Morgunblaðið - 27.07.2016, Síða 54

Morgunblaðið - 27.07.2016, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fyrstu íslensku sumarleikarnir (www.sumarleikarnir.is, www.summergames.is) verða haldnir á Akureyri um versl- unarmannahelgina. Taka Sum- arleikarnir við af eldri hátíðum bæjarins en eins og lesendur muna hafa gestirnir streymt á viðburði eins og Halló Akureyri og Eina með öllu. Halldór Óli Kjartansson, við- burðastjóri hjá Iceland Summer Games, segir sumarleikana kallast á við vetrarleikana sem Akureyr- ingar hafa efnt til undanfarin þrjú ár. „Um verslunarmannahelgina blöndum við saman almennri skemmtun í miðbænum fyrir alla fjölskylduna og alls kyns tækifær- um til að stunda hreyfingu og úti- vist.“ Þessar nýju áherslur end- urspegla þá þróun í ferðaþjónustu að vaxandi hópur fólks sækir í að tvinna saman gott frí með fjöl- skyldunni og holla hreyfingu. „Við byrjuðum strax 22. júlí með Hjól- reiðahelgi Greifans þar sem mjög skemmtileg og fjölbreytt keppni á Akureyri og út á Tröllaskaga var í aðalhlutverki,“ segir Halldór. „Í vikunni fram að verslunarmanna- helgi höldum við síðan alþjóðlegt golfmót fyrir unglinga. Þangað koma upprennandi stórstjörnur golfíþróttarinnar á aldrinum 12 til 21 árs og verða eflaust margir þátttakenda atvinnumenn í golfi þegar fram líða stundir.“ Lyft og hlaupið Meðal þess sem verður í boði um verslunarmannahelgina er fjallahlaup á Súlur, kallað „Súlur Vertical“ upp á enska vísu. „Við ætlum líka að hjóla Eyjafjarð- arhringinn sem er vinsæl hjólaleið við allra hæfi, og eins að farin verður 100 km hjólreiðakeppni fyrir lengra komna upp að Goða- fossi og til baka,“ segir Halldór. Á laugardeginum eru afl- og þrekleikarnir haldnir á flötinni fyrir neðan hús Leikfélags Ak- ureyrar og UFA stendur fyrir þrí- þrautarkeppni á sunnudeginum. Þá fer fram Íslandsmeistaramót ungmenna og öldunga í klass- ískum kraftlyftingum og stefnir í bæði fjölmenna og spennandi keppni. Af öðrum dagskrárliðum má nefna stelpukvöld hjá líkamsrækt- inni Bjargi á fimmtudag og kirkju- tröppuhlaup á föstudag. „Pabbar og pönnsur er nýr viðburður, og er sá dagskrárliður haldinn til styrktar Hetjunum, stuðnings- félagi langveikra barna,“ segir Halldór. Vitaskuld verður fjölbreytt tón- listar- og skemmtidagskrá sam- hliða íþróttaviðburðunum. Dyn- heimaballið á Sjallanum er á sínum stað á föstudeginum, og bandið Dúndurfréttir á Græna hattinum sama kvöld. Á laugardag troða m.a. upp Made in Sveitin, Killer Queen og Páll Óskar og á sunnudag geta hátíðargestir dillað sér við tónlist Skítamórals, Úlfs Úlfs, Glowie og Hvanndalsbræðra, svo nokkrir séu nefndir, á Spari- tónleikum hátíðarinnar sem enda með flugeldasýningu. Viðburðaríkt sumar Halldór segir fyrirtaksaðstöðu í bænum, nóg af tjaldstæðum og margt að sjá og gera bæði á Ak- ureyri og á svæðinu í kring og gæti t.d. verið upplagt að líta við á Sæludögum á Siglufirði eða heim- sækja Jarðböðin í Mývatnssveit. „Hér er mikið um hátíðir og við- burði allt sumarið og gæti fólk í raun haft Akureyri sem miðstöð fyrir heilan mánuð af hátíðahöld- um með viðburðum eins og Fiski- deginum á Dalvík og landbúnaðar- og handverkshátíðinni í Hrafna- gili.