Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 36
20 Lífsstíll Vikublað 24.–26. mars 2015 Hólmaslóð 2 . 101 Reykjavík . www.tolli.is Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-17 Hvernig sporna á við leiða í ræktinni n Gott að hugleiða hvað hvetur mann áfram n Góð tónlist er nauðsynleg Þ angað til núna nýlega hefur ekki verið beint vandamál fyrir mig að vera í ræktar- gírnum og ég hef aldrei pælt sérstaklega í því hvað það er sem hvetur mig áfram í ræktinni. Ég hef átt erfitt með að svara þeirri spurningu þegar hún hefur komið inn í pósthólfið okkar í þjálfuninni. Hins vegar eftir að ég keppti seinast í nóvember, fékk ég mikinn ræktar- leiða sem fékk mig til að hugleiða hvað það væri sem hvetti mig áfram. Eftir þær hugleiðingar get ég nú svar- að þeirri spurning eins og ekkert sé. Hugarfarið mikilvægt Hugurinn leiðir líkamann áfram og ræktarleiðinn sem hellist einstaka sinnum yfir mann er yfirleitt kom- inn þaðan. Þess vegna tel ég fyrst og fremst mikilvægt að hugarfarið sé á réttum stað. Ef hugurinn vinnur ekki með þér og þú ert á góðum stað and- lega, er mjög erfitt að ná árangri hvað líkamann varðar. Þú þarft að vera til- búin til þess að taka þetta alla leið. Margar konur hafa byrjað hjá okkur í þjálfun og dottið út vegna þess að þær voru ekki tilbúnar að takast á við þetta verkefni. Margar þeirra koma aftur eftir að hafa bætt hugarfarið og eru þá tilbúnar til að klára þetta. Hvað „peppar“ mig áfram í ræktinni? n Mér finnst ótrúlega gaman að setja mér markmið eins og ég ræddi um í seinustu færslu og er það fyrst og fremst það sem hvetur mig áfram í ræktinni. Það að hafa eitthvert mark- mið til að stefna að heldur mér svo sannarlega við efnið og setur mig í ákveðin keppnisgír gagnvart sjálfri mér, enda er ég minn mesti keppi- nautur. n Mér finnst mjög hvetjandi að skoða Instagram á kvöldin þegar ég hef lagst upp í rúm. Þá flakka ég á milli Instagram-reikninga hjá stelp- um sem eru t.d. orðnir atvinnumenn í fitness erlendis. Þær eru oft að setja inn myndbönd af skemmtilegum og góðum æfingum sem ég prufa svo sjálf í ræktinni og nýti í æfingaplön- in hjá Betri árangri. Mér finnst líka gaman þegar þær setja inn árangurs- myndir af sjálfum sér, sem sýna að allt er hægt sé viljinn fyrir hendi. n Það að hafa góðan „playlist“ í rækt- inni tel ég mikla nauðsyn. Sum lög eru þannig að þau koma þér í gír- inn, meðan önnur kúpla þig úr hon- um. Það detta oft inn væmin og róleg lög þegar ég set á „shuffle“ á iPod-in- um sem er ekki eins hvetjandi og lög með góðum takti. n Ég set oft mynd á skjáinn á sím- anum sem áminningu um hvað Hvað er í ræktar- töskunni? Bleika rúllan mín Það er jafn mikilvægt að teygja og æfa. Það er alltof algengt að teygjurnar sitji á hak- anum. Ég keypti þessa rúllu til að halda mér við efnið og þannig hvetja mig til þess að vera duglegri að sinna teygjum og rúlla mig samhliða því. Maður á einungis þennan eina líkama, svo það er eins gott að hugsa vel um hann. Teygjurnar mínar Þessar eru uppáhalds. Systir mín sýndi mér nokkrar teygjuæfingar og hef ég síðan þá kynnt mér þær enn frekar. Finnst einstaklega gaman að brjóta upp æfingar með skemmtilegum og krefjandi teygjum. Þeir eru í fjórum styrkleikaflokkum og ég nýti oftast tvo erfiðustu. Beltið mitt Það nota ég þegar ég tek æfingar sem reyna á mjóbakið. Það munar miklu að hafa góðan stuðning í æfingum eins og hnébeygju, róðraræf- ingum og réttstöðulyftu. Grifflurnar mínar Þær nota ég oft þegar ég lyfti bak, stiffa eða tek réttstöðulyftu. Grifflurnar veita meiri stuðning að góðu gripi og þannig næ ég oft betri þyngdum. IPodinn og heyrnartólin Það kemur kannski ekki á óvart að þetta kombó er bleikt og fjólublátt. Ég get alveg farið í annan heim þegar ég set þessa græju á mig og er oftar en ekki sveiflandi mér á