Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 28
Vikublað 24.–26. mars 201512 Veitingar - Kynningarblað D óra Svavarsdóttir stofnaði fyrirtækið Culina – veitingar og veisluþjónusta fyrir þremur árum. Viðskiptin hafa aukist jafnt og þétt á þessum tíma og sinnir Culina veislu- þjónustu fyrir veislur af öllum stærð- um. „Við erum að sjá um allt frá fjögurra manna og upp í 300 manna samkvæmi,“ segir eigandinn Dóra Svavarsdóttir. „Ég var kokkur á Á næstu grösum í nokkur ár og hef sér- þekkingu á grænmetisfæði og alls kyns ofnæmi. Ég hef því lagt upp úr því að sinna þeim hópi, en ég sinni öllum og þessi þjónusta snýst um að uppfylla óskir viðskiptavinanna. Saman vinnum við að því að skapa eftirminnilegan veislumat því að á þessum mikilvægu stundum þegar slegið er upp veislu er maturinn hluti af upplifuninni og dýrmætum minn- ingum.“ Algengt er að viðskiptavinir Culina komi með sínar eigin hug- myndir og veisluþjónustan hjálpar til við að útfæra þær og kemur með sínar eigin hugmyndir á móti. Viðskiptavinirnir hafa fjölbreyttan smekk „Fólk vill oft gera eitthvað sjálft, stundum verður brauðtertan hennar mömmu alltaf að vera með og það er ekki vandamál. Fólk hefur fjölbreytt- an smekk, sumir vilja prófa eitthvað nýtt á meðan aðrir vilja hefðbundið steikarhlaðborð. Við uppfyllum allar óskir. Við leggjum hins vegar áherslu á að forðast öll aukaefni og elda allt frá grunni – slíkur matur er ekki bara hollari, hann er bragðbetri.“ Dóra segist njóta þess mjög að eiga samskipti við þá sem eru að fara að halda veislur og það komi í stað- inn fyrir samganginn við matargesti á veitingahúsum þar sem hún starf- aði áður. Sígandi lukka hefur ein- kennt reksturinn og hún er mjög bjartsýn á framtíðina. Dóra tekur sjálf við öllum pöntun- um og leiðir síðan verkefnið hverju sinni með sínu starfsfólki. Culina – veitingar og veisluþjón- usta er að Skemmuvegi 12. Tekið er við pöntunum og fyrirspurnum í síma 893-5320 og á netfangið dora@ culina.is n „Maturinn er hluti af upplifuninni“ Draumaveislan gerð að veruleika með Culina Eigandinn Dóra Svavarsdóttir. Veisluborð Veislumatur að hætti Culina. Sjávarréttasalat Girnilegt fyrir auga og bragðlauka. V eitingastaðurinn Ráin, Hafnargötu 19 í Keflavík, var stofnaður árið 1989 og er talinn einn besti veitingastaðurinn í Reykjanesbæ. Matseðill Ráarinnar eru afar fjöl- breyttur og girnilegur og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem snætt er með fjölskyldunni, í góðra vina hópi eða ef fólk vill eiga rómantískan kvöldverð, þá er allt til staðar á Ránni til að gera stundina fullkomna. Fjörugir og vinsælir dansleikir eru haldnir á staðnum reglulega og enski boltinn er alltaf í beinni – en þá laða hagstæð boltatilboð í mat og drykk fólk að. „Afar fjölbreytt og vönduð veislu- og ráðstefnuþjónusta er í boði – fyrir árshátíðir, brúðkaup, afmæli, ferm- ingar, erfidrykkjur, skírnarveislur, móttökur, útskriftarveislur, starfs- mannaskemmtanir – og raunar hvaða tilefni sem er. Þægilegt er að setja saman sína eigin matseðla fyrir sinn viðburð á heimasíðu staðarins, rain.is,“ segir Björn Vífill Þorleifsson, eigandi Ráarinnar. Ráin getur tek- ið um 300 manns í sæti í tveimur veitingasölum. Ráin er á Hafnargötu 19, Keflavík, síminn er 421-4601, netfang rain@ rain.is Opnunartími er sunnudaga til fimmtudaga frá kl. 11.00–01.00 og föstudaga og laugardaga frá kl. 11.00–03.00. n Veitingar, veisluþjónusta og fjölbreyttar skemmtanir Ráin – eitt besta veitingahús Reykjanesbæjar Ráin Frábært útsýni yfir sjóinn og góður matur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.