Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 44
Vikublað 24.–26. mars 201528 Fólk Fermingarhjólið í Hjólaspretti Þú færð reiðhjólið fyrir fermingarbarnið hjá okkur Frábært úrval reiðhjóla og aukahluta árgerð 2015 komin í hús Focus WHistler 4.0 29“ ál stell-Tektro Auriga Vökvabremsur- Shimano Deore Afturskiptir- 27 gíra. Kr.119.000 Focus rAVeN rooKie DoNNA 1.0 26“ ál stell-Promax V-Bremsur-Shimano 21 gíra Focus rAVeN rooKie 1.026“ ál stell-Promax V-Bremsur- Shimano 21 gíra Kr.69.900Kr.69.900 Dalshraun 13 220 Hafnarfjörður Sími:565 2292 „Ég er sólarmegin í lífinu“ n Vigdís Hauksdóttir fagnaði fimmtugsafmæli sínu og bauð í sólmyrkvaveislu n „Þetta var frábær dagur í alla staði,“ segir þingmaðurinn um afmælisdaginn V igdís Hauksdóttir, þingmað- ur Framsóknarflokksins, hélt upp á fimmtugsafmælið sitt með pomp og prakt síðast- liðinn föstudag í Turninum í Kópavogi. En hún var svo heppin að fá sólmyrkva í afmælisgjöf og ákvað því að hefja veisluhöldin strax klukkan níu um morguninn svo gestirnir gætu not- ið sólmyrkvans í veislunni. „Þetta var frábær dagur í alla staði,“ segir Vigdís glaðlega þegar blaðamaður slær á þráðinn til henn- ar. „Ég ákvað að hafa morgunveislu og blanda þannig fæðingardegi mín- um saman við sólmyrkvann með þessum skemmtilega árangri.“ En Vigdís var fyrir löngu búin að ákveða það að ef hún héldi upp á fimmtugs- afmælið, þá yrði sólmyrkvinn fléttað- ur inn í veisluna. „Það skemmtu sér allir svakalega vel og sólmyrkvinn var einhvers kon- ar ísbrjótur því það fóru allir saman út á svalir og hlógu og flissuðu. Það var mjög létt yfir öllum í veislunni í kjöl- farið,“ segir Vigdís sem bauð gestun- um upp á morgunverðarhlaðborð. Aðspurð hvernig sextugaldurinn leggist í hana segist hún alsæl með nýjan tug. „Ég er mjög glöð að fá að eldast. Ef ég væri ekki að því þá væri ég ekki hér með öllum,“ segir hún kímin. „Ég lít alltaf þannig á aldurinn að maður eigi að gleðjast yfir hverju ári sem maður lifir og hefur heilsu.“ Vigdís upplifir sig þó töluvert yngri en hún er í raun og veru. „Ég er bara tvítug í anda og þegar maður hefur það lífsmottó þá verður allt svo miklu skemmtilegra og léttara sem maður tekst á við. Ég er sólarmegin í lífinu,“ segir Vigdís, en það birtist einmitt á táknrænan hátt í skipulagi veislunn- ar. „Afmælið byrjaði með söngatriði klukkan korter yfir níu og veislustjór- inn, systurdóttir mín, Auðbjörg Ólafs- dóttir, setti veisluna. Svo var gert hlé og eiginleg dagskrá hófst ekki fyrr en farið var að draga úr sólmyrkvan- um og birta aftur. Ég tók það einmitt fram í þakkarræðunni í lokin að það væri táknrænt að dagskráin hefði ekki byrjað fyrr en þá,“ segir hin fimmtuga Vigdís að lokum. n Tveir góðir Vel fór á með stórsöngvaranum Geir Ólafssyni og forsætisráðherranum Sig- mundi Davíði Gunnlaugssyni í veislunni. Sá fyrrnefndi tók að sjálfsögðu lagið. Laglegar mæðgur Afmælisbarnið, Vigdís, ásamt Sólveigu, dóttur sinni. Boðið var upp á fjölmörg skemmtiatriði í veislunni og hér eru þær mæðgurnar að njóta í góðra vina hópi. Sjálfstæðismenn Jón Gunnarsson þingmaður, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, kíktu í afmæliskaffi til vinkonu sinnar. „Djammið skemmir fókusinn“ Kærasta Margrétar Ránar er barnabarn Rúnars Júlíussonar e f ég hefði vitað fyrir tveim- ur árum að ég væri að fara til útlanda að spila hefði ég ekki átt eitt einasta orð. Þetta hefur komið ótrúlega mikið á óvart. Ég er afskaplega ánægð,“ segir Mar- grét Rán Magnúsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Vakar, en sveitin var að senda frá sér nýtt lag í vikunni auk þess sem ný EP-plata kemur út með vorinu með tilheyrandi hljóm- leikaferðalögum um heiminn. Skemmtilegast að ferðast Vök sigraði í Músíktilraunun- um fyrir tveimur árum og hefur öðl- ast miklar vinsældir síðan. Sveitin er á leiðinni til Þýskalands, Englands, Tékklands og Lettlands á næstum dögum en að sögn Margrétar eiga þau nú þegar ágætlega stóran aðdá- endahóp í Þýskalandi og Bandaríkj- unum. „Þetta er það skemmtilegasta í þessu; að fá að ferðast og kynnast fjölda fólks,“ segir Margrét sem viður- kennir að ferðalögunum fylgi stund- um djamm. „Persónulega finnst mér mjög erfitt að djamma þegar það er svona mikið í gangi því þá getur mað- ur misst fókusinn. En auðvitað gerist það af og til.“ Kærastan í tónlist Kærasta Margrétar heitir María Rún Baldursdóttir og er barnabarn goðsins Rúnars Júlíussonar heitins. María er sjálf á kafi í tónlist en þær stöllur hafa ekki ennþá unnið að tón- list saman. „Hún er að læra söng og á píanó svo það er nóg að gera hjá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.