Morgunblaðið - 13.08.2016, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nú þegarrætt hefurverið um
að kosið verði í lok
október, að því
gefnu að stjórnar-
andstaðan misnoti
ekki aðstöðu sína og hefji mál-
þóf sem hindrar þingstörf,
skiptir miklu að flokkarnir
skýri út fyrir kjósendum fyrir
hvað þeir standa. Vissulega
hafa kjósendur ákveðnar hug-
myndir um það og geta í mörg-
um tilfellum ráðið af reynslunni
hvaða stefnu flokkarnir bjóða
upp á. En stefnan þarf engu að
síður að liggja fyrir og flokk-
arnir verða að gefa upp með
skýrum hætti hvað stendur til á
næsta kjörtímabili.
Eins og staðan í ríkisfjár-
málum er nú, þegar ríkiskass-
inn þenst út, er til að mynda
þýðingarmikið að fá fram
hvernig flokkarnir ætla að haga
fjármálum ríkisins eftir kosn-
ingar. Verður til dæmis öll
áherslan á að afla enn meiri
tekna í ríkissjóð eða er vilji til
að eftirláta skattgreiðendum
stærri hluta af því sem þeir
afla?
Ólöf Nordal, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins og innan-
ríkisráðherra, kemur inn á
skattamál í viðtali hér í blaðinu
og segir meðal annars:
„Pyngja heimilanna skiptir
miklu máli. Hvaða flokkur er
það sem hefur alltaf rætt um að
lækka álögur á heimilin í land-
inu? Það er Sjálfstæðis-
flokkurinn. Við lítum alltaf svo á
að ríkið þurfi að gæta að hverri
einustu krónu, af því að þetta er
sameiginlegt fé okkar allra.
Ríkiskassinn er ekki sparibauk-
ur í fjármálaráðuneytinu sem
peningarnir
streyma í af sjálfu
sér heldur koma
peningarnir frá
vinnandi fólki í
landinu. Við erum
flokkurinn sem hef-
ur þessa stefnu ávallt skýra. Ég
get ekki betur heyrt en að hin-
um megin séu flokkarnir að
boða aukna þrepaskiptingu í
skattkerfinu sem í raun þýðir
skattahækkanir á milli-
tekjufólk.“
Almenningur í landinu á mik-
ið undir því að stefnan í skatta-
málum verði á þeim nótum sem
Ólöf lýsir, það er að segja að
álögur verði lækkaðar á heim-
ilin í landinu. Þess vegna er ein-
mitt mikilvægt að stefnan í
þessu efni sé skýr, en hún þarf
líka að vera það og henni þarf að
framfylgja.
Vissulega er munur á skatta-
stefnu núverandi ríkisstjórnar
og vinstri stjórnarinnar sem
hrökklaðist frá í síðustu kosn-
ingum, en sá samanburður seg-
ir reyndar meira um vinstri
stjórnina. Sú stjórn hækkaði
skatta látlaust allt kjörtímabilið
og sló mörg met í því sambandi
sem vonandi verða aldrei jöfn-
uð.
Þó að sú sem nú situr eigi
ekki slíkan skelfingarferil er
ekki þar með sagt að hún hafi
haft skýra stefnu um lækkun
skatta. En hún hefur að
minnsta kosti nokkrar vikur til
að bæta úr því og nýtir þær von-
andi vel. Um leið er óskandi að
flokkarnir sem að henni standa,
og vonandi aðrir flokkar líka þó
að reynslan gefi litlar vonir þar
um, setji fram þá skýra stefnu
um lækkun skatta sem Ólöf
Nordal kom inn á í viðtalinu.
Ólöf Nordal segir
réttilega að pyngja
heimilanna skipti
miklu máli}
Skýra stefnu um
lækkun skatta
Eins ogMorgun-
blaðið hefur greint
frá er stefnt að því
að setja reglugerð
um ómönnuð loft-
för, svokölluð flyg-
ildi, á þessu ári. Þróun flygilda
hefur verið afar hröð á síðustu
árum og nú er svo komið að
segja má að á hvers manns færi
sé að eignast sitt eigið flygildi.
Og hann getur flogið því hvert
sem er og tekið myndir á þann
hátt sem annars er ekki unnt
og ekki síður af því sem annars
er ekki í augsýn.
Það er ekki síst þetta síðast-
nefnda sem vakið hefur um-
ræður um flygildi og kallar á að
kannað sé hvort og þá með
hvaða hætti þurfi að setja regl-
ur um notkun
þeirra.
Flygildi eru í
senn afar gagnleg
tæki til margra
nota og skemmti-
leg leikföng fyrir
fólk á öllum aldri. En þau hafa
þann galla að fólk er nú ber-
skjaldað fyrir myndatökum
þar sem það var áður óhult.
