Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 2
2 Fréttir Vikublað 21.–23. apríl 2015
Beðið eftir
krufningar-
skýrslu
Kona sem grunuð er um að hafa
orðið sambýlismanni sínum að
bana við Skúlaskeið í Hafnarfirði
í febrúar síðastliðnum er enn í
gæsluvarðhaldi. Rannsókn lög
reglunnar er lokið en beðið er eft
ir endanlegri krufningarskýrslu.
Þegar hún er tilbúin verður mál
ið sent áfram til ríkissaksóknara
sem tekur afstöðu til ákæru. Þetta
staðfestir Kristján Ingi Kristjáns
son hjá lögreglunni á höfuð
borgarsvæðinu.
Lögregla var kölluð að heimili
fólksins í kjallara við Skúlaskeið
þann 14. febrúar og konan var
handtekin á vettvangi. Maðurinn
var með stungusár vinstra megin
á brjóstholi. Konan er pólskur
ríkisborgari á sextugsaldri. Hinn
látni var einnig pólskur ríkis
borgari, á fertugsaldri.
Yfirferð saksóknara
enn ekki lokið
T
æpt ár er síðan sautján ára
stúlka lagði fram kæru til lög
reglunnar vegna hópnauðg
unar en ríkissaksóknari hefur
ekki gefið út ákvörðun um það hvort
ákært verði í málinu eða það fellt
niður. Fimm piltar, sem voru á aldr
inum 17–19 ára þegar málið var kært,
sátu um tíma í gæsluvarðhaldi vegna
málsins.
Í kærunni greindi stúlkan frá því
að hún hefði verið í samkvæmi og
sagði brotið hafa verið tekið upp á
myndband. Var myndbandsupptaka
síðar afhent lögreglunni. Rannsókn
málsins var mjög umfangsmikil og
var málið sent til ríkissaksóknara í
júlí í fyrra.
Í upplýsingum frá saksóknara
sem hefur málið til skoðunar kemur
fram að það sé enn til meðferðar hjá
ríkissaksóknara og að ákvörðun um
ákæru eða niðurfellingu liggi ekki
fyrir. Þá sé ekki hægt að segja til um
hvenær ákvörðun liggi fyrir. n
Lögregla lauk rannsókn í júlí og tæpt ár er liðið frá kæru
74 eiga von
á sekt
Brot 74 ökumanna voru mynduð
annars vegar á föstudag og hins
vegar á mánudag. Á mánudag
voru brot 46 ökumanna mynd
uð á Kársnesbraut í Kópavogi á
einni klukkustund. 201 ökutæki
fór þessa leið og því ók meira en
fimmtungur ökumanna of hratt.
Á föstudag voru svo brot 28 öku
manna mynduð á Bæjarbraut í
Garðabæ á einni klukkustund.
109 ökutæki fóru þessa leið og því
ók um fjórðungur of hratt.
RÚM
RÚM
DÝNUR
DÝNUR
HEILSUKODDAR
HEILSUKODDAR
ÚTLITSGALLAÐÚTLITSGALLAÐ
SÝNINGARRÚM
SÝNINGARRÚM
ELDRI GERÐIR
ELDRI GERÐIR
RÚMGAFLAR
RÚMGAFLAR
PÍFULÖK
LÖK
LÖK
H E I L S U R Ú M
LAGERSALA
REKKJUNNAR
AÐEINS ÞRÍR DAGAR!
Mánudag, þriðjudag og miðvikudag
A
R
G
H
!!!
1
70
41
5
Samþykktu allar styrk-
umsóknir fyrir mistök
n Röð mistaka hjá Rannís við úthlutun úr sjóði n Mögulegt
M
istök urðu til þess að all
ir umsækjendur um styrki
úr Þróunarsjóði náms
gagna fengu vilyrði fyrir
styrk. Rannís veitti nýlega
35 verkefnum styrki úr Þróunarsjóði
námsgagna en alls bárust 124 um
sóknir. Eftir að mistökin uppgötv
uðust voru þau leiðrétt en þar með
er ekki öll sagan sögð. Samkvæmt
stjórnsýslulögum eru ákvarðan
ir bindandi þegar þær eru komnar
til aðila. Í kjölfarið braut stofnunin
mögulega persónuverndarlög með
því að senda út póstfangalista allra
þeirra sem áttu að fá synjun í stað
þess að senda út afsökunarbeiðni.