skíðavélinni í takt við lögin. Brúsinn minn Það er nauðsyn- legt að hafa almennilegan brúsa undir vatnið. Sippuband Mér finnst mjög gaman að sippa og geri það jafnan á milli setta til að halda púlsinum uppi. Sótthreinsandi Ég kýs að hafa ekki grifflur þegar ég lyfti, enda ræktardurgur af guðs náð. Þess vegna finnst mér gott að grípa í sótthreinsandi þegar ég hef notað tæki sem framkalla mikla járnlykt. Þetta fékk ég í Bath and Bodyworks í Bandaríkjunum og er því vel ilmandi og stelpuleg. Púlsmælirinn Mér finnst mikil hvatning í því að setja hann á mig þegar ég vil fylgjast með því hversu vel ég tek á því. Oftar en ekki fer maður í keppni við sjálfan sig í að ná inn sem flestum kalóríum. Alexandra Sif Nikulásdóttir ale_sif@hotmail.com ég þurfi að bæta eða þá mynd af draumaforminu. n Til þess að ég taki góða æfingu þarf mér að líða vel með sjálfa mig. Þess vegna finnst mér gaman að setja saman litríkan ræktarklæðnað og mæta vel til höfð. n Mér finnst mjög hvetjandi að hafa góðan ræktarfélaga, en einnig gott að fara ein þegar ég er í þeim gírnum. Góður ræktarfélagi er manneskja sem hvetur þig áfram til þess að stíga út fyrir þægindaramman og taka vel á því. Þegar báðir aðilar geta gefið af sér til hvor annars veistu að þú ert að æfa með réttri manneskju. n Ræktartaskan mín heldur mér svo sannarlega við efnið og má í raun kalla hana mína hægri hönd í æf- ingasalnum. Þegar ég var farin að mæta í ræktina með fullar hendur af dóti ákvað ég að grípa til minna ráða. Hún geymir ýmislegt spennandi sem ég nýti á æfingum til að gera þær enn skemmtilegri og fjölbreyttari. Þangað til næst Ale ræktardurgur Máltíðir fyrir æfingu Hugmyndir að góðum máltíðum fyrir æfingu T il þess að taka góða lyft- ingaæfingu er nauðsyn- legt að næra líkamann vel fyrir komandi átök. Þú þarft góða orku sem nýtist þér út æf- inguna. Mér finnst ég orkumest þegar ég fæ mér holl og góð kol- vetni. Flott er að miða við að fá sér að borða um klukkustund áður en æfingin hefst og passa að metta einungis magann, það er ekki gott að mæta saddur í að taka á því. Hafragrautur eða morgunkorn Hann er hægt að gera með ýmsu meðlæti. Mér finnst hafragrautur ekki hafragrautur nema hann inni- haldi kanil, eða réttar sagt kanil með graut. Það góða við kanil er að hann eykur líka brennsluna. Til þess að gera þetta að- eins girnilegra og fá enn meiri orku, bæti ég jafnan við banana, möndlukurli, rúsínum eða smá kókosmjöli. Ég elda grautinn minn alltaf í örbylgju, bæti smá vatni við og hita í um tvær mín- útur, einfalt og fljótlegt. Morgunkorn í skál með smá fjörmjólk virkar líka vel ef þú hef- ur ekki tök á að útbúa graut. Hafraklattarnir mínir Þeim deildi ég með ykkur hér á síðunni minni fyrir nokkru. Upp- skriftina má finna á vefsíðu DV. Orkuríkir og einstaklega bragð- góðir þótt ég segi sjálf frá. Flatkökur Þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér og hef ég prufað hinar ýmsu sam- setningar ofan á þær. Mér finnst einstaklega gott að grilla þær og hafa þær örlítið volgar. Það sem stendur upp úr er að setja á þær banana eða þá avókadó, salt og kjúklingaskinku. Döðlur Þetta er eins og mesta nammi. Ég kaupi þá ferskar döðlur, nota tvær sem ég sker fyrir miðju og set eina teskeið af hnetusmjöri á hvora ásamt einni bananaskífu og geymi í frysti í smá tíma fyrir æfinguna. Hrökkbrauð, rískökur og maískökur Ofan á þetta nota ég yfirleitt ban- ana, hnetusmjör, egg, avókadó, kotasælu eða kjúklingaskinku. Það fer allt eftir hvernig ég er stemmd. Ávextir Þeir eru mjög hentugir sem mál- tíð fyrir æfingu þar sem þeir inni- halda góð kolvetni. Svo er líka fljótlegt og þægilegt að grípa í þá ef maður er á ferðinni. Tilbúin í slaginn Til þess að ég taki góða æfingu þarf mér að líða vel með sjálfa mig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.