Morgunblaðið - 13.08.2016, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.08.2016, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016 ✝ Dagný Þor-steinsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 3. apríl 1926. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Hraunbúðum, Vest- mannaeyjum, þann 4. ágúst 2016. Foreldrar henn- ar voru Elínborg Gísladóttir, f. 1883, d. 1974, húsmóðir og Þorsteinn Jónsson, f. 1880, d. 1965, útvegs- bóndi og formaður. Dagný var næstyngst í 12 systkina hópi auk fósturbróður. Eldri voru Þórhildur, Unnur, tíma sem fjölskyldan dvaldi á fastalandinu vegna eldgossins í Heimaey. Börn Dagnýjar og Boga eru Guðný, f. 1958, dóttir hennar er Dagný, f. 1983, og Erlendur, f. 1963. Fyrrverandi eiginkona hans er Anna B. Sigurðardóttir, f. 1961. Dóttir þeirra er Sævör Dagný, f. 1996. Fyrir átti Bogi tvíburana Jennýju Maríu og Anton, f. 1946. Dagný vann við afgreiðslu- störf, fór í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og fór síðan í Kennaraskóla Íslands þar sem hún útskrifaðist 1955 sem handavinnukennari og var það hennar aðalstarf. Hún var virk í félagsstörfum, aðallega í Kvenfélaginu Líkn og Félagi eldri borgara í Vestmannaeyjum. Útför Dagnýjar fer fram frá Landakirkju í dag, 13. ágúst 2016, og hefst athöfnin kl. 11. Gísli, Ásta, Jón, Fjóla, Ebba, Anna, Bera, Jón. yngri Ebba og Ástþór. Af þessum hópi lifa Dagný Bera og Ást- þór. Hinn 29. desem- ber 1956 giftist Dagný Boga Þ. Finnbogasyni skip- stjóra frá Eskifirði, f. 1920, d. 1975. Foreldrar hans voru hjónin María Þorleifsdóttir og Finn- bogi Erlendsson útgerð- armaður. Dagný bjó alla sína ævi í Vest- mannaeyjum fyrir utan þann Elsku Dagný, við kvöddumst í síðasta sinn á þriðjudaginn, þú fylgdir mér til dyra, kastaðir kveðju á heimilisfólk og sagðir því stolt frá því að þú hefðir farið í Dalinn. Frá því ég kynntist þér fyrst og til síðasta dags hafðir þú svo mikla ánægju af því að fara í Dalinn á Þjóðhátíð og með þér varð setningin á föstudeginum fyrir mér nauðsynleg byrjun á þessari hátíð. Hlusta á lúðra- sveitina og ræðurnar en ekki síst kaffið og bakkelsið í tjaldinu þar á eftir. Þegar við gengum fram gang- inn þá gekkst þú rösklega og þannig gekkstu alltaf. Það var alltaf þessi kraftur í þér og þú slóst ekkert af þó svo síðari ár hafi þrótturinn minnkað aðeins en það sama var ekki að segja um huginn. Rétt áður sátum við og drukk- um kaffi og þú sagðir mér sögur eins og svo oft áður. Þú hafðir yndi af því að segja sögur og þessar sögur koma til með að lifa með okkur um ókomin ár. Á borð- inu var sleikibrjóstsykur í skál. Þú áttir alltaf sleikibrjóstsykur og börnin í nágrenninu vissu að á laugardögum gaf hún Dagný á Höfðaveginum þeim „sleikjó“ sem minnir mig á að alltaf þegar við fórum í gegnum Flughöfnina þá var keyptur poki af sleiki- brjóstsykri fyrir þig. Þú spurðir mig alltaf um fólkið mitt þegar við töluðum saman og á meðan mamma lifði spurðir þú mig alltaf hvernig hún hefði það. Þú hafðir einlægan áhuga á öðru fólki og oft áttir þú svo gott með að setja þig inn í aðstæður og með því kenndir þú mér að sjá ýmsa hluti í öðru ljósi og hafðu kærar þakkir fyrir það. Handavinna var okkar sameig- inlega áhugamál en þar varst þú snillingurinn. Ég er að hugsa um alla