Morgunblaðið - 13.08.2016, Síða 8

Morgunblaðið - 13.08.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016 Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður Sími 560 4300 | www.saltkaup.is | saltkaup@saltkaup.is Jólin nálgast, ekki falla á tíma Kíktu á heimasíðunawww.saltkaup.is Auglýstu fyrirtækið á ódýran hátt ... Áprentaðir burðarpokar fyrir fyrirtæki Hafðu samband við sölumann fyrir frekari upplýsingar Píratar hafa nú lokið við þrjúprófkjör fyrir fimm af sex kjördæmum landsins. Prófkjörin hljóta að vera forystumönnum Pí- rata veruleg vonbrigði.    Fyrsta prófkjöriðvar í Norðaustur- kjördæmi. Þar voru 14 frambjóðendur en aðeins 78 kjós- endur. Þetta þýðir að hver frambjóð- andi fékk að meðaltali aðeins 4-5 kjósendur til að taka þátt.    Næsta prófkjör var í Suður-kjördæmi og þar voru fram- bjóðendurnir 24. Samtals greiddu 113 Píratar atkvæði, sem felur í sér að hver frambjóðandi fékk að með- altali 3-4 til að taka þátt í prófkjör- inu.    Í prófkjörinu sem lauk í gær ognáði yfir þrjú kjördæmi skánaði hlutfall frambjóðenda og kjósenda nokkuð en var samt afar óhagstætt. Frambjóðendur voru 105 en kjós- endur aðeins 1.034, eða 8-9 á hvern frambjóðanda.    Og allt er þetta þeim mun undar-legra þegar haft er í huga að prófkjörin stóðu yfir í hálfan mán- uð og kjósendur gátu greitt at- kvæði heima í stofu, á kaffihúsi eða í fjarlægri heimsálfu ef því er að skipta.    Flokkur sem mælst hefur meðtöluvert fylgi um alllangt skeið hlýtur að hafa miklar áhyggj- ur af þessu áhugaleysi kjósenda.    Getur verið að mældur stuðn-ingur við Pírata í könnunum sé aðallega yfirlýsing um óánægju með aðra en ekki stuðningsyfirlýs- ing við Pírata? Birgitta Jónsdóttir Það hallar á kjósendur í prófkjörum Pírata STAKSTEINAR Veður víða um heim 12.8., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 8 heiðskírt Akureyri 12 skýjað Nuuk 9 léttskýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 12 rigning Kaupmannahöfn 16 rigning Stokkhólmur 18 alskýjað Helsinki 16 heiðskírt Lúxemborg 24 léttskýjað Brussel 24 léttskýjað Dublin 18 alskýjað Glasgow 15 rigning London 27 heiðskírt París 26 heiðskírt Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 19 rigning Berlín 19 skýjað Vín 16 skýjað Moskva 13 rigning Algarve 26 heiðskírt Madríd 30 heiðskírt Barcelona 27 heiðskírt Mallorca 29 heiðskírt Róm 28 heiðskírt Aþena 30 heiðskírt Winnipeg 20 heiðskírt Montreal 15 rigning New York 31 heiðskírt Chicago 25 rigning Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:15 21:51 ÍSAFJÖRÐUR 5:05 22:10 SIGLUFJÖRÐUR 4:48 21:54 DJÚPIVOGUR 4:41 21:24 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki hefur fengist leyfi til að flytja inn fósturvísa úr norskum holda- nautum til að kynbæta íslenska holdanautastofna. Í gær var byrjað að grafa fyrir grunni einangrunar- stöðvar við tilraunabúið á Stóra-Ár- móti í Flóahreppi. Talsvert er síðan Landssamband kúabænda (LK) pantaði fósturvísa hjá Ræktunarfélagi norskra holda- nautabænda. Vonast var til að fóstur- vísarnir yrðu tilbúnir í apríl og settir upp í kýr hér í júní. Matvælastofn- anirnar hér og í Noregi hafa verið í samskiptum vegna undirbúnings heilbrigðisvottorðs sem er skilyrði þess að leyfi fáist til innflutnings. LK, Búnaðarfélag Íslands og Bún- aðarsambands Suðurlands standa að félaginu Nautgriparæktarmiðstöð Íslands sem ætlað er að reka ein- angrunarstöðina. Fósturvísarnir verða úr Aberdeen Angus-holda- nautakyni, hreinræktaðir gripir. Notaðar verða tíu kvígur og þær sæddar með sæði úr fjórum úrvals- nautum. Fósturvísarnir verða síðan teknar úr kvígunum og settir upp í kýr í einangrunarstöðinni á Stóra- Ármóti. Sveinn Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri Búnaðarsambandsins, segir að ekki sé búið að taka fóstur- vísana. Leyfi hafi ekki fengist til inn- flutningsins. Slíkt ferli taki alltaf ákveðinn tíma. Líða þurfa tveir mánuðir frá því fósturvísarnir eru teknir og þar til flytja má þá til landsins. Því er enn ekki ljóst hvenær fyrstu kálfarnir fæðast og enn síður hvenær hægt verður að dreifa þeim til bænda. Tvöföld girðing um lóðina Á meðan er unnið að undirbúningi. Vinna við að girða af landsvæði vænt- anlegrar einangrunarstöðvar á Stóra-Ármóti er langt komin en tvö- föld girðing verður um lóðina. Búið er að teikna húsið sem verður annars vegar deild fyrir kýrnar og hins veg- ar uppeldisálma fyrir kálfana eftir að þeir verða teknir undan kúnum. Í gær var fyrsta skóflustungan að einangrunarstöðinni tekin og byrjað að grafa fyrir grunni hennar. Reynt verður að hraða byggingu hússins. Einangrun á Stóra-Ármóti  Ekki hefur fengist leyfi til að flytja inn fósturvísa af holdanautakyni frá Noregi  Enn dregst að hægt sé að hefja kynbætur á íslenskum holdanautastofnum Blakkur Norska Aberdeen Angus-nautið Horgen Erie 74029 mun eignast afkvæmi á Íslandi. Hann gefur svarta kálfa en getur einnig gefið rauða. Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í fjórar vikur á grundvelli al- mannahagsmuna í tengslum við rannsókn lögregl- unnar á höfuð- borgarsvæðinu á skotárás sem átti sér stað í Fella- hverfi í Breiðholti um síðustu helgi. Annar maðurinn var handtekinn á laugardag og hinn á mánudag, en samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni eru þeir 28 og 29 ára gamlir, fæddir árin 1988 og 1987. Mennirnir hafa áður komið við sögu hjá lögregl- unni, eru báðir íslenskir ríkisborg- arar en af erlendu bergi brotnir. Almenn lögregla vopnaðist Lögreglu var tilkynnt um tvo skothvelli í Fellahverfi í Breiðholti að kvöldi föstudagsins 5. ágúst sl. Hafði þá skotum verið hleypt af á fólksbifreið í kjölfar stimpinga við söluturn í hverfinu. Skömmu síðar mættu lögreglu- menn, sem fengu heimild til að vopn- ast skammbyssum, á vettvang og fengu þeir aðstoð frá sérsveit ríkis- lögreglustjóra. Í kjölfarið var stóru svæði lokað fyrir umferð akandi og gangandi vegfarenda og hófst um- fangsmikil leit lögreglu. Gæsluvarðhald framlengt í skotmáli  Mennirnir eru báðir á þrítugsaldri Fjölmennt lið var kallað út.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.