Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 16
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 16 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 24.–26. mars 2015 Maður er nettur nörd Sorgin á eftir að koma Þetta er skilyrðis- lausari ást Upplausn í stjórnmálum Ingó Geirdal gítarleikari elskar töfrabrögð. – DV Magnea Karen Svavarsdóttir berst við krabbamein og hefur misst fjóra ættingja úr sjúkdómnum. – DV Árni Páll Árnason segir afahlutverkið ólíkt föðurhlutverkinu. – DV S tjórnmál á Íslandi eru í upp­ námi. Píratar fara með himin­ skautum. Samfylkingin er í sárum – lýðræðislegum sár­ um. Ríkisstjórnin er að setja met í óvinsældum og á sama tíma stefnir í verkföll af þeirri stærðargráðu að leita þarf áratugi aftur í tímann til að finna samsvörun. Píratar hafa á stefnuskrá sinni að efla gagnsæi og styrkja lýðræðið. Stefnuskráin er froðukennd og í ætt við Gnarrismann sem færði Jóni Gnarr og Besta flokknum borgar­ stjórastólinn á sínum tíma. Jón Gnarr gaf það kosningaloforð í kosningabaráttunni um borgina að hann ætlaði að svíkja öll kosninga­ loforð. Hann vann glæsilegan kosn­ ingasigur. Sú mikla fylgisaukning Pírata sem skoðanakannanir mæla hefur ekkert með Pírata að gera. Afstaða kjósenda sem tóku þátt í þessum könnunum er miklu fremur skila­ boð til fjórflokksins. Við erum orðin leið á ykkur. Píratar njóta hins vegar velvilja fjölmiðla og eiga það sameiginlegt með framboði Besta flokksins og Jóns Gnarr í borginni. Það er hægt að fara langt á slíkum velvilja eins og dæmin sanna. Ríkisstjórnin hefur ekki skynjað þá breyttu tíma sem við lifum á. Þol­ inmæði er engin. Traust er ekki til staðar og fólk gefur sér varla tíma til að fylgjast með umræðunni. Sú stjórnmálaumræða sem helst nær eyrum almennings er oftar en ekki grunn og hræsnisfull. Gott dæmi um slíka umræðu er ESB­umræð­ an staglkennda. Endalaust er rætt um þær aðferðir sem viðhafðar eru eða ekki viðhafðar. Einfalda svarið við þessu er að setja nýjan upphafs­ reit eða lokapunkt í málið. Samfara næstu alþingiskosningum ætti að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Íslendingar vilji fara í ESB eða ekki. Ef meirihluti vill ganga í ESB þá förum við í þær viðræður sem nauðsynlegar eru. Ef svarið er nei getum við snúið okkur að einhverju öðru. Ekki svo flókið. Nýr stjórnmálaflokkur er á teikniborðinu og hefur lýst því yfir að boðið verði fram í næstu þing­ kosningum. Flokkurinn hefur feng­ ið nafnið Viðreisn og virðist ætla að vera eins máls flokkur og á að sam­ eina ESB­sinna. Ef farið væri að til­ lögunni hér að framan með þjóðar­ atkvæðagreiðslu væri þessi flokkur óþarfur með öllu. Það sem við blasir á hinum póli­ tíska vígvelli er fremur dapurleg sjón. Vinstri flokkarnir í stjórnar­ andstöðunni hlaða nú í kosninga­ bandalag. Allir taka jákvætt í það. Markmiðið er væntanlega að bjóða fram eins konar R­lista á landsvísu fyrir næstu kosningar. Baráttumál­ in verða þá væntanlega tvö. Ganga í ESB og efla lýðræðið. Raunar virðist lýðræðinu heilsast vel á Íslandi mið­ að við formannskosningu hjá Sam­ fylkingunni í síðustu viku. n Ellý fimm manna maki Ellý Ármanns fjölmiðlakona sem heldur ein úti nýja vefmiðlinum Fréttanetið (frettanetid.is) kemur inn á markaðinn með látum. Í samræmdri vefmælingu Modernus fyrir síðustu viku, mælist Fréttanetið í 11. sæti með 96 þúsund notendur. Þetta er hreint ótrúlegur árangur hjá fjöl­ miðlakonunni vinsælu og slær hún meðal annars vefmiðlinum Kjarnanum við, en þar starfa fimm blaðamenn. Um er að ræða fyrstu vikuna sem Fréttanetið