Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 34
Vikublað 24.–26. mars 201518 Sport
Þeir gætu
tekið við
af Pellegrini
n Pressan á Pellegrini orðin næsta óbærileg n Gæti fengið sparkið í vor
F
lest bendir til þess að Manu-
el Pellegrini verði ekki við
stjórnvölinn hjá Manchest-
er City á næstu leiktíð. Eftir
að hafa unnið ensku úrvals-
deildina með glæsibrag á síðustu
leiktíð hafa hlutirnir ekki gengið upp
á yfirstandandi tímabili.
Liðið er nánast úr leik í barátt-
unni um Englandsmeistaratitilinn,
það féll úr keppni í enska bikarn-
um eftir neyðarlegt tap á heimavelli
gegn Middlesbrough og er auk þess
úr leik í Meistaradeild Evrópu. Líkur
á því að titill komi í hús hjá City, eins
og krafa er um á hverju tímabili, eru
hverfandi.
Þegar illa gengur hjá stórliðun-
um er stjórinn yfirleitt sá fyrsti til
að fjúka. Hér eru tekin saman nöfn
nokkurra stjóra sem gætu mögulega
tekið við liði City. n einar@dv.is
Patrick Vieira
Aldur: 38 ára Helstu afrek: Þrír
Englandsmeistaratitlar og fjórir
titlar á Ítalíu sem leikmaður
n Það er í raun aðeins tímaspursmál
hvenær Patrick Vieira fer af fullum
þunga út í þjálfun. Þessi fyrrverandi
fyrirliði Arsenal átti flottan feril sem
leikmaður en frá árinu 2013 hefur
Vieira stýrt varaliði Manchester City.
Orðrómur hefur verið á kreiki að
Vieira muni fá starf í þjálfarateymi
FC Bayern. Samkvæmt
veðbanka Sky er Vieira
í 5. sæti yfir þá sem
líklegastir eru til
að taka við aðal-
liði City, á undan
stjórum eins og
Ronald Koeman
og Jurgen Klopp.
Líklegt verður þó
að teljast að City
ráði mann með
meiri reynslu ef svo
fer að Pellegrini hættir
með liðið.
Jurgen Klopp
Aldur:47 ára Helstu afrek: Tvisvar
Þýskalandsmeistari með Dortmund
n Jurgen Klopp virðist kominn á
endastöð með Borussia Dortmund eftir
frábæran árangur á undanförnum árum.
Liðið var í botnbaráttu í þýsku deildinni
framan af tímabili og féll úr leik í 16-liða
úrslitum Meistaradeildarinnar í síðustu viku
eftir 5–1 tap gegn Juventus. Klopp hefur þurft
að horfa á eftir mörgum góðum leikmönn-
um hjá Dortmund og það hlýtur að vera
þreytandi til lengdar. Eftir erfitt tímabil í
vetur gæti Klopp verið reiðubúinn að
stökkva frá borði ef freist-
andi tilboð kemur
frá City.
Carlo Ancelotti
Aldur: 55 ára Helstu afrek: Sex deildartitlar á Englandi, Ítalíu og í Frakklandi og þrír
Meistaradeildartitlar
n Carlo Ancelotti þykir samkvæmt veðbönkum einna líklegastur til að verða
næsti stjóri Manchester City. Hann vann Meistaradeild Evrópu með Real
Madrid á síðustu leiktíð og vann hana einnig með Milan árin 2003
og 2007. Forsvarsmenn Manchester City þrá ekkert heitar
en árangur í Meistaradeildinni og því kæmi engum á
óvart ef leitað yrði fyrst til hans. Ancelotti
hefur verið undir talsverðri pressu
að undanförnu hjá Real Madrid
enda hefur liðið ekki verið
upp á sitt besta í undan-
förnum leikjum.
Diego Simeone
Aldur: 44 ára Helstu afrek: Spánarmeistaratitill (2014),
bikarmeistaratitill (2013) og Evrópudeildartitill (2012)
n Diego Simeone er án nokkurs vafa einn efnilegasti
stjóri boltans í dag. Hann leiddi lið Atletico Madrid
til Spánarmeistaratitils á síðustu leiktíð þrátt
fyrir að vera með hlægilega ódýran leikmannahóp í
samanburði við Barcelona og Real Madrid. Simeone
er ástríðufullur og óhemju skipulagður stjóri sem gæti
verið einmitt það sem Manchester City þarf. Ein helsta
spurningin er hvort Simeone hafi sjálfur áhuga á að þjálfa
á Englandi en orðrómur hefur verið á kreiki um að hann sé
við það að framlengja samning sinn hjá Atletico.
„Ástríðufullur og óhemju
skipulagður stjóri sem
gæti verið einmitt það sem
Manchester City þarf
Mesut Özil
á djamminu
Þýski landsliðsmaðurinn Mesut
Özil var ekki í leikmanna-
hópi Arsenal fyrir leikinn gegn
Newcastle á laugardag sem kom
nokkuð á óvart. Sú skýring var
gefin að Özil væri veikur og gæti
þar af leiðandi ekki leikið. Özil
var þó ekki veikari en það að
hann sást á djamminu í Berlín
á laugardagskvöld með hópi
vina. Landsliðsmenn evrópskra
liða undirbúa sig nú fyrir leiki í
undankeppni EM sem fara fram
um helgina og er Özil á sínum
stað í hópnum hjá þýska liðinu
sem mætir Georgíu á sunnudag.
Skrtel gæti
farið í bann
Martin Skrtel gæti átt leikbann
yfir höfði sér eftir að hann traðk-
aði á David de Gea, markmanni
Manchester United, í leik liðanna
á sunnudag. Atvikið átti sér stað
undir lok leiksins sem United
vann með tveimur mörkum gegn
einu. Daily Mail greinir frá því að
enska knattspyrnusambandið sé
að skoða hvort um viljaverk hafi
verið að ræða. Brendan Rod-
gers, knattspyrnustjóri Liver-
pool, varði Slóvakann eftir leik og
sagðist ekki trúa öðru en að um
óviljaverk hafi verið að ræða. Fari
Skrtel í leikbann verður það áfall
fyrir Liverpool enda hefur Skrtel
verið algjör lykilmaður í varnar-
leik Liverpool undanfarnar vikur.
Arsenal vill
fá Dybala
Forráðamenn Arsenal eru sagð-
ir afar spenntir fyrir argentínska
ungstirninu Paulo Dybala sem
leikur með Palermo á Ítalíu.
Breska blaðið Metro gengur svo
langt að fullyrða að fulltrúar fé-
lagsins muni setjast niður með
fulltrúum Palermo í vikunni til að
ganga frá kaupum á leikmann-
inum sem talið er að muni kosta
28,9 milljónir punda, 5,8 millj-
arða króna. Þessi 21 árs leikmað-
ur hefur spilað vel í vetur fyrir
Palermo og skorað 12 mörk í 27
deildarleikjum. Mörg af stærstu
félögum Evrópu eru sögð fylgjast
spennt með leikmanninum.