Morgunblaðið - 13.08.2016, Side 43
stórveldinu. Ég verð alltaf þakklátur
fyrir þessi frábæru ár sem ég átti í
íþróttunum, þar eignaðist maður
marga góða vini.
Ég hef lengi verið mikill stuðn-
ingsmaður Liverpool í enska bolt-
anum og hef á síðustu árum reynt að
komast með félögum mínum einu
sinni á ári til Liverpool til að horfa á
mína menn. Það hefur klárlega verið
á brattann að sækja síðustu ár, en ég
held að þetta verði árið sem Rauði
herinn klári verkefnið.
Ég hef alltaf haft mikla ánægju af
og þörf fyrir hreyfingu og útiveru.
Mér finnst gaman að renna fyrir lax
og reyni að fara til veiða nokkrum
sinnum á hverju sumri. Ég er félagi í
skemmtilegum vinahópi sem heitir
Arnarflug, en við veiðum saman á
hverju sumri, höldum aðventufagn-
að og kveðjum veturinn með viðhöfn.
Svo er alltaf gaman að taka góðan
golfhring með eiginkonunni og
góðum vinum.
Fjölskyldan á síðan sumarhús á
Rangárvöllum sem við njótum þess
að fara í og eiga góðar stundir sam-
an í fallegu umhverfi umvafin yndis-
legri íslenskri náttúru.“
Fjölskylda
Eiginkona Guðmundar er Lisbeth
Thompsson, f. 9.6. 1961 í Keflavík.
Foreldrar hennar eru Stanley
Thompson, f. 24.1.1935 í Bandaríkj-
unum og Ingibjörg G. Mason, f. 28.5.
1940. Fósturforeldrar hennar: Ingi-
mar Ingimundarson, f. 15.7. 1926, d.
2.2. 2005, og k.h. Margrét Jóns-
dóttir, f. 29.11. 1927, d. 21.5. 2015.
Börn Guðmundar og Lisbeth: 1)
Una Dögg Guðmundsdóttir, f. 9.5.
1986, maki: Ómar Örn Helenuson.
Börn þeirra: Alexandra Líf og Andr-
ea Líf; 2) Magnús Ingi Guðmunds-
son, f. 26.5. 1992, unnusta: Ingunn
Fanney Hauksdóttur. Sonur: Guð-
mundur Reynir; 3) Unnur María
Guðmundsdóttir, f. 6.4. 1996, unn-
usti Snæþór Ingi Jósepsson.
Systkini Guðmundar eru Halldóra
Magnúsdóttir (samfeðra) tölvunar-
fræðingur, f. 9.8. 1954; Bernharð
Laxdal (samfeðra) dýralæknir, f.
23.6. 1960; Elín Bára Magnúsdóttir
íslenskufræðingur, f. 6.3. 1962; Guð-
rún Lára Magnúsdóttir leikskóla-
stjóri, f. 12.4. 1964, og Ásta Margrét
Magnúsdóttir, vinnur í ferðageir-
anum, f. 5.6. 1974.
Foreldrar Guðmundar eru
Magnús Guðmundsson, kjötiðn-
aðarmeistari, f. 12.12.1934, bús. í
Kópavogi, og Ásta Gunnarsdóttir,
snyrtifræðingur, f. 3.2. 1944, bús. í
Garðabæ.
Úr frændgarði Guðmundar Magnússonar
Guðmundur Magnússon
Guðrún Sigurðardóttir
húsfr., f. í Traðarbúð í Staðarsveit, Snæf.
Runólfur Jónsson Dagsson
bóndi á Öxl í Breiðuvík, síðar
sjóm. á Sandi, f. á Fornu-Fróðá
Elín Runólfsdóttir
verslunarm. og húsfr. í Rvík
Gunnar Símonarson
loftskeytamaður í Reykjavík
Ásta Gunnarsdóttir
snyrtifræðingur í Reykjavík
Ingibjörg Sigurást Hallsdóttir
tannsmiður, f. á Syðstu-Görðum
í Kolbeinsstaðasókn, Hnapp.
Símon Sveinbjörnsson
skipstjóri í Rvík, f. á
Innra-Hólmi, Innri-Akraneshr.
Björk Gunnarsdóttir
bús. á Másstöðum,
Innri-Akraneshr.
Björn Ingi Hrafnsson
útgefandi
Vefpressunnar
Lára Rósa Loftsdóttir
húsfreyja, f. á Saurum í
Helgafellssveit, Snæf.
Ólafur Guðmundur
Jóhannsson
skipstj., síðar kaupm. í Rvík, f.
í Melshúsum á Seltjarnarnesi
Bára Ólafsdóttir
húsfr., ræstitæknir
og saumakona í Rvík
Guðmundur Guðmundsson
skipstjóri í Reykjavík
Magnús
Guðmundsson
kjötiðnaðar-
meistari í
Reykjavík
Guðrún Guðmundína
Guðmundsdóttir
húsfr., f. á Eyri í
Ingólfsfirði, Strand.