er inni í mælingunni hjá Modernus. Kjarninn mælist með 78 þúsund notendur og segja má að Ellý sanni sig sem fimm manna maki á þessari fyrstu viku. Fagnar pillu Davíðs Gagnrýni í garð annarra fjölmiðla er áberandi í leiðara­ og stak­ steinaskrifum Morgunblaðsins. Menn bera sig misaumlega und­ an slíkum skeyta­ sendingum úr Hádegismóum en fátítt er að þeim sé tekið fagnandi. Það gerir þó rit­ stjóri eyjan.is, Magnús Geir Eyjólfs- son, sem segir hróðugur á Face­ book­síðu sinni: „Les í leiðara DO í Morgunblaðinu að Eyjan sé „óopinbert málgagn“ Samfylk­ ingarinnar. Ég ætti með réttu að vera brjálaður, enda fjarri sanni. En ég er bara svo glaður að vera laus undan því að vera bendl­ aður við Framsókn. Allt á réttri leið þegar menn vita ekki hvaða stimpla þeir eiga að nota.“ Helgi Hrafn sterkur Stórsókn Pírata hefur varla far­ ið framhjá neinum og veldur skjálfta í öllu íslenska stjórnmála­ kerfinu. Athygli vekur að í þriggja manna þingflokki hafa tveir gef­ ið út að þeir hyggist hætta, þau Birgitta Jónsdóttir kapteinn og Jón Þór Ólafsson. Sá þriðji, þingflokksformaður­ inn Helgi Hrafn Gunnarsson, er af mörgum talinn maðurinn á bak við árangurinn undanfarnar vikur. Hann brilleraði í Eyjunni á Stöð 2 á sunnudag, var mál­ efnalegur og lausnamiðaður og gaf lítið fyrir yfirlýsingar Birgittu um kosningabandalag. Er hér kannski kominn framtíðarleið­ togi í íslenskum stjórnmálum? Reynt að kafnegla Bláa naglann K rabbameinsfélag Íslands hef­ ur síðustu vikur haldið uppi stanslausum árásum á Bláa naglann með aðstoð ýmissa stofnana og félagasamtaka í samfélaginu. Árásirnar eru tilkomn­ ar vegna átaks Bláa naglans gegn krabbameini í ristli þar sem öllum þeim sem verða 50 ára á næstu þrem­ ur árum átti að senda ókeypis EZ Detect­heimapróf sem auðvelt er að nota. Í kjölfar árásanna blés Krabba­ meinsfélag Íslands loksins til sóknar gegn ristilkrabbameini – sóknar sem Blái naglinn setti af stað. Í febrúar 2011 greindist ég með krabbamein í blöðruhálskirtli – einn af yfir 200 íslenskum karlmönnum sem greindust það ár. Fimmtíu þeirra létust. Ég var einn hinna heppnu. Í mörg ár á undan hafði ég átt í erfið­ leikum með að pissa. Ég hafði ekki hugmynd um að erfiðleikar við þvag­ lát væru eitt af fyrstu einkennum á krabbameini í blöðruhálskirtli. Eftir þessa reynslu ákvað ég að vekja íslenska karlmenn og sam­ félagið allt til vitundar um krabba­ mein karla en samtals deyja að jafn­ aði 104 karlmenn á Íslandi ár hvert vegna krabbameins í blöðruhálskirtli og ristli. Ég get stoltur sagt að Blái naglinn hefur vakið vitund um karl­ menn og krabbamein, safnað pen­ ingum til kaupa á lækningatækjum og til vísindarannsókna á krabba­ meini hjá karlmönnum. Allt mitt starf í kringum Bláa naglann hef ég unnið alfarið í sjálf­ boðavinnu. Ársreikninga félagsins má finna á www.blainaglinn.is fimmtu­ daginn 26. mars. Tugir einstaklinga hafa komið að starfinu með ýmsum hætti og gert Bláa naglann að því sem hann er í dag. Byssurnar hlaðnar Þann 1. júní í fyrra fékk ég fund með forstjóra og formanni Krabbameins­ félags Íslands – sex vikum eftir að ég óskaði eftir honum. Á fundin­ um kynnti ég meðal annars málþing um krabbamein karla, sem ég var að undirbúa og heimaprófin EZ Detect. Bæði formaðurinn og forstjórinn vissu því nákvæmlega hvað til stóð hjá Bláa naglanum og gátu því strax brugðist við. Þar var samþykkt að grafa stríðsöxina. En þau biðu þang­ að til átakið hófst og þá voru byssurn­ ar hlaðnar, miðað á Bláa naglann og skothríðin hófst. Það átti að kafnegla Bláa naglann. Því er haldið fram