Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 6
Vikublað 24.–26. mars 20156 Fréttir Neyttu eitur- lyfja í bifreið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um ungmenni að neyta fíkniefna í bifreið. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu fékk tilkynningu um hálf ellefu leytið á sunnudagskvöld um ungmenni sem voru að neyta fíkniefna í bifreið við Kauptún í Garðabæ. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn kom í ljós að ökumað- urinn var aðeins sautján ára en hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Með þessum unga ökumanni var enn yngri farþegi, aðeins fimmtán ára gamall. Mál hans var afgreitt með aðkomu foreldra og tilkynningu til Barnaverndar. Ölvaður og undir áhrifum kannabis Ökumaður, karlmaður á fertugs- aldri, sem lögreglan á Suðurnesj- um hafði afskipti af á sunnudags- morgun, reyndist vera ölvaður undir stýri. Hann var handtek- inn og færður á lögreglustöð. Þar staðfestu sýnatökur neyslu hans á kannabis. Auk þessa hafði hann aldrei öðlast ökuréttindi. Annar ökumaður, rúmlega þrítug kona, viðurkenndi í viðræðum við lög- reglu að hafa neytt örvandi fíkni- efna fyrir aksturinn. Einnig fram- vísaði hún amfetamíni sem hún hafði í fórum sínum. Hún var handtekin og færð á lögreglustöð. Vilja kaupa Vatn af Hafnfirðingum Kanadíska fyrirtækið Amel Group vill reisa vatnsverksmiðju í Hafnarfirði E igendur kanadíska fyrir- tækisins Amel Group vilja reisa átöppunarverksmiðju í Hafnarfirði og kaupa vatn úr dreifikerfi bæjarbúa. Þeir hafa óskað eftir fundi með Haraldi L. Haraldssyni, bæjarstjóra Hafnar- fjarðar, og eru væntanlegir hingað til lands í byrjun júní. Bæjaryfirvöld hafa að undanförnu fengið nokkr- ar fyrirspurnir frá fyrirtækjum sem hafa áhuga á vatnslindum Hafnar- fjarðar. Írska fyrirtækið Aqua Cout- ure Ltd. er eitt þeirra en rússneski auðjöfurinn Alexander Titomirov er meðal stærstu eigenda þess. Vita lítið um Amel Group „Þeir eru að leita að drykkjarvatni og hafa áhuga á miklu magni af vatni. Við erum búin að eiga í miklum sam- skiptum við þá og senda þeim upp- lýsingar um efnasamsetningu vatns- ins og fleira,“ segir Dagur Jónsson, vatnsveitustjóri Hafnarfjarðar, um fyrirspurnir kanadíska fyrirtækisins. Amel Group er skráð í Ontario- fylki í miðausturhluta Kanda. Sam- kvæmt vefsíðu fyrirtækisins hefur það komið að fjárfestingarverkefn- um sem tengjast endurnýjanlegum orkugjöfum, landbúnaði, öryggis- og varnarmálum, byggingarfram- kvæmdum og fjarskiptum. Ekki er gefið upp hverjir eigendur Amel Group eru en forstjóri fyrirtækisins og stjórnarmaður heitir Salah Saleh. Hann og Mohamed El Hadidy, ann- ar stjórnarmaður fyrirtækisins, eru einu starfsmenn Amel Group sam- kvæmt vefsíðunni. „Við höfum bent þessum aðilum á að við erum með nóg af lóðum og tvær hafnir en þeir hafa hins vegar lítið látið uppi um sín áform og við vitum svo sem lítið um þetta fyrir- tæki. Það er vatnsskortur víða í heim- inum og verð á vatni er á leiðinni upp og því er eðlilegt að menn sýni þessu áhuga,“ segir Dagur. Ein fyrirspurn á mánuði Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar samþykkti í október í fyrra viljayfirlýsingu um viðræð- ur við írska fyrirtækið Aqua Cout- ure. Í yfirlýsingunni er kveðið á um að fyrirtækið fái aðgang að vatni úr vatnsbóli bæjarins í Kaldárbotnum til næstu 25 ára. „Við heyrum í þeim af og til en það er um mánuður síðan við heyrð- um síðast í þeim. Formlegar viðræð- ur eru því ekki hafnar en þetta fyr- irtæki var að hugsa um stóra lóð hér í bænum. Við fáum um eina fyrirspurn á mánuði vegna vatns- lindanna hér í bænum. Ástæðan er líklegast sú að við höfum sent út aðgengilegt upplýsingarit um hafn- firska vatnið og það hefur ábyggi- lega farið víða,“ segir Dagur. Aqua Couture var stofnað í nóv- ember 2013 í Dublin á Írlandi. For- stjóri fyrirtækisins, Alexander Titom- irov, er rússneskur auðmaður sem hefur meðal annars fjárfest í líftækni- iðnaði í Bandaríkjunum. Í haust greindi Hafnarfjörður Vikublað frá því að Titomirov hefði komið hingað til lands árið 2005 í fylgd með Boris Spassky til að koma á fundi með rúss- neska skákmeistaranum og Bobby Fischer. Davíð Stefánsson, ráðgjafi bandaríska fyrirtækisins Silicor Ma- terials, sem vill reisa sólarkísilverk- smiðju á Grundartanga, er einnig hluthafi í Aqua Couture. Ekki náðist í Davíð við vinnslu fréttarinnar. n Margir vilja selja vatnið Mikill áhugi virðist vera fyrir útflutningi á íslensku vatni. Brúarfoss hf. hyggst reisa vatnsverksmiðju í Helguvík en fyrirtækið hefur gert sölusamning við góðgerðar- félag í Kanada sem vill dreifa vatninu til flóttamannabúða Sameinuðu þjóð- anna. Forsvarsmenn Icelandic Water Line hafa kynnt áform um smíði 105 þúsund tonna vatnsverksmiðjuskips. Þeir vilja hefja útflutning á íslensku vatni en verkefnið var meðal annars kynnt á lokuðum fundi fagfjárfesta og nýsköp- unarfyrirtækja sem Kauphöllin (Nasdaq á Íslandi) hélt í Hörpu í maí í fyrra. Árin 2008 og 2009 áttu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði í viðræðum við fulltrúa Glacier World ehf. sem vildu leggja vatns- leiðslu frá Kaldárbotnum og niður á höfn. Félagið var í eigu fjárfesta frá Dúbaí, Kúveit og Sádí-Arabíu. Nokkru áður hafði hollenski athafnamaðurinn Otto Spork, aðaleigandi Iceland Glacier Products, kynnt áform um umfangsmikinn vatnsútflutning frá Rifi á Snæfellsnesi. Um 8.000 fermetra hús var reist undir átöppunarverksmiðju en Spork var síðar dæmdur í Kanada fyrir verðbréfasvik. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Kemur í júní Salah Saleh er forstjóri kanadíska fyrirtækisins Amel Group. Hann kem- ur hingað til lands í júní til að kynna sér vatnslindir Hafnarfjarðarbæj- ar í Kaldárbotnum. Hollenskur athafnamaður Otto Spork „Þeir eru að leita að drykkjarvatni og hafa áhuga á miklu magni af vatni H E I L S U R Ú M Síðustu Drottningadagarnir! EKKI MISSA AF ÞESSU! Verð frá 98.173. kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.