Afleiðingarnar liggja ekki fyrir en
hópur einstaklinga íhugar nú að
leita réttar síns. Lektor í stjórnsýslu
rétti telur þó ólíklegt að umsækjend
ur geti byggt beinan rétt á atvikinu.
Umsóknir samþykktar
fyrir mistök
Þann 16. apríl síðastliðinn veitti
Rannís styrki úr Þróunarsjóði náms
gagna. Alls bárust 124 umsóknir að
undangenginni auglýsingu og var
samanlögð upphæð þeirra um 164
milljónir króna. Til úthlutunar voru
48 milljónir króna og því fengu að
eins 35 verkefni styrk að andvirði
þeirrar upphæðar. Þau mistök áttu
sér hins vegar stað að stofnunin
sendi út til allra sem sóttu um að
styrkbeiðni þeirra hafi verið sam
þykkt. Um 20 mínútum síðar var til
kynningin afturkölluð í öðru skeyti.
Samkvæmt 20. grein stjórnsýslu
laga er ákvörðun stjórnvalds bind
andi eftir að hún er komin til aðila
og því leikur vafi á hvort Rannís sé
heimilt að draga fyrra samþykki til
baka. Í versta falli er stofnunin búin
að skuldbinda sig til þess að greiða
út styrki til allra sem sóttu um, sam
tals að 164 milljónum króna.
Mögulegt brot á persónu-
verndarlögum
Til að bæta gráu ofan á svart þá ákvað
Rannís að senda út afsökunarpóst
en fyrir mistök var sendur póstur á
alla hlutaðeigandi þar sem ekkert
kom fram nema listi yfir tölvupóst
föng þeirra sem að fengu ekki styrk
inn. Þar er á ferðinni mögulegt brot
á persónuverndarlögum enda ekki
opinbert hverjir sækja um styrki í
sjóðinn, aðeins hverjir hljóta þá.
Það er óhætt að segja að þessi mis
tök hafi hleypt illu blóði í þá sem að
voru sviptir styrk sem að þeir töldu
sig hafa hlotið. Í raun og veru stofn
aði Rannís pósthóp óánægðra styrk
umsækjenda. Fjörugar umræður
hófust og samkvæmt heimildum DV
íhuga margir nú að leita réttar síns.
„Okkur þykir þetta
óskaplega leitt“
„Rannís tekur ekki ákvörðun um út
hlutun, það er stjórn Þróunarsjóðs
námsgagna sem tekur ákvörðun og
það er svo verkefni Rannís, sem um
sýslustofnunar, að tilkynna umsækj
endum um niðurstöðuna. Það er
Rannís, sem umsýsluaðili, sem ger
ir mistök við útsendingu á bréfi og
því fá allir umsækjendur sent sam
þykki fyrir styrk. Mistökin liggja í út
sendingu á tilkynningu frá Rannís
en ekki í ákvörðun stjórnarinn
ar sem slíkrar. Rannís er því ekki
stjórnvald í þessum skilningi held
ur einungis umsýsluaðili, sem tekur
ekki ákvörðun um úthlutun,“ sagði
Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðs
stjóri mennta og menningarsviðs
Rannís, í samtali við DV. „Það er að
mínu mati hæpið að líta svo á að
Rannís hafi tekið ákvörðun eða sam
þykkt úthlutunina enda uppgötv
uðust mistökin nær samstundis og
um 20 mínútum síðar var sendur
út póstur þar sem tilkynnt var um
mistökin. Okkur þykir þetta óskap
lega leitt og ekkert annað að gera en
að biðja innilegrar afsökunar á því,“
bætir Ágúst við.
„Skýrt brot á þeim verklags-
reglum sem við leggjum upp
með“
„Til að bæta gráu ofan á svart þá
áttu sér svo stað önnur mistök. Ég
ákvað í samráði við forstöðumann
að senda út afsökunarbréf og fyr
ir mistök var sent út afrit af tölvu
póstlista þeirra sem fengu ekki styrk.
Það er alveg skýrt að þetta er brot á
þeim verklagsreglum sem við leggj
um upp með. Við gefum aldrei upp
hverjir eru umsækjendur, heldur að
eins þá sem síðan hljóta styrkina.
Við göngumst fyllilega við því. Þetta
var ekki ásetningsverk heldur óvilja
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Ágúst Hjörtur Ingþórsson Harmar
mistökin sem áttu sér stað og segir þau
einstakt tilvik.