að heimaprófið EZ Detect sé ekki nægilega næmt til að greina krabbamein í ristli. Í bækl­ ingi sem fylgir prófinu er skýrt tek­ ið fram að prófið komi ekki í stað læknisskoðunar og geti gefið rangar vísbendingar. Þær leiðbeiningar eru þær sömu og Krabbameinsfélag Íslands gefur konum sem þreifa sjálfar á brjóstum sínum í leit að brjóstakrabbameini. Á mannamáli þýðir þetta að kona sem þreifar brjóst sín og finnur ekki neitt sem bendir til krabbameins þarf að fara í rann­ sóknir til að vera örugg. Ítrekuð skila­ boð Krabbameinsfélagsins um sjálfs­ skoðun kvenna hefur aukið vitund kvenna um brjóstakrabbamein og hvatt þær til að fara í skoðun. Herleiðangurinn Á sama hátt vildi Blái naglinn vekja athygli á ristilkrabbameini þar sem skilaboðin voru; taktu prófið en farðu til læknis til frekari skoðunar þrátt fyrir að prófið sýni neikvæða niður­ stöðu. Landlæknisembættið var ein þeirra stofnana sem Krabbameins­ félag Íslands setti á víglínuna en frá embættinu kom harðorð yfirlýsing sem sagði að ekki væri hægt að treysta heimaprófi Bláa naglans. Það vekur athygli mína að þessi sömu heimapróf og embættið gagnrýnir eru seld í íslenskum apótekum. Hvers vegna hefur landlæknisembættið ekki bannað sölu á þessum prófum? Krabbameinsfélag Íslands er eitt virtasta félag landsins og hefur unnið þrekvirki með vitundarvakn­ ingu á krabbameini hjá konum. Sú vitundarvakning hefur verið bleik. Blái naglinn er grasrótarsamtök með einföld markmið: Að vekja athygli á krabbameini hjá körlum og hvetja stjórnvöld til að hefja reglulega leit að krabbameini hjá körlum líkt og gert er hjá konum. Þess má geta að ég var hvatamaður að þingsályktun­ artillögu Jóns Gunnarssonar um að hefja skimun fyrir blöðruhálskirtil­ skrabbameini. Góðgerðapólitík Árásir Krabbameinsfélags Íslands á Bláa naglann eru góðgerðapólitík af verstu sort – þar sem öllum aðferðum er beitt til að ná í peninga frá almenn­ ingi, fyrirtækjum og stjórnvöldum. Skilaboðin eru einföld; þið getið ekki treyst Bláa naglanum – treystið okkur og gefið okkur peninga. Góðgerðapólitíkina upplifði ég í fyrsta skipti á forsýningu heimilda­ myndarinnar Blái naglinn í Hörpunni í mars 2012. Þar voru nokkrir félagar í Framför að selja Bláa naglann fyrir sýningu myndarinnar. Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameins­ félags Íslands, reiddist þegar hún sá að verið var að selja Bláa nagla í mottumarsmánuðinum – þetta væri hennar mánuður. Ragnheiður hótaði því að ná í frú Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Krabbameinsfélags Íslands, og yfirgefa Hörpuna ef ekki yrði hætt að selja Bláa naglann á staðnum. Salan var stöðvuð og frú Vigdís fékk að horfa á forsýninguna. Fjölmargir hafa síðustu daga hvatt mig til að svara árásum Krabba­ meinsfélags Íslands á Bláa naglann og það hef ég nú gert. Ég ætla að halda áfram að berjast fyrir vitundarvakn­ ingu á krabbameini í körlum og mun á næstu dögum óska formlega eftir upplýsingum úr bókhaldi Krabba­ meinsfélags Íslands um það hvort og þá hvernig fjármunir sem félagið safnar í nafni karlmanna nýtist þeirra baráttu. Ég óska Krabbameinsfélagi Ís­ lands alls hins besta í framtíðinni en vona að þetta áhrifamikla og mik­ ilvæga félag stundi baráttu sína af heiðarleika en ekki með árásum. n „Árásir Krabba- meinsfélags Íslands á Bláa naglann eru góðgerðapólitík af verstu sort. Jóhannes V. Reynisson forsvarsmaður Bláa naglans Aðsent „Sú mikla fylgis- aukning Pírata sem skoðanakannanir mæla hefur ekkert með Pírata að gera. Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.