Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
Reynisfjara Náttúran tekur á sig ólíklegustu myndir og þótt allt virðist vera slétt og fellt leynast hætturnar víða, ekki síst í ólgandi briminu í Reynisfjöru, og því eins gott að fara varlega.
Ómar
Í sjö ár hef ég verið
oddviti Sjálfstæð-
isflokksins í Suður-
kjördæmi og leitt flokk-
inn í kjördæminu í
gegnum tvennar kosn-
ingar með þeim árangri
að kjördæmið er orðið
eitt sterkasta vígi
flokksins á landsvísu.
Það hafa verið sann-
kölluð forréttindi að
vinna með öllu því kröft-
uga og öfluga fólki sem í kjördæm-
inu býr að fjölmörgum viðfangs-
efnum, stórum og smáum. Ég hef
heimsótt ótal fyrirtæki heima og
heiman og brugðist við þeim
ábendingum um hluti sem betur
mega fara eins fljótt og mögulegt
hefur verið. Ég hef auk þess leitt
fjölmargar íslenskar sendinefndir á
erlendum vettvangi og lagt mitt af
mörkum við að koma þeim til að-
stoðar. Það er með þann árangur í
farteskinu sem ég býð mig fram til
áframhaldandi forystu í kjördæm-
inu og óska eftir stuðningi í 1. sæti
framboðslista Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi í prófkjöri flokks-
ins sem verður 10. september.
Atvinnuleysi nánast horfið
Það var mikil áskorun í upphafi
kjörtímabils og
ábyrgð sem fylgdi
því að taka við
ráðuneyti atvinnu-
mála þegar at-
vinnuástand víða á
landinu var erfitt
og atvinnuleysi á
stórum svæðum
Suðurkjördæmis
hafði lengi verið
það mesta á land-
inu. Það var raun-
verulegt vandamál.
Það er því einkar
ánægjulegt að sjá
hvernig þessari þróun hefur verið
snúið við á kjörtímabilinu, atvinnu-
leysi hefur sjaldan verið minna á
landinu og hefur viðsnúningurinn
einmitt verið mestur í Suður-
kjördæmi þar sem fjölmörg ný og
fjölbreytt störf hafa orðið til í öll-
um atvinnugreinum.
Einföldun regluverks og
„Hnappurinn“
Ég hef á kjörtímabilinu sem iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra lagt
áherslu á að stuðla að aukinni at-
vinnuuppbyggingu með því að
bæta umgjörð atvinnulífsins.
Regluverkið hefur verið einfaldað,
við bættum lagaumgjörðina og
efldum hvers konar nýsköpun. Þar
má nefna tilkomu „Hnappsins“
sem mun einfalda ársreikningaskil
fyrir yfir 80% fyrirtækja á Íslandi,
ný heildarlög hafa verið sett um
ívilnanir vegna nýfjárfestinga,
starfsemi bílaleiga, fasteigna-
viðskipti og heimagistingu, svo
eitthvað sé nefnt. Með nýrri lög-
gjöf um heimagistingu verður ein-
staklingum heimilt að leigja út
heimili sitt og aðra fasteign í allt
að 90 daga á ári án þess þurfa að
sækja um rekstrarleyfi. Allir þess-
ir þættir einfalda regluverk og
styðja jafnframt við hina ört vax-
andi atvinnugrein, ferðaþjón-
ustuna, þar sem lítil fyrirtæki
spretta upp í ört stækkandi sam-
félagi.
Skýr stefna í ferðamálum
Það stefnir í 1,7 milljónir ferða-
manna á árinu sem er 35% fjölgun
á milli ára. Málefni ferðaþjónust-
unnar eru komin í skýran farveg
með stefnu til framtíðar – Vegvísi í
ferðaþjónustu – og Stjórnstöð
ferðamála sem samráðs- og sam-
hæfingarvettvang ríkisins, sveitar-
félaga og greinarinnar sjálfrar.
Þar sitja fjórir ráðherrar, tveir
fulltrúar frá sveitarfélögum og
fjórir fulltrúar ferðaþjónustunnar
og er þetta verklag og samhæfð
vinnubrögð þegar farin að skila ár-
angri. Aldrei hefur meiri fjár-
munum verið veitt til uppbygg-
ingar á fjölsóttum
ferðamannastöðum eins og á þessu
kjörtímabili, eða 2,3 milljörðum
króna til fleiri tuga verkefna um
allt land.
Húshitunarkostnaður jafnaður
Orkan er ein okkar mikilvæg-
asta auðlind og allir landsmenn
eiga að hafa jafnan aðgang að
henni. Nú loksins hefur húshit-
unarkostnaður í landinu verið jafn-
aður að fullu óháð orkugjafa með
lagabreytingu sem ég beitti mér
fyrir. Sömuleiðis hefur kostnaður
vegna dreifingar á raforku um allt
land verið jafnaður. Með því er
viðurkennt að flutningskerfið er
grunnþjónusta sem allir eigi að
hafa jafnan aðgang að. Alþingi
samþykkti að minni tillögu þings-
ályktun um loftlínur og jarðstrengi
og er markmiðið að horfa til jarð-
strengja þegar það hentar t.a.m.
vegna íbúabyggðar, ferðaþjónustu
og náttúruverndar.
Iðnaður og hönnun
Skrifað var undir fimm fjárfest-
ingarsamninga á kjörtímabilinu,
þar af fjóra í Suðurkjördæmi, og
þrjú sérleyfi til rannsóknar og
vinnslu kolefnis gefin út. Lög um
endurgreiðslur vegna kvikmynda-
gerðar hafa verið framlengd og
hlutfallið hækkað í 25% til þess að
tryggja áframhaldandi samkeppn-
isstöðu Íslands í þessari vaxandi
atvinnugrein sem skapar yfir 1.000
störf á ári hverju hér á landi. Á
kjörtímabilinu hefur verið sett ný
hönnunarstefna, hugverkastefna,
aðgerðaráætlun í nýsköpun og
frumkvöðlastarfsemi, Vegvísir í
ferðaþjónustu og þannig lagður
enn sterkari grunnur til framtíðar
í öllum þessum mikilvægu mála-
flokkum.
Uppbygging innviða
Þessi mikli árangur í atvinnu-
uppbyggingu er grundvöllurinn
fyrir þeirri nauðsynlegu uppbygg-
ingu innviða samfélagsins sem ráð-
ast þarf í á komandi árum og
þeirri velferð sem að við viljum
tryggja í samfélagi okkar til fram-
tíðar þar sem allir, jafnt ungir sem
aldnir, fá notið bestu lífskjara.
Með sjálfbærri og sterkri atvinnu-
stefnu tryggjum við öfluga velferð
þjóðarinnar og bætt lífsgæði. Þar
vil ég halda áfram að leggja mitt
lóð á vogarskálarnar.
Eftir Ragnheiði
Elínu Árnadóttur »Regluverkið hefur
verið einfaldað, við
bættum lagaumgjörðina
og efldum hvers konar
nýsköpun.
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Höfundur er iðnaðar- og
viðskiptaráðherra.
Suðurkjördæmi stendur sterkt