Morgunblaðið - 13.08.2016, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ólöf Nordal innanríkisráðherra og
varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir
komandi alþingiskosningar. Próf-
kjörið verður 3. september. Ólöf
lauk krabbameinsmeðferð öðru sinni
en segist hafa fullt starfsþrek og
leggur nú verk sín og framtíð-
arhugsun á borðið í komandi próf-
kjöri og kosningum.
Framboðið hefur átt sér aðdrag-
anda. Ólöf bauð sig ekki fram til end-
urkjörs við þingkosningarnar 2013,
eftir sex ára þingsetu. Hún ákvað
einnig að sækjast ekki eftir endur-
kjöri sem varaformaður flokksins.
Tómas Már Sigurðsson, eiginmaður
hennar, hafði ráðið sig í vinnu sem
krafðist búsetu erlendis og fjöl-
skyldan ákvað að flytjast til Sviss.
Fyrsta skrefið inn í stjórnmálin á
nýjan leik tók Ólöf þegar hún þáði
óvænt boð um að taka sæti í rík-
isstjórninni í desember 2014. „Eftir
því sem leið á árið 2015 gerði ég það
upp við mig að stíga skrefið lengra
inn í stjórnmálin og ákvað að bjóða
mig fram til Alþingis. Það var á þeim
grundvelli sem ég óskaði eftir stuðn-
ingi landsfundar við það að verða
varaformaður Sjálfstæðisflokksins,“
segir Ólöf.
Góð tilfinning fyrir framtíðinni
Hún hafði þá stigið upp úr erf-
iðum veikindum eftir baráttu við
krabbamein á árinu 2014. „Ég taldi
góðar líkur á því, miðað við þær upp-
lýsingar sem ég hafði allt árið 2015,
að ég hefði komist yfir veikindin.
Það var því mikið áfall fyrir mig þeg-
ar það kom í ljós rétt fyrir jólin í
fyrra að meinið hafði tekið sig upp.
Ég hóf meðferð að nýju í upphafi
þessa árs og henni er nú lokið. Það
er ekkert launungarmál að sú stað-
reynd að meinið tók sig upp að nýju
breytti eðli sjúkdómsins. Hann verð-
ur viðvarandi verkefni sem ég þarf
að takast á við. Sjúkdómnum er
haldið niðri með lyfjum og eins og
alltaf er í veikindum sem þessum
verður að líta til þess sem maður
treystir sér til að gera. Meðferðin
gekk mjög vel. Niðurstöður rann-
sókna eftir meðferðina voru góðar.
Ég hef fullt starfsþrek og hef ágætis
tilfinningu fyrir framtíðinni.
Það er á þeim grundvelli sem ég
segi við kjósendur hér í höfuðborg-
inni, þá sem fylgja Sjálfstæð-
isflokknum að málum, að ég legg
mín verk og allt mitt þrek á borðið
og mína framtíðarhugsun og óska
eftir stuðningi.“
– Hvarflaði það ekki að þér að láta
gott heita þegar meinið tók sig upp?
„Reyndar hef ég alltaf haft það í
bakhöndinni, bæði nú og áður þegar
ég hef boðið mig fram, að ég myndi
þurfa að taka ákvörðun um að halda
áfram og ekkert væri sjálfgefið í því.
Stjórnmálaþátttaka og það að vera
fulltrúi kjósenda er ekki starf sem
maður getur litið á sem varanlegt.
Maður spyr kjósendur að því hvort
þeir vilji að maður sé áfram í verk-
unum. Þegar þetta kom upp um ára-
mótin hugleiddi ég það og við rædd-
um það í minni fjölskyldu hvort ég
ætti að einbeita mér að einhverju
öðru eða eins og ég segi stundum:
Gera það sem mig langar til. En
þetta er það sem mig langar til að
gera. Starf að stjórnmálum hefur
gefið mér mikið. Ég veit hvernig fólk
lítur á stjórnmálin. Sumir segja:
Mér finnst óskiljanlegt að þú sért að
slíta þér út í stjórnmálum. Af hverju
ferðu ekki að gera eitthvað sem er
meira gefandi. Ég svara því til að
þetta er gefandi starf. Mér finnst ég
hafa eitthvað fram að færa. Það er á
þeim nótum sem ég gef kost á mér.
Ég myndi aldrei gera þetta núna
ef ég treysti mér ekki til þess. En ég
get ekki gefið nein loforð um fram-
tíðina, ekki frekar en aðrir. Þau okk-
ar sem hafa fengið það verkefni frá
Stjórnmálin eru gefandi
Ólöf Nordal sækist eftir 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík Hún segir að viðureign
við krabbamein geri sig enn ákveðnari í að berjast fyrir grundvallarhugmyndum sínum Ólöf vill
hleypa meiri bjartsýni inn í stjórnmálin Kjósendur fái nú tækifæri til að ákveða leiðina áfram