Morgunblaðið - 13.08.2016, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
Fæst í apótekum, Lyfju, Apótekið, Lyf og Heilsu, Apótekarinn, Fjararkaupum,
verslunum Hagkaupa, 10-11 og Iceland Engihjalla. balsam.is
Það hefur aldrei verið
auðveldara
að fá börnin
með sér í lið…
Nauðsynleg vítamín fyrir litla kroppa sem eru
að stækka og þroskast frá degi til dags.
Henta öllum börnum frá 3 ára aldri.
Nú er ekkert mál að
taka inn vítamín því
þau eru lostæti
Bragðgóð,
skemmtileg og
hressandi
gúmmívítamín
fyrir klára
krakka
Glúten
FRÍTT
Soja
FRÍTT
ENGIN
mjólkENG
AR
hnet
ur
ENGIN
egg
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Loksins er farið að rigna á Vestur-
landi en úrkomuleysið hefur sett
mark sitt á laxveiðina að undan-
förnu. Og þegar vatnsborðið steig í
ám, sem voru nánast komnar niður í
grjót og allur fiskur lagstur í dýpstu
holur og leit vart við agni, þá jókst
tökugleðin að vonum.
„Áin lifnaði aftur við,“ sagði einn
við Haukadalsá þar sem veiðimenn
hafa þó verið í hvað bestu málunum.
Reyndur leiðsögumaður sagði að
þótt veiðin tæki einhvern kipp núna
þá spáði hann því að heildarveiðin
yrði aldrei nema í slöku meðalári.
Stórlaxinn gekk snemma og mikið af
honum í kjölfar góðs smálaxasumars
um mestallt land í fyrra, en síðan
hefur lítið skilað sér af smálaxi nú.
„Og göngurnar eru búnar á Vestur-
landinu, „præmið“ þar er búið,“
sagði hann. Þetta yrði kropp héðan
af. „Jafnvel með því minna, lengi
lengi,“ þótt vissan um stóra laxa í
ánum haldi mönnum við efnið.
„Allt í lagi“
Ytri-Rangá heldur áfram að
stinga aðrar laxveiðiár landsins af
hvað aflatölur varðar. Nálgast fimm
þúsund laxana og í liðinni viku voru
648 færðir til bókar; er það fyrsta
vikan í mánuð þar sem ekki eru rúm-
lega hundrað laxar veiddir á dag að
meðaltali. Miðfjarðará nálgast 3.000
laxa í bók, þar veiddust 329 í vikunni
á stangirnar tíu, 4,7 að meðaltali á
stöng á dag. Í Eystri-Rangá, sem er
í þriðja sæti, var vikuveiðin 327 laxar
en í Blöndu veiddust 170 í vikunni.
Í Selá í Vopnafirði veiddust tæp-
lega eitt hundruð laxar á stangirnar
sex í liðinni viku, rúmlega tveir á
stöng á dag. Veiðin er á svipuðu róli
og 2014 og hefur venjulega verið
betri á þessum tíma.
„Það er allt í lagi gangur í þessu
en það þarf samt að hafa fyrir veið-
inni,“ segir Gísli Ásgeirsson, stað-
arhaldari við Selá. „Við verðum
kannski í svipaðri lokatölu og í
fyrra.“ Hann bætir við að í ná-
grannaánni, Hofsá, verði lokatölur
líklega ívið betri en í fyrra en veiðin í
henni hefur verið í niðursveiflu.
„Enn eru stöku lúsugir fiskar að
veiðast og menn lenda í smá skotum,
fá tvo eða þrjá í röð ef þeir eru
heppnir. Hundrað laxar á sex stang-
ir á viku er allt í lagi,“ segir Gísli.
Þegar spurt er um smálaxinn
skýtur Gísli á að hann sé ekki nema
tuttugu til þrjátíu prósent af veiðinni
í Selá. „Það er mikið af vænum fiski í
ánni, þeir komu snemma og dreifðu
sér mjög vel. Menn eru því að koma
að hvíldum hyljum og alltaf að kasta
á fiska. En auðvitað vildum við hafa
meira af fiski og að meira af smálaxi
hefði komið inn. Við erum að upp-
skera erfitt vor í fyrra. Að auki erum
við að upplifa niðursveiflu í laxveið-
inni á norðausturhorninu í heild.“
Gísli segir menn hafa allskonar
hugmyndir um það hvaða áhrif það
að veiða-og-sleppa hefur á fjölda
fiska í ánum. „En ég er sannfærður
um að magnið af þeim löxum sem nú
eru að ganga til baka í annað sinn
hefur aukist; en í fyrri niðursveiflum
eins og kringum 1980 þegar veiðin í
þessum ám fór niður fyrir 200 laxa,
þá erum við nú að halda hærri veiði-
tölum því fiskarnir eru að koma aft-
ur sem ekki voru drepnir í fyrra og
hittifyrra. Ég fullyrði að ég sjái það
á sumum löxum sem ég handfjatla
að þetta eru laxar sem eru að koma
aftur.“
Gísli segir niðurgöngu seiða í
sumar lofa rosalega góðu. Í Vestur-
dalsá er til að mynda seiðagildra og
óhemju magn gekk þar niður, segir
hann. „Ef við yfirfærum það í sam-
ræmi milli ára ættum við að sjá ein-
hver þúsund laxa koma til baka á
næsta ári – en það verður bara að
koma í ljós,“ segir hann og hlær.
Urriðinn tekur á kvöldin
Að loknum sjö veiðivikum í Veiði-
vötnum hafði um liðna helgi verið
landað alls 17.141 silungi, 6.850 urr-
iðum og 10.291 bleikju. Veiðin er
meiri nú en síðustu þrjá ár, á pari við
aflann á þessum tíma sumarið 2011
en heldur minni en 2012.