Guðmundur
Magnússon
skipstjóri og útgerðarm.
á Ísaf. og Rvík, f. í Kálfa-
vík í Skötufirði, N-Ís.
Margrét
Guðmundsd.
dómritari í Hafnarf.
Ólafur Guðmundsson
fv. kennari í Iðnskólanum
Guðmundur Ragnar Ólafsson
innkaupafulltr. hjá Hafnarfj.bæ
Ólafur Andrés
Guðmundsson
handboltamaður
Gunnlaugur Stefánsson
prestur að Heydölum
og fv. alþingism.
Stefán Már Gunnlaugsson
prestur á Hofi í Vopnafirði
Guðmundur Árni Stefánsson
sendiherra, fv. bæjarstjóri
og ráðherra
Bernharð
Laxdal
dýralæknir,
bús. í
Garðabæ
Jóhann
Laxdal
knattspyrnu-
maður í
Stjörnunni
Daníel Laxdal
knattspyrnu-
maður í
Stjörnunni
Hjónin Guðmundur og Lisbeth.
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
Doktor
Laugardagur
95 ára
Magnea Kristín
Sigurðardóttir
90 ára
Margrét Bjarnadóttir
Margrét Sigurjónsdóttir
85 ára
Ásgeir Þórir Sigurjónsson
Erla Dagmar Ólafsdóttir
Ingibjörg Einarsdóttir
Ragnhildur S. Jónsdóttir
80 ára
Guðrún Helgadóttir
Ingólfur Sigurgeirsson
Jón Lárus Bergsveinsson
Þórir Sigurbjörnsson
75 ára
Þorgrímur Ólafsson
70 ára
Hjalti Arnarson
Inga Kristjánsdóttir
Laila Michaelsdóttir
Rebekka Árnadóttir
Sigríður Ósk Beck
60 ára
Andrzej Gaj
Björg Jónmundsdóttir
Embla Valberg
Friðrika Sigríður
Benónýsdóttir
Guðbrandur Jóhann
Ólafsson
Guðmundur B.
Borgþórsson
Helga Guðrún Bjarnadóttir
Jón Benjamín Oddsson
Júlíana Elín Kjartansdóttir
Kristinn G. Ebenesersson
Kristín Silla Þórðardóttir
Ómar Norðdal Arnarson
50 ára
Daníel G. Dagbjartsson
Elín Andrésdóttir
Elín Jónsdóttir
Erla Unnur Sigurðardóttir
Esther Gerður Högnadóttir
Frosti Guðlaugsson
Guðmundur Magnússon
Gunnar Bragi Þorsteinsson
Hrefna María
Guðmundsdóttir
Ingvar Guðmundsson
Jóhanna Margrét
Árnadóttir
Katrín Sif Ragnarsdóttir
Kolbrún Hauksdóttir
Kristín Sigurðardóttir
Marin Angelov Velikov
Ragnar Þór Eggertsson
Tatiana Solovyeva
Þorgerður Guðrún
Sveinsdóttir
40 ára
Bryndís Friðriksdóttir
Brynja Hauksdóttir
Eva Einarsdóttir
Eva Hrönn Björnsdóttir
Helga Gunnarsdóttir
Íris Heiður Jóhannsdóttir
Mariusz Maciej Fester
Michal Ryszard Cajsel
Ronald Ereno Viray
Rósa Björk Bjarnadóttir
Svava Kristín
Sveinbjörnsdóttir
Sylwester Zenon Wator
30 ára
Carlos Ruiz Oliver
Einar Lúthersson
Erla Soffía Jóhannesdóttir
Maríanna Pálsdóttir
Pálmi Pétursson
Sigurður Már Viðarsson
Sindri Sverrisson
Steinþór Einarsson
Sváfnir Már Líndal
Bergrúnarson
Sunnudagur
90 ára
Birna Björnsdóttir
Guðríður Ólöf
Kjartansdóttir
Margrét Kjartansdóttir
Sigfríður Jónsdóttir
85 ára
Björn G. Eiríksson
80 ára
Guðlaug Hrafnh. Ósk-
arsdóttir
Gunnhildur B.
