það eru forréttindi að fá að hafa verið hluti af lífi Þóru og hennar fjölskyldu frá okkar fyrsta fundi, þegar hún og Tryggvi tóku mig, Ylvu Dís og Alexöndru Rós, þá ófædda, undir sinn verndar- væng. Forréttindi að hafa notið þeirra hlýju, umhyggjusemi og vináttu óslitið og forréttindi fyrir dætur mínar að eiga ömmu eins og hana. Það er eiginlega ekki hægt að kveðja manneskju eins og Þóru því kona eins og hún einfald- lega hættir ekkert að vera. Hún lifir áfram. Í ómetanlegum minningunum, í svip og svipbrigð- um afkomenda sinna og síðast en ekki síst í öllum sínum góðu gjörð- um. Eftir situr óendanlegt þakklæti fyrir alla hennar gæsku gagnvart mér og mínum. Megi alheimssól á hana skína og himnarnir umvefja hennar sál. Þangað til næst. Aldís Þorbjarnardóttir. Elsku amma. Mikið er þetta allt óraunverulegt og í raun frá- leitt að þú sért farin. Þú sem við héldum að yrðir alltaf hluti af okk- ur og auðvitað verður þú það, því ömmur eins og þú með svona stóra sál og stórt hjarta hætta aldrei að vera. Þú verður alltaf til því sumir hætta því einfaldlega ekki.Við erum svo ríkar af dýr- mætum minningum um óteljandi stundir. Ýmist með þér einni, þér og afa og svo okkur öllum með stórfjölskyldunni í sumarbústaða- ferðum, tjaldferðum, berjaferð- um, endalausum matar- og kaffi- boðum, jólaboðum, heimsóknum og bara í öllu lífinu. Þú elskaðir að kalla fjölskylduna saman og naust þess að veita af gnægtabrunni þínum. Nær undantekningalaust eyddum við svo gamlárskvöldun- um saman á Hrauntungunni og þar varst þú hrókur alls fagnaðar. Enginn gat glaðst eins og þú. Við reynum að reynast afa sem best því hann er eitthvað svo hníp- inn og berskjaldaður í sorginni, enda þið búin að ganga saman á vegi lífsins í um sextíu ár. Við er- um það eiginlega líka en við reyn- um að púsla okkur öllum saman því við vitum að það myndir þú vilja. Þú myndir vilja að við horfð- um fram á við. Alltaf fram eins og þú. Nú ert þú orðin skærasta og flottasta stjarnan á himninum og hverfur okkur aldrei sjónum eða við þér. Takk fyrir að hafa verið og að vera. Þínar ömmustelpur, Alexandra Rós og Ylva Dís. Elsku systir okkar og vinkona alla tíð er horfin af þessu jarðríki og við söknum hennar mikið. Við höfum ævinlega átt margt sam- eiginlegt og staðið þétt saman þegar á hefur þurft að halda. Söknuði okkar systra verður eig- inlega best lýst með eftirfarandi kvæði: Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Hér áður fyrr, þegar við vorum með heimili og börnin ung, gerð- um við margt sameiginlegt., t.d. héldum upp á afmæli og gerðum ýmislegt annað skemmtilegt. Didda, systir okkar, býr í Eng- landi og hún hefur oft og iðulega haft börnin okkar hjá sér um lengri eða skemmri tíma. Einnig bjó dóttir Diddu, ásamt vinkonu sinni, á heimili Þóru og Tryggva, eiginmanns hennar, eitt sumar. Þóra vildi alltaf vera að gera eitthvað fyrir aðra og hún hefði gefið sinn síðasta pening eða sína síðustu flík ef einhver annar hefði þurft á því að halda. Það er svo margt jákvætt hægt að segja um elsku Þóru að það væri efni í heila bók. Góðvildin var svo mikil og gleðin við að gleðja aðra, ásamt umhyggjunni sem skipaði einstaklega stóran sess í allri hennar framkomu. Oft fórum við Þóra að heim- sækja Diddu systur í Englandi, ásamt eiginmönnum okkar, og var það alltaf jafnyndislegt ferðalag. Við systur vorum alla tíð svo samrýndar. Í sumar var meining- in að Didda og fleiri úr hennar fjölskyldu kæmu hingað og ætl- uðum við systur að ferðast saman. En svona getur lífið breyst, við ráðum ekki alltaf okkar nætur- stað. Það verður mikill söknuður að hafa Þóru systur ekki lengur hjá okkur. Við látum vera að rekja hér fer- il hennar sem hjúkrunarfræðings og kennara en látum öðrum það eftir. Eins og áður er sagt söknum við hennar mjög mikið en sökn- uðurinn er þó mestur hjá elsku Tryggva, eftirlifandi eiginmanni hennar, og fjölskyldu þeirra hjónanna. Nú, þegar komið er að leiðar- lokum, sitjum við systur hér með tár í augum en svona er lífið, mað- ur verður að taka því sem að höndum ber. Elsku Tryggvi okkar og fjöl- skylda, söknuður ykkar er óskap- lega mikill en einhvern tíma mun þó birta aftur til. Þannig er gang- ur lífsins. Guð styrki ykkur og styðji. Elsa