Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 4
Vikublað 24.–26. mars 20154 Fréttir Kosið um verkfall Komið að ögurstundu í kjarabaráttunni R afræn kosning um verkfall félagsmanna í Starfsgreina- sambandi Íslands hófst á mánudag. Kosningin stendur til miðnættis mánudaginn 30. mars og niðurstöður munu liggja fyr- ir daginn eftir. Það verður því ljóst fyrir páska hvort félagsmenn kjósa með verkfalli en Starfsgreinasam- bandið hefur sett fram skýra kröfu um þrjú hundruð þúsund króna lágmarkslaun innan þriggja ára. Áætlað er að verkfallsaðgerð- irnar hefjist 10. apríl með allsherj- arvinnustöðvun frá hádegi til mið- nættis. Í framhaldi af því verða staðbundin verkföll en ef ekki tekst að semja verður ótímabundin vinnustöðvun frá 26. maí. „Félagsmenn okkar eru sam- mála um að nú sé komið að ögur- stundu í kjarabaráttu. Það verður ekki liðið að fólk sem vinnur fyrir lægstu laununum á Íslandi eigi að bera ábyrgð á stöðugleika og lágri verðbólgu. Það er ávísun á aukna misskiptingu. Samfélag þar sem einhver er skilinn eftir er ekki gott samfélag. Almenn samstaða er í samfélaginu um nauðsyn þess að hækka lágmarkslaun í 300 þúsund krónur enda er það öllum til hags- bóta að verkafólk í landinu njóti mannsæmandi lífskjara. Við bú- umst fastlega við að verkfallið verði samþykkt en undanfarið hafa ver- ið haldnir fjölmargir vinnustaða- fundir, trúnaðarmannafundir og fé- lagsfundir og alls staðar er tónninn sá sami,“ segir Drífa Snædal, fram- kvæmdastjóri Starfsgreinasam- bandsins. n atli@dv.is Verkfall Myndin er frá mótmælum tónlistarkennara. Mynd Sigtryggur Ari „FoRtíðin mun alltaF elta mig“ F ortíðin mun alltaf elta mig en ég þarf bara að fá tíma til að sýna fólki hvernig ég er orðinn í dag. Ávinna mér traust,“ segir hinn 21 árs gamli Jóhannes Gísli Egg- ertsson, sem ungur að árum leiddist út í óreglu sem endaði með því að hann var dæmdur í fangelsi – meðal annars fyrir fjársvik á netinu. Hann hef- ur á undanförnum mánuðum stofn- að hverja vefsíðuna á fætur annarri í von um að koma undir sig fótunum í netheimum – með löglegum leiðum. Safnar fylgjendum á Facebook Vefsíða Jóhannesar, magnkaup.is, hefur vakið athygli undanfarið en Facebook-síða Magnkaupa hefur safnað ríflega 6 þúsund fylgjendum á skömmum tíma. Munar þar mestu um leik sem Jóhannes hefur stofnað til og lofar skráðum notendum síð- unnar vinningi upp á tveggja vikna utanlandsferð til Alicante og 250 þúsund krónur í gjaldeyri. Þúsundir hafa deilt þessum leik sem við fyrstu sýn gæti virst of góður til að geta staðist. Jóhannes segist aðspurður þó standa við stóru orðin og að vinn- ingshafi verði valinn og allt verði fyrir opnum tjöldum. Leikurinn sé aðeins leið til að auglýsa síðuna. „Þetta er í rauninni ekkert dýrara en að kaupa auglýsingu,“ seg- ir Jóhannes aðspurður um þennan rausnarlega vinning. Selur hjálpartæki ástarlífsins Hin nýstofnaða Magnkaups-síða hefur undanfarið auglýst tilboð á meðal annars tölvuviðgerðum og vírushreinsunum frá tölvuheimur.is sem er önnur vefsíða sem Jóhann- es er í forsvari fyrir. Þá nýtti 101 not- andi sér nýlegt tilboð þar sem hægt var að kaupa staka Durex-smokka á 30 krónur stykkið. „Þetta var aðeins til að koma sér á framfæri og sýna að við erum alvöru og að þetta er ekk- ert svindl.“ Jóhannes rekur einnig síðuna knattspyrna.is sem DV hefur áður fjallað um, slúður.is, auk þess sem hann er í forsvari fyrir vefheimur. is sem hannar vefsíður. Deit.is er önnur síða sem upphaflega átti að vera stefnumótasíða en endaði sem sölusíða fyrir hjálpartæki ástarlífs- ins. Jóhannes segir þá síðu hafa legið í dvala. „Sú hugmynd spratt upp í kringum útgáfu myndarinn- ar 50 Shades of Grey og við töldum sniðugt að fara út í þennan bransa. En ég hef ekkert verið að auglýsa hana og lítið getað sinnt henni sök- um annarra verkefna eins og Magn- kaupa og Atlasvod.“ Hugmynd kviknaði á Kvíabryggju Síðastnefnda síðan er tónlistarveita sem Jóhannes segir svipaðan vef og SoundCloud. „Þar skráir fólk sig frítt og getur deilt tónlist sinni og komið sér á framfæri. Þetta var eitthvað sem ég gerði þegar ég var á Kvíabryggju.“ En fortíðin hefur fylgt Jóhann- esi. Hann var dæmdur fyrir að svíkja fé af fólki í gegnum netið í ársbyrj- un 2014 og hlaut níu mánaða dóm, þar af sex skilorðsbundna. Aðspurð- ur hvort hann skilji hvers vegna fólk kunni að vera á varðbergi gagnvart því að hann sé nú búinn að hella sér út í vefverslun, segir hann svo vera. „Ég skil það mjög vel.“ Hann kveðst vera búinn að snúa við blað- inu síðan þá og líf hans gangi ágæt- lega. Hann sé í AA og hafi verið edrú í tvö ár. „Það hafa komið erfiðir tím- ar, meðal annars vegna fjölmiðlaum- fjöllunar. Það tekur mikið á.“ Leið að betra lífi Jóhannes sér verkefnin sem hann vinnur að núna sem leið að öðrum og stærri markmiðum sínum í lífinu. Hann vill aðeins fá að njóta sann- mælis og fá tækifæri til að koma sér á beinu brautina. „Þetta er ekki eitthvað sem ég sé fyrir mér að ég ætli að gera alltaf, heldur meira byrjunarreitur fyrir það sem ég stefni á. Það er fullt af hug- myndum ennþá til. Þetta er til að safna fjármagni til að gera eitthvað stærra og betra.“ n n Sneri við blaðinu eftir dóm og vill fá tækifæri n opnar sölusíður á netinu Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Þetta var aðeins til að koma sér á framfæri og sýna að við erum alvöru. Í leit að nýju lífi í vefheimum Jóhannes Gísli Eggertsson segir erfitt að flýja fortíðina og hann skilur að fólk skuli vera á varðbergi varð- andi rekstur hans nú. Hann kveðst þó hafa snúið við blaðinu og vill fá tækifæri til að feta sig á beinu brautinni. Mynd Sigtryggur Ari Flottar fermingargjafir - okkar hönnun og smíði PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 06 29 jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Flottar fermingargjafir Trú, von og kærleikur – okkar hönnun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.