Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 25
Vikublað 24.–26. mars 2015 Veitingar - Kynningarblað 9 Þ ú þarft ekki að vera Chuck Norris-aðdáandi til að eiga góða stund á Chuck Norr- is Grill, en það spillir ekki fyrir. Líklega kveður þú stað- inn með hlýjar tilfinningar í garð kappans. Chuck Norris-andinn er kraftmikill, heiðarlegur, bragðmikill, hreinn og beinn – þannig upplifir þú Chuck Norris Grill. Bæði innlendir og erlendir gest- ir staðarins hafa lofað flottar inn- réttingarnar. Safaríkar steikur og girnilegir hamborgarar sjá um að gleðja bragðlaukana. Þú ættir kannski að prófa Hringsparkið: Grillað nautakjöt, steiktur laukur, steiktir sveppir, rjómaostur, ferskt salat og bearna- ise-sósa, chili eða BBQ-sósa. Borið fram með frönskum kartöflum. Get- ur ekki klikkað! Chuck Norris Grill er vinsæll hádegisverðarstaður í miðbæn- um en það er líka gaman að kíkja þangað á kvöldin, en opið til klukkan eitt eftir miðnætti öll kvöld. Kaldur á krananum og þægileg stemning. Chuck Norris Grill er á Lauga- vegi 30, Reykjavík, síminn er 561- 3333, netfang chucknorrisgrill@ gmail.com. Opnunartími er alla daga frá kl. 11.00–01.00. n Maturinn leikur við bragðlaukana Chuck Norris Grill H jónin Guðný Baldursdóttir og Jón Þorsteinsson reka veitingastaðinn Energia í Smáralind, en tæp tíu ár eru síðan þau keyptu stað- inn í byrjun árs 2006. „Við höfum unnið hörðum höndum að því að gera staðinn að því sem hann er í dag, við erum stolt af matseðlinum okkar og telj- um okkur hafa ákveðna sérstöðu. Við bjóðum upp á fullt af góðum og hollum réttum,“ segir Guðný. Fjöldi ljúffengra rétta er í boði, þar á meðal kjúklingaréttirnir sem svíkja engan. Einnig eru salöt, pastaréttir og steikarsamlokur í boði fyrir þá sem það vilja. Hádegis- tilboð er í boði á hverjum degi, súpa og heimabakað brauð. Einnig er barnamatseðill í boði. Á næstunni verður boðið upp á „bröns“ alla daga og kaffibolli með. Staðurinn leynir nokkuð á sér og hafa nokkrir gestir haft það á orði að þeir hafi margoft labbað fram- hjá áður en þeir ákváðu loksins að prófa. Staðurinn á stóran hóp af föst- um viðskiptavinum sem hafa bor- ið hróður staðarins áfram: „Þeir eru okkar besta auglýsing,“ segir Guðný. Heimsókn á Energia svíkur engan, maturinn er hollur og góður, þjónustan er snögg, persónuleg og góð og biðin eftir matnum er aldrei löng þó að mikið sé að gera. Það er óhætt að mæla með máltíð á Energia og það oftar en einu sinni. Margir gesta staðarins koma í hverri viku og jafnvel oft í viku. Listaverk Energia gefur listamönnum kost á að kynna sig og verk sín á veggj- um staðarins. „Það er stór hópur af listafólki sem er að gera skemmti- lega hluti en komast ekki að í gall- eríunum,“ segir Guðný. Eigendurnir velja þó úr hverjir fái að halda sýn- ingu á staðnum. Það er mismunandi hversu oft er skipt um, á mánaðar- eða tveggja mánaða fresti. Yfirleitt er pantað ár fram í tímann. Tjald er á staðnum og enski boltinn rúllar um helgar og eins þegar stórleikir eins og HM og Evrópumótið eru í gangi, mörgum finnst notalegt að koma á Energia að horfa, í stað þess að fara á hefð- bundinn sportbar. Energia er í Smáralind, Kópa- vogi, síminn er 577-7077, netfang energia@energia.is Afgreiðslu- tími er mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 11.00–20.00, fimmtudaga frá kl. 11.00–21.00 og sunnudaga kl. 13.00–20.00. n Staður sem kemur skemmtilega á óvart Energia Smáralind - Góður matur og góð þjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.