Örn Óskarsson hefur um árabil
haldið utan um veiðitölur vatnanna.
„Í Veiðivötnum eins og annars stað-
ar hefur verið mikil gróska í öllu
þannig að urriðinn hefur nóg að éta,
hann er á kafi í skötuormi og öðru
slíku niðri á botninum. Það er helst
að hann taki seint á kvöldin, hann
kemur upp að í rökkrinu,“ segir Örn.
„En bleikjan veiðist stöðugt, til
dæmis er enn mokveiði í Langa-
vatni. Ein rúmlega áttræð var þar
með syni sínum og þau fengu um
sjötíu bleikjur.“
Örn segir bleikjuna halda veiðitöl-
unum uppi. „Stærsti silungur sum-
arsins veiddist í vikunni, 12 punda
urriði sem tók svartan Toby í
Grænavatni,“ segir hann. Veitt er til
24. ágúst í ár en í sumar var einni
viku bætt við veiðitímann. „Það var
vegna ásóknar og svo er bara orðið
miklu hlýrra en hér áður, þetta er
allt önnur tíð.“ Veitt á 100 dag-
stangir og komast færri að en vilja.
„Að uppskera erfitt vor í fyrra“
Lélegar smálaxagöngur víða Veiðin tekur kipp eftir rigningar „Auðvitað vildum við hafa
meira af fiski,“ segir Gísli Ásgeirsson um ganginn á norðausturhorninu og segir niðursveiflu þar
Maríulax Ian Maguire náði 96 cm laxi í Kirkjustreng í Þverá. Leiðsögumaðurinn Erik Koberling heldur á laxinum.
Aflahæstu árnar
Heimild: www.angling.is* upplýsingar vantar
Ytri-Rangá & Hólsá (20)
Miðfjarðará (10)
Eystri-Rangá (18)
Blanda (14)
Þverá - Kjarrá (14)
Norðurá (15)
Haffjarðará (6)
Langá (12)
Laxá í Aðaldal (18)
Víðidalsá (8)
Haukadalsá (5)
Selá í Vopnafirði (6)
Elliðaárnar (6)
Hítara (6)
Vatnsdalsá (6)
Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði
Á sama
tíma í
fyrra
Á sama
tíma
2014
Staðan 10. ágúst 2016
3248
3092
1458
3561
1577
2263
1221
1581
811
854
*
746
627
855
730
1146
1035
1608
1681
941
780
620
253
617
370
110
677
387
312
425
4664
2666
2481
2028
1469
1039
964
875
818
700
678
600
549
525
532
Svala Nielsen, söng-
kona, lést að morgni
mánudagsins 8. ágúst að
heimili sínu að Drop-
laugarstöðum í Reykja-
vík, 83 ára að aldri.
Svala Sigríður Niel-
sen var fædd í Reykja-
vík 5. desember 1932,
dóttir hjónanna Marzel-
ínu Friðriksdóttur Niel-
sen og Hjartar Aage
Nielsen, bryta á Hótel
Borg, síðar kaupmanns í
Reykjavík. Hjörtur
stofnaði verslunina
Hjörtur Nielsen sem var í árafjöld til
húsa við Templarasund og seldi krist-
alsvöru og bolla- og matarstell; mun
hafa verið fyrsta verslun þeirrar teg-
undar hér á landi.
Svala var fædd í Tjarnargötu 10B,
fluttist þaðan 4 ára gömul á Sól-
vallagötu 3, flutti svo 1940 með for-
eldrum sínum og bróður á Reynimel 52
og bjó þar til ársins 1962. Þá flutti hún
á Bræðraborgarstíg, síðan Hagamel og
á Meistaravelli 31. Af Meistaravöll-
unum flutti hún í Bólstaðarhlíð 45 og á
Droplaugarstaði haustið 2015.
Svala lærði söng á Ítalíu og í Þýska-
landi og var þjóðkunn óperusöngkona.
Í Þjóðleikhúsinu söng hún m.a. hlut-
verk Rósalindu í Leðurblökunni, Sú-
zúkí í Madame Butterfly og hlutverk
einnar þriggja ástkvenna Hoffmanns í
Ævintýrum Hoffmanns. Hún söng
einnig mikið í útvarp eða
í um 30 ár og fór í söng-
ferðalög með karlakór-
um. Hún söng og við
jarðarfarir, giftingar,
skírnir og við marg-
vísleg önnur tækifæri.
Svala söng í frum-
flutningi á 9. sinfóníu
Beethovens í Há-
skólabíói árið 1966. Hún
söng m.a. undir stjórn
Carls Billich, Róberts
Abrahams Ottóssonar,
Fritz Weisshappel og
Victors Urbancic. Þá gaf
Svavar Gests út plötu með söng Svölu.
Svala söng með Karlakór Reykja-
víkur, bæði heima og erlendis. Hún
söng í heimsókn Íslendinga á Heims-
sýninguna í Kanada 1967 og til Mið-
jarðarhafslanda 1966. Svala söng einn-
ig með Fóstbræðrum á
styrktartónleikum þeirra. Þá söng hún
ameríska negrasálma á tónleikum með
Pólýfónkórnum í Gamla bíói undir
stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Svala
söng einnig fyrir Íslendingafélögin í
New York og Kaupmannahöfn.
Svala giftist Ragnari Þjóðólfssyni,
en þau skildu. Sonur þeirra er Rafn,
flugvirki, fæddur 31. ágúst 1957, látinn
23. júlí 1987. Dóttir hans er Jóhanna
Svala Rafnsdóttir og ólst hún upp hjá
Svölu. Útför Svölu verður gerð frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 18.
ágúst kl. 13.
Andlát
Svala Nielsen söngkona