Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 11
Vikublað 24.–26. mars 2015 Fréttir 11 Ekki síður í tEngslum við fólkið Þ að má vel segja það að ég hafi engan skilning á kjör- um lágtekjufólks en ég þekki hins vegar margt þannig fólk og hef umgengist það og er reyndar uppalinn á stað þar sem kjör voru ekki alltaf góð. Ég tel mig hafa skilning á því, en svo er hitt fullyrðing á móti,“ segir Björgólfur Jóhannsson, formaður SA og forstjóri Icelandair Group. Hann kveðst skilja að fólk vilji hafa það sem best og fá sem mest út úr sínum launum. Af þeim sök- um leggi SA upp í baráttu sína með þeim hætti sem gert er. Verið sé að horfa til þess að bæta hag allra. „Við sem stjórnendur erum í mjög nánum samskiptum við fólkið okkar. Við vitum alveg hvað við erum að borga fólkinu í laun þannig að við erum ekkert síður í tengslum við fólkið en verka- lýðsforingjarnir. Við erum með það beint í æð hvað fólk er að fá í laun. Svo er aftur annað mál með skilninginn á því að lifa á launum sem eru greidd. Það er aftur meira túlkunaratriði.“ En ef stjórn SA hefur þennan skilning á kjörum launafólks síns, sem margt hvert telur sig ekki geta framfleytt sér á þessum laun- um, er þeim þá ekki í lófa lagið að gera sem mest fyrir þá verst settu? Björgólfur segir að svo sé og það hafi verið reynt að gera í samn- ingum undanfarin ár. Að styrkja lægstu launin með mestri hækk- un. Leið SGS nú feli ekki í sér það markmið. Björgólfur kveðst hafa skilning á kjörum lágtekjufólks 1. Stjórnarmenn SA eru 21 talsins. Hér eru birtar upplýsingar um 18 þeirra. Allar upplýsingar eru þær nýjustu samkvæmt fyrirliggjandi og opinberum gögnum. Öll laun eru því birt með fyrirvara um breytingar á starfshögum og tekjum viðkomandi. 2. Upplýsingar úr tekjublaði DV, sem kom út 26. júlí 2014, miðast við útreikninga úr álagningarskrá ríkisskattstjóra fyrir tekjuárið 2013. Sama á við um Frjálsa verslun. 3. (*) Kolbeinn Árnason tók við sem framkvæmdastjóri LÍÚ í júlí 2013 en hafði fram að því verið framkvæmdastjóri lögfræðisviðs skilanefndar Kaupþings. Útreikningar á launum hans miðast því við það. Til samanburðar þá var forveri hans í starfi framkvæmdastjóra LÍÚ, Friðrik Arngrímsson, skv. tekju- blaði DV með 1,9 milljónir á mánuði. Stjórn Samtaka atvinnulífsins Starfsheiti Mánaðarlaun Árslaun Heimild: Björgólfur Jóhannsson, formaður Forstjóri Icelandair Group 3,8 milljónir 45,8 milljónir Ársreikningur Icelandair Group 2014 Margrét Kristmannsdóttir, varaformaður Frkv.stj. Pfaff og formaður SVÞ 1 milljón 12 milljónir Tekjublað DV Adolf Guðmundsson Fv. formaður LÍÚ og út- gerðarm. 1,8 milljónir 21,6 milljónir Tekjublað DV Ari Edwald Fv. forstjóri 365 3,5 milljónir 42 milljónir Tekjublað DV Arnar Sigurmundsson Fv. formaður Samtaka fiskvinnslustöðva 617 þúsund 7,4 milljónir Tekjublað DV Grímur Sæmundsen Forstjóri Bláa lónsins 6,4 milljónir 76,8 milljónir Tekjublað DV Eyjólfur Árni Rafnsson Fv. forstjóri Mannvits 1,8 milljónir 21,6 milljónir Tekjublað DV Eysteinn Helgason Fv. frkv.stj. Kaupáss 2,1 milljón 25,2 milljónir Tekjublað DV Guðrún Hafsteinsdóttir Markaðsstjóri Kjöríss og for- maður Samtaka iðnaðarins 895 þúsund 10,7 milljónir Tekjublað DV Höskuldur H. Ólafsson Bankastjóri Arion banka 4,2 milljónir 50,7 milljónir Ársreikningur Arion banka 2014 Margrét Sanders Framkvæmdastjóri Deloitte 1,4 milljónir 16,8 milljónir Tekjublað DV Ólafur Rögnvaldsson Frkv.stj. Hraðfrystihúss Hellisands 919 þúsund 11 milljónir Tekjublað DV Rannveig Rist Forstjóri Rio Tinto Alcan 6,5 milljónir 78 milljónir Tekjublað DV Sigrún Ragna Ólafsdóttir Forstjóri VÍS 3,1 milljón 37,7 milljónir Ársreikningur VÍS 2013 Sigsteinn P. Grétarsson Aðstoðarforstjóri Marels 5,7 