Tækiframfarir nútímans
valda því að á ýmsan hátt er
erfiðara en áður að verja frið-
helgi einkalífs. Þetta felur ekki
í sér að tæknin sé óæskileg, en
þýðir að fólk verður að fara
varlegar en áður og að hið op-
inbera verður að fara nýjar
leiðir til að verja einstakling-
inn gegn óvelkomnum ágangi
annarra.
Flygildin eru á með-
al þeirra tækni-
framfara sem eiga
sér tvær hliðar}
Friðhelgi einkalífs
Þ
að var engu líkara en að tiltekinn
hópur manna hefði himin höndum
gripið þegar hingað fréttist að
Færeyingar hefðu ráðist í tilrauna-
starfsemi með uppboð á veiðiheim-
ildum. Strax komu á stjá menn sem hafa um
langt árabil séð íslenska fiskveiðistjórn-
unarkerfinu allt til foráttu og sögðu þeir undan-
tekningalaust að þarna væri komið fordæmi
sem Íslendingar ættu án nokkurs vafa að
fylgja. Þarna væri loks komið tækifæri fyrir ís-
lensku þjóðina til að sækja verulegar tekjur af
sjávarútveginum og að þær tekjur gætu, miðað
við prufuuppboðið hjá frændum okkar í Fær-
eyjum, numið tugum milljarða á ári hverju.
Í upphlaupinu öllu var hins vegar aldrei
minnst á ákveðin atriði sem miklu skipta þegar
fiskveiðistjórnun er annars vegar. Skulu tvö
þeirra tiltekin að þessu sinni.
Í fyrsta lagi dettur áhugamönnum um „færeysku leið-
ina“, eins og sumir þeirra kalla hana, ekki í hug að ræða
efnislega um hvort uppboðsleiðin sé hagkvæm og leiði til
bestrar nýtingar auðlindarinnar. Þeir hafa engan áhuga á
því að ræða hvaða áhrif það mun hafa á rekstur útgerðar-
félaga um landið ef þau þurfa á fárra árabili að keppast um
veiðiheimildir á uppboðum. Væri til dæmis líklegt að öfl-
ugustu útgerðarfélög landsins stæðu að endurnýjun skipa-
kosts síns, með sama hætti og nú er gert, ef fyrirsjáanleiki
veiðiheimilda yrði stórlega skertur? Það er ósennilegt og
um leið yrði dregið úr þróun sem leiðir til betri nýtingar
hráefnis, orkusparnaðar og bætts öryggis sjó-
manna.
Í öðru lagi dettur áhugamönnunum ekki í
hug að taka til umræðu hvaða áhrif uppboðs-
leiðin myndi hafa á hinar dreifðu byggðir lands-
ins. Þeir hinir sömu nota það einatt sem rök fyr-
ir andstyggð sinni á kvótakerfinu að það hafi
leitt búsifjar yfir margar sjávarbyggðir landsins
þegar útgerðarmenn hafi flutt aflaheimildir
milli staða. Ekki skal lítið gert úr þeirri stað-
reynd að víða hefur skórinn kreppt þegar afla-
heimildir hafa flust milli staða. Það hefur reynst
sá fórnarkostnaður sem fylgt hefur aukinni hag-
ræðingu og framþróun í greininni. Hins vegar
má telja fullvíst að uppboðsleið mun ekki vinda
ofan af þeim tilfærslum sem orðið hafa á afla-
heimildum á umliðnum árum og áratugum.
Þvert á móti munu sjávarbyggðirnar horfa upp
á gríðarlega óvissu í hvert sinn sem efnt verður til uppboðs
á aflaheimildum sem á hverjum tíma tengjast rekstri á við-
komandi svæði. Þannig getur útboðsleið leitt til gríðarlegra
tilfærslna á heimildum, svo hendi sé veifað. Því mun upp-
taka „færeysku leiðarinnar“ leiða til meiri óvissu fyrir
byggðarlögin um landið.
Þessi tvö atriði, hagkvæmnis- og byggðarökin, ættu að
vega þungt þegar rætt er um fiskveiðistjórnunarkerfið.
Það virðist hins vegar ekki nauðsynlegt þegar tilrauna-
starfsemi Færeyinga er rædd og því haldið blákalt fram
að stefna eigi íslenskum sjávarútvegi út á þá braut.
ses@mbl.is
Stefán Einar
Stefánsson
Pistill
Uppboðsleið og upphrópanir
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Hjörtur J. Guðmundsson
hjortur@mbl.is
Við erum að safna reynslu-sögum með viðtölum viðfyrirtæki en við erumeinnig að leita eftir upp-
lýsingum og aðilum sem geta sagt
okkur hvernig þróunin hefur verið í
þessum málum bæði hér og erlend-
is,“ segir Ingólfur Sveinsson, fjár-
málastjóri Íslandsstofu. Íslandsstofa
hefur hleypt af stað sérstöku verk-
efni sem miðar að því að kortleggja
ýmiss konar kostnað sem íslensk út-
flutningsfyrirtæki verða fyrir í við-
skiptum sínum við erlenda aðila,
sem ekki getur talist eðlilegur
viðskiptakostnaður. Hann segir slík-
an kostnað oft koma illa við útflytj-
endur þar sem ekki hafi verið gert
ráð fyrir honum.