“ Íþróttir og mikið fjölskyldufjör  Hátíðahöldin á Akureyri verða með ögn breyttum áherslum  Heil vika undirlögð af íþróttaviðburðum Upplifun Allir ættu að finna eitthvað sem þeim líkar. Metnaður Margir vinsælustu tónlistarmenn landsins troða upp á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hasar Mikil umferð verður um tröppurnar. Siglufjörður iðar af lífi um versl- unarmannahelgina. Síldarævintýrið er núna haldið í 26. sinn og geta gestir bæði fengið að kynnast merkilegri sögu bæjarins og notið fjölbreyttar skemmtidagskrár. Kristinn Reimarsson er fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar: „Að vanda leggjum við áherslu á að höfða til fjölskyldufólks og leikur Síldarminjasafnið stórt hlutverk í dagskránni. Á aðaltorginu verður hægt að fylgjast með síldarsöltun og fá að smakka ljúffenga síldina.“ Í upphafi 20. aldar voru síldveiðar einn helsti atvinnuvegur landsins og Siglufjörður höfuðborg íslenska síldveiðigeirans. Þangað streymdi fjöldi fólks á vertíð og oft að gleðin ríkti á milli þess sem unnið var af hörku. Þótt stritið sé liðin tíð þá lifir gleðin áfram í hátíðinni og verður margt um að vera: „Af hápunktum Síldarævintýris má nefna síld- arsöltun á vegum Síldarminjasafns- ins og svo samkeppni um besta síld- arréttinn í samvinnu við Kaffi Rauðku. Við bjóðum upp á tónleika, gönguferðir, veglega barnadagskrá og ýmsa viðburði þar sem heimafólk stígur á svið,“ segir Kristinn. Meðal þeirra skemmtikrafta sem von er á má nefna Hreim og Made in Sveitin og AmabAdamA. Lína Langsokkur verður líka á staðnum og Íþróttaálfurinn mætir ásamt öðr- um íbúum Latabæjar. „Einar töfra- maður verður hérna líka, og Söngvaborg með þeim Sigríði Bein- teins og Maríu Björk sem jafnframt stjórna söngvakeppni fyrir börnin.“ Hlýlegt andrúmsloft Síldarævintýrið er með stærstu bæjarhátíðum verslunarmanna- helgarinnar og segir Kristinn að gestafjöldinn sé vanalega á milli 3.000 og 5.000 manns. „Margir brottfluttir Siglfirðingar nota tæki- færið til að heimsækja gamla bæinn sinn og skapast hlýleg fjöl- skyldustemmning á svæðinu. Þetta góða andrúmsloft hefur vafalítið átt sinn þátt í hvað hátíðin hefur farið vel fram.“ Nóg er af tjaldstæðum, bæði í bænum sjálfum og í nálægum byggðum og þá opnaði nýtt hótel fyrir ári síðan þar sem ætti að fara vel um þá sem vantar tjald eða tjaldvagn. „Hér er að finna fjölda veitinga- og gististaða, góða inni- sundlaug á Siglufirði og útisundlaug með rennibraut í Ólafsfirði. Ekki kostar á hátíðina sjálfa, en fólk greiðir fyrir tjaldstæði eða gistingu og borgar inn á dansleikina,“ út- skýrir Kristinn. Þeir sem vilja stunda íþróttir eða útivist taka kannski golfsettið með en haldið verður golfmót á laug- ardeginum. „Á sunnudag er dorg- veiðikeppni og þá höfum við skipu- lagt fjölskylduratleik um skógræktarsvæðið. Börnin geta far- ið frítt á hestbak og í Alþýðuhúsinu verður að vanda vinsæl listasmiðja fyrir börnin. Ekki má heldur gleyma Ljóðasetrinu sem verður með menningarlega dagskrá hvern einasta dag hátíðarinnar, og sunnu- dagsmessunni í skógræktarlund- inum.“ ai@mbl.is Hver verður með besta síldarréttinn?  Matarmenning, bókmenntir, náttúra og fjölskylduvæn afþreying á Siglufirði Rætur Saga bæjarins er samofin síldinni. Vel fer um gesti á Siglufirði og nóg af afþreyingu og þjónustu í boði. Handtök Síldarsöltun með gamla laginu er aldeilis ekki á allra færi. VERSLUNARMANNAHELGIN 2016

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.