Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 21
Vikublað 24.–26. mars 2015 Veitingar - Kynningarblað 5 V eitingastaðurinn Mar í Hafnarbúðum á Geirsgötu var opnaður fyrir tveimur og hálfu ári og að sögn Rann- veigar Grétarsdóttur, eins eigenda staðarins, er lögð áhersla á ferskan fisk, fisk dagsins og sjávar- pannan er vinsælasti rétturinn. Verið er að breyta staðnum um þessar mundir og stækka, en um miðjan apríl nk. verður opnaður bar við hliðina á veitingastaðnum í hús- næðinu sem Mýrin er í núna. Bar- inn verður rekinn samhliða veitinga- staðnum, en opnunartími verður að öllum líkindum lengri. Hönnuðirn- ir Hafsteinn og Karítas hjá Hafi sjá um hönnun barsins, en þema hans verður tengt sjónum og bryggjunni. Stefnt er á að bjóða upp á sérstakan bar-menu á Marbar þegar hann verð- ur opnaður. „Barinn er góð viðbót við höfn- ina og við erum í samstarfi við Ölvis- holt og Torres og jafnframt verða fleiri bjórar í boði. Við stefnum á skemmti- legan og góðan bjór- og vínbar,“ segir Rannveig. Ferðamenn leita eftir að borða og smakka það sem íslenskt er, en Ís- lendingar sækja líka staðinn heim og því er úrval rétta í boði, jafnt sjávar- réttir sem annað. „Mar leggur áherslu á fiskinn, humar, skel og sjávarrétti,“ segir Rannveig. „Stemningin er „casual“ þannig að fólk getur komið strax eft- ir skoðunarferðir og fengið sér að borða, ef því finnst það ekki þurfa að klæða sig mjög fínt upp,“ segir Rann- veig að lokum. Mar er á Geirsgötu 9, Reykjavík, síminn er 519-5050, netfangið mar@ mar.is Opnunartími er alla daga frá kl. 11.00–23.00. n Marbar opnar í apríl við hliðina á Mar Mar leggur áherslu á fiskinn og þemað er tengt höfninni og sjónum Staðurinn Þemað er sjórinn. Mynd GSverriS ehf Skötuselur Skötuselur vafinn í parmaskin- ku með fennelsalati, maís og piparsósu. Piadina Flatbrauð með parmaskinku, tómötum, mozzarella og basilíku. Steik Hægelduð rib-eye með chimichurri, sveppum og piparsósu. Þorskur Þorskur með kúrbít og kletta- salati. Kornhæna Fyllt kornhæna með maís og appelsínusósu. „Við setjum á matseðilinn það sem okkur langar til“ Kol restaurant: létt og lifandi stemning – hress og lífleg þjónusta K ol restaurant, sem var opn- aður í febrúar 2014, býður upp á fjölbreyttan matseðill og er ekki einblínt á eitt land eða eina matreiðslustefnu. „Við setjum á matseðilinn það sem okkur langar til,“ segir Gunnar Rafn Heiðarsson veitingastjóri. Staðurinn býður upp á gott úrval forrétta úr öllum áttum, ýmsa fingur- fæðisrétti sem gott er að deila með vinum eða panta marga og gera úr heila máltíð. „Við erum með kolaofn- inn þar sem hinar ýmsu steikur eru kolagrillaðar, einnig er gott úrval af fiskréttum og eftirréttum, þannig að allir finna eitthvað við sitt hæfi,“ seg- ir Gunnar. Á um það bil tveggja mánaða fresti er réttum skipt út á matseðli fyr- ir nýja. Að sögn Gunnars er val á mat og drykk miðað við smekk Íslendinga og ferðamennirnir fylgja með, enda vilja þeir vera þar sem Íslendingarn- ir eru. Opið er í hádeginu alla daga og þá er meðal annars í boði hamborgari sem margir koma langt að og oft til að njóta. Það sem einkennir hann er braserað uxabrjóst ofan á borgar- anum, „spicy majó“ sem lagað er úr reyktu chili og kartöflurnar sem fylgja með eru djúpsteiktar upp úr andafitu. Óhætt er að segja að borgarinn slái í gegn hjá öllum sem hann smakka. Kol restaurant býður upp á létta og lifandi stemningu og hressa og líf- lega þjónustu. Staðurinn er á tveimur hæðum og tekur 90 manns í sæti, á neðri hæð- inni geta gestir fylgst með matreiðsl- unni en þar er opið eldhús. Á efri hæðinni er barinn miðpunkturinn. Gunnar segir að á barnum sé boð- ið upp á svokallaða „kraftkokteila“, þar sem eingöngu eru notuð há- gæða hráefni og nýkreistur safi. Hug- myndin er að nota ekki nein hráefni sem innihalda gervibragð eða litar- efni, „ef vantar eitthvert hráefni þá útbúum við það frekar sjálfir. Við lög- um mikið af ýmiss konar sírópum og „infúserum“ okkar eigið áfengi sjálfir í mikið af okkar drykkjum og bragð- bætum kokteilana og sem dæmi má nefna Duck Season, sem er „twist á“ viskí sour, lagaður með burbon viskíi sem er fituvaskað með reyktri andafitu. Við erum með gindrykk sem heitir Testla sem inniheldur ólífuolíuvaskað gin, auk þess sem við „infúserum“ eigin sítrónuvodka, vanilluvodka og fleira. Allt er þetta liður í því endurvekja kokteilmenninguna á Íslandi,“ segir Gunnar. „Kokteilar eru fyrir alla, eitt- hvað sem hentar öllum, ekki bara kokteilar sem eru bleikir og væmn- ir á bragðið.“ Á seðlinum eru 23 kok- teilar í heildina og skiptast þeir í fjóra flokka: aðgengilegir, kokteilar fyrir lengri komna, fyrir atvinnumennina og fyrir þá ábyrgu (amatörana). „Happy hour“ er alla daga frá kl. 16.00–18.00 og getur fólk komið og fengið sér drykk, svo lengi sem hús- rúm leyfir, hvort sem máltíð fylgir með eða ekki. Kol restaurant er á Skólavörðustíg 40, Reykjavík, síminn er 517-7474, netfang kolrestaurant@kolrestaur- ant.is Opnunartími er alla daga frá kl. 11.30–22.00. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.