Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 14
Vikublað 24.–26. mars 201514 Fréttir Erlent
SkuggaStjórnandi á allt undir á ÍSlandi
n „Við tjáum okkur ekki um starfsemi sjóðsins,“ segir Jeremy Lowe í samtali við DV n Stærsti kröfuhafi Íslands n Sent út yfir 70 fréttabréf til kröfuhafa
E
nginn einn kröfuhafi á jafn
mikið undir skuldaskilum
föllnu bankanna, nú þegar
styttist í að stjórnvöld op
inberi stefnu sína um losun
fjármagnshafta, og bandaríski vog
unarsjóðurinn Davidson Kempner.
Og enginn einn einstaklingur á um
leið meiri hagsmuna að gæta við
úthlutun eigna úr gömlu bönkun
um en Jeremy Clement Lowe, mað
urinn sem hefur stýrt umsvifum
vogunarsjóðsins hér á landi. Líklegt
er að endurheimturnar eigi eftir að
reynast umtalsvert minni en Jer
emy – einnig þekktur sem „Herra
Ísland“ eða J. Lo – hafði reiknað
með fyrir aðeins fáeinum árum.
Í samtali við DV í gær sagðist Jer
emy aðspurður ekki vilja ræða neitt
við blaðamann, hvorki um umsvif
sjóða á vegum Davidson Kempner
á Íslandi né skoðanir sínar í tengsl
um við áform stjórnvalda um los
un fjármagnshafta. „Það er opinber
stefna sjóðsins að tjá sig ekki um
starfsemi sína,“ sagði Jeremy. Eign
ir í stýringu hjá Davidson Kempner
eru um 22 milljarðar Bandaríkja
dala, jafnvirði 3.000 milljarða ís
lenskra króna, eða sem nemur um
150% af landsframleiðslu Íslands.
Í árslok 2013 var sjóðurinn talinn
vera tólfti stærsti vogunarsjóður
heims.
Þrátt fyrir að hafa verið viðloð
andi Ísland frá árinu 2009, þar sem
honum hefur tekist að byggja upp
víðtækt tengslanet, þá er fremur
lítið vitað um Jeremy. Ekki er að
finna neinar myndir af honum á
netinu og fyrir utan eina mynd sem
birtist í viðskiptablaði Morgun
blaðsins í apríl 2014, þar sem sést
glitta í Jeremy á meðal annarra
fundargesta á kröfuhafafundi
Glitnis, þá hefur í reynd aldrei birst
mynd af honum í íslenskum fjöl
miðlum – fyrr en núna í DV.
Stærsti kröfuhafinn
Jeremy, sem er fertugur Breti og
endurskoðandi að mennt, var ráð
inn til starfa árið 2009 hjá David
son Kempner European Partners
í London, dótturfélagi bandaríska
vogunarsjóðsins. Áður hafði hann
starfað hjá Citibank þar sem Jer
emy hafði komið að viðskiptum
með kröfur á gömlu íslensku bank
ana skömmu eftir fall þeirra haustið
2008. Samkvæmt heimildum DV þá
var það með ráðningu á Jeremy að
Davidson Kempner fór að fjárfesta
í kröfum á íslensku slitabúin af
miklum móð en sjóðurinn sérhæf
ir sig einkum í fjárfestingum í svo
nefndum „löskuðum skuldum“ (e.
distressed debt) gjaldþrota einka
fyrirtækja. Þær fjárfestingar hafa
verið gerðar í gegnum Burlington
Loan Management, írskt skúffufé
lag sem var stofnað í apríl 2009, og
er í eigu tólf sjóða á vegum David
son Kempner. Ekki er hægt að kom
ast yfir upplýsingar um hverjir séu
endanlegir eigendur hlutdeildar
skírteina þeirra sjóða.
Umsvif sjóðsins á Íslandi juk
ust hröðum skrefum næstu árin
og fljótlega varð Burlington stærsti
einstaki kröfuhafi íslensku slitabú
anna. Sú staða hefur haldist meira
og minna óbreytt. Samkvæmt nýju
stu kröfuskrá Glitnis, sem var lögð
fyrir kröfuhafafund fyrr í þessum
mánuði og DV hefur undir hönd
um, þá var Burlington sem fyrr
stærsti kröfuhafi Glitnis en kröf
ur sjóðsins nema 8,5% allra sam
þykktra krafna á hendur slitabú
inu. Að nafnvirði nema kröfurnar
194 milljörðum en áætlað mark
aðsvirði þeirra, miðað við núver
andi gangverð krafna Glitnis, er
um 55 milljarðar króna. Rétt eins
og áður hefur verið greint frá í DV
þá seldi Burlington nýlega kröfu að
fjárhæð 44 milljarðar að nafnvirði
til vogunarsjóðs í eigu auðjöfursins
George Soros.
Kaupir kröfur á LBI
Eftir að hafa verið einnig í hópi allra
stærstu kröfuhafa slitabús Kaup
þings þá seldi Burlington megnið
af kröfum sínum á bankann á ár
inu 2013. Í dag á sjóðurinn kröf
ur á Kaupþing fyrir aðeins um 8
milljarða að nafnvirði. Á sama tíma
hefur Burlington hins vegar beint
sjónum sínum í auknum mæli að
slitabúi gamla Landsbankans (LBI)
og keypt umtalsvert af almenn
um kröfum á búið síðustu mánuði.
