Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 3
Vikublað 24.–26. mars 2015 Fréttir 3 „Ekki gúgla mig“ É g skil að það þurfti að leita að mér þegar ég var unglingur, en núna er þetta mjög slæmt fyrir mig,“ segir karlmaður á fertugsaldri sem hefur haft samband við Google og óskað þess að leitarniðurstöður um hann verði fjarlægðar. DV hefur fjallað ítarlega um mál sem þessi á undanförnum vikum, en ástæðurnar fyrir því að fólk vilji láta leitarsíðuna Google fjarlægja hlekki sem tengjast þeim eru mis- jafnar. Flestir vilja þó rétta af staf- rænt mannorð sitt sem þeir telja að hafi beðið hnekki vegna umfjöllun- ar um þá á fréttasíðum, spjallsíð- um og almennt á netinu. Maðurinn er svo sannarlega ekki einn um það að vilja „hverfa“ af vefnum og hefur DV rætt við fjölmarga sem telja sig hljóta skaða af því þegar nafn þeirra er slegið inn á leitarvélar. Fólk á rétt á því að hverfa af netinu samkvæmt niðurstöðu Evrópudómstólsins og hafa 180 Íslendingar beðið netris- ann Google um að fjarlægja 603 hlekki úr niðurstöðum leitarvélar- innar. 183 hlekkir hafa verið fjar- lægðir, alls 34,5 prósent. Einn dómur og strok „Þetta tengist kannski fyrst og fremst einum dómi sem ég hlaut sem ung- lingur, sem er nú til dæmis horfinn af sakaskránni minni en það er enn hægt að finna umfjöllun um hann á netinu og auðvitað á timarit.is,“ seg- ir hann og bætir því við að hann hafi sem unglingur strokið að heiman, úr fóstri og frá meðferðarheimilum. „Með tilheyrandi auglýsingum þar sem lýst var eftir mér,“ segir hann. Aðspurður segir hann að málið hafi hamlað atvinnuleit þótt hann sé núna í fullu starfi ásamt námi. „Þetta var vesen, en ég ákvað svo að vera bara hreinskilinn með þetta. Láta vita að ég væri í alvöru breyttur maður. Fæstir þurfa að útskýra að þeir séu ekki lengur unglingar, en ég þurfti þess,“ segir hann. „Fyrir vikið er ég með mjög langan lista af meðmælendum, þegar flestir setja kannski tvo á ferilskrána sína. Ég er með átta. Ég hef litið á þetta sem tækifæri,“ segir hann og hlær þótt honum finn- ist málið mjög alvarlegt. „Maðurinn sem kemur með atvinnuumsókn og segir: „Ekki gúgla mig“ er fyrir vikið mjög eftirminnilegur. Ég fæ tækifæri til að segja frá sjálfum mér strax og gefa af mér – það virkaði að minnsta kosti hvað varðar vinnuna sem ég er í núna.“ n Dómur sem er horfinn af sakaskrá finnst enn auðveldlega á netinu„Þetta var vesen, en ég ákvað svo að vera bara hreinskilinn með þetta. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Vörn í sókn Maðurinn vill rétta af stafrænt mannorð sitt, en segist hafa verið nauðbeygður til þess að snúa vörn í sókn og biðja fólk einfaldlega um að gúgla sig ekki. Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121 Algjört orku- og næringarskot „ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan eykst krafturinn yfir daginn í vinnunni og æfingar seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru fljótari að ná sér eftir æfingar. Það að taka auka Spirulina sem er lífrænt fjölvítamín, fyrir leik er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er líka frábær vörn gegn kvefi og flensum.“ Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí. lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar TREYSTI Á LIFESTREAM BÆTIEFNIN! Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir, N ttó og Fríhöfnin. Bragðið er betra með Hellmann’s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.