milljónir 68,4 milljónir Tekjublað DV Tryggvi Þór Haraldsson Forstjóri RARIK ohf. 1,3 milljónir 15,6 milljónir Tekjublað DV Þorsteinn Már Baldvinsson Forstjóri Samherja 2,7 milljónir 32,4 milljónir Tekjublað DV Kolbeinn Árnason * Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) 4 milljónir 48 milljónir Tekjublað Frjálsrar Verslunar Þórir Garðarsson Sölu- og markaðsstj. Iceland Excursion-Allrahanda Upplýsingar liggja ekki fyrir Gunnar Sverrisson Fv. forstjóri ÍAV Holding Upplýsingar liggja ekki fyrir Jens Pétur Jóhannsson Rafmagnsverkstæði RJR ehf. Upplýsingar liggja ekki fyrir Árslaun stjórnar 622 milljónir króna tímabili sem tekjuupplýsingarnar ná til og voru með hærri eða lægri tekjur á hvorum stað fyrir sig, aðrir hafa skipt um starf síðan þá svo ekki er hægt að fullyrða að tekjur þeirra séu þær sömu. Samantektin sýnir í það minnsta hverju forysta SA var vön á árunum 2013 og 2014. Á við árslaun 248 verkamanna Stjórnarmenn SA eru 21 en DV fann tekjuupplýsingar um 18 þeirra. Að- eins fimm konur eiga sæti í stjórn- inni en sextán karlmenn. Eins og sjá má eru heildarárslaun þessara átján stjórnarmanna alls 622 milljónir króna, miðað við forsend- ur útreikninga DV, sem þýðir að þeir eru að meðaltali með um 2,9 millj- ónir króna í mánaðarlaun. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, er launahæst stjórnar manna með 6,5 milljónir á mánuði samkvæmt tekjublaði DV en fast á hæla henni fylgir Grím- ur Sæmundsen, forstjóri Bláa lóns- ins, með 6,4 milljónir á mánuði. Formaður Samtaka atvinnulífs- ins, Björgólfur Jóhannsson, for- stjóri Icelandair Group, er aftur með 3,8 milljónir á mánuði samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Félagsmaður SGS sem er á 214 þúsund króna lágmarkslaunum á mánuði hefur heildartekjur upp á rúmlega 2,5 milljónir króna á ári. Það þyrfti því árslaun ríflega 248 slíkra verkamanna til að ná heild- arárslaunum þessara átján stjórnar- manna. Ef litið er til meðalmánaðar- launa þá er einn stjórnarmaður SA á við um þrettán láglaunaða verka- menn. Þessu til viðbótar má benda á að Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, sem ekki á sæti í stjórn, var með 2,7 milljónir á mánuði samkvæmt tekjublaði DV. Átta manna framkvæmdastjórn SA, sem skipuð er stjórnarmönnum, er síðan með samanlagt 224 milljónir í árstekjur. n É g sagði nú einu sinni á fundi þar sem ég sat á móti þessu fólki, sem er með milljónir á mánuði, að það væri einn láglaunamaður í hópnum hjá þeim og hann væri með 800 þús- und krónur í laun á mánuði. Það segir ýmislegt,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Fram- sýnar stéttarfélags. Hann kveðst hjartan lega sammála Vilhjálmi. Aðalsteinn segir átakanlegt að sitja fyrir framan grátandi fólk sem er með rétt rúmlega 200 þús- und krónur á mánuði sem því er ætlað að lifa á. „Það liggur fyrir að það fram- færsluviðmið sem við þurfum að hafa er rúmlega 300 þúsund krónur á mánuði. Það er bara mannréttindabrot að laun skuli vera svona lág og þau allra lægstu séu einungis 201 þúsund fyrir fulla vinnu.“ Aðalsteinn kveðst vera farinn að sjá hversu heilsuspillandi það er fyrir fólk að vera neðst í launa- skalanum. „Því líður illa og þarf að leita mikið til lækna sökum vanlíðun- ar. Við vitum að ef fólk getur ekki skrimt og nær ekki endum saman þá líður því illa. Það kom til mín maður, fráskilinn með börn, á miðvikudag sem þarf að treysta á foreldra sína til að standa í skil- um. Þetta er orðið heilsufars- vandamál á Íslandi hversu laun eru léleg meðal verkafólks og það kostar þjóðarbúið líka umtals- vert.“ mannréttindabrot Aðalsteinn Baldursson segir lægstu launin heilsuspillandi VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.