öskudagsbúningana sem ég á í kistunni. Sævör sagði þér í hverju hún vildi vera og „púff“- búningurinn birtist nokkrum vik- um seinna. Það síðasta sem þú spurðir mig um var hvað ég hafði á prjónunum. Elsku tengdamamma, takk fyrir samveruna í þessu lífi og alla hjálpina. Ég vona svo inni- lega að þú hafir það gott þar sem úr ert núna. Bogi búinn að taka á móti þér og eflaust búinn að bjóða þér upp í dans. Þín tengdadóttir, Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir. Dagný móðursystir mín er dá- in. Eftir langa ævi sofnaði hún hægt og hljótt. Það var hennar stíll. Hún hafði átt góðar stundir síðustu daga með börnunum sín- um og barnabörnum. Hún var svo glöð að vera með þeim í daln- um á þjóðhátíðinni. Ég held að hún hafi verið sæl að fá nú að hitta hann Boga sinn og allt fólkið sitt sem farið er. Dagný var alla tíð boðin og bú- in að rétta hjálparhönd ef hún vissi að einhver þyrfti aðstoð. Hún var sérlega barngóð og hændust öll börn að henni, bæði skyld og óskyld. Ég held að flest börnin í fjölskyldunni hafi kallað hana ömmu. Það er margs að minnast frá æskuheimili okkar beggja í Laufási þar sem stórfjöl- skyldan bjó í sátt og samlyndi. Það var líka það sem hún talaði mest um þegar ég heimsótti hana á Hraunbúðir þar sem hún bjó síðustu árin. Dagný var handavinnukennari og kenndi í fjölda ára. Það var því erfitt fyrir hana að geta ekkert unnið í höndunum seinni árin vegna liðagigtar sem lék hana grátt. Oft spurði hún hvað ég væri að gera og skoðaði vel og vandlega þegar ég sýndi henni eitthvað sem ég hafði verið að gera. Ég veit að allar góðu minn- ingarnar um ástkæra mömmu og ömmu eiga eftir að ylja Guðnýju, Dagnýju, Erlendi og Sævöru Dagnýju og sefa söknuðinn. Með trega kveð ég kæra frænku. Elínborg Jónsdóttir. Dagný Þorsteinsdóttir var næstyngst 12 systkina í Laufási, fædd 3. apríl 1926. Það var rúmt ár á milli hennar og mömmu, Ebbu sem var yngst. Í minning- unni voru þær afar nánar. Á myndum úr uppvextinum voru þær eins og par, alltaf saman, hlið við hlið, oft eins klæddar og sam- an fóru þær í Húsmæðraskólann. Við systkinin eigum góðar minningar frá Austurveginum þar sem amma og afi bjuggu niðri í Laufási að Austurvegi 5 og Dagný og Bogi uppi. Anna frænka bjó á Austurvegi 3, Bera frænka á Austurvegi 7, við á Austurvegi 4 og Ástþór frændi á Austurvegi 6. Laufástorfan var því fjölmenn, krökkt af krökkum og mikið líf og fjör í faðmi stór- fjölskyldunnar. Samstaðan var mikil og við gengum inn og út úr Laufási eins og það væri okkar annað heimili. Þar var alltaf tekið vel á móti okkur með hlýju, ást- ríki og góðvilja. Í gosinu 1973 tvístraðist stór- fjölskyldan. Við sem fluttum upp á land komum reglulega í heim- sókn á heimaslóðir. Þá var alltaf svo gott að koma til Dagnýjar frænku og spjalla um lífið og til- veruna. Dagný var fyrirmyndar eigin- kona, frábær móðir, trygglynd og skyldurækin dóttir, nálæg systir og dásamleg amma. Í þessum hlutverkum komu lífsgleði og mannkærleikur hennar vel fram. Það var eitthvað svo notalegt að umgangast hana, svo þægilegt og áreynslulaust. Það er líklega ástæða þess að öll börnin í stórfjölskyldunni í Eyjum og eflaust fleiri alls óskyld, kölluðu hana ávallt Dag- nýju ömmu þó hún væri alls ekki amma þeirra. Krakkarnir okkar systra sem búum