Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 12
Vikublað 24.–26. mars 201512 Fréttir „Fyrir vikið njóta þær ekki réttlætis“ É g held til dæmis að ofbeldi felist í því að fatlaðar konur eru oft þvingaðar til þess að gera hluti sem þær vilja ekki endilega gera. Af því að það er alltaf verið að hafa vit fyrir þeim. Það er ófatlaða fólkið sem veit bet- ur hvað þeim er fyrir bestu en þær sjálfar,“ segir fötluð kona á fertugs- aldri í rannsókninni „Ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að stuðningsúrræðum.“ Rannsóknin var unnin af Rann- sóknasetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands í samstarfi við rannsóknastofnanir og háskóla í Austurríki, Þýskalandi og Bretlandi. Hún var styrkt af Daphne III-áætlun framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins sem horfir sérstaklega til að styrkja hagnýt verkefni sem fyrir- byggja ofbeldi sem konur og börn verða fyrir. Rannsóknin náði bæði til fatlaðra kvenna og til fólks sem hefur starfað með þolendum of- beldis. Rannveig Traustadóttir, pró- fessor í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands, og Hrafnhildur Snæfríð- ar- og Gunnarsdóttir unnu að rann- sókninni fyrir Íslands hönd. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að ofbeldi gegn fötluðum kon- um er nátengt félagslegri stöðu þeirra og valdaleysi. Konurnar þurfa oft að reiða sig á stuðning annarra sem skapar aðstæður sem einkennast af valdaójafnvægi. Ger- andinn getur verið einn af þeim sem konurnar þurfa að reiða sig á og fyrir vikið verður erfitt að sega frá ofbeldinu og leita sér aðstoðar. Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að fatlaðar konur eru mun oftar beittar ofbeldi en fatlaðir karl- ar. Sömu rannsóknir leiða í ljós að fatlaðar konur eru einnig mun lík- legri til að vera beittar ofbeldi en ófatlaðar konur. Styrkja stöðu fatlaðra kvenna „Til að koma í veg fyrir ofbeldi er mikilvægt að styrkja stöðu fatlaðra kvenna og stuðla að valdeflingu þeirra,“ segir í bæklingnum og tekur Rannveig undir það. „Mörg stuðn- ingsúrræði hafa verið óaðgengileg á ýmsan hátt, í húsnæðinu eru til dæmis tröppur og þá er það óað- gengilegt fyrir stóran hóp. Þá hefur vantað þekkingu og skilning á að- stæðum fatlaðra kvenna sem verða fyrir ofbeldi,“ segir Rannveig og hrósar Stígamótum sérstaklega en fyrir skemmstu skiptu samtökin um húsnæði og síðastliðinn vetur réðu þau starfsmann með sérþekkingu á málefnum fatlaðs fólks. Njóta ekki réttlætis „Ég held að kannski skilgreini þær það sem við skilgreinum sem of- beldi, ekkert endilega sem ofbeldi. Af því að þær hugsa: ,,Ókei, ég er eins og ég er og ég hlýt að eiga þetta skilið.“ Þetta er eins þegar konur verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, þær kenna sér svo oft um,“ segir fimmtug, fötluð kona í rannsókn- inni. Ofbeldi gegn fötluðu fólki, þá sérstaklega fötluðum konum, hefur verið til umræðu að undanförnu og hefur oft verið bent á þennan skort á úrræðum og sagt frá því hversu illa málaflokknum hefur verið sinnt. DV greindi fyrir skemmstu frá skýrslu starfshóps á vegum Reykja- víkurborgar þar sem fjallað er um heimilisofbeldi sem fatlað fólk verð- ur fyrir. Þar kom einnig fram hversu falið ofbeldið sem fatlað fólk, sér- staklega konur, verða fyrir er. „Það er ýmislegt sem kemur í veg fyrir að þessum málaflokki hafi verið sinnt. Til dæmis er fötluðum konum oft ekki trúað þegar þær segja frá ofbeldi eða þá að það er gert mjög lítið úr því. Það er líka oft sem þær eru ekki álitnar áreiðanleg vitni, jafnvel þegar þeim er trúað og málið er kært þá fer það ekkert lengra,“ segir Rannveig og segir málin þess vegna sigla í strand án úrlausna. „Fyrir vikið njóta þær ekki réttlætis. Réttlætið virðist oft aðeins vera fyrir þá sem geta tjáð sig með sérstökum hætti,“ segir Rannveig. Á dögunum kom út bæklingur, sem unninn er upp úr rannsókn- inni, sem snýr sérstaklega að of- beldi gegn fötluðum konum. Í bæklingnum er stutt samantekt um niðurstöður rannsóknarinnar og upplýsingar um hvert fatlaðar konur geta leitað ef þær verða fyr- ir ofbeldi. Bæklingurinn kemur út í nokkrum útgáfum og er aðgengi- legur á auðskildu máli, á táknmáli og á hljóðskrá. Farið er yfir það hvað ofbeldi er, hverjar ólíkar birtingar- myndir þess eru og hvert hægt er að leita ef konurnar hafa orðið fyrir ofbeldi. Hann er aðgengilegur á vef Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum og á vef Öryrkjabandalagsins. n n Fatlaðar konur fá síður tækifæri til að segja frá ofbeldi n Upplifa sig valdalausar Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Réttlætið virðist oft aðeins vera fyrir þá sem geta tjáð sig með sérstök- um hætti Njóti ekki réttlætis Rannveig segir að ef fatlaðar konur fá tækifæri til að segja frá ofbeldi sé þeim oft ekki trúað eða þá að lítið sé gert úr ofbeldinu. Fyrir vikið njóta þær ekki réttlætis. Ofbeldi gegn fötluðum konum falið vandamál Til að koma í veg fyrir ofbeldi er mikilvægt að styrkja stöðu fatlaðra kvenna og stuðla að valdeflingu þeirra. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is PÁSKALEIKUR Deila, líka og kvitta á facebook Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.