Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 24
Vikublað 24.–26. mars 20158 Veitingar - Kynningarblað „Fagmennskan er í fyrirrúmi“ Galito á Akranesi er aðeins 10 mínútur frá Hvalfjarðargöngunum G alito er fjölbreyttur „fjöl- skyldu“-veitingastaður á Akranesi sem fagnaði 10 ára afmæli síðastliðið haust. „Þetta hefur gengið vel,“ segir Hilmar Ólafsson annar eigenda Galito, hinn er Þórður Þrastarson og hefur hann rekið staðinn frá upphafi. „Við höfum lagt allan okkar metnað og mikla vinnu í þetta hjá okkur og við höfum fengið góð við- brögð frá almenningi, þegar mað- ur er í veitingarekstri úti á landi þá verðum maður að vera í sem flestu, þ.e.a.s. fjölbreyttum matseðli í veitingasalnum okkar, allt frá pítsum, hamborgurum, salötum og samlokum upp í „fine dining“,“ segir Hilmar. Galito er með rétt dagsins í há- deginu alla virka daga og keyrir út mat til fjölda fyrirtækja. „Við höfum alltaf verið sterkir í veisluþjónustu og keyrum út veislur um allt sunnanvert Vesturland og á höfuðborgarsvæðið,“ segir Hilmar. Galito er tilvalinn kostur fyrir þá sem eru að keyra í gegnum göngin og vilja eitthvað gott að borða því það er aðeins um 5 mínutna akstur til Akraness frá göngunum. Galito restaurant er að Stillholti 16–18 á Akranesi, síminn er 430- 6767, netfangið galito@galito.is Opnunartími er mánudaga til miðvikudaga frá kl. 11.30–21.00, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 11.30–22.00, laugardaga frá kl. 12.00–22.00 og sunnudaga frá kl. 16.00–21.00. n Thali-rétturinn er sérkenni Hraðlestarinnar Úrvals indverskur matur á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu F yrsti staður Hraðlestarinnar var opnaður árið 2003 við Hverfisgötu og í dag eru staðirnir orðnir fjórir tals- ins. Þeir eru á Hverfisgötu 64, Kringlunni og Lækjargötu 8 í Reykja- vík og Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Sagan á bak við Hraðlestina Upphaflega var Hraðlestin opnuð sem lítið útibú við Hverfisgötu út frá Austur Indíafjelaginu til þess að anna eftirspurn eftir réttum til þess að taka með heim. Aukin eftirspurn og mikill áhugi Íslendinga á indverskri matargerð leiddi fljótlega til þess að litla eldhús- ið við Hverfisgötu var hreinlega orðið of lítið og greinileg þörf var á fleiri stöðum. „Hraðlestin hefur í gegnum árin lagt ríka áherslu á að bjóða upp á hollan og bragðgóðan, ekta indversk- an mat. Kryddið sem við notum flytj- um við sérstaklega inn og höfum við aldrei notað msg eða önnur aukaefni. Við notum eingöngu ferskt gæðahrá- efni og sleppum öllum sykri í matar- gerðinni,“ segir Andrea Karlsdóttir, markaðsstjóri Hraðlestarinnar. Andrea segir að þau séu afskap- lega heppin að hafa innan sinna vé- banda sérmenntaða kokka frá Ind- landi með áralanga reynslu og þekkingu á indverskri matargerð. Margir þeirra hafa verið með frá upphafi og leggja grunninn að góðri matar gerð Hraðlestarinnar. „Í gegnum tíðina höfum við lagt okkur fram við að hlusta á óskir viðskiptavina okkar. Margir réttir hafa bæst við matseðilinn að ósk fastagesta og nýlega kynntum við til sögunnar kvöldverðar Thali eftir sér- staka beiðni frá góðum viðskiptavini. Það er alltaf gaman að geta orðið við óskum þeirra sem augljóslega hafa dálæti á matargerðinni,“ segir Andr- ea. Vinsælustu réttirnir Thali er einn vinsælasti rétturinn á matseðlinum og er í raun sérkenni Hraðlestarinnar. Thali er klassískur, indverskur sérréttur sem saman stendur af litlum réttum frá ólík- um héruðum á Indlandi og er bor- inn fram ásamt hrísgrjónum, raitha- jógúrtsósu og naan-brauði. Í hádeginu er boðið upp á sérstak- an „street-food“-hádegismatseðil. Á honum eru léttari réttir en á kvöldin, indverskar pítsur, tikka masala naan rolls og indverskur kjúklingaborgari með masala-sætkartöflu frönskum svo fátt eitt sé nefnt. Á kvöldin eru svo hefðbundnari réttir á boðstólum og má nefna rétti eins og hinn sívin- sæla Tikka Masala, Chicken „65“ og Madras. Á matseðlinum er úrval af hollum og bragðgóðum kjöt- og grænmetis- réttum. Hægt er að taka matinn með og njóta heima eða borða á staðnum. Hraðlestin er tilvalin fyrir hópa í há- deginu eða á kvöldin og veitingastað- irnir í Lækjargötu og Hlíðasmára eru afskaplega hentugir fyrir hópa, stóra sem smáa. Afgreiðslutími Hraðlestarinn- ar Lækjargata 8 S. 578-3838 mán.– fim. 11.00–22.00 fös. 11.00–23.00 lau. 17.00–23.00 sun. 17.00–22.00 Hverfis- gata 64A S. 578-3838 virka daga: 17.00–22.00 helgar: 17.00–22.00 Hlíðasmári 8 S. 578-3838 virka daga: 11.30–22.00 helgar: 17.00– 22.00 Kringlan S. 578-3838 mán.–mið. 11.00–18.30 fim. 11.00–21.00 fös. 11.00–19.00 lau. 11.00–18.00 sun. 13.00–18.00. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.