upp á landi muna eftir gömlu, góðu frænk- unni í Eyjum sem konunni sem gaf þeim góðgætið og átti páfa- gaukinn og spjallaði svo skemmtilega við þau. Hún var svo gestrisin og hændi jafnt að sér menn og málleysingja. Við erum þakklát fyrir sam- fylgdina við góða frænku, minn- umst hennar af miklum hlýhug og vottum Guðnýju, Erlendi, Dagnýju og Sævöru Dagnýju samúð okkar. Steinunn, Herjólfur, Auður, Elínborg og Ásta. Dagný og Bogi voru nágrann- ar okkar í fjölmörg ár á Höfða- veginum. Betri nágrannar voru vandfundnir. Í okkar huga er ekki hægt að minnast bara ann- ars þeirra, þó Bogi hafi látist fyr- ir mörgum árum og við minnst hans þá. Í minningunum eru þau saman, fastur liður í tilveru þess- ara ára. Upp í hugann koma minningar um sumrin, þegar við Dagný vor- um að snyrta í görðunum okkar, og kölluðumst á yfir götuna, ræddum blómin og illgresið og svo var labbað yfir að skoða, hvað eitt hafði vaxið frá árinu áður og annað horfið. Og svo skiptumst við á afleggj- urum. Það var hægt að fá góð ráð hjá Dagnýju, hún hafði nokkurra ára forskot í ræktun eins og öðru. Fyrir hver áramót voru reytt- ar gæsir í bílskúrnum þeirra og vorum við, nokkrir vinir Boga, fastir gestir þar. Uppi í eldhúsi dekkaði Dagný veisluborð og þá var gert hlé í bílskúrnum, öllum boðið til dýrindis kökuveislu með kaffi og súkkulaði. Einnig var eiginkonunum boðið með í kaffið. Þá var glatt á hjalla bæði í bílskúr og uppi í íbúð. Eftir að Bogi féll frá, hélt Dagný uppteknum hætti, þar sem Erlendur sonur þeirra sá um bílskúrinn og Guðný dóttir þeirra og Anna tengda- dóttir hjálpuðu Dagnýju í eldhús- inu. Nú eru þau bæði horfin eins og blómin hurfu áður í görðunum okkar. Allt er í heiminum hverf- ult. Við minnumst Dagnýjar með hlýju og þakklæti fyrir öll góðu árin sem við áttum saman á Höfðaveginum og vottum ástvin- um hennar samúð okkar. Blessuð sé minning Dagnýjar, Jóna Andrésdóttir og Sigurður Ingi Ingólfsson. Dagný Þorsteinsdóttir Í örfáum orðum langar okkur syst- kinin að minnast Diddu, bestu vinkonu mömmu okkar. Guðrún, mamma okkar, og Guðbjörg, eða Snúlla og Didda, eins og þær voru kall- aðar, ólust upp í nærliggjandi húsum í Þingholtunum á fyrri hluta síðustu aldar. Þær voru bestu vinkonur alla tíð og sökn- uður Diddu var mikill þegar móðir okkar lést fyrir tæpum 17 árum. Didda var glæsileg kona, Guðbjörg Ólína Þórarinsdóttir ✝ Guðbjörg ÓlínaÞórarinsdóttir fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1929. Hún andaðist 13. júlí 2016. Útför Guð- bjargar fór fram 21. júlí 2016. teinrétt í baki, grönn og kvik í hreyfingum allt til æviloka. Hún var líka svo skemmti- leg, hress og kát og frá henni stafaði hlýja og gleði. Hún og mamma hittust í hverri viku meðan báðar lifðu. Þær studdu hvor aðra í gleði og sorg og voru miklar trúnaðarvinkonur. Fyrstu minningarnar um Diddu tengjast Austurbrúninni þar sem hún hóf búskap með Gunnari eiginmanni sínum, sem lést fyrir fjórum árum. Eldri systkinin muna vel hve Laug- arásbrekkan var erfið fyrir litla fætur og hendur sem ríghéldu í barnavagninn sem mamma ýtti á undan sér upp brekkuna. En erfiðið var vel þess virði því móttökurnar voru alltaf stór- kostlegar hjá Diddu, hressilegt og hlýlegt viðmót, góðar kökur og fínerí og hjá Diddu var okk- ur boðið kóka kóla í