Morgunblaðið - 13.08.2016, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 13.08.2016, Qupperneq 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016 Elsku bróðir. Hafðu þökk fyrir allt og allt – vináttuna, hlýjuna og allar góðu minningarnar, ekki síst okkar góðu stundir í Fagra- dal og Möðrudal. Þær mun ég ylja mér við fram til síðasta dags. Innilegar samúðarkveðjur til elsku Herdísar, Hildar, Vigdísar og fjölskyldna. Gunnþórunn Við minnumst Viggós frænda með mikilli hlýju. Þegar við fjöl- skyldan fluttum í Fellabæinn voru þau Herdís nágrannar okk- ar og samskiptin því nokkuð mik- il um árabil. Viggó var frænd- rækinn, umhyggjusamur og hjálpfús. Glettni og gleði ein- kenndu hans fas og sögurnar sem hann sagði við eldhúsborðið í Háafellinu lifa í minningunni. Hann átti marga vini og vel- unnara og var alltaf reiðubúinn að leggja sitt af mörkum. Viggó var áhugasamur um það sem við börnin tókum okkur fyrir hendur og sýndi okkur góðvild. Viggó Arnar Jónsson ✝ Viggó ArnarJónsson fæddist 11. febr- úar 1939. Hann lést 8. ágúst 2016. Útför Viggós fór fram12. ágúst 2016. Hann var smíðakenn- ari við Fellaskóla á tímabili og nutum við frændsystkini hans góðs af því þegar handlagninni var ábótavant. Hann lét stundum renna í sund- laugina í garðinum sem var mjög spenn- andi að busla í og allt- af rauk hann til og sá til þess að við fengjum nú örugglega kexkökur eða önn- ur sætindi í hverri heimsókn. Ekki breyttist það heldur er við heimsóttum hann með okkar börn í seinni tíð, þótt sjúkdóm- urinn væri farinn að taka veru- legan toll. Nú hefur Viggó fengið hvíld- ina. Við sendum Herdísi, Hildi, Vigdísi og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Minningin lifir. Inni við hjarta þitt, háfjalla drottning, hjúkrarðu’ og þroskar þitt kjarnbezta fræ. Hver einasta sála þér lýtur í lotning, löðuð af tign þinni’ og fegurðarblæ. Hér geymir þú höfuðból gestrisni’ og dáða, hér geisar með tápi hið íslenzka blóð, að eiga slík gullkorn til átaka’ og ráða er heiður og hrós hverri fátækri þjóð. (Ágúst Böðvarsson.) Eyrún Huld Haraldsdóttir, Andri Reyr, Agnes Brá og Sigrún Margrét. Ég bjó fyrstu tæpu tvö ár ævi minnar á Miklu- braut 64, við lítil ný fjölskylda hjá ömmu og afa. Amma var alltaf kölluð amma Mikló og stóð hún svo sannarlega undir því nafni. Hún þrjóskaðist við að búa þar og það gekk eftir að hún myndi deyja búandi á Miklubraut 64. Hún ætlaði ekki að enda á einhverri stofnun og þrjóskaðist við að fara á spítala. Hún varð aldrei að því „stofn- anagamalmenni“ sem hún vildi ekki verða, stóð við þau orð. Minningar mínar um ömmu Mikló eru margar og endur- nýjuðu sig sífellt, það var alltaf Aðalheiður Ísleifsdóttir ✝ Aðalheiður Ís-leifsdóttir fæddist 17. júní 1928. Hún lést 13. júlí 2016. Útför Aðalheiðar fór fram 21. júlí 2016. svo gaman að hitta hana og vera með henni. Amma Mikló var með mér í Euro- vision-partíi í maí, hún var í öllum partíum og yfirleitt sein heim. Hún hafði skoðanir og meiningar á öllu og það var æðislegt að heyra hversu fíl- terslaus hún var. Minningarnar frá því maður hitti hana síðast og þar síðast eru jafn- vel dýrmætari en þær frá ein- hverri gamalli tíð. Hún sagði sína meiningu alltaf og það var skemmtilegt og hressandi. Hún dásamaði mann kannski og sagði svo að maður væri með fáránlega klippingu. Amma Mikló var æð- isleg, alltaf og alveg til enda. Börnin okkar voru einstaklega heppin að fá að kynnast lang- ömmu sinni og eignast minningar um ömmu Mikló. Kári Þór. Elsku afi minn, nú er komið að erfiðri kveðjustund. Ekki er það auðvelt að kveðja mann sem hefur verið mér sem verndarbjarg í lífsins ólgusjó. Það er erfitt að kveðja svo sann- an og góðan vin og þá miklu vináttu sem einkenndi okkar samband. Þú varst ákaflega fjölskyldu- rækinn og eyddir sem flestum stundum sem þú gast í faðmi fjöl- skyldunnar. Þú fylltir minningar barnæsku okkar barnabarna þinna af Víðir Sigurðsson ✝ VilmundurVíðir Sigurðs- son fæddist 5. maí 1944. Hann lést 26. júlí 2016. Útförin fór fram 4. ágúst 2016. hamingjustundum og gleði og fyrir það er ég afskaplega þakklátur. Þú varst áhuga- samur um