Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 2
Vikublað 24.–26. mars 20152 Fréttir Á rið 2014 var tæpur þriðjung- ur barna ekki í reglulegu tóm- stundastarfi. Þetta er talsvert meiri fjöldi en árið 2009 þegar hlutfallið var 14,3 prósent. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti á mánudag. Þar kemur meðal annars fram að árið 2014 hafi 11,4 prósent barna á Íslandi, á aldrinum 0 til 17 ára, búið á heimilum sem áttu mjög erfitt með að láta enda ná saman og 7,7 pró- sent á heimilum sem skorti efnisleg gæði. Þetta hlutfall lækkaði lítillega frá árinu 2013, eða um 2,9 prósentu- stig; hlutfallið undir lágtekjumörk- um um 2,2 prósentustig og hlutfall- ið sem skorti efnisleg gæði um 0,6 prósent. Í frétt um málið á vef Hagstof- unnar segir að það sé fremur fá- títt að börn á Íslandi skorti tiltekin lífsgæði. Undantekningin sé þó lítil regluleg þátttaka í tómstundaiðju. „Árið 2014 voru 37,9 prósent barna í lægsta fimmtungi tekjudreifingar- innar ekki í reglulegri tómstunda- iðju samanborið við 20,3 prósent í hæsta fimmtungnum. Það á einnig við um 45,1 prósent barna foreldra sem aðeins höfðu lokið grunnnámi samanborið við 27,5 prósent barna foreldra sem höfðu lokið háskóla- námi,“ segir í umfjöllun á vef Hag- stofunnar. n einar@dv.is Þriðjungur ekki í tómstundastarfi Hlutfallið hefur vaxið verulega á undanförnum árum Efnisleg gæði 7,7 prósent barna bjuggu á heimilum sem skorti efnisleg gæði á síðasta ári. 5,5 milljónir í bætur Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 5,5 milljón- ir króna vegna mistaka sem gerð voru við greiningu þegar maður- inn úlnliðsbrotnaði. Maðurinn var í marki í knattspyrnuleik þann 22. desem- ber 2005 þegar hann fékk boltann í höndina. Við það fettist upp á úlnliðinn og leitaði maðurinn til Heilsugæslustöðvarinnar í Ólafs- vík daginn eftir. Áverkinn var greindur sem tognun og setti vakt- hafandi læknir þrýstingsumbúðir um höndina. Maðurinn leitaði aftur á heilsugæslustöðina 17. febrúar 2006 vegna verkja og þar var hon- um ráðlagt að nota úlnliðsskeiða- band. Hann leitaði svo í þriðja sinn til heilsugæslunnar þann 23. ágúst 2006 og þá fyrst var honum vísað til handaskurðlæknis. Þar kom í ljós að bein var brotið við úlnliðinn. Í dómi Héraðsdóms Reykjavík- ur kemur fram að brotið hefði að öllum líkindum gróið hefði mað- urinn verið settur í gips strax. Var- anleg örorka mannsins var metin átta prósent. É g gæti ekki verið klárari í þetta,“ segir Ingólfur Ragn- ar Axelsson, sem undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir það að klífa hæsta fjallstind jarðar, Everest. Fjörutíu daga leiðangur Undanfarna mánuði hefur hann verið í Himalaja-fjöllunum í Nepal og Norður-Indlandi þar sem hann hefur æft stíft á degi hverjum. „Það er myndarlegur hóll hérna við hliðina sem er 3.500 metra hár. Ég hef aðeins verið að klífa hann,“ seg- ir kappinn, sem er núna staddur á Indlandi en fer til Nepal í næstu viku þar sem lokaundirbúningurinn fyr- ir Everest, sem er 8.848 metra hátt, hefst. Leiðangurinn stendur yfir í um fjörutíu daga og stefnan er sett á að vera kominn niður af tindinum dagana 20. til 25. maí. Aflýst vegna snjóflóðs Í fyrra ætlaði hann að verða sjö- undi eða áttundi Íslendingurinn til að fara upp Everest en Vilborg