Þannig sýnir nýjasta kröfuskrá LBI,
sem DV hefur undir höndum, að
Burlington Loan Management á
orðið samþykktar almennar kröf
ur á slitabúið fyrir um 95 milljarða
að nafnvirði. Nema kröfur í nafni
sjóðsins tæplega 6% allra sam
þykktra almennra krafna LBI og er
áætlað markaðsvirði krafnanna lík
lega í kringum tíu milljarðar króna.
Þá er talið að Deutsche Bank, sem
keypti umtalsvert af forgangskröf
um á LBI á liðnu ári, meðal annars
Icesavekröfu hollenska seðlabank
ans sl. haust, sé aðeins milliliður
fyrir hönd vogunarsjóða á borð við
Burlington Loan Management.
Ómögulegt er þó að komast yfir
nákvæmar upplýsingar um raun
verulegt eignarhald sjóða David
son Kempner á kröfum á hendur
föllnu bönkunum. Heimildarmenn
DV, sem þekkja vel til í hópi stærstu
kröfuhafa, fullyrða að þær kröfur
sem eru í nafni Burlington Loan
Management séu aðeins lítill hluti
af heildarkröfum sjóða Davidson
Kempner á slitabúin – hann eigi
einnig kröfur í nafni annarra sjóða
eða fjármálafyrirtækja. Þannig er
það mat sömu heimildarmanna að
kröfur sjóðsins á Glitni séu að lík
indum nær því að vera þriðjungur
allra samþykktra krafna á hendur
slitabúinu.
Tögl og hagldir í Lýsingu
Fyrir utan kröfur á föllnu bankana
þá er Burlington Loan Management
einn af stærstu hluthöfum Lýsingar,
í gegnum eignarhald sitt á Klakka,
auk þess að vera lánveitandi félags
ins eftir að sjóðurinn keypti 26 millj
arða skuldir Lýsingar af Deutsche
Bank undir árslok 2013. Hefur fé
lagið því í raun tögl og hagldir innan
Lýsingar. Þá hefur sjóðurinn einnig
keypt hluti á Bakkavör Group og á
tæplega 7% eignarhlut í félaginu.
Sjóðir Davidson Kempner eru
einnig taldir vera á meðal eigenda
ALMC, áður Straumur Burðar
ásfjárfestingabanki, í gegnum
eignarhald sitt á hlutdeildarskír
teinum sem eru í nafni Deutsche
Bank AG í Amsterdam.
Verðmæti eigna Burlington í ís
lenskum félögum, sem Jeremy hef
ur yfirumsjón með, hleypur því
á tugum milljarða, ef ekki nærri
hundrað milljarðar króna. Fram
kom í ársreikningi Burlington fyr
ir árið 2013 að 18% af heildareign
um sjóðsins – samtals 4,1 milljarður
dala – séu á Íslandi. Nam kaupverð
þeirra eigna liðlega hundrað millj
örðum króna miðað við gengi dags
ins í dag. Rétt er að hafa í huga að
hlutur félagsins í Bakkavör er skráð
sem bresk eign. Vefritið Kjarninn
hafði áður greint frá niðurstöðu árs
reiknings Burlington í ágúst í fyrra.
Ræður ferðinni
Heimildarmenn DV segja ljóst að
Jeremy eigi sjálfur persónulega
mikið undir því að fjárfesting sjóða
Davidson Kempner á Íslandi skili
þeim ávinningi sem lagt hafi verið
upp með. Hann hafi „selt“ stjórn
endum sjóðsins Ísland á sínum
tíma og framgangur hans innan fyr
irtækisins, til dæmis að gerast hlut
hafi Davidson Kempner, muni ráð
ast af því hver niðurstaðan verður
af fjárfestingum sjóðsins á Íslandi.
„Hann á allt undir,“ útskýrir einn
viðmælenda DV, og bendir á að fjár
festingar Jeremys í nafni Burlington
séu í raun þær fyrstu – og einu –
sem hann hafi nokkurn tíma bor
ið ábyrgð á. Hann hafi með öðrum
orðum tekið veðmál á Ísland.
Jeremy hefur löngum verið
þekktur undir nafninu „Herra Ís
land“ vegna þeirra miklu hagsmuna
sem sjóðurinn sem hann stýrir á
að gæta hér á landi og þess víð
tæka tengslanets sem Jeremy hefur
sömuleiðis byggt upp á Íslandi. Ítök
og áhrif Jeremys eru mikil, bæði í
hópi sumra af stærstu kröfu höfum
bankanna en ekki síður á meðal
slitastjórnar Glitnis og helstu ráð
gjafa kröfuhafa. Honum er lýst sem
skuggastjórnanda sem hefur ráð
ið miklu um stefnu slitastjórna og
kröfuhafa undanfarin ár.
Þrátt fyrir að viðmælendur DV
séu sammála um að Jeremy komi
þeim fyrir sjónir sem viðkunnan
legur en alvarlegur maður þá ít
reka þeir að hann sé engu að síð
ur harður í horn að taka. Hann
hafi enda mjög ákveðnar skoðan
ir á því hvaða leiðir skuli farnar og
fáir – ef nokkrir – hafi betri heildar
mynd yfir stöðuna. Þá sýna listar
yfir þátttakendur á kröfuhafafund
um Glitnis og gamla Landsbank
ans, sem DV hefur undir höndum,
að Jeremy lætur sig nánast aldrei
vanta á kröfuhafafundi slitabúanna
sem fara reglulega fram á Íslandi. n
Herra Ísland Jeremy
Lowe hefur stýrt umsvifum
stærsta kröfuhafa íslensks
efnahagslífs síðustu ár.
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
„Það er opinber
stefna sjóðsins að
tjá sig ekki um starfsemi
sína.
Jeremy Lowe