fyrsta skipti úr sérstökum kókglösum og þótti okkur mikið til koma. Yngstu systurnar muna líka vel eftir afmælisveislum hjá Helga á Austurbrúninni og laufabrauðsgerð og fleiru skemmtilegu á Laugateignum. Eftir að Didda og fjölskylda fluttust þangað var enn styttra á milli vinkvennanna sem nýttu það vel og skruppu gjarnan í kaffisopa hvor til annarrar um leið og þær sinntu hversdags- legu amstri. Áhugi á handavinnu var eitt af mörgu sem vinkonurnar áttu saman. Didda var mikil hann- yrðakona og lék allt slíkt í höndum hennar, hún hafði líka mikinn áhuga á tísku og fylgd- ist vel með í þeim efnum. Didda var Kvennaskólagengin og hafði því lært útlend tungumál. Það kom sér vel í sambandi við erlend prjóna- og sauma- blöð. Í Kvennaskólanum hafði hún meðal annars lært þýsku og gat því tekið upp þýskar prjónauppskriftir og snið upp úr þýsku blöðunum. Oft hjálp- aði hún okkur systrunum með uppskriftir þegar við vorum komnar í strand. Á heimilum okkar eru enn þá til hekluð dúkkuföt og prjónaðir dúkar sem hún gaf okkur. Didda var mjög félagslynd og naut þess að vera innan um fólk, eftir starfs- lok var hún sjálfboðaliði í Rauða kross-búðunum í allmörg ár. Líf Diddu var ekki án áfalla frekar en annarra, um tvítugt veiktist hún af berklum og þurfti að dveljast á Vífilsstöðum í nokkur ár þar sem hún kynnt- ist Gunnari eiginmanni sínum. Mesta hamingja þeirra var einkasonurinn Helgi og fjöl- skylda hans. Að leiðarlokum viljum við systkinin þakka Diddu ævilanga tryggð við mömmu okkar og fjölskyldur okkar allra. Guð blessi minningu Diddu. Fyrir hönd Snúllu barna, Anna Nína, Guðrún, Elínborg og Ingibjörg Ragnarsdætur. Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19  210 Garðabær sími 842 0204  www.harpautfor.is Hugheilar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs bróður okkar, mágs og frænda, AGNARS ÓLAFSSONAR, Borgarbraut 50, Borgarnesi. . Kristján Ólafsson, Ása Ólafsdóttir, Kristólína Ólafsdóttir, Jón Benediktsson og frændsystkini. Sambýlismaður minn og faðir, SIGVALDI HLÖÐVER GUNNARSSON, lést á Hrafnistu, Reykjavík, 29. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. . Ingibjörg Aðalheiður Jónsdóttir, Halldór Guðni Sigvaldason. Elskuleg frænka okkar, ÓLÖF MARGRÉT GÍSLADÓTTIR frá Skógargerði, lést á Hrafnistu, Laugarási, laugardaginn 16. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. . Aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA TRYGGVADÓTTIR, Naustabryggju 57, sem lést föstudaginn 5. ágúst, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánudaginn 15. ágúst, klukkan 13. Blóm og kransar afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. . Erlingur Hallsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, RAFN GUÐMUNDSSON, Vesturgötu 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum 25. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. . Guðlaug Rafnsdóttir, Hafdís Inga Rafnsdóttir, Ingi Freyr Rafnsson, Rafn Stefán Rafnsson, tengdabörn og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR WILHELMSEN frá Ástúni á Ingjaldssandi, lést í Drammen, Noregi, 8. ágúst. . Hildur K. Wilhelmsen, Oddbjørn Knudsen, Unnur A. Wilhelmsen, Kolbeinn J. Ketilsson, Martin Tøftemo, Lasse Tøftemo.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.