Arna Gissurardóttir var á sama tíma og hann í grunnbúðum við fjallið. Hann var búinn að koma sér vel fyr- ir í búðunum þegar öllum leiðöngr- um var aflýst vegna snjóflóðs sem féll 18. apríl, í Khumbu-ísfjallinu. Þar fórust sextán sjerpar. Hræddur en fer varlega Aðspurður segist Ingólfur Ragnar að sjálfsögðu vera hræddur við að klífa Everest, sérstaklega eftir slys- ið í fyrra, sem er það mannskæð- asta í sögu Everest. „Maður er alltaf smeykur við að klífa svona hátt fjall en það er ljóst að menn fara mun varlegar nú, ári eftir svona stórslys. Það þýðir samt ekkert að fara á fjall- ið og vera skíthræddur. Það verð- ur bara að taka ákvörðun og standa við hana,“ segir hann og kveðst ekki geta verið reiðubúnari en einmitt núna. „Ég vona að ég fái heiðar- legan möguleika á að klifra fjallið. Það er í mínum verkahring að koma mér í form og greiða leiðangurinn. Ég get ekki stjórnað fjölda þátta sem hafa áhrif á hvort ég kemst á topp- inn. Snjóflóð eða verkföll sjerpa eru óviðráðanlegar breytur en að sjálf- sögðu geri ég allt sem í mínu valdi stendur til að klára þetta,“ segir hann. Kostar 3,5 milljónir króna Ingólfur er með söfnun í gangi til að greiða hluta leiðangurskostnað- ar og hefur meðal annars biðlað til fyrirtækja um að styrkja hann. Þau geta styrkt hann um 50 til 500 þús- und krónur og fyrir hæstu upp- hæðina býðst hann m.a. til að setja fána þeirra á topp Everest. Everest- leiðangur kostar frá 3,5 milljónum króna og vonast hann til að ná að safna sem mestu. Var í þremur störfum Í fyrra kom Ingólfur heim í maí og vann þrjú störf til að klára að greiða Everest-leiðangurinn og allt sem honum fylgdi. Hann notaði íslensku aðferðina og vann frá morgni til kvölds þrjú störf, á kaffihúsi Stúd- entakjallarans, í garðaþjónustunni Allt fyrir garðinn og þess á milli sem leiðsögumaður hjá Guide to Iceland. „Ég var loksins búinn að greiða niður ferðina síðasta febrúar og svo borga ég næstu ferð núna í apríl. Þetta er bara yfirdrátturinn þangað til ég vinn í Lottó, en án gríns þá læt- ur maður þetta bara reddast,“ segir Ingólfur hress. n Það þýðir ekki að vera skíthræddur á Everest Ingólfur Ragnar Axelsson undirbýr sig af krafti fyrir Everest og ætlar sér upp á tindinn í maí Ætlar sér á Everest Ingólfur Ragnar Axelsson vonast til að vera kominn niður af tindi hæsta fjalls veraldar 20. til 25. maí. Mynd SIgtRygguR ARI Freyr Bjarnason freyr@dv.is Trúboðar í Fjarðabyggð Áhöfn færeyska trúboðaskipsins Juvel II mun heimsækja Fjarða- byggð dagana 6.–10. maí næst- komandi. Þar ætlar áhöfn skips- ins að kynna kristna trú fyrir íbúum sveitarfélagsins. Skipinu, sem var áður í eigu dönsku landhelgisgæslunnar, hefur síðustu sumur verið siglt til Grænlands þar sem um tuttugu manna áhöfn þess hefur staðið fyrir námskeiðum um kristna trú og gefið íbúum fátækari byggða landsins bæði Biblíur og fatn- að. Kristniboðastarfið á rætur að rekja til ársins 1977 þegar hóp- ur kristinna manna í Færeyjum ákvað að kaupa eldri bát og fara í trúboð til nálægra landa. Úra og skart- gripaverslun Heide Glæsibæ Við erum líka á Facebook Tilvalin ferming- argjöf „Ég var loksins búinn að greiða niður ferðina síðasta febrúar og svo borga ég næstu ferð núna í apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.