Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 26
Vikublað 24.–26. mars 201510 Veitingar - Kynningarblað K rydd og kavíar, Smiðs­ höfða 8–10 Reykjavík, er veitingaþjónusta sem sér­ hæfir sig í hádegismat fyr­ ir fyrirtæki og stofnan­ ir. Skemmtileg hugsun er að baki nafni fyrirtækisins en krydd vísar þar til þess sem er nauðsynlegt, en kavíar til fínheitanna. Fyrirtækið vinnur samkvæmt þessari hugsun: Hádegismatur er nauðsynlegur, en hér er kappkostað að gera hann eins vel úr garði og hægt er. Allur matur er unninn ferskur „Hér er allt unnið ferskt frá birgj­ um,“ segir Garðar Agnarsson fram­ kvæmdastjóri. „Við leggjum mikla áherslu á að maturinn sé vandað­ ur og góður og höfum gaman af því að mæta kröfum tímans hverju sinni enda höfum við verið með marga viðskiptavini okkar árum saman. Til dæmis var fyrirtækið Hugvit – GoPro fyrsti viðskipta­ vinur okkar er Krydd og kavíar var stofnað fyrir 15 árum og er enn viðskiptavinur okkar. Olís hefur verið hjá okkur í 11 ár og það sama má segja um Kauphöllina.“ Krydd og kavíar er með 25 fyrir­ tæki í daglegum viðskiptum og 25 starfsmenn gera um 1.100 mál­ tíðir á dag. Gott bragð, hollusta og ferskleiki eru áherslupunktar í starfseminni. En fyrirtækið leggur jafnframt áherslu á að mæta kröf­ um samtímans. „Fyrir um 10 árum umbyltum við matseðlinum. Tók­ um inn grænmetisrétti og gerðum allt hollara og ferskara. Til dæmis er ekki hveiti og smjör í súpum og sósum og við vinnum eftir lýð­ heilsustefnunni. Maturinn frá okkur á að gefa fólki orku en ekki gera það afvelta svo það geti ekki unnið. Við nýtum þekkingu fag­ fólks og sem dæmi erum við með sérfræðing í grænmetisréttum í fastri vinnu hjá okkur og kokkarn­ ir okkar eru all­ ir afar reynsl­ umiklir og þekkja þennan bransa út og inn,“ segir Garð­ ar. Garðar seg­ ir rétti á borð við lasagna vera vinsæla en einnig gamli hefð­ bundni heimilismaturinn, hann er þó matreiddur á léttari hátt en upprunalega og miðaður við kyrr­ setufólk. „Við erum fyrst og fremst að bjóða upp á mat sem virkar ofan í meginþorra fólks, sérstaklega kyrrsetufólk. Við höfum líka mjög gaman af því að glíma við að upp­ fylla kröfur yngri kynslóðarinn­ ar,“ segir Garðar, en fyrirtæki hans hefur verið rekið á sömu kenni­ tölunni í 15 ár, sem segir okkur að eitthvað eru Garðar og félagar að gera rétt. „Fimmtán ár á sömu kennitölunni er ekki sjálfgefið í þessum bransa, en við erum rétt að byrja,“ segir Garðar. „ Árið 2011 byggðum við glæsilegt fram­ leiðslueldhús sem gjörbreytti framleiðsluferlinu. Bættum með­ al annars inn „slow cooker“­klefa sem varðveitir bragð og gæði við eldun. Þetta tæki er eina sinnar tegundar í þessari stærð.“ Krydd og Kavíar er að Smiðs­ höfða 8–10, Reykjavík, síminn er 515­0700, netfang kryddogkavi­ ar@kryddogkaviar.is. n „Matur á að gefa fólki orku við vinnuna“ Krydd og kavíar leggur áherslu á að mæta kröfum samtímans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.