Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 39
Menning 23Vikublað 24.–26. mars 2015 „Eins og einhver hefði stolið ævisögu minni“ L ee Proud ólst upp í verka- mannafjölskyldu í námu- bænum Easlington í Norður- Englandi. Hann var unglingur þegar námuverkamenn fóru í verkfall og slógust við lögreglu vegna lokunar kolanámanna. Hann heill- aðist snemma af dansi og þurfti að glíma við mótlæti þar sem áhugamál- ið samræmdist ekki hefðbundnum hugmyndum samfélagsins um karl- mennsku. Þrátt fyrir mótlætið flutti hann til London og gerði dansinn að ævistarfi sínu. Hljómar kunnuglega? „Leiðir mínar og Billys Elliot lágu fyrst saman þegar ég fór aleinn að sjá myndina um hann í bíó. Ég vissi ekkert um hana en þegar ég kom út af myndinni var ég frekar pirraður því mér fannst eins og einhver hefði stolið ævisögu minni,“ segir Lee sem er danshöfundur í íslensku uppsetn- ingunni á söngleiknum um ballett- drenginn Billy Elliot í Borgarleikhús- inu. Dansaði í fyrstu uppsetningunni „Þetta er mjög almenn saga, hún tal- ar ekki bara til þess sem vill verða dansari, heldur líka þess sem vill verða besti píparinn, málarinn, leigu- bílstjórinn, hárgreiðslumaðurinn eða hvað sem er. Verkið fjallar um einhvern sem dreymir og eltir þann draum þrátt fyrir mótlæti. Samfélag- ið sem Billy kemur úr er í raun mjög hlýtt og gott en álítur það rangt að strákar vilji dansa ballett. Honum finnst hann þurfa að flýja því allt er honum andsnúið og dansinn er frá- bær myndlíking fyrir þennan flótta. Sagan byggir á ævi höfundarins Lees Hall, en hann þurfti að berjast við mikið mótlæti í Newcastle til að láta draum sinn um verða rithöfundur rætast. En þegar hann ákvað að skrifa sögu sína fannst honum ekki nógu áhugavert að láta aðalpersónuna dreyma um skriftir svo hann breytti henni í ballettdansara,“ segir Proud. Fjórum árum eftir að hafa séð kvikmyndina hjálpaði Lee vini sínum að sækja um í söngleikjauppsetningu verksins í London, en endaði á því að fá sjálfur hlutverkið. Lee starfaði í sjö ár við upprunalegu sýninguna í London, fyrst sem dansari og fyrirliði danshópsins, en eftir þrjú ár var hann hækkaður í tign í stöðu dansleikstjóra (e. Resident Choreographer). Í kjöl- farið aðstoðaði hann við uppsetn- ingu verksins á Broadway og í Sidney í Ástralíu. Barátta og sannleikur Dansinn í upprunalegu sýningunni var saminn af Peter Darling en Lee skrifaði kóreógrafíu sérstaklega fyrir íslensku uppsetninguna. En hverju vildi hann ná fram með dansinum í verkinu? „Dansinn í þessari sýningu þarf að mála margar ólíkar myndir. Þetta snýst ekki bara um að gera strákinn að háklassa dansara, heldur er stöðugt eitthvað í gangi þegar tón- listin hljómar. Það er allt nákvæm- lega kóreógrafað: hvernig leikararn- ir ganga um, setjast niður og standa upp,“ segir Proud. „Í þessu verki þurf- um við að nota allt róf dansins. Maður þarf að fá mennina til þess að dansa án þess að þeir líti út eins og hefð- bundnir söngleikjadansarar. Þetta á að vera dálítið kersknislegt og jafnvel kjánalegt, en við viljum samt ekki að fólk hlæi af vitlausri ástæðu. Það eru allir dansandi, en svo verður Billy að bera greinilega af. Þegar hann birtist verður maður að gleyma að allir hinir séu að dansa.“ Þrátt fyrir að sagan fjalli um baráttu einstaklings fyrir því að drauma sína rætast móta sagnfræðilegu atburðirn- ir í bakgrunni sjónarsviðið. Sagan ger- ist í miðju verkfalli námuverkamanna sem mótmæltu ákvörðun ríkisstjórn- ar Margaret Thatcher um að loka fjöl- mörgum kolanámum í landinu. Valið sem faðir Billys stendur frammi fyrir þegar peningarnir þrjóta og inntöku- próf sonarins nálgast, er að gerast verkfallsbrjótur eða geta ekki aðstoð- að soninn. Proud segist tala við leikar- ana um verkfallið, stjórnmálin og til- finningar námuverkamannanna. „Ég útskýri samhengið fyrir þeim svo þeir geti dansað og hreyft sig af ástríðu og „agressjón“, þannig að hreyfingin komi raunverulega frá einhverjum stað baráttu og sannleika. Kóreógraf- ían er að mjög miklu leyti byggð á þessum harða raunveruleika, fólk verður að upplifa hættuna og finna að allt sé í húfi fyrir þessa menn,“ segir Lee fjölmörg dansatriðin sína Söngleikir eru hámenningarlegir „Þessi sýning snýst um að segja sögu í gegnum hreyfingarnar. Hver einasta hreyfing hefur tilgang,“ segir Proud. Þetta segir hann vera helsta mun- inn á þessari sýningu og Mary Popp- ins sem hann kóreógrafaði á síðasta leikári. Þar séu byggð upp atriði sem eru magnað sjónarspil en hafi fyrst og fremst haft skemmtanagildi. En af hverju telur hann að fólk hrífist, hér jafnt sem annars staðar, að söngleikjaforminu? „Því þetta er fantasía. Ef persóna í söngleik getur ekki tjáð sig í orðum þá syngur hún, og ef hún getur ekki tjáð í söng þá dans- ar hún. Áhorfendur hafa gaman af því að horfa á fólk sem er virkilega gott í því sem það gerir, með fallegar raddir og er góðir dansarar. Ef verkið er virki- lega vel skrifað, þá á fólk aftur á móti ekki að taka eftir dansinum, hann á bara að magna upplifun áhorfenda. Söngleikir eru ekki lengur dónalegt orð, sérstaklega í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þeir eru mun meira metnir en margir halda. Sýning eins og Billy Elliot er uppfull af klassískum dansi og nútímadansi. Þetta er líka pólitískt leikhús, menntun í gegnum leikhús, hefðbundinn Broadway-stíll, agit- prop-leikhús. Það hefur allt með sér og er í raun alveg hámenningarlegt.“ n n Proud er danshöfundur íslenskrar uppsetningar á Billy Elliot n Dansinn málar myndir Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Þegar ég kom út af myndinni var ég frekar pirraður því mér fannst eins og einhver hefði stolið ævisögu minni Hinn raunverulegi Billy Elliot Lee Proud danshöfundur segist hafa átt svipaða ævi og Billy Elliot og hafi því djúpan skilning á sögunni. MynD SiGtryGGur Ari upp á líf og dauða Hörð átök óeirðalög- reglu og námuverkamanna í verkfalli eru tjáð í dansi í Billy Elliot. Lakkað smeLLuparket • 30 ára ábyrgð Parket & gólf • Ármúla 32, 108 Reykjavík • S: 5681888 • parketoggolf.is Verð: 9.060 kr. m² Nú á tilboðsverði: 6.342 kr. m² Hágæða PlankaParket - eik Sauvage einstakt tilboð -30% afsláttur ATH TAkmArkAð mAgn Parket og gólf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.