Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 15
Fréttir Erlent 15Vikublað 24.–26. mars 2015 Fréttir Viðskipti 15 Graníthöllin Legsteinar LOKADAGAR Tilboði lýkur 31. mars 2015. Aðeins örfáir legsteinar eftir á þessu verði Allt innifalið! * Fr í u pp se tn in g m ið as t v ið u pp se tn in gu á h öf uð bo rg ar sv æ ði nu o g ná gr an na by gg ða lö gu m . M eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g up ps el da r v ör ur . Opnunartími: mánudaga - föstudaga 900 til 1800 laugardaga 1100 til 1600 555 3888Bæjarhrauni 26 220 Hafnarfirði Hægt er að sjá fleiri tilboðspakka á: Þolinmæði kröfuhafa á þrotum Nánast frá upphafi slitameðferðar gömlu bankanna hefur áhrifamesti ráðgjafahóp- ur kröfuhafa, sem samanstendur einkum af ráðgjöfum frá Akin Gump, Talbot Hughes & McKillop (THM) og lögmanns- stofunni Logos, haldist meira og minna óbreyttur. Ráðgjafarnir sækja allir umboð sitt til Jeremys sem hefur sterkar skoðanir á því hvaða stefna sé mörkuð í slitameð- ferðinni. Lögmenn Akin Gump og Logos eru ráðgjafar fyrir sérstakan hóp erlendra kröfuhafa sem eiga um 70% allra krafna á hendur slitabúunum. Þrátt fyrir að gæta hagsmuna meirihluta kröfuhafa þá hefur trúverðugleiki þessa sama ráðgjafahóps farið þverrandi undanfarin misseri, sam- kvæmt heimildarmönnum DV, samhliða því að þeim hefur orðið lítið sem ekkert ágengt í að þoka málum áfram gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Tilraunir þeirra til að koma á beinum viðræðum við stjórn- völd og Seðlabankann hafa aldrei fengið hljómgrunn af hálfu íslenskra yfirvalda. Ljóst er að ráðgjafahópurinn hafði gefið stórum hópi kröfuhafa í skyn væntingar varðandi mögulega lausn á uppgjöri slitabúanna sem hafa reynst fullkomlega óraunhæfar. Fyrirferðarmestu ráðgjafar kröfuhafa eru, líkt og áður hefur verið sagt frá í DV, þeir Barry Russell, lögmaður Akin Gump, Matt Hinds, meðeigandi ráðgjafafyrirtæk- isins THM, og Óttar Pálsson, hæstarétt- arlögmaður og meðeigandi að Logos. Þá starfar Gunnar Þór Þórarinsson, sem er einnig meðeigandi að Logos, náið með Óttari og erlendum kröfuhöfum en Gunnar starfar á skrifstofu Logos í London. Þrátt fyrir að þessi ráðgjafahópur sé sagður enn njóta trausts Jeremys og þeirra sem standa nærri honum í kröfuhafahópi slita- búanna þá gætir vaxandi óþreyju á meðal annarra kröfuhafa í garð þess þrönga hóps sem hefur stýrt ferðinni hingað til. Ekki sé því sama samstaða innan kröfuhafahóps- ins og áður, að sögn heimildarmanna DV, enda þótt meirihluti þeirra styðji enn að ljúka uppgjöri búanna með nauðasamn- ingum. Samkvæmt öruggum heimildum DV þá kastaðist í kekki milli annars vegar fulltrúa slitastjórnar Glitnis og hins vegar lög- manns erlendra kröfuhafa skömmu áður en regluleg fyrirtaka vegna greiðslustöðv- unar Glitnis hófst við gjaldþrotadómstól í New York-fylki þann 10. mars síðastliðinn. Svo hafi virst sem lögmaður slitastjórnar Glitnis, Alan Kornberg hjá Paul Weiss, hafi gert athugasemdir við að fulltrúi kröf- uhafa hafi mætt við fyrirtökuna, en þetta var í fyrsta skipti sem slíkt hafði gerst. Við fyrirtökuna gagnrýndi lögmaður kröfuhafa hversu lítið hefði þokast í átt að samkomulagi við íslensk stjórnvöld vegna áforma um að ljúka uppgjöri búanna með nauðasamningum og útgreiðslu á erlend- um gjaldeyri. Dómarinn gaf hins vegar afar lítið fyrir þann málflutning. „Þetta hljómar ekki eins og eitt eða neitt sem þessi dómstóll geti eða muni gera nokkuð með,“ sagði Stuart M. Bernstein dómari. „Þú ert að þvaðra,“ bætti hann við, og beindi orð- um sínum að Abid Quereshi, lögmanni Akin Gump, sem er fulltrúi stærstu kröfuhafa gömlu íslensku bankanna. SkuggaStjórnandi á allt undir á ÍSlandi n „Við tjáum okkur ekki um starfsemi