nær allt milli himins og jarð- ar og á ég ófáar minningar af okkur að skoða steina, kuðunga, hvaltenn- ur og tré í einum af hinum óteljandi fræðsluferðum þínum með okkur barnabörnunum. Þú varst einnig uppátækjasam- ur, hafðir gaman af smíðum, þú lærðir að binda bækur, þú hafðir gaman af tónlist og ljóðum, tölvum og tækninýjungum. Þú varst oftar en ekki á undan okkur ungling- unum að kaupa nýjustu tækin, síma eða tölvur. Sjötugan langaði þig til þess að læra að smíða raf- magnsgítar. Hálfu ári síðar prýddi glæsilegur og velgerður raf- magnsgítar stofuna ykkar. Þegar ævintýraþrá ykkar ömmu leiddi ykkur til sjö ára bú- setu í Namibíu var það víst að minningar mínar myndu stútfyll- ast af fræðsluferðum með þér. Siglingar um stórfljót, eyðimerk- urgöngur, safari leiðangrar, úti- leguferð um Botswana, og heim- sóknir í óteljandi söfn eru allt góðar og hlýjar minningar mínar með þér. Í Namibíu kenndir þú mér að bera virðingu fyrir fólki af öðrum uppruna, trúarbrögðum og náttúrunni og mótaðir lífsskoðanir mínar mikið til framtíðar. Sem unglingur í menntaskóla flutti ég til ykkar ömmu í svokall- aða „lærdómssetrið“ fyrir hverja prófatíð á vorin og veturna. Ég bjó hjá ykkur í næstum því fjóra mán- uði á hverju ári. Langar andvöku- nætur fyrir prófin hefðu ekki bor- ið árangur án þinnar hjálpar. Þessir dýrmætu mánuðir gerðu mér kleift að kynnast þér, ekki einungis sem þeim hlýja og um- hyggjusama afa sem þú varst, heldur einnig sem góðum og traustum vin. Á þessum áhrifa- gjörnu unglingsárum mínum varð ég fyrir miklum áhrifum af sterkri réttlætiskennd þinni og margra klukkutíma löngum rökræðum okkar sem hafa mótað mig og skoðanir mínar. En nú er sex ára langri baráttu lokið, baráttu sem einkenndist af dugnaði og augljósum, gríðar- sterkum lífsvilja. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég hafði með þér og þakklátur fyrir minning- arnar af okkur saman. Hvíldu í friði, elsku afi, vaktu yfir okkur og vertu okkur nær þar til leiðir okkar liggja saman á ný. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Viktor Stefánsson. Vinur minn, Jó- hann Friðrik Kára- son, er látinn, 72 ára. Þegar mikið lá við ávarpaði ég hann JFK, eins og forsetann vestanhafs. Við kímd- um. Leiðir okkar lágu saman fyr- ir 20 árum. Þá hafði ég verið feng- inn til þess að skrifa sögu Olíuverzlunar Íslands, Olís. Gísli Baldur Garðarsson, stjórnarfor- maður, kynnti mig fyrir „mann- inum sem vissi allt um sögu Olís“. JFK brosti hæversklega. „Þeir létu dæluna ganga“ kom út haust- ið 2002, prýdd fjölda mynda. Einar Benediktsson, fyrrver- andi forstjóri Olís, hitti naglann á höfuðið þegar hann skrifaði um vin okkar „…að ekki hefði tekist að ná saman þessari vönduðu og merku bók um sögu félagsins og samtíma atvinnusögu landsins án mikillar þekkingar, ómældrar vinnu og áhuga Friðriks fyrir við- fangsefninu.“ Samstarf okkar var náið, vin- átta sem meitluð í stein. Níu ára gamall fór Friðrik til Hríseyjar eftir lát móður sinnar. 19 ára réðst hann til starfa hjá BP, eins og Olís hét þá. Árið var 1962. Hann hafði átt erindi til Reykja- víkur. Þegar plön gengu ekki eft- ir blasti við sjónum merki BP. Hann þekkti Hrein Pálsson for- stjóra, gekk á fund hans og var samstundis ráðinn. Hreinn Páls- son, ástsæll skipstjóri, söngvari og forstjóri Olís, og Guðrún Páls- dóttir, ekkja Héðins Valdimars- sonar, voru úr Hrísey. Fljótlega fékk strákur meirapróf og hóf að aka olíubíl austur fyrir fjall. Saga Olís er saga Íslands sem horfið er í aldanna skaut. Þar eru margar sögur af einstökum mönnum. Þeirra á meðal saga Jóhann- esar Skúlasonar, eða Jóa Skúla Jóhann Friðrik Kárason ✝ Jóhann FriðrikKárason fædd- ist 25. ágúst 1943. Hann lést 19. júlí 2016. Útför Jóhanns Friðriks fór fram 4. ágúst 2016. bílstjóra, harðdug- legs og ósérhlífins. Jói lést 1963. Sögur af Jóa Skúla eru skráðar í sögu Olís, sumar ekki þessa heims. Sagt var að Jói Skúla gengi aft- ur á verkstæði BP í Laugarnesi og töldu ýmsir sig sjá Jóa bregða fyrir. Í skammdegismyrkri þegar norðanvindur gnauðaði svo undir tók var hurð skellt á verk- stæðinu. Það fór hrollur um myrkfælinn verkstæðismann dyttandi að olíubíl. „Hver er þar?