Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 27
Vikublað 24.–26. mars 2015 Veitingar - Kynningarblað 11 T ímamót hafa orðið í rekstri hins vinsæla veitinga- staðar Kryddlegin hjörtu: Staðnum á Skúlagötu 17 hefur verið lokað og all- ur kraftur lagður í starfsemina að Hverfisgötu 33, sem er í eigin hús- næði, en eigandinn hefur keypt þar 360 fermetra húseign. Veitingastaðurinn Kryddlegin hjörtu var opnaður þann 29. ágúst árið 2008. „Við fórum beint inn í kreppuna,“ segir eigandinn, Íris Hera Norðfjörð. „En það er lyginni líkast hvað þetta er búið að ganga vel og það er vegna þess að við erum búnar að vera fjandi duglegar. Báðar dætur mínar eru með mér á fullu í þessu og við virkilega njót- um þess sem við erum að gera, ekki síst eftir lokunina á Skúlagötu því það er miklu auð- veldara að einbeita sér að rekstrinum á einum stað.“ Hádegisverðarhlað- borð staðarins er mjög rómað, en þar eru í boði fjórar frábærar súpur með salatbarnum. Þriggja rétta leikhús matseðill hef- ur líka gert stormandi lukku en vinsælt er að borða á staðnum áður en farið er í leikhús. Ást og ástríða er lögð í matargerðina En hvað einkennir helst matar- gerðina á Kryddlegnum hjörtum? „Það er ekki tilviljun að staðnum var valið þetta nafn, meginþem- að er að leggja alltaf ást og ástríðu í matargerðina. Líka þakklæti. Við eldum ekki eftir uppskriftum held- ur leggjum líf, sál og sköpun í mat- argerðina. Við tölum við hráefnið og þökkum fyrir matinn sem við fáum til að vinna úr. Þannig glæð- um við matinn heilögum anda. Það er mikilvægt að leggja alúð og kærleika í það sem maður gerir.“ Þess má geta að allur kjúkling- ur sem notaður er til matargerðar á Kryddlegnum hörtum er keypt- ur beint frá bónda en ekki úr verk- smiðjubúum. Nýjungar tilheyra rekstri fram- sækins veitingastaðar og nú bjóða Kryddlegin hjörtu upp á glúten- laust brauð og allar kökur eru glútenlausar. Kryddlegin hjörtu er á Hverfis- götu 33 í Reykjavík, síminn er 588- 1818 og netfangið krydd@krydd- leginhjortu.is. Opnunartími er mánudaga til miðvikudaga frá kl. 11.30–21.00, fimmtudaga til laugardaga frá kl. 11.30–22.00 og sunnudaga frá kl. 17.00–22.00. n Ástríða, andi og þakklæti Kryddlegin hjörtu: „Meginþemað er að leggja alltaf ást og ástríðu í matargerðina“ Eigandinn Íris Hera Norðfjörð eigandi og dóttir hennar Dagbjört Norðfjörð Snorradóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.