sjóðsins,“ segir Jeremy Lowe í samtali við DV n Stærsti kröfuhafi Íslands n Sent út yfir 70 fréttabréf til kröfuhafa Þýðir skrif á Facebook fyrir kröfuhafa Erlendir kröfuhafar fylgjast náið með öllu því sem skrifað er á Íslandi um málefni föllnu bankanna og losun fjármagns- hafta vegna þeirra gífurlega hagsmuna sem þeir eiga hér á landi. Einar Karl Haraldsson, almannatengill og ráðgjafi slitastjórnar Glitnis, hafði þannig undir lok janúarmánaðar síðastliðinn sent út samtals 74 fréttabréf til hóps kröfuhafa þar sem meðal annars er farið yfir fréttir um slitabúin og haftamál. Að jafnaði eru fréttabréfin, sem telja í heildina mörg hundruð blaðsíður, send út til kröfuhafa tvisvar í mánuði í nafni GSP samskipta, almannatengslafyrirtækis í eigu Gunnars Steins Pálssonar. Einar Karl, sem var áður upplýsingafull- trúi í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, vekur athygli á því í fréttabréfi sínu í desember 2014, í kjölfar undanþágu til slitabús LBI og samkomulags gamla og nýja Landsbankans um breytta skilmála á skuldabréfum í erlendri mynt, að Morgunblaðið ásamt öðrum hafi bent á ólíkan tón fréttatilkynninga sem Seðla- bankinn og fjármálaráðuneytið sendu frá sér. Þannig sér Einar Karl ástæðu til að þýða skrif Vilhjálms Þorsteinssonar, fjárfestis og gjaldkera Samfylkingar- innar, á Facebook þar sem hann segir að tilkynning fjármálaráðuneytisins hafi verið tilraun til „töffheita“ og sé „óttaleg sýndarmennska“ þar sem verið sé að „reyna að bjarga andliti þeirra sem digurbarkalegast hafa talað í málinu gegn samningum, meðal annars í Morgunblaðinu.“ Einar Karl gerir einnig að umfjöllunarefni greinar sem Jóhannes Rúnar Jóhannsson, formaður slitastjórnar Kaupþings, ritaði í Morgunblaðið í apríl í fyrra um slita- með- ferð Kaupþings og greiðslujafnaðarvanda Íslands. Telur Einar að greinin sé „skýr og gagnorð“ og ljóst sé að það þurfi aðkomu stjórnvalda til að leysa þann vanda er lýt- ur að eignarhaldi á Arion banka, stærstu krónueign Kaupþings. „Hann [Jóhannes Rúnar] hefur auðvitað rétt fyrir sér að stjórnvöld og Seðlabankinn eru að fara í kringum þetta atriði eins og köttur um heitan graut.“ Hins vegar taldi Einar Karl merkilegast að ekki hafi verið brugðist sérstaklega við greinum Jóhannesar með „gagnsókn“ (e. counter-attack) líkt og hefði verið reyndin einhverjum mánuðum áður, að hans mati. Einar Karl metur það sem svo að slíkt gæti meðal annars orsakast af því að for- sætisráðherra og flokkur hans hafi glatað „einokunarstöðu“ sinni þegar kemur að umræðu um einkaskuldir og ríkisskuldir og frumkvæði að því að setja fram það sem hann telur einfaldar lausnir gagnvart þeim vandamálum. Af þeim sökum sé hugsanlega gluggi opinn til að eiga upp- byggilegar viðræður við stjórnvöld. Einar nefnir einnig að svo virðist sem það sé stefna stjórnvalda að kenna erlendum kröfuhöfum og slitastjórnum búanna um að hafa ekki enn komið með tillögur að nauðasamningum sem ógni ekki stöðugleika í efnahagslífinu og áformum um losun hafta. Í skrifum sínum í janúar á þessu ári þá vekur Einar athygli á því að ráðgjafar íslenskra stjórnvalda meti stöðuna þannig að kröfuhafahópurinn sé veikur, ósam- stæður og með ólíkar skoðanir innbyrðis um framgang mála. Einar Karl bendir hins vegar á að með sam- þykkt tillögu, sem 70% kröfuhafa stóðu að baki, á kröfuhafafundi Glitnis þann 18. desember á liðnu ári um að styðja áframhaldandi nauða- samningsumleitanir þá sé enginn vafi á að sú leið njóti trausts stuðnings meirihluta kröfuhafa. Fréttabréf Einar Karl Haraldsson Ráðgjafar Óttar Pálsson, Gunnar Þór Þórarinsson og Matt Hinds ræða málin á kröfuhafa- fundi Glitnis 3. mars síðastliðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.