“ kallaði hann undan bílnum. Enginn svaraði. Þá var gengið fram með bílnum. Hinn myrk- fælni taldi sig greina göngulag Jóa Skúla, skreið undan bílnum og svipaðist um en verkstæðið var mannlaust. Enginn þessa heims var sjáanlegur, og jú, allir vissu að Jói Skúla gekk aftur. Okkar maður hraðaði sér út, skellti á eftir sér og dyttaði eftir það aldrei einn að olíubíl á köldu vetrarkvöldi. Árni Jóhannesson, BP-maður og snjall hagyrðingur, orti að Jóa Skúla látnum: Klýfur loftið kaldur hljómur klukkur ymja sorgarlag, skilur vegi skapadómur skömm er heiðin þér í dag. … Aldrei virtist áttum glata þó öðrum hyrfi vegurinn, þú munt einnig reynast rata rétta leið í þetta sinn. Þessar línur gætu átt við JFK. Ég heimsótti hann og Rúrý í vor og færði sögu Sjómannafélags Reykjavíkur, „Frjálsir menn þegar aldir renna“, á lungna- deildina í Fossvogi í sumar. Við áttum góða stund, ræddum gamla tíma. Um ekkert þykir mér eins vænt í störfum mínum fyrir Olís eins og „Þeir létu dæluna ganga“ sagði vinur minn. Ég er þess fullviss að JFK ratast rétt leið. Hallur Hallsson. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar bróður okkar og frænda, GUÐMUNDAR BJARNASONAR bónda, Brennistöðum í Borgarbyggð. Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar í Borgarnesi og Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun. . Sveinn Bjarnason, Helga Sólveig Bjarnadóttir, Ármann Gunnarsson, Eysteinn Bjarnason, Katrín R. Hjálmarsdóttir, systkinabörn og fjölskyldur. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖLMU ÁSBJARNARDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir góða umönnun. . Herdís Petrína Pálsdóttir, Bragi Bjarnason, Magnús Pálsson, Sveinbjörn Sveinbjörnss., Ragna Guðmundsdóttir, Páll Sveinbjörnsson, Kristín Soffía Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR KRISTJÁNSSONAR húsasmíðameistara, sem lést 21. júní. . Guðrún Eiríksdóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Thor Klippen, Birgir Sigurðsson, Sigrún Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR frá Snorrastöðum, Kolbeinsstaðahreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar fyrir góða umönnun og nærgætni. . Haukur Sveinbjörnsson, Branddís Margrét Hauksdóttir, Kristján Á. Magnússon og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, INGÓLFUR JÓHANNESSON, lést 7. ágúst. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 19. ágúst klukkan 14. . Þórunn Benný Finnbogadóttir. Ég minnist Önnu, fallegu, góðu vinkonu minnar frá unglings- árum. Það var mikið líf og fjör í kringum Önnu. Hún var lífsglöð og fljót að eignast vini. Við áttum margar skemmtilegar stundir saman og vorum tíðir gest- ir á heimili hvor annarrar. Fjöl- skylda hennar bjó á þessum árum á 3. hæð við Barónsstíg 65 í Reykjavík. Er ég gekk þar um dyr ómaði jafnan glaðvær söngur hús- móðurinnar um stigaganginn og uppi var mér tekið opnum örmum. Þetta var þjóðkunn söngfjölskylda sem dekkaði tónskalann allan frá djúpum bassa upp í hæstu hæðir, enda lagið oft tekið á heimilinu. Kór Dómkirkjunnar naut um ára- raðir krafta þessara elskulegu Anna Guðríður Hallsdóttir ✝ Anna GuðríðurHallsdóttir fæddist 14. desem- ber 1934. Hún and- aðist 30. júlí 2016. Anna var jarð- sungin 8. ágúst 2016. hjóna, Guðrúnar Ágústsdóttur og Halls Þorleifssonar. Blessuð sé minning þeirra. Leið okkar vin- kvenna lá þá sem oft- ar í KFUM-K við Amtmannsstíg á fundi og samkomur. Við vorum saman í unglingadeild og KSS (Kristilegum skólasamtökum) og áttum ógleym- anleg sumur í Vindáshlíð. Margar áttum við gítara og slógum streng- ina og sungum af hjartans list. Á brúðkaupsdegi okkar hjóna ávarp- aði Anna okkur nokkrum orðum og hjartahlýjan leyndi sér ekki. Hún var hjúkrunarfræðingur að mennt, henni var svo margt vel gefið, – en þegar veikindi sóttu að varð lífið á stundum flókið. Anna eignaðist fjölskyldu og lætur eftir sig tvo syni, Erling og Hall. Þeim sendi ég samúðarkveðjur og bið þeim og fjölskyldum þeirra Guðs blessunar. Katrín Þ. Guðlaugsdóttir (Systa).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.