Þorsteinsdóttir
Kristín H. Tryggvadóttir
75 ára
Anna Gertrud Stehn
Atladóttir
Grétar Þórarinsson
Guðjón Albertsson
Guðlaug Íris Tryggvadóttir
Kristín Guðjónsdóttir
Pétur Hermannsson
Ragnheiður Björgvinsdóttir
Sveinn Ingólfsson
70 ára
Ásta Garðarsdóttir
Guðmundur H. Hannesson
Guðmundur Ragnarsson
Hanna Sigurðardóttir
Ísleifur Gíslason
Svandís Geirsdóttir
60 ára
Elísabet S. Grétarsdóttir
Gunnar Ingi Kristinsson
Hildur Claessen
Hjördís Hrönn Hauksdóttir
Hjörtur Hjartarson
Kristrún Hallgrímsdóttir
Ole Olesen
Ólöf Helga Þór
Pétur Örn Runólfsson
Sigrún Hrönn Daðadóttir
Trygve Jónas Eliassen
50 ára
Gróa Margrét
Sigurðardóttir
Virginija Anzeliené
Þórný Snædal Húnsdóttir
40 ára
Aðalheiður Hanna
Björnsdóttir
Ari Már Lúðvíksson
Árni Georgsson
Halldór Örn Óskarsson
Joanna Hendzel
Jónas Páll Jónasson
Magnús Meinhart
Sigfússon
Ragna Hafsteinsdóttir
Tariq Gondal
30 ára
Anna Guðbjört Sveinsdóttir
Bryndís Björk Ólafsdóttir
Bryndís Brynjólfsdóttir
Carla Marie Lange
Eggert Þórbergur Gíslason
Jón Cleon Sigurðsson
Lilja Ósk Magnúsdóttir
María Guðmundsdóttir
Márcia Cristina Bento
Naldo
Neringa Zukauskyté
Nóa Sólrún Guðjónsdóttir
Sindri Fanndal Júlíusson
Til hamingju með daginn
Hægt er að
sendamynd og texta
af nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Kristín Norðdahl hefur varið doktors-
ritgerð sína í menntavísindum við
Uppeldis- og menntunarfræðideild
Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Ritgerðin nefnist Útiumhverfið í námi
barna (The outdoor environment in
children’s learning).
Leiðbeinendur voru dr. Ingólfur Ás-
geir Jóhannesson, aðalleiðbeinandi,
prófessor á Menntavísindasviði Há-
skóla Íslands, og dr. Jóhanna Einars-
dóttir, prófessor á Menntavísindasviði
Háskóla Íslands.
Markmið rannsóknarinnar var að
rannsaka hlutverk útiumhverfis í námi
barna. Í því skyni voru gerðar fjórar
hlutarannsóknir. Í fyrstu hlutarann-
sókninni var athugað hvað einkenndi
orðræðu um hlutverk útiumhverfis í
námi barna í stefnuskjölum yfirvalda,
bæði á landsvísu og í einstökum sveit-
arfélögum. Í annarri hlutarannsókn-
inni voru hugmyndir kennara um hlut-
verk útiumhverfis athugaðar. Í þriðju
hlutarannsókninni voru hugmyndir
barna og óskir um hvað þau vildu gera
úti athugaðar. Í fjórðu hlutarannsókn-
inni var athugað hvernig kennarar
notuðu útium-
hverfið í námi
barna.
Niðurstöðurnar
benda til að
stefnumótendur,
kennarar og börn
meti útiumhverfi
mikils sem náms-
umhverfi. Fjögur
meginþemu um hlutverk útiumhverfis
í námi barna mátti sjá í öllum hluta-
rannsóknunum. Útiumhverfið var álit-
ið og notað sem staður til að: (a) ýta
undir leik og nám barna, (b) efla lík-
amlega og andlega vellíðan barna, (c)
taka áhættu og finna fyrir öryggi og
(d) hafa áhrif á viðhorf barna til um-
hverfisins. Á óvart kom þögn um úti-
umhverfi sem námsumhverfi skóla í
lögum og reglugerðum svo og áhersla
sveitarfélaga á að ýta undir stolt íbúa
af umhverfinu. Einnig kom í ljós að
umræðan um útiumhverfi tengdist
ekki öllum þeim þáttum sem taldir eru
mikilvægir í námi barna, svo sem kyn-
gervi þeirra, mismunandi bakgrunni
eða ólíkri getu þeirra.
Kristín Norðdahl
Kristín Norðdahl starfar sem dósent við Kennaradeild Menntavísindasviðs Há-
skóla Íslands. Hún hefur fil. cand.-próf í líffræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð
og meistarapróf í menntunarfræðum frá Háskóla Íslands. Kristín hefur reynslu af
kennslu á grunn- og framhaldsskólastigi og hefur starfað við kennaramenntun
frá 1985, fyrst í Fósturskóla Íslands og síðar í Kennaraháskóla Íslands og á
Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Kristín er gift Kristni Guðmundssyni sjávar-
líffræðingi og eiga þau börnin Snorra, Önnu Rúnu, Grím og Birki.
Skólar & námskeið
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 19. ágúst
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu
flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á
frekara nám í haust.
SÉRBLAÐ
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 mánudaginn
15. ágúst.