Morgunblaðið - 13.08.2016, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
– fyrir dýrin þínSmáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
Ferskt og hreint vatn
fyrir heilbrigðari ketti
220V
7.273 kr.
Þann 6. júlí 2016
kom út á vegum Sam-
orku skýrslan „Le-
velized Cost of
Energy (LCOE) og
virkjunarkostir til
umfjöllunar í 3.
áfanga rammaáætl-
unar“. Samorka er
samtök orkufyr-
irtækja á Íslandi og
eru helstu for-
ustumenn fyrirtækj-
anna þar í stjórn. Í skýrslunni er
sett fram aðferðafræði og útreikn-
ingar á hagkvæmni virkj-
unarkosta. Samkvæmt skýrslunni
átti þessi aðferð að vera vel þekkt
á alþjóðavettvangi þó að hún hefði
ekki verið notuð hingað til hér á
landi.
Ég brást við og benti aðilum
skýrslunnar í fyrsta lagi á að þessi
aðferð hefði verið notuð hér á
landi í að minnsta kosti 35 ár og
studdi mitt mál með tilvitnunum
og tilheyrandi. Í öðru lagi benti ég
á að útreikningar skýrslunnar
væru rangir.
Nú hef ég reiknað þetta upp á
nýtt með sömu forsendum og not-
aðar eru í skýrslu Samorku.
Kostnað við að framleiða raforku
á Íslandi samkvæmt 3. áfanga
Rammaáætlunar má þá taka sam-
an eins og sýnt er í meðfylgjandi
töflu.
NPV í töflunni stendur fyrir
„Net Present Value“ eða Núvirði
kostnaðar. Viðskiptahugmyndin er
sú að tekjur af raforkusölu greiði
smám saman niður þennan kostn-
að.
Uppbygging og rekstur virkjana
í 3. áfanga Rammaáætlunar kostar
395 milljörðum króna meira sam-
kvæmt mínum útreikningum en
skýrsla Samorku segir til um.
Þarna er á ferðinni nokkuð mik-
ill mismunur, þannig að ég hafði
samband við framkvæmdastjóra
Samorku og síðar komu inn í mál-
ið yfirmaður markaðssviðs Lands-
virkjunar og einnig ráðgjafinn
sem vann að gerð skýrslunnar.
Landsvirkjun hafði frumkvæði að
málinu á sínum tíma, en „fulltrúar
þeirra aðildarfyrirtækja Samorku
sem um ræðir fengu á hinn bóginn
að sjá þetta í drögum og gerðu
ekki athugasemdir við þessa fram-
setningu“.
Mismunur upp á 395 milljarða
íslenskra króna er umtalsverður.
Ef tekið er dæmi þá er
Hvammsvirkjun í Neðri-Þjórsá
hagkvæm (38,80 USD/MWh) sam-
kvæmt útreikningum ráðgjafa
Samorku en óhagkvæm (45,86
USD/MWh) samkvæmt mínum út-
reikningum. Heildsöluverð raforku
í gjaldskrá Landsvirkjunar er 43
USD/MWh.
Þetta hefur í för með sér að
með skýrslu Samorku eru
orkufyrirtækin að segja eigendum
sínum, almenningi, að það kosti
minna að virkja á Íslandi, en raun
ber vitni. Með því að falla frá
byggingu virkjana þá verða eig-
endur þess vegna af umtals-
verðum hagnaði. Hægt væri að
hugsa sér að almenningi og þá
sérstaklega náttúruverndarsinnum
gæti fundist þeir vera afvegaleidd-
ir eða jafnvel plataðir til að lúta
fjárhagsrökum sem eru stórkost-
lega vanáætluð.
Ég hef sent aðilum málsins
skýringar á þessari skekkju sem
felst í rangri aðferð á núvirðingu í
Excel-skjali.
Komið hefur í ljós að Excel-
skjalið er upprunnið frá útlöndum,
nánar tiltekið frá einni af und-
irstofnunum Alþjóðabankans sem
nefnist „The Energy Sector Ma-
nagement Assistance Program“.
ESMAP aðstoðar þróunarríki í að
auka þekkingu á virkjun end-
urnýjanlegrar orku. Einnig hafði
skýrsluhöfundur samband við
IRENA „The International Rene-
wable Energy Agency“.
En best og örugg-
ast er að reikna þetta
bara út sjálfir. Fyrir
menn með kunnáttu á
þessu sviði eru hér á
ferðinni tiltölulega
einfaldir hlutir.
Þá þarf að gjalda
varhuga við útlendum
reiknilíkönum og
nauðsynlegt er kanna
undirliggjandi stærð-
fræði til hlítar. Það er
ekki alltaf allt rétt,
sem kemur frá út-
löndum.
Þetta minnir dálítið á Excel-
skjalið sem gekk á milli íslensku
bankanna í aðdraganda Hrunsins
2008, en það er mín skoðun að
misnotkun á því skjali hafi haft
töluverð áhrif á atburðarásina á
þeim tíma.
Aðalsteinn Jónsson heitinn frá
Eskifirði eða Alli ríki gekk svo
langt að segja: „Það skiptir ekki
máli hve mikið maður aflar, heldur
hve miklu maður eyðir.“ Ég er nú
ekki alveg sammála Alla í þessu
og tel að markaðsmálin séu ekki
síður mikilvæg. Landsvirkjun og
önnur markaðsráðandi orkufyr-
irtæki á Íslandi ættu þó að sinna
kostnaðargát betur en nú er gert.
Í nágrannalöndum okkar er það
hin frjálsa samkeppni sem er látin
passa upp á þetta. Því miður hefur
frjálst markaðskerfi með raforku
ekki ennþá verið innleitt hér á
landi þrátt fyrir að lög þar um
hafi verið í gildi í 13 ár eða frá
2003. Það er bagalegt og truflar
umræðu um mögulegan flutnings-
kapal raforku frá Íslandi til Bret-
lands að alvöru kostnaðaráætlun
um framkvæmdina hefur ekki enn
verið birt. Í nýútkominni skýrslu
„Raforkusæstrengur milli Íslands
og Bretlands, kostnaðar- og ábata-
greining“ er kostnaðaráætlun í
skötulíki, ónóg og lítt sannfær-
andi.
Rammaáætlun og virkjunarkostnaður
Eftir Skúla
Jóhannsson » Þá þarf að gjalda
varhuga við útlend-
um reiknilíkönum og
nauðsynlegt að kanna
undirliggjandi stærð-
fræði. Það er ekki allt
rétt, sem kemur frá út-
löndum.
Skúli
Jóhannsson
Höfundur er verkfræðingur.