Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 32
Vikublað 24.–26. mars 201516 Veitingar - Kynningarblað Hlaðborð í hádeginu – kósístemning á kvöldin Veitinga- og kaffihúsið Silfur í Hafnarfirði V eitinga- og kaffihúsið Silfur að Fjarðargötu 13–15 í Hafnarfirði var opnað 1. febrúar 2014 og er því rétt rúmlega eins árs. „Við fengum frábærar móttökur og strax í upphafi lögðum við áherslu á að hlusta á óskir viðskiptavina okk- ar. Veita framúrskarandi þjónustu, gott verð og vera með skemmtilegan og jákvæðan húmor. Eftir þetta fyrsta ár okkar ákváðum við að fara að ósk- um viðskiptavina okkar og vera með salatbar og hlaðborð í hádeginu sem hefur mælst mjög vel fyrir. Við- skiptavinahópurinn hefur vaxið og erlendir ferðamenn eru tíðir gestir hér,“ segir Berglind Jean Gold, fram- kvæmdastjóri Silfurs. Vinsælustu réttirnir Vinsælustu réttir staðarins eru Tex Mex, Quesadilla, Silfurhamborgarinn og fiskur í camenbert. Boðið er upp á hlaðborð í hádeginu og meiri kósí- stemningu á kvöldin. Vinsælt er að kíkja í bröns um helgar. Alltaf er vin- sælt að koma á Silfur og kíkja á leik og boðið er upp á tilboð á mat og drykk meðan á leik stendur. Frá og með 1. apríl verður nýr matseðill í boði. Silfur er að Fjarðargötu 13–15 í Hafnarfirði, 2. hæð í verslunarmið- stöðinni Firðinum í Hafnarfirði, síminn er 555-6996, netfang silf- ur2014@hotmail.com Opnunartími er mánudaga – mið- vikudaga frá kl. 10.00 - 22.00, fimmtu- daga – laugardaga frá kl. 10.00 - 01.00 og sunnudaga frá kl. 12.00 – 22.00. n Fjölbreyttur matseðill, þvottur og þægindi Laundromat Cafe: norræn veitingakeðja í tveimur höfuðborgum V eitLaundromat Cafe er norræn veitingakeðja í höfuðborgum tveggja Norðurlanda, það er Dan- mörku og Íslandi. Í ágúst 2004 var The Laundro- mat Cafe í Elmegade 15 á Norður- brú í Kaupmannahöfn opnað, í ágúst 2006 var opnað Laundro mat Cafe í Århusgade 38 á Austurbrú í Kaupmannahöfn, í mars 2011 var opnað Laundromat Cafe í Austur- stræti 9 í Reykjavík og svo var fjórði staðurinn opnaður í desember 2011 á Gammel Kongevej 96 á Frederiks- berg í Kaupmannahöfn. Hugmyndin „Hugmyndin með stofnun Laundro mat var að hægt væri að þvo fötin sín, fá sér að borða, lesa bók, drekka kaffi eða „sörfa“ á netinu í þægilegu og afslöppuðu andrúmslofti,“ segir Jóhann Friðrik Haraldsson, eigandi The Laundro- mat Cafe. Umhverfið Sérstaða Laundromat Cafe er að þú getur komið og þvegið þvottinn þinn á meðan börnin þín eru að leika sér á stærsta barnasvæði sem finnst hér á landi á veitingastað á meðan þú getur fengið þér kaffi eða mat. Á Laundromat Cafe finnur þú gott úrval tímarita og dagblaða og í barborðinu eru 6.000 bækur sem þú getur lesið. Hægt er að spila yatzy, kotru, tefla eða spila á spil. Í kjallar- anum er stórt barnaleiksvæði. Matseðillinn „Við bjóðum upp á fjölbreyttan mat- seðil með heimagerðum mat, kök- um, heilsudrykkjum, smoothies, mjólkurhristingum, kaffi, tei, víni og úrvali af bjór. Boðið er upp á sér- stakan morgunmatseðil, dagseðil sem og helgarseðil þannig að þegar viðskiptavinir heimsækja okkur þá fá þeir alltaf það sem þeir vilja. Okk- ar „dirty og clean“-morgunmatur er vinsæll virku dagana og svo er sér- stakur „dirty og clean bröns“ um helgar. Okkar ánægðu viðskiptavin- ir eru bæði Íslendingar og erlend- ir ferðamenn. Allar okkar veitingar eru bornar fram með bros á vör,“ segir Jóhann að lokum. Laundromat Cafe er í Austur- stræti 9, Reykjavík, síminn er 587- 7555, Afgreiðslutíminn er virka daga kl. 08.00–00.00 og um helgar kl. 10.00–01.00. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.