„Stór hluti þessara upplýsinga
snýr að kostnaði sem tengist ann-
arsvegar vanefndum kaupenda og
birgja erlendis og hinsvegar banka-
og millifærslukostnaði við greiðslu
reikninga og millifærslu á fjár-
munum. Auk þess hefur Íslands-
stofa, eins og útflutningsfyrirtækin,
ítrekað fundið það á eigin skinni
hversu kostnaðarsamt það getur
verið að millifæra fjármuni og greiða
reikninga til fjarlægra landa,“ segir
Ingólfur ennfremur. Farið hefði
jafnvel verið fram á það í sumum til-
fellum að fyrirtækin legðu í kostnað
til þess að greiða mútur til þess að
greiða fyrir viðskiptum.
Miklir hagsmunir í húfi
Fyrir vikið hafi verið ákveðið að
fara út í umrætt verkefni en upphaf
þess megi rekja til upplýsinga sem
safnast hafi saman hjá Íslandsstofu í
gegnum samskipti við þann mikla
fjölda íslenskra útflutningsfyrir-
tækja sem starfsmenn hennar eru í
sambandi við í störfum sínum. Verk-
efnið hefur þrjú markmið að leiðar-
ljósi að sögn Ingólfs.
Fyrir það fyrsta að komast að
því hversu háum fjárhæðum útflytj-
endur frá Íslandi tapa árlega vegna
vanefnda og/eða svika erlendra
kaupenda annarsvegar og birgja
hinsvegar. Jafnframt að móta verk-
lag sem sé til þess fallið að lágmarka
eða koma í veg fyrir að útflytjendur
lendi í slíkum kostnaði. Í annan stað
að komast að því hversu háum fjár-
hæðum íslenskir útflytjendur þurfi
að verja árlega í banka- og milli-
færslukostnað innanlands og erlend-
is vegna útflutnings og móta að
sama skapi verklag sem miði að því
að lækka þann kostnað. Í þriðja lagi
að lækka ofangreindan kostnað um-
talsvert, um 10-20%, með því að
kynna niðurstöður verkefnisins fyrir
útflytjendum.
„Til þess að ná markmiðunum
er ætlunin að afla upplýsinga frá
sem flestum íslenskum útflytj-
endum. Fyllsta trúnaðar verður
gætt varðandi allar upplýsingar frá
fyrirækjunum, sem oft geta verið
viðkvæmar,“ segir Ingólfur. Verið sé
að safna reynslusögum eins og áður
segir, bæði frá útflutningsfyrir-
tækjum og öðrum sem veitt geti
upplýsingar um málið.
Forkönnun Íslandsstofu gefur
til kynna að umræddur „við-
skiptakostnaður“ íslenskra fyrir-
tækja nemi milljörðum króna á
hverju ári. Miklir hagsmunir séu því
í húfi fyrir útflytjendur. „Hvert og
eitt prósent sem hægt er að lækka
umræddan kostnað um vegur þungt
þegar um svo háar upphæðir er að
ræða,“ segir Ingólfur.
Oft er ekki um að ræða mjög
háar upphæðir í hvert skipti en einn-
ig er um að ræða dæmi þar sem fyr-
irtæki hafa tapað milljónum króna á
einstökum kaupendum.
Milljarðar króna á ári
í „viðskiptakostnað“
Morgunblaðið/G.Rúnar
Kostnaður Dæmi eru um að íslensk útflutningsfyrirtæki tapi háum upp-
hæðum í viðskiptum vegna kostnaðar sem þau gerðu ekki ráð fyrir.
Banka- og millifærslukostnaður
getur oft á tíðum verið umtals-
verður baggi fyrir íslenska út-
flytjendur, sérstaklega minni
fyrirtæki. Banka- og milli-
færslukostnaðurinn getur verið
margir tugir prósenta vegna
tiltölulega venjulegra viðskipta
ef greiðslan fer í gegnum
marga banka.
Fyrirtæki í Víetnam greiddi
nýverið reikning frá íslensku
fyrirtæki. Greiðslan fór í gegn-
um banka í fimm löndum, Víet-
nam, Kína, Bandaríkjunum,
Bretlandi og á Íslandi, áður en
hún skilaði sér inn á reikning
seljandans á Íslandi. Sam-
anlagður millifærslukostnaður
varð á endanum yfir 25 þús-
und krónur vegna reiknings
sem upphaflega hljóðaði upp á
rétt rúmlega 200 þúsund krón-
ur eða um 12%.
Fór í gegnum
fimm banka
KOSTAÐI 25.000 KRÓNUR