og Valborg Eiríksdætur. Frænka mín, Þóra Eiríksdótt- ir, er látin. Merkileg kona, frænka og góð vinkona er horfin af sjón- arsviðinu, en við sem eftir sitjum minnumst skemmtilegra sam- verustunda og ræktarsemi henn- ar í garð fjölskyldunnar. Reyndar er varla hægt að nefna nafn Þóru nema Tryggvi fylgi með, en þau voru afar samhent hjón og heimili þeirra var alltaf opið fyrir ætt- ingja og vini. Þóra og Tryggvi voru góð við aldraðan föður minn, en hann var móðurbróðir Þóru. Eins og marg- ir vita var sundíþróttin í hávegum höfð í Hrauntungu. Þóra hugsaði vel um heilsuna og var mikil sund- kona. Þegar faðir minn gat ekki lengur ekið bíl, tóku Þóra og Tryggvi hann oft með sér í Kópa- vogslaugina. Það var ómetanlegur stuðningur sem sýnir vel hug þeirra til föður míns, sem Þóra kallaði alltaf „frænda“. Þóra var sjálfstæð, félagslynd, atorkusöm, fylgdist vel með þjóð- málum. Hún var réttsýn og kom alltaf hreint og beint fram. Þóra var víðlesin og fróð og mig grunar að alltaf hafi frænka mín haft góða bók á náttborðinu. Menningu og listum sinnti Þóra af áhuga, sótti ýmsa viðburði og leik- húsið var hennar yndi. Henni féll aldrei verk úr hendi, sat oft við hannyrðir og alltaf var hún með eitthvað á prjónunum. Þóra var áhugasöm um náttúruna og marg- ir eiga góðar minningar með henni í gönguferðum. Þóra var hjúkrunarfræðingur og kennari að mennt. Hún átti langan og farsælan starfsferil sem hjúkrunarfræðingur. Henni var umhugað um velferð annarra enda helgaði hún líf sitt því að bæta líf þeirra veiku og þjáðu. Hún lagði metnað og umhyggju í öll sín verk og betri samstarfs- mann var vart hægt að finna. Það þekki ég af eigin reynslu. Alltaf boðin og búin að leiðbeina öðrum. Það var árið 1980 sem nokkrar frænkur stofnuðu saumaklúbb sem hefur einfaldlega gengið und- ir heitinu Frænkuklúbburinn. Þóra var ein af stofnendum klúbbsins enda vissi hún sem var að „klúbbar“ af þessu tagi stuðla að meiri og betri tengslum innan fjölskyldna. Kæri Tryggvi. Innilegar sam- úðarkveðjur til þín og barna þinna. Við kveðjum nú duglega konu sem var svo sannarlega vinur vina sinna. Vilborg Aðalsteinsdóttir. Hún Þóra vinkona okkar er lát- in! Við sem erum nýbúnar að hafa „hitting“ og Þóra var þar hress og kát að vanda. Við sáum samt að eitthvað var vinkona okkar farin að láta undan, þó hún bæri sig vel og kvartaði ekki. Við sem þetta ritum vorum svo heppnar að hafa átt Þóru sem samstarfskonu og yfirmann á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fyrir nokkuð mörgum árum síðan. Sem slík var hún einstök kona sem hreif alla með sér með sinni glaðværð, jákvæðni, vinnusemi og ósérhlífni. Það var alltaf líf og fjör þar sem Þóra var. Enda munaði hana ekk- ert um að ganga í vinnuna, synda þúsund metrana eftir vinnudag- inn og ganga svo heim aftur. Og auðvitað fór Þóra alltaf í útiklef- ann í sundlauginni, í öllum veðr- um. Þessu hélt Þóra áfram eftir að hún lét af störfum vegna aldurs, notaði þó stundum göngustafi eða brodda í verstu veðrunum. Hún játaði fyrir hópnum okkar í einum hittingnum nýlega að hún hefði löngu verið hætt að telja metrana í sundferðunum því ferðirnar í sundlauginni voru svo margar. Þóra var óþreytandi við að kalla okkur saman og bjóða heim, hún hélt vel um hópinn sinn. Þó við værum flestar löngu hættar að vinna saman og margar okkar komnar á eftirlaun þá héld- um við hópinn áfram, með að hitt- ast nokkrum sinnum á ári. Þóra átti sinn þátt í því að viðhalda vin- skapnum, að nú væri kominn tími á að hittast. Alltaf var jafn gaman hjá okkur og margs að minnast. Ekki datt okkur í hug þegar við hittumst á kaffihúsi fyrir ekki svo mörgum dögum síðan að þetta væri í síðasta skiptið sem Þóra „okkar“ eins og við kölluðum hana gjarnan, væri með okkur. Hver veit nema hún eigi eftir að fylgjast með okkur áfram. Kæri Tryggvi, við vottum þér, börnum ykkar, barnabörnum og fjölskyldunni allri innilega samúð. Missir ykkar er mikill, megi minn- ing um dásamlega konu vera ykk- ur styrkur í sorg ykkar. F.h. Sunnuhlíðarhópsins, Guðrún S. Viggósdóttir. Elsku Þóra. Þú varst glæsileg kona í fasi og framkomu. Sjálfstæð, hjálpsöm, atorkusöm og hafðir brennandi Þóra Eiríksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.