Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 35
Vikublað 24.–26. mars 2015 Sport 19
Þeir gætu
tekið við
af Pellegrini
n Pressan á Pellegrini orðin næsta óbærileg n Gæti fengið sparkið í vor
Jurgen Klopp
Aldur:47 ára Helstu afrek: Tvisvar
Þýskalandsmeistari með Dortmund
n Jurgen Klopp virðist kominn á
endastöð með Borussia Dortmund eftir
frábæran árangur á undanförnum árum.
Liðið var í botnbaráttu í þýsku deildinni
framan af tímabili og féll úr leik í 16-liða
úrslitum Meistaradeildarinnar í síðustu viku
eftir 5–1 tap gegn Juventus. Klopp hefur þurft
að horfa á eftir mörgum góðum leikmönn-
um hjá Dortmund og það hlýtur að vera
þreytandi til lengdar. Eftir erfitt tímabil í
vetur gæti Klopp verið reiðubúinn að
stökkva frá borði ef freist-
andi tilboð kemur
frá City.
Pep Guardiola
Aldur: 44 ára Helstu afrek: Þrír Spánarmeistaratitlar, tveir Meistaradeildartitlar, einn
Þýskalandsmeistaratitill
n Þó að Guardiola hafi ekki verið nema rúmlega eitt og hálft tímabil við stjórnvölinn
hjá FC Bayern hefur hann unnið alla þá titla sem í boði eru, nema Meistaradeild Evrópu.
Yfirmaður knattspyrnumála hjá City er Txiki Begiristain en hann og Guardiola unnu saman
hjá Barcelona. Hvort City takist að lokka Guardiola frá Bayern skal ósagt látið en talið er að
hann sé efstur á óskalistanum þótt líkurnar á að fá hann séu ef til vill ekki miklar – að sinni
allavega. Fari svo að Pellegrini verði eitt tímabil í viðbót með City þykir næsta öruggt að
félagið muni reyna að lokka Guardiola til Manchester af fullum þunga sumarið 2016.
Rafael Benitez
Aldur: 54 ára Helstu afrek: Tveir Spánarmeistaratitlar, Meistaradeildartitill
n Rafael Benitez er líklega ekki mest spennandi nafnið á listanum. Staðreyndin er
samt sú að hann er talinn einna líklegastur samkvæmt veðbanka Sky til að taka við af
Pellegrini. Benitez, sem í dag stýrir Napoli, er reynslubolti sem hefur gert það að vana
sínum að skila titlum í hús með öll þau lið sem hann hefur stýrt. Hann vann Meistara-
deildina með Liverpool 2005, gerði Valencia að Spánarmeisturum 2002 og 2004,
vann Evrópudeildina með Chelsea 2013 og gerði Napoli að bikarmeisturum á Ítalíu í
fyrra. Það er engin ástæða til að ætla annað en að hann ynni einnig titla með City.
Kvarnir - Brimás - Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur
sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
Ný sending af
hjólapöllum